Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Gullaldar- dægur- lögin“ endurtekin TÓNLEIKAR með gömlum ís- lenskum gullaldardægurlög- um, sem haldnir voru í Kaffi- leikhúsinun sl. sunnudag, verða endurteknir næstkom- andi sunnudag og sunnudag- inn 23. apríl og hefjast þeir kl. 21. Það voru þau Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópran, Harpa Harðardóttir sópran og Reynir Jónasson harmonikuleikari sem stóðu fyrir tónleikunum. Húsið verður opnað kl. 20 og verður þá boðið upp á veitingar. Mörg laganna sem flutt verða gerðu garðinn frægan um mið- bik aldarinnar, þegar danslaga- keppni Skemmtiklúbbs templ- ara, SKT, var upp á sitt besta. Sýningum að ljúka SÝNINGU Jónasar Viðars Sveinssonar í Gallen' Sólon ís- landus lýkur á mánudag. Á sýn- ingunni eru ellefu málverk mál- uð með blandaðri tækni. Nú er síðasta sýningarhelgi á myndlistarsýningu Sigtryggs Bjama Baldvinssonar í Við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Þar sýnir hann verk frá síðastliðnum þremur árum unnin með olíu á striga og vatns- litum. í Kirkjuhvoli, Akranesi, stendur yfir málverkasýning Sjafnar Har. Á sýningunni eru olíumálverk og myndir unnar á handgerðan pappír með bleki og lýkur henni á sunnudag. Marmúlaði NEMENDUR fjöltæknideildar Myndlista- og handíðaskólans verða með listviðburð um helg- ina í Nýlistasafninu undir heit- inu: Marmúlaði. í dag verður opnuð gem- ingahátíð kl. 18 þar sem framd- ir verða gerningar. Jafnframt verður sýning á verkum nem- endanna í húsinu og sýnd verða myndbandsverk. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Húsið verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Textílsýning* í Hafnarborg í TILEFNI af tuttugu ára af- mæli Textílfélagsins um þessar mundir standa félagsmenn fyrir sýningu á verkum sínum í Hafn- arborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Opið er frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og stend- ur sýningin til 17. apríl. Múmínálf- arnir í Nor- ræna húsinu ÞRJÁR teiknimyndir um múmínálfana verða sýndar í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndimar eru byggðar á sög- um eftir Tove Jansson og eru 64 mín. að lengd, með sænsku tali. Allir eru velkomnir og að- gangur ókéypis. LISTIR Morgunblaðið/Silli TOBACCO Road var sýnt fyrir fullu húsi á Húsavík um síðustu helgi. Tobacco Road á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýndi sjónleikinn Tobacco Road um síðustu helgi undir leikstjórn Maríu Sigurðardóttur fyrir fullu húsi. Höfundur leiksins er Erskine Caldwell en í leikgerð Jack Kirkland í þýðingu Jökuls Jak- obssonar. í leikhópnum eru bæði reynd- ir leikarar og nýliðar, en leik- mynd gerðu Sveinbjörn Magn- ússon, Sigurður Sigurðsson og María Sigurðardóttir, um lýs- ingu sáu Jón Arnkelsson, Einar H. Einarsson, Eiríkur Arnarsson og um tónlist sá Valmar Valja- ots. Formaður leikfélagsins er Jóhannes Geir Einarsson. Hnetu Jón og gullgæsin TONLIST Hofstaðaskóla SKÓLATÓNLEIKAR Hnetu Jón og gullgæsin. Hofstaða- skóla. Þriðjudaginn 5. apríl 1995. ÞAÐ er í rauninni sorglegt, hversu fáir mikilsmetnir tónhöfundar hafa samið verk fyrir böm og ungmenni sem sömu böm og ungmenni geta flutt (Pétur og úlfurinn, Hljómsveitin kynn- ir sig og Childrens Comer era bara fyrir unga hlustendur.) í hinni krampa- .kenndu sókn nútímatónskálda að tæknimörkum hins mögulega er engu líkara en að „virtúósinn" sé orðinn allsheijar hækja tjáningar og flóttaleið undan kjama málsins; hvemig tónlist- in gerir sig sem félagslegt fyrirbæri án tæknibrellna og stjömuflutnings. Brúkunarstefna Hindemiths (Gebrauc- hsmusik) hefur því miður ekki náð þeirri útbreiðslu sem verð væri, ekki sízt með tilliti til hinnar sívaxandi mötunar á afþreyingarefni, sem virðist að óbreyttu ætla að gera næstu kyn- slóð að hlutlausum neyzlu-róbótum. í tilefni af 30 ára afmæli sínu í fyrra pantaði Tónlistarskóli Garðabæj- ar litla ópera við hæfl nemenda og Skólakórs bæjarins hjá Hildigunni Rúnardóttur og var verkið framflutt í heild á mánudaginn var. Það kvað að vísu ekki venja á þessum síðum að gagnrýna skólatónleika, en þar sem - verkið er nokkuð viðamikið miðað við aðstæður (rúml. hálftími að lengd og fyrir um 30 leikendur — þ.