Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Færeyjar Verkfalls- verðir stöðva farþega Þórshöfn. Morgunblaðið. VERKFALLIÐ í Færeyjum hefur haft slæmar afleiðingar fyrir millir landaflugið þar sem fímm hundrað verkfallsverðir hafa stöðvað feq'u- siglingar milli flugvallarins í Vogey og annarra eyja. Aðgerðimar urðu til þess að að- eins Qórðungur eða fímmtungur far- þeganna komst til Danmerkur á miðvikudag með flugfélögunum tveimur, Atlantic Airways og Ma- ersk Air. Samningaviðræðumar stóðu enn í gær og ekki var vitað hvernig þeim miðaði. Sáttasemjarinn hafði áður sagt að hann hefði ekki hug á frek- ari viðræðum nema landstjómin legði eitthvað nýtt til málanna. Langir biðlistar á sjúkrahúsum Verkfall opinberra starfsmanna hefur nú staðið í tvær vikur. Á þess- um tíma hafa ellilífeyrisþegar og atvinnulaust fólk ekki fengið neinar greiðslur frá hinu opinbera. Póstþjónustun er einnig lömuð og engum pósti er dreift, hvorki frá útlöndum né milli eyjanna. Vörur hrannast upp hjá tollinum og fást ekki afgreiddar. Á sjúkrahúsunum em aðeins al- varlegustu tilvikunum sinnt og bið- listamir vegna aðgerða eru orðnir langir. Spænskir sjómenn mótmæla í Madrid Fiski kastað að sendiráði Kanada Segja ESB og Spánarsljórn ekki gæta hagsmuna sinna Reuter Madríd, Ottawa. Reuter. UM 3.000 reiðir sjómenn söfnuð- ust saman við kanadíska sendiráð- ið í Madrid í gær og köstuðu físki og eggjum á bygginguna til að mótmæla aðgerðum Kanada- manna gegn spænskum togurum utan við kanadísku landhelgina. Kanadamenn neituðu ásökunum spænskra togaraskipstjóra um að reynt hefði verið að klippa togvíra tveggja togara. „Við emm á móti stjórn afbrota- SPÆNSKIR sjómenn kasta eggjum og fiski að kanadíska sendiráðinu í Madrid. „Silfurbiblían“ sködduð Ósló. Morgunblaðið. TVEIR óþekktir menn skemmdu þekkta bók, „Silf- urbiblíuna", í bókasafninu í Uppsala-háskóla í Svíþjóð á miðvikudag. Spellvirkjamir brutu glerskáp sem bibl- ían var í með sleggju og rifu margar síður úr bók- inni. Þegar þeir hlupu út úr bókasafninu sprautuðu þeir táragasi að starfsfólki sem reyndi að stöðva þá. Þjóðargersemi Að sögn sjónarvotta voru mennimir klæddir fötum sem líktust einkennisbúningi. Ekki er talið að þeir hafí verið vopnaðir byssum, að sögn lögreglunnar. Yfírvöld fólu 30 lögreglumönnum að leita að skemmdarvörgunum. Ekki var vitað í gær hvers vegna mennimir skemmdu biblíuna, en Svíar líta á hana sem þjóðargersemi. Silfurbiblían var handskrifuð á Ítalíu skömmu eftir árið 500. Hún er talin merkasta biblía sem varðveist hefur á gotnesku. Sænskir hermenn tóku biblíuna sem herfang í Prag árið 1648 undir lok 30 ára stríðsins. „Silfurbiblían" er mikilvægur þáttur í skáldsögunni „Þjófurinn" eftir sænska rithöfundinn Göran Tunström. Skáldsagan fjallar um mann sem er haldinn þeirri þrá- hyggju að hann sé réttmætur eigandi bókarinnar. manna. Kanadamenn eru sjóræn- ingjar 21. aldarinnar," sagði Enrique Davila, skipstjóri togar- ans Estai, sem kanadísk varðskip tóku á grálúðumiðunum við Ný- fundnaland í síðasta mánuði. Sjómennimir köstuðu eggjum á óeirðalögreglumenn sem vörðu sendiráðið. Sjómennimir komu með 50 rútum frá Galisíu, einu af fátækustu héruðum Spánar. Þaðan er mestur hluti úthafsveiði- flota Spánveija gerður út. Sjómennirnir sögðust óttast að missa lifibrauð sitt og sökuðu spænsku stjómina og Evrópusam- bandið (ESB) um að gæta ekki hagsmuna flotans. Ekki reynt að klippa? Skipstjórar spænskra togara á grálúðumiðunum sögðu í gær að kanadísk varðskip hefðu reynt án árangurs að klippa togvíra tveggja togara. Framkvæmdastjóm ESB kallaði kanadíska sendiherrann í Brussel á sinn fund til að mót- mæla þessu. Brian Tobin, sjávar- útvegsráðherra Kanada,. sagði hins vegar að frásögn skipstjór- anna væri alröng, kanadísku varð- skipin hefðu hvorki reynt né feng- ið fyrirmæli um að klippa togvíra. ' — ■Æ: „Tilvísanakerfi er fyrst og fremst hugsað sjúklingum í hag"* í viðtali við Ríkissjónvarpið 2. apríl sl. segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum við Háskóla íslands, að nær öll ríki heims skipuieggi heilbrigðisþjónustu sína þannig, að menn þurfi fyrst að leita til heilsugæslu eða heimilislæknis, áður en þeir fara til sérfræðings. „Það er talið aðþetta sé tilþess oð vernda sjúklinga hreinlega og styðja viðþá og til hagrœðingar. Ogjyrst ogfremst hugsað sjúklingum í hag“. * Tóhann Ágúst Sigurðsson prófessor, í viðtali við Ríkissjónvarpið 02.04.1995. Árið 1993 var skoðun á kostnaðarlegum áhrifum tilvísana falin óháðum aðila, Verk- og kerfis- fraðistofunni. Niðurstaða hennar er sú að tilvísanir muni spara ríkinu um 100 milljónir króna á ári og sjúklingum sjálfúm um 50 milljónir! Að auki hefur Hagfræðistofnun Háskóla íslands verið falið að fylgjast með áhrifum tilvísana á kostnað, eftir að þær komast í gagnið 1. maí n.k., og hefur læknum verið boðið að fylgjast með þeirri vinnu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins hafa gefið út upplýsingabækling: „SPURT OG SVARAÐ UM TILVÍSANAKERFIГ. Þar er að finna greinargóðar upplýsingar fyrir almenning um þessa nýju tilhögun og hvernig hún verkar. Upplýsingabæklingurinn liggur frammi á heilsugæslustöðvum, læknastofum, í lyfja- verslunum, hjá samtökum sjúklinga og í umboðum Tryggingastofnunar um land allt. Ef þú átt óhægt um vik að nálgast hann þar, býðst þér að hringja í síma (91) 604545 og fá bæklinginn sendan heim, þér að kostnaðarlausu. Við hvetjum þig til að nálgast bæklinginn og kynna þér málið! Jt"T HEILBRIGÐIS- OG te TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.