Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kóngur vill sigla en byr ræður . . . Undirskriftasöfnun sjómanna á Vestfjörðum talin ólögmæt Hvarflaði ekki að okkur segja forvísismenn SVEINBJÖRN Jónsson sjómaður á Suðureyri lýsir allri ábyrgð á tilurð og framkvæmd undirskrifta- lista til stuðnings tillögum sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum um fiskveiðistjóm á hendur sér og Arnari Barðasyni, en Sigurður Líndal lagaprófessor telur ljóst að undirskriftasöfnunin sé ólögmæt. Sigurður telur að söfnunin varði við annan tölulið 125. grein kosn- ingalaga, þar sem segir m.a. að óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll, sé að „safna undir- skriftum um stuðning eða and- stöðu við ákveðin málefni, sem heyra eða heyrt geta undir vald- svið Alþingis, eftir að almennar alþingiskosningar hafa verið ákveðnar." Skilgreina þurfi undirskriftasöfnun Sveinbjöm kveðst telja líklegt að söfnunin sé á „gráu svæði“ og fari mat á lögmæti eða ólögmæti eftir því hvort viðkomandi undir- skriftalisti skoðist sem söfnun eða ekki. Uppkast textans ásamt blaði til undirskriftar sem á vora 5-6 línur fyrir nöfn, hafi verið sent ákveðnum lykilmönnum í hveiju byggðarlagi á Vestfjörðum. Yfir sjötíu manns hafa skrifað nöfn sín á listann en við þann lista sem Morgunblaðið birti í gær, hafa bæst ísfirðingamir Þórir G. Hin- riksson, Kristján Guðjónsson, Þórður Hilmarsson, Helgi Geir- mundsson, Hafsteinn Ingólfsson, Gísli H. Hermannsson, Jón Vagns- son, Elías Ingimarsson, Davíð Kristjánsson og Helgi Jóhannes- son. Einnig þeir Stefán Egilsson, Gísli Þorgrímsson, Ólafur Magnússon, Guðmundur Olafsson, Jón S. Garðarsson, Erlendur Krist- jánsson, Bjöm J. Bjömsson, Torfi Jónsson, Árni Magnússon, Skúli T. Haraldssont Felix Haraldsson, Magnús J. Áskelsson, Halldór Gunnarsson, Aðalsteinn Júlíusson, Sverrir B. Guðmundsson, og Ólaf- ur Steingrímsson frá Patreksfirði. „Tilgangurinn var ekki að safna hópfylgi, heldur setja inn ákveðna menn sem hefðu svipuð sjónarmið og Iáta þá skora óbeint á kjósend- ur. En það reynir ekki á lögmæti þessa fyrr en einhver kærir til yfirkjörstjórnar Vestfjarða og ég veit ekki hver niðurstaða hennar yrði, né hvaða hegningarákvæðum yfirkjörstjóm gæti farið eftir, en geri þó frekar ráð fyrir að þeir sem eru ábyrgir, þ.e. við Arnar, myndu sæta sektum. Ef hún getur svipt okkur kjörgengi, sem mér finnst ólíklegt, get ég ekki annað en hvatt Vestfirðinga til að hafa málstað okkar í huga í kjörklefan- um,“ segir Sveinbjörn. Vilja breyta afstöðu Sjálfstæðisflokks Hann segir forvígismenn söfn- unarinnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, án þess að vilja kasta rýrð á skoðanir annnarra flokka í þeim efnum, að til að ná árangri varðandi fiskveiðistjórnunina, yrði að breyta afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til málsins. Frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins hafi að þeirra mati búið yfir þeirri sér- stöðu að hafa lagt fram heilstæða stefnu sem valkost á móti kvóta- kerfinu. „Þeir lofuðu á þessum fundum og í fjölmiðlum, að vinna þessum sjónarmiðum fylgi innan síns flokks og á Alþingi og við töldum okkur því geta