Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Þýska flugfélagið LTU með áætlunar- flug til íslands frá maí til september Flogið vikulega frá Dusseldorf ÞÝSKA flugfélagið LTU verður með áætlunarflug hingað til lands í sumar, frá 29. maí nk. til 18. september. Flogið verður vikulega frá Diisseldorf til Keflavíkur með 209 sæta Boeing 757-200 vélum. Ódýrasta fargjaldið verður 27.000 krónur fyrir utan flugvallarskatt. Þar er miðað við að lágmarksdvöl verði ein vika og hámarksdvöl einn mánuður. LTU er annað stærsta flugfélag Þýskalands. í eigu þess eru 28 flugvélar, en félagið flutti alls um 6 milljónir farþega á síðasta ári. LTU flýgur til 80 flugvalla víðs- vegar um heiminn og tengiflug við alla áfangastaði frá Dussel- dorf. Þar sem um er að ræða áætlunarflug LTU til íslands verð- ur hægt að bóka far með félaginu á öllum helstu ferðaskrifstofum landsins. LTU á m.a. ferðaskrifstofumar Meier’s Weltreisen og Jahn Reis- en sem Ferðamiðstöð Austurlands hefur verið í viðskiptasambandi við frá síðastliðnu hausti. „í fyrra komu til íslands um 22.000 ferða- menn frá Þýskalandi, þar af 16.000 yfir háannatímann í júlí og ágúst. Þetta þykir lítið miðað við hvað Þjóðverjar ferðast mikið. Við vildum því auka áhuga þeirra á íslandi til þess að stækka þenn- an markað og leituðum eftir sam- starfí við þessar þýsku ferðaskrif- stofur,“ sagði María Jónasdóttir, fjármálastjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands í samtali við Morgun- blaðið, en hún hefur einnig yfírum- sjón með utanlandsdeild fyrirtæk- isins í Reykjavík. Þýskir blaðamenn væntanlegir María sagði ennfremur að í kjöl- far sambands Ferðamiðstöðvar Austurlands við ferðaskrifstofurn- ar í Þýskalandi og þess kynningar- starfs sem þar hefði verið skipu- lagt, hefði LTU ákveðið að fljúga hingað í sumar. „Við höfum verið í átaki við að kynna land og þjóð fýrir Þjóðveijum. Hingað er t.d. væntanlegur um tugur þýskra blaðamanna sem munu skoða það sem landið hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn og kynna það síð- an fyrir þýskum lesendum," sagði María. Kreditkort hf. semur við ríkið ogReykjavík KREDITKORT hf., sem er umboðs- aðili fyrir Eurocard/MasterCard kreditkort og Maestro debetkort hefur undirritað samstarfssamn- inga við ríkissjóð og Reykjavíkur- borg, sem ná til allra fyrirtækja ríkis og borgar sem taka á móti greiðslukortum. Öll innheimtuembætti ríkissjóðs, tollstjórinn og sýslumenn munu á næstu vikum og mánuðum hefja viðtöku debetkorta en fyrirtæki og stofnanir sem falla undir mennta- málaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og fé- lagsmálaráðuneytið munu taka við debet- og kreditkortaviðskipti á næstunni. í frétt frá Kreditkortum hf. segir að þessi nýbreytni eigi án efa eftir að hafa í för með sér hagræðingu og spamað hvort heldur sem er fyrir korthafann eða viðkomandi stofnanir. GENGIÐ var formlega frá stofnun Skyggnis í gær. Á myndinni eru f.v. Þórður Magnússon, Hjörleifur Jakobsson, Kristján Þorsteinsson, Þorkell Sigurlaugsson, Hörður Sigurgestsson, Þórður Sverrisson, Indriði Pálsson og Garðar Halldórsson, frá Eimskip og Guðmundur Kolka, Snorri Bergmann, Skúli Jóhannsson og Haukur Garðarsson frá Streng. Nýtt hugbúnaðarfyrírtæki, Skyggnir hf., var stofnað í gær Eimskip og Strengnr hefja samstarf STRENGUR hf. og Eimskip hafa hafið samstarf á sviði upplýsinga- vinnslu og stofnuðu í gær nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, Skyggni hf., upplýsingaþjónustu. Markmið fyrirtækisins er að þróa og mark- aðssetja hugbúnað hér á landi og erlendis. Hlutafé er 10 milljónir króna og eiga fyrirtækin hvort um sig 50% hlut. Skyggnir mun í byrjun einbeita sér að markaðssetningu og þjón- ustu á viðskiptakerfinu Fjölni í samvinnu við Streng og auka þannig þjónustu við notendur Fjölnis hér á landi. Það mun m.a. sérhæfa sig í Fjölniskerfinu, Út- vegsbankanum sem er alhliða upplýsingakerfi fyrir útgerð og fiskvinnslu. í annan stað mun Skyggnir annast ýmsa hugbúnað- argerð fyrir Eimskip sem einkum tengist aukinni upplýsingaþjón- ustu fyrir viðskiptamenn félags- ins. Hyggst Eimskip leita mark- aða erlendis fyrir sín upplýsinga- kerfí. