Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Félag íslenskra stórkaupmanna Island er ekki skatta- paradís STEFÁN S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, segir það misskilning, sem ýmsir frambjóðendur hafi hald- ið fram í kosningabaráttunni, að ísland sé orðið skattaparadís „Norðursins". Hann segir að enn sé langt frá því að skattalegt um- hverfi fyrirtækja á íslandi sé sam- bærilegt við helstu samkeppnislönd okkar. Samkvæmt yfirliti um skattlagn- ingu fyrirtækja innan nokkurra OECD-landa, sem skatta- og tolla- nefnd Félags íslenskra stórkaup- manna hefur tekið saman, er al- mennt tekjuskattshlutfall fyrir- tækja á íslandi 33%. Þetta hlutfall er 28% í Noregi, 30% í Sviþjóð, 34% í Danmörku, 36% á Ítalíu og 20% í Luxemborg. Á Spáni, Belgíu, Hollandi, Grikklandi og Englandi er skatthlutfallið breytilegt og er á bilinu 25-46%. Á íslandi er lagður 1,2% eigna- skattur á fyrirtæki, en í flestum öðrum löndum er slíkur skattur ekki lagður á fyrirtæki. Grikkland leggur að vísu 1,5% eignaskatt á fyrirtæki og í Luxemborg er 0,5% eignaskattur lagður á fyrirtæki. Að auki er lagt sérstakt 0,265% gjald á fyrirtæki, sem er markaðsgjald og gjald sem renna á til Þjóðarbók- hlöðunnar. Virðisaukaskattur er 24,5% á íslandi og 25% í Svíþjóð og Dan- mörku. Annars staðar er virðis- aukaskattur 13-20%. í mörgum löndum eru heimildir fyrirtækja til afskrifta meiri en hér á landi. Þá er bannað að nýta skattalegt tap aftur í tímann á ís- landi, en slíkt er heimilt í Noregi, Bretlandi og Hollandi. Margar þjóð- ir heimila fyrirtækjum auk þess að nýta tap mun lengur fram í tímann en hér á landi. FRÉTTIR Morgnnblaðið/RAX Stuttbylgju- sendingar vegna kosn- inganna Ríkisútvarpið verður með stuttbylgjusendingar um helgina vegna alþingiskosn- inganna. Útsendingarnar hefjast á kjördag, laugardaginn 8. apn'l, kl. 21 og standa fram til klukkan 5 á sunnudags- morgunn. Sendingin er alstefnuvirk á 3.295 kHz. Til Evrópu á 7.870 og 9.275 kHz. Til Ameríku á 11.402 og 13.850 kHz. Aferð ogflugi DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikur og haldið fundi í öllum kjördæm- um. í fyrradag heimsótti hann vökudeild Landspítalans þar sem fyrirburum er veitt aðhlynning. A myndinni sýnir Ásgeir Har- aldsson prófessor og yfirlæknir barnadeildar Landspítalans Dav- íð og Eyjólfi Sveinssyni aðstoðar- manni hans myndir af aðstöðunni á barnadeild og nauðsynlegum úrbótum. Bak við þá sést í Atla Dagbjartsson sérfræðing á vöku- deild. Hin myndin er tekin á kosningamiðstöð Sjálfstæðis- flokksins í Grafarvogi og þar er Davíð að spjalla við Onnu Dís. Sérfræðilæknar spyrja stj órnmálaforingj a um tilvísanaskyldu SÉRFRÆÐINGAFÉLAG íslenskra lækna hefur sent Morgunblaðinu spurningar um tilvísanaskyldu sem félagið sendi forystumönnum stjórnmálaflokka og svör þeirra. Birtast spurningarnar hér á eftir og síðan svörin: 1) Hver er afstaða yðar flokks til tilvísanaskyldunnar? 2) Hver er afstaða yðar flokks til þeírrar ákvörðunar heilbrigðis- ráðherra að neita boði lækna- samtakanna um samráð og við- ræður? 3) Mun yðar flokkur beita sér fyrir afnámi tilvísanakerfisins hafi hann til þess aðstöðu eftir kosn- ingar? Ekki barst svar frá formanni Alþýðuflokksins. Umsögn Jóhönnu Sigurðardótt- •ur: 1. Þjóðvaki telur að tilvísana- skylda sé ein af þeim leiðum sem nú þarf að athuga til að ná niður kostnaði í heilbrigðiskerfinu og tryggja jafnframt fullkomna lækn- isþjónustu á Iandinu óháð efnahag eða búsetu. Við leggjumst gegn því að nokkur stétt eða hópur hafi eftirlitslítinn að- gang að krönum í almannasjóði. Við teljum að núverandi heil- brigðisráðherra hafi hinsvegar farið offari í þessu máli. Hann hefur ekki sýnt fram á það með sannfærandi rökum að til- vísanakerfið muni leiða til spamað- ar. Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að síðan fyrra tilvís- anakerfí var lagt niður hefur heilsu- gæsla á höfuðborgarsvæðinu byggst upp á allt annan hátt en á landsbyggðinni, með þeim afleið- ingum að nýtt strangt tilvísana- kerfi leiðir til óhagræðis og röskun- ar fyrir sjúklinga og starfsmenn í heilbrigðisþjónustu. Þar á Sjálf- stæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur sinn hlut að máli, þar sem hann hefur þráast við uppbygg- ingu heilsugæslustöðva í borginni. Þórir V. Þórisson heilsugæslu- læknir á Dalvík hefur bent á það í merkilegri grein í Morgunblaðinu (28.2’95) að nú í kjölfar tilvísana- málsins blasi við sú hætta í heil- brigðisþjónustunni að hér vaxi vísir að tvöföldu heilbrigðiskerfí að bandarískum hætti. Þeir sem vel eru settir njóti þjónustu einkarek- inna sérfræðinga en þeir sem hall- ari fæti standa verði að sætta sig við slaka og þunglamalega þjónustu á vegum ríkisins. í Bandaríkjunum era stjórnvöld og almenningur ein- mitt að leita leiða til að breyta þeirri skipan. Varla hefur Sighvatur Björgvinsson alþingismaður Jafn- aðarmannaflokks Islands ætlast til að svona færi. Eitt af forgangsmálum Þjóðvaka við myndun nýrrar félagshyggju- stjórnar er uppbygging forvama og félagsþjónustu, sem m.a. létti á heilbrigðiskerfinu. Þar á meðal leggur hreyfingin áherslu á bætta almenna heilsugæslu í landinu. 2.-3. Breytingum í heilbrigðisþjón- ustu verður aldrei komið á nema í sátt við þá sem veita þjónustuna og þá sem neyta hennar. Þjóðvaki telur að eftir kosningar verði að fresta upptöku tilvísanakerfisins og taka upp viðræður við sérfræðinga, heilsugæslulækna og ýmis al- mannasamtök, þar á meðal samtök launafólks, um leiðir út úr þeim vanda sem við blasir. Umsögn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um stöðu mála varðandi tilvísanakerfið: „Samþykki Sjálfstæðisflokksins fyrir því að reyna tilvísanakerfið var byggt á þeirri forsendu að af því hlytist um- talsverður sparn- aður, u.þ.b. 100 milljónir króna á ári. Nú hafa sér- fræðingar lagt fram aðrar tölur, sem heilbrigðis- ráðherra raunar hafnar. Einsýnt er að rétt sé að gefa betri tíma til að komast til botns í þessum út- reikningum og fresta á meðan gildistöku tilvísanakerfisins." Að öðru leyti er vísað til um- mæla forsætisráðherra í fjölmiðl- um að undanförnu og kosninga- stefnu flokksins varðandi tilvísana- kerfið. Svör við spurningum Sérfræð- ingafélags íslenskra lækna frá Framsóknarflokknum. 1. Við framsóknarmenn hörmum þá hatrömmu deilu sem orðin er milli sérfræðinga og heilbrigðisyfir- valda um tilvís- anakerfið. Við ótt- umst að deila þessi muni bitna á þeim sem síst skyldi. Því hvetj- um við bæði sér- fræðinga og heil- brigðisyfirvöld til að leita sátta. Framsóknarflokk- urinn ber enga ábyrgð á því fyrirkomulagi tilvís- anaskyldunnar sem nú er verið að koma á. Það gera Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn. Fram- sóknarflokkurinn lítur á heilsugæsl- una sem grunneininguna í íslenska heilbrigðiskerfinu þar sem sam- skipti sjúklinganna eigi að hefjast við heilbrigðiskerfið. Framsóknar- flokkurinn leggur áherslu á að fag- leg samskipti milli heimilislækna og sérfræðinga séu tryggð til þess að tryggja hagsmuni sjúklings, en telur að tryggja megi þau faglegu samskipti með öðrum hætti en í gegnum tilvísanaskyldu. 2. Framsóknarflokkurinn telur að þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í samskiptum sérfræð- inga og heilbrigðisyfirvalda að und- anförnu leiði til þess að þeir sem þurfa að sækja þjónustu til sérfræð- inga verði án sjúkratrygginga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.