þjónað framgangi málsins best með því að styðja umrædda frambjóðendur á kjördag,“ segir Sveinbjörn. Aldrei hafi hvarflað að forkólf- um söfnunarinnar að minnsti vafí léki á lögmæti hennar, heldur sé fyrst og fremst um þekkingarleysi að ræða. Vantar stjórn- lagadómstól Sveinbjörn ritaði forseta íslands bréf í desember sl., og óskaði þar eftir að forseti sem verndari stjórnarskrárinnar beitti sér fyrir því með einhveijum hætti að lög um fískveiðistjórnun verði endur- skoðuð til „láta nema úr gildi þau lög sem takmarka athafnafrelsi manna á krókaleyfisbátum." Sveinbjörn segir tilganginn þann að vekja athygli á þeirri stöðu ís- lenskra þegna að hér sé ekki stjómlagadómstóll til í landinu. „Tejji þegnar lýðveldisins að stjómvöld séu að bijóta á þeim rétt með lagasetningu, eiga þeir fáa aðra kosti til að fá úr því skor- ið, en að bijóta viðkomandi lög. Aflamarksbátar hafa verið látnir sæta gífurlegum skerðingum und- anfarið, sem hefur leitt til mun meiri atvinnumissis hjá þeim en stærri skipum. Ég tel einnig laga- ákvæði um stjórnun krókaleyfis- báta vera skýlaust dæmi um stjómarskrárbrot, en þau eru þannig úr garði gerð, að því betur sem fískast, þ.e. því meiri sem fískgengd er, því meiri takmark- anir eru settar á athafnafrelsi þeirra. Nú hefur okkur verið bann- að að fara á sjó 136 daga á ári með lögum, og samkvæmt gild- andi lögum gætu banndagar orðið yfír 200 talsins á næsta ári. Okk- ur sýnist, að ef þessi kosningalög banna okkur að veiða atkvæði, stefnumálum okkar til fylgis, sé komið á okkur eitt veiðibannið enn.“ Námstefna um neyðarmóttöku Nýjar upplýsingar um nauðgunarmál um Anámstefnu neyðarmóttöku vegna nauðgunar og meðferð nauðgun- armála í dómskerfínu, sem haldin var í Borgartúni 6 sl. miðvikudag Voru haldin 13 erindi sem snerta þenn- an málaflokk. Aðalfyrirles- ari var Ingunn Fassgard frá Noregi. Hún gerði grein fyrir frumrannsókn- um og meðhöndlun ákæru- valdsins á nauðgunarmál- um í Noregi. íslendingar hafa mjög litið til reynslu Norðmanna við skipulagn- ingu þessara mála hér á landi. Meðferð nauðgunar- mála í íslenska dómskerf- inu var síðan rædd af ís- lenskum fyrirlesurum og Guðrún Agnarsdóttir gerði grein fyrir tölulegum upplýsing- um um starf Neyðarmóttöku vegna nauðgunar sem starfrækt er á Borgarspítala. „Nú liggja fyrir upplýsingar um starfsemi móttökunnar sl. tvö ár. Fyrsta árið er frá 8. mars 1993 til 7. mars 1994. Annað árið er frá 8. mars 1994 til 7. mars 1995, þannig að þarna er um að ræða alveg nýjar upplýs- ingar sem unnar hafa verið eftir skýrslum sem teknar hafa verið á Borgarspítalanum. Þar er gætt fyllstu leyndar um nafn og önnur auðkenni einstaklinga svo ekki sé vegur að rekja neitt í þeim efnum. Hvaðkomu margirfyrsta árið? Á fyrsta árinu komu 50 ein- staklingar en á öðru árinu komu 74, samtals 124 á tveimur áram. Konur eru í miklum meirihluta, 116, en karlar eru 8 talsins. Fólk þetta var á aldrinum 14 til 50 ára. Áberandi er hve margar ungar manneskjur leita til okkar, þar sem tæp 45 prósent eru yngri en 20 ára og rúm 68 átta pró- sent yngri en 25. Það er líka áberandi að aðsóknin er mest um helgar, þá komu 78 af 124 ein- staklingum sem til okkar