Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 11 FRÉTTIR Alþýðubandalagið kynnir stefnuyfirlýsingxi nýrrar vinstri stjórnar Jaðarskattar af meðal- tekjum fari ekki yfir 55% Morgunblaðið/Ámi Sæberg N áttúralagaflokkurinn EINN hinna nýju flokka, sem Efsti maður flokksins, Jón Hall- bjóða fram fyrir þessar kosning- dór Hannesson, sést hér tala á ar, er Náttúrulagaflokkurinn. fundi á Sólon Islandus. Sjónvarpið og Stöð 2 í kvöld Formenn flokkanna takast á ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði á blaðamannafundi í fyrradag, þar sem drög að stefnuyfirlýsingu vinstri stjórnar og hugmyndir um aðgerðir fyrstu 100 dagana voru kynnt, að forsenda þess að hægt yrði að ráðast í útgjaldafrekar tekjújöfnunaraðgerðir í gegnum skattakerfið, sem fyrirhugaðar eru á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkis- stjórnar, væri að hér næðist 3-4% hagvöxtur á ári og tilfærsla innan skattakerfisins. í stefnuyfirlýsingunni væri rað- að í forgang í hvaða aðgerðir ætti að ráðast og þar væru fremstar tekjujöfnunaraðgerðir, framlög til menntamála og launamál kvenna. Fram kom að aðgerðir í skatta- málum sem fýrirhugað er að komi til framkvæmda í ár og á næsta ári og meðal annars felast í því að jaðarskattar af meðaltekjum fari ekki yfir 55% og að skatt- leysismörk, barnabætur og vaxta- bætur verði hækkaðar geti kostað á bilinu 5-7 milljarða króna í aukn- um útgjöldum. A móti er meðal annars gert ráð fyrir að fjár- magnstekjuskattur gæti skilað 1,5-2 milljörðum króna í auknum tekjum. Ólafur sagði að ástæðan fyrir þvi að hafist hefði verið handa um gerð þessarar stefnuyfirlýsingar væri reynsla flokksins af stjórnar- myndunarviðræðum 1988 og 1978. Ætlunin hefði ekki verið að kynna öðrum þessa undirbúnings- vinnu, en þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefði fyrir þrem- ur vikum sett fram að þjóðin yrði að velja milli ríkisstjórnar hans og þriggja mánaða þófs um myndun nýrrar ríkisstjórnar hefði verið ákveðið að láta koma fram að þessi vinna væri í gangi, en henni hefði þá ekki verið iokið. í þessari vinnu hefði verið haft að leiðarljósi að annars vegar væri um að ræða heilsteyptan stjórnarsáttmála sem væri byggð- ur á traustum efnahagslegum grunni og væri hins vegar sam- nefnari úr þeim stefnuáherslum sem núverandi stjómandstöðu- flokkar hefðu lagt fram í kosning- unum, þ.e. Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Samtök um kvennalista og Þjóðvaki. Ástæðan fyrir að þetta væri birt nú væri fyrst og fremst þær rangfærslur og hræðsluáróður sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefði haft uppi síðustu 2-3 daga eftir að ljóst var að þessi yfirlýsing væri tilbúin. Skorað á forsætisráðherra Ólafur Ragnar sagði að bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hefðu lýst því yfir að ef stjórnin héldi meirihluta sínum í kosningunum ætluðu þeir að starfa áfram og því væri eðlilegt að þeir legðu á borðið hvor fyrir sig lýsingu á því um hvað slíkt stjórnarsamstarf gæti snúist. Þetta ætti einkum við um Sjálf- stæðisflokkinn og því skoraði hann á Davíð Oddsson að sýna þjóðinni fyrir kosningar hver yrði grund- völlur þeirrar ríkisstjómar. Fyrir lægi tilraun til að sýna hugsanlegan stjórnarsáttmála vinstri stjórnar og skrá yfir að- gerðir fyrstu hundrað dagana og „ég skora á Davíð Oddsson að gera slíkt hið sama ef það á að hafa eitthvert lýðræðislegt inntak að þjóðin veiti honum umboð á laugardaginn til að halda áfram núverandi ríkisstjórn," sagði Ólaf- ur. Ólafur Ragnar sagði aðspurður að í 30 ár hefði Alþýðubandalagið ekki útilokað stjórnarmyndun með neinum flokki. Hins vegár lægi það alveg fyrir hvers konar ríkis- stjórn Aiþýðubandalagið vildi mynda. Það væri vinstri stjórn sem væri grundvölluð á því