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að stofna þetta fyrirtæki er sú að eftirspumin eftir Fjölnis- kerfum hefur verið mjög mikil á síðustu árum. Við höfum brugðist þannig við að auka við starfsem- ina en ekki komist yfir að sinna allri eftirspum. Með því að stofna nýtt og sjálfstætt fyrirtæki sem einbeitir sér að ákveðnum sviðum munum við geta aukið útbreiðslu kerfisins og veitt betri þjónustu," segir Haukur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Strengs. Nokkrir af starfsmönnum Strengs munu flytjast yfír til Skyggnis til að yfirfæra þekkingu á Fjölnis-kerfinu. Er reiknað með að starfsmönnum fjölgi í um 10-15 á einu ári. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skips og stjómarformaður hins nýja félags, segir upplýsinga- vinnslu skipta sífellt meira máli fyrir félagið t.d. tengsl gegnum tölvunet. „Auðvitað höfum við þróað hana upp innan tölvudeildar fyrirtækisins. í þessu tilfelli telj- um við heppilegt að eiga sam- starfsaðila sem hefur víðtækari þekkingu á upplýsingavinnslu á mörgum sviðum og vinna með honum að því þjóna okkar við- skiptavinum með öflugri tölvu- tengingu. í öðru lagi er ýmislegt í okkar rekstri sem fyrirtæki er- lendis hafa talið áhugavert og vilja jafnvel kaupa. Það er ekki heppilegt að vera með það innan fyrirtækisins því við höfum ekki aðstöðu til að stunda sölumennsku á hugbúnaði eða viðhald og þjón- ustu. Þriðja skýringin er sú að við teljum mikla vaxtarmöguleika á þessu sviði. Fjárfesting á þessu sviði fer saman við það að reyna að styrkja okkar meginstarfsemi." Eimskip er að sögn Þorkels framarlega á ýmsum sviðum í upplýsingavinnslu t.d. í stýringu á gámaflotanum og í þróun á fjár- hagsupplýsingakerfí og farm- skrárkerfí. „Þetta eru kerfi sem hafa verið þróuð fyrir okkur en mætti aðlaga að þörfum erlendra aðila.“ Frd 10. apríl nœstkomandi svarar sjdlfvirkur símsvari ef valiö er 90 þegar hringt er til útlanda, þar sem notendum er hent á aö velja OO. mundul i §jo pfmmúrrm PÓSTUROGSÍMI Smíði olíubirgðastöðvar gæti tekið 1V2 ár Lóð Irving er enn neðansjávar LÓÐ UNDIR væntanlega olíubirgða- stöð Irving Oil á Klettasvæði í Sundahöfn er enn undir sjó og það myndi taka 6-8 mánuði að fylla hana upp eftir að samið yrði við kana- díska fyrirtækið. Smíði 9 olíutanka þar myndi síðan taka u.þ.b. eitt ár eftir að lóðin væri tilbúin, þó einhver starfsemi gæti hafist áður en henni yrði lokið, að sögn Arthurs Irving Jr., eins af eigendum Irving Oil. Það er því Ijóst að birgðastöðin yrði ekki fullbúin fyrr en í fyrsta lagi í árslok 1996, ef ákveðið yrði innan skamms að ráðast í smíði hennar. Eins og fram hefur komið hefur kanadíska félagið boðið út smíði birgðastöðvar með 9 tönkum sem myndi rúma tæpa 72.000 rúmmetra af eldsneyti. Hún yrði þannig ívið stærri en birgðastöðvar íslensku ol- íufélaganna þriggja, sem rúma 50- 65.000 rúmmetra hver um sig. Irving Jr. sagði mörgum spum- ingum ósvarað áður en hægt yrði að segja til um hvort og hvenær ráðist yrði í smíði birgðastöðvarinn- ar. Óvissa væri meðal annars varð- andi endanlega afgreiðslu umsóknar Irving Oil um bensínstöðvalóðir á Reykjavíkursvæðinu, en það lægi fyrir að fyrirtækið teldi sig þurfa 6-8 lóðir til að það borgaði sig að starfa hérlendis. Hann sagði þó að fyrirtækið hefði ekki sett sér neinn ákveðinn frest til að taka ákvörðun um að hefja starfsemi á íslandi. Irving sagði einnig að á þessu stigi væri ekki hægt að segja um kostnað við smíði og uppsetningu eða hve margir gætu unnið við upp- setninguna í Sundahöfn, enda yrði að bíða niðurstöðu útboðsins og rétt að spyija væntanlegan verktaka um slíkt. Frestur til að skila tilboðum í smíði tankanna rennur út 10. apríl, á mánudag. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri í Reykjavík sagði að Irving Oil hefði verið boðin 35.000 fermetra lóð á Klettasvæði, með möguleika á stækkun um 10-15.000 fermetra síðar meir. Fyrirtækið hefði 'þó ekki svarað því boði enn. Lóðin væri nú undir sjó og framkvæmdir við uppfyllingu myndu ekki hefjast fyrr en svar Irving lægi fyrir, auk samninga um verð. Hannes sagði að það myndi taka um 6-8 mánuði að fylla upp lóðina, en framkvæmdir á henni gætu hugs- anlega byijað áður en uppfyllingunni væri lokið. Engar nákvæmar skipu- lagsteikningar af svæðinu lægju fyr- ir hjá höfninni. I I t » I » » í 1 I I s r l I i i l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.