Ieituðu. Hvenær kemur þetta fólk helst? Það kemur fyrst og fremst síðla nætur og fyrri hluta dags. Flestir virðast koma með lög- reglu en það eru líka margir sem koma með foreldrum ___________ eða vinkonum eða vin- um. í langflestum til- vikum hefur verið um nauðgun að ræða, eða í 82 prósentum tilvik- “—— anna. Mjög áberandi er að flestar árásirnar verða að næturlagi, eða 85 af 124. A hvaða vettvangi eru árásirn- ar framdar? Inni á heimilum, einkum á heimili árásarmannsins, en einn- ig á götu, í húsasundum eða á víðavangi. Árásarmaðurinn er í 64 tilvikum af 124 þekktur en 56 eru óþekktir. Er mikilvægt að þolendur komi strax eftir árás á neyðarm- óttöku? Já, það er mjög mikilvægt að þeir komi til okkar sem fyrst svo hægt sé að veita þeim stuðning og aðhlynningu til að tryggja velferð þeirra og einnig til þess að hægt sé að safna sakargögn- um og þau glatist ekki. Þá er um að ræða sýni, svo sem blóð, sæði og annað af brotavettvangi og mjög mikilvægt að viðkom- andi þvoi sér ekki áður en komið er á móttökuna og skipti ekki um föt. Þessu virðast sem betur Guðrún Agnarsdóttir ►Guðrún Agnarsdóttir er umsjónarlæknir Neyðarmót- töku vegna nauðgunar á Slysa- deild Borgarspítalans. Hún hefur átt sæti í Nauðgunar- málanefnd og hafði fyrir skömmu umsjón með nám- stefnu um slík mál. Guðrún er fædd 2. júní 1941 í Reykjavík. Hún tók læknapróf frá Há- skóla íslands 1968. Hún bjó 13 ár í London þar sem hún sérhæfði sig í veirufræði og vinnur við rannsóknir á því sviði. Hún sat sjö ár á þingi fyrir Kvennalistann og lét sig þá mjög varða m.a. ofbeldi í ýmsum myndum. Eiginmaður Guðrúnar er Helgi Þ. Valdi- marsson prófessor í ónæmis- fræðum við Háskóla íslands. Þau eiga þijú börn. Neyðarmót- taka er áfallahjálp fer mjög margir sem til okkar leita gera sér grein fyrir, því nákvæmlega helmingur kemur innan 5 klukkustunda og 80 koma innan tíu klukkustunda. Þetta skiptir auðvitað meginmáli ef fólk ætlar að kæra, en þjón- usta okkar stendur auðvitað öll- um til boða hvort sem þeir ætla að kæra eða ekki. Eru margir sem kæra? Af þeim sem til okkar hafa leitað voru 56 prósent sem kærðu ________ fyrsta árið en annað árið vora það 52 pró- sent. Við vitum ýmis- legt um hvar þessar kærur eru staddar í kerfínu og afdrif mál- anna. Mikilvægt er að draga upp heildarmynd af þessari atburða- rás með upplýsingasöfnun hjá Neyðarmóttöku, Stígamótum, lögreglu, rannsóknarlögreglu og saksóknara til þess að fá meiri vitneskju um þessi mál, til þess að geta bragðist við þeim. Neyðarmóttakan er tilrauna- verkefni til 3 ára en ég tel raun- ar að hún hafi löngu sannað til- verurétt sinn. í starfí hennar er sú stefna lögð til grundvallar að þau sem þangað leita mæti skiln- ingi, hluttekningu og hlýju. Það viðhorf er haft að leiðarljósi að styðja manneskju í neyð og orð hennar séu ekki dregin í efa. Á Neyðarmóttöku er í raun stunduð áfallahjálp og það er ekki hlut- verk starfsfólks hennar að dæma í málum, heldur fyrst og fremst að veita stuðning og meðferð eftir þörfum og safna sakargögn- um. Til þessa höfum við faglegan metnað og leitumst stöðugt við að bæta störf okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.