sem sett væri fram í stefnuyfirlýsingunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefði í þess- ari kosningabaráttu sett fram mjög skýra hægri stefnu og það hefði komið mjög skýrt fram á kosningafundum. Hann fagnaði því að hér væri komin upp skýr málefnaleg uppstilling í kosning- unum á milli vinstri og hægri. SJÓNVARPIÐ og Stöð 2 halda sameiginlegan fund formanna stjórnmálaflokkanna í beinni út- sendingu á báðum stöðvum kl. 20.40 í kvöld, föstudag. Þátturinn er lokakafli í kosn- ingaumfjöllun sjónvarpsstöðvanna. Formennirnir, sem takast á í sjónvarpssal, eru Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Ás- grímsson, Framsóknarflokki, Jó- hanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðu- flokki, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, og Ólafur Ragnar Grímsson, Álþýðubandalagi. Umræðunum stjórna Bogi Ág- ústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, og Elín Hirst, fréttastjóri Stöðvar 2. ♦ ♦ ♦-------- ■ K-LISTINN verður með kosn- ingavöku frá kl. 16 á kosningadag- inn 8. apríl á Grensásvegi 8, Reykjavík. Skoðanakönnun Gallups á fylgi flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups sem Ríkissjónvarpið birti í gær var fylgi Alþýðuflokksins á landsvísu 11,5% og tapar hann tæpu einu prósentustigi frá því í fyrradag þegar síðasta Gallup- könnun var birt. Framsóknarflokk- urinn fengi 22% atkvæða sem er einnig tæpu einu prósentustigi minna en í síðustu könnun. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 36,5% fylgi eða tveimur prósentustigum meira en í könnuninni sem birt var í Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Frambjóð- endur sitja fyrir svörum Egilsstððum. Morgunblaðið. TVEIR efstu menn á lista Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi, Egill Jónsson og Arnbjörg Sveins- dóttir sem hér sést með ungum kjósanda, sátu fyrir svörum á Egilsstöðum nýverið. Fjölmargt manna kom á skrifstofuna. fyrradag. Alþýðubandalagið stend- ur nánast í stað, heldur 11% fylgi. Kvennalistinn nýtur stuðnings 6% aðspurðra og Þjóðvaki stendur í stað, fær 9,9% atkvæða. Önnur framboð fengju samtals 2,7% at- kvæða. Þetta er fjórða skoðanakönnun Gallups í þessari viku. Svarhlutfall var 70% og í úrtakinu voru 1.880 einstaklingar á aldrinum 18-75 ára. 4,4% ætla að skila auðu eða kjósa ekki og 19% neituðu að svara eða eru óákveðnir. Sjálfstæðisflokkur fengi 42,5% á Reykjanesi Fylgi Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi mældist 42,5% í skoð- anakönnuninni. Samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar nær hvorki Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins né fulltrúi Kvennalista kjördæmakjöri eins og í síðustu alþingiskosningum. Þeirra í stað verða fulltrúar Þjóðvaka og 5. maður af lista Sjálfstæðisflokks- ins kjördæmakjörnir. Alls voru 626 spurðir á Reykja- nesi, þar af vildi fimmti hver mað- ur ekki svara eða var óákveðinn. Rúmlega 460 tóku afstöðu. Fylgi flokkanna á Reykjanesi er þannig að Alþýðuflokkur fengi 17,5%, Sjálfstæðisflokkur 42,5%, Alþýðubandalag 8,4%, Þjóðvaki 8,8%, Kvennalisti 4,7% og Fram- sóknarflokkur 16,5%. Kjördæmakjörnir menn skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fengi 5 þingmenn, Alþýðuflokkur 2, Framsóknarflokkur 1 og Þjóðvaki 1. Á Reykjanesi eru þrir jöfnunar- þingmenn og virðist fullvíst að Ólafur Ragnar færi inn sem jöfn- unarþingmaður. GEFUM ISLAND IFERMINGARGJÖF Vönduð mappa með góðum kortum í ýmsuum ** mælikvörðum; ferðakort, landshlutakort og sérkort. Hugum að ungdómnum og gefum . ferðafólki framtíðarinnar nytsama gjöf. \Zg1“Ö LANQMÆLINGAR ISLANDS KORTAVERSLUN • LAUGAVEGI178 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91 - 680 999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.