Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 19 ______UR VERINU___ 500 tonn af loðnu seld til Rússlands ICEMAC fiskvinnsluvélar hf. í Reykjavík hefur gert samning um sölu á 500 tonnum af frystri loðnu til Rússlands, en þetta mun í fyrsta sinn sem íslendingar selja loðnu á Rússlandsmarkað, að sögn Gunn- laugs Ingvarssonar, framkvæmda- stjóra IceMac. Loðnunni sem fer til manneldisvinnslu verður dreift frá Murmansk. IceMac bárust fyrirspumir vegna viðskiptatengsla fyrirtækis- ins í Rússlandi um möguleika á að kaupa héðan loðnu. Kaupand- inn hefur greitt fyrirfram þau 500 tonn sem samið hefur verið um og jafnframt óskað eftir 500 tonn- um til viðbótar ef næst að frysta upp í það. Þegar er búið að fram- leiða hátt á fimmta hundrað tonn upp í samninginn, sem gerður hefur verið, kemur skip til landsins um páskana til að lesta það sem þá verður tilbúið. „Það varð úr að við fengum þrjá framleiðendur, Fiskimjöl og lýsi og Fiskanes í Grindavík og Sjávarrétti í Keflavík, til að fram- leiða upp í þennan samning. Við bindum heilmiklar vonir við þessi viðskipti, en kaupendurnir telja að markaður sé fyrir um 4.000 tonn af loðnu í fyrrum Sovétríkjunum," sagði Gunnlaugur. Loðnuveiðibann er nú í Rúss- landi, en að sögn Gunnlaugs hafa Rússar hingað til veitt sjálfir þá loðnu sem þeir hafa þarfnast og einnig keypt stundum af Norð- mönnum þegar vantað hefur upp á. Hann sagði viðunandi verð hafa fengist fyrir þá loðnu'sem samið hefur verið um og vonir standa til að það geti farið hækkandi verði af frekari samningum. „Þeir vilja líka loðnu á öðrum tímum, þannig að þetta er ekki bara bundið við þennan tíma. Það er því alveg eins hægt að taka loðnu í sumar eða haust og þetta má vera bæði karl- og kven- loðna,“ sagði Gunnlaugur. Kaupa úthafskarfa af færeyskum togurum TANGI á Vopnafirði, Hraðfrysti- stöðin á Raufarhöfn og Goðaborg á Fáskrúðsfirði hafa gert samning við þijú færeysk skip um kaup á úthafskarfa sem að mestu leyti fer á Bandaríkjamarkað. Að sögn Friðriks Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Tanga, hafa tvö skipanna landað 60 tonn- um hvort en þriðja skipið hélt á veiðar sl. fimmtudagskvöld. Veiði- svæðið er rétt utan 200 mílnanna og landa skipin í Vestmannaeyj- um, en Eimskip sér síðan um flutn- ing á karfanum til vinnslustöðv- anna. Friðrik vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp það verð sem greitt væri fyrir karfann, en sagði hægt að vinna á því. „Við gerðum samning við þessa aðila í febrúar og það er reiknað með þessum viðskiptum á meðan karfínn veiðist,“ sagði Friðrik. Skyndilokanir í Kolluál 90% ýsunnar undir viðmiðunarmörkum TVÆR skyndilokanir hafa tekið gildi á rækjuslóðinni í Kolluál. Mikið ýsukvæmi er á slóðinni og er hún mjög smá. Bátamir hafa verið að fá meira af fiski en ýsu og hafa upp 5 90% ýsunnar verið undir viðmiðunarmörkum, sem eru 48 sentimetra lengd. Jónbjörn Pálsson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnun, segir ða mjög mikið sé um smáýsu á slóðinni. Reglan sé sú, að svæðum sé lokað séu meira en 40% af fisk- inum undir viðmiðunannörkum miðað við fjölda fiska. í þessum tilfellum hafi 68% og 90% af ýs- unni verið undir mörkum og því hafi verið gripið til þessara lok- ana, annarrar á mánudagskvöl, en hinnar síðdegis á þriðjudag. Skyndilokanir af þessu tagi standa í eina viku, en Jónbjörn segir að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu á því að nýta rækj- una í Kolluálnum, þrátt fyrir fiskigendina og þar komi skilja í trollin fyrst og fremst til greina, þar sem mikið sé um smáfísk á slóðinni. iokksnes Friðun hrygningarþorsks 11. til 25. apríl 1995 \ ///// Á svæði frá Stokksnesi og að Skorarvita NOATUN Kosningasteikin er auðvitað: tilbod Dala yrja 100gr 119.- Súkkula ði ostakaka °‘10 manna 599.- 1 kippa 6 x 1,1/2 Itr. +1 pk. Maarud Snakk 250g.fylgir 899.- „ Uínbet B\á 09 -\9ör Kindahakk 1 kg 299.- Humar í skel 999r Sunkisl 1,112 W- We\sí««d'us 99 NOATUN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900. /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.