ám. ein- söngvarar, 34 manna hljómsveit og 43 manna kór) og eftir upprennandi faglært íslenzkt tónskáld, þótti við hæfí að bregða af venjunni með nokkr- um línum. Hnetu Jón og gullgæsin er samin við gamansamt þýzkt ævintýri, til- brigði við hið útbreidda flökkuþema um hinn glópalánsama kolbít sem stenzt prófraun og hlýtur kóngsdóttur að launum. Hápunktur farsans er þeg- ar fólk á fömum vegi festist hvert við annað fyrir töframátt gullgæsarinnar og hendist reiðulaust um götur og torg í langri halarófu; notaði Hildi- gunnur tilefnið (auðvitað) til að láta krakkana kytja keðjusöng, en annars mátti víðar heyra dæmi um ánægju Hildigunnar af kontrapunktískum vinnuaðferðum, enda vön vókal-meist- uram barokks og endurreisnar eftir áralanga þátttöku í kammerkómum Hljómeyki. Stfllinn var ferskur og aðgengilegur og minnti í sumum söngatriðum á vaudeville-söngleiki 19. aldar, en þó hæfílega kryddaður ómstreitum vorra tíma á völdum stöðum. Hljómsveitin var nokkuð vel nýtt, einkum lúðramir (2 trompetar, 2 hom, 2 básúnur og túba), enda -pjátrið uppsprettulind hreysti og karlmennsku. Ljúfmannlega skipuð tréblástursdeildin (2 blokkflaut- ur, 2 þverflautur og 2 klarínett) barst minna á, en lék snoturlega, og einnig 16 manna strengjasveitin, þar sem því miður vantaði kontrabassa. í slagverki bar mest á klukkuspili og hefði mátt spara jólaglinglóið meira, þrátt fyrir lýtalausan leik. Bemharður Wilkinson stjómaði af röggsemi og náði fram aðdáunar- verðri hljómfágun og samstillingu hjá hinum ungu spiluram, þó að meiri kraft vantaði stöku sinnum, einkum úr strengjum. Á óvart kom hversu lip- urt og hljómmikið sumir einsöngvar- amir gátu sungið og Skólakór Garða- bæjar söng einnig fallega, en e.t.v. fullmikið á kostnað kraftsins. Stykkið var í heild sjarmerandi og þokkafullt, samið af skynsemi-tempraðum metn- aði og er verðskulduð rós í hnappagat Hildigunnar. Ríkarður Ö. Pálsson Þrjár sýningar opnaðar á Kjarvalsstöðum ÞRJÁR sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum á morgun, kl. 16. í vestursal Kjarvalsstaða verður opnuð sýningin íslensk abstraktlist — endurskoðun; á sama tíma verð- ur opnuð sýning í miðsal á verkum Magnúsar Tómassonar og loks verður sýningin í hlutarins eðli, eftir Studio Granda, opnuð í vest- urforsal Kjarvalsstaða. í vestursal Kjarvalsstaða verður opnuð á morgun sýningin íslensk abstraktlist — endurskoðun. Á þessari sýningu gefst tækifæri til að skoða hvernig íslenskir sam- tímalistamenn hafa endurskoðað hið óhlutlæga myndmál og gætt það persónulegum hugmyndum. Eftirtaldir listamenn taka þátt í sýningunni: Daníel Þ. Magnússon, Erla Þórarinsdóttir, Haraldur Jónsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Ingólfur Arnarsson, ívar Valgarðs- son, Kees Visser, Kristján Guð- mundsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Ragna Róbertsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Sigrún Ól- afsdóttir, Svava Björnsdóttir og Tumi Magnússon. Sýning á verkum Magnúsar Tómassonar verður einnig opnuð á morgun og er hún í miðsal Kjarv- alsstaða. Magnús Tómasson var einn af stofnendum SUM-hópsins á sjöunda áratugnum. Magnús er sagður í kynningu koma listunn- endum á óvart, oft með einkar gáskafulium skúlptúr-myndhvörf- um. Verk hans séu oft með frá- sagnarkenndum blæ, ýmist eins og lítil ljóð eða jafnvel stuttar frá- sagnir, full af svartri kímni, eða verk hans eru stór útiverk, unnin úr efniviði sjálfrar náttúrunnar. Á þessari sýningu verða eingöngu ný_verk eftir listamanninn. í hlutarins eðli er heiti sýningar sem verður opnuð í vesturforsal Abstrakt, Magnús og Studio Granda Magnús Tómasson. Minnis- merki óþekkta embættis- mannsins. Steypt í brons 1994. Brons, basalt h. 2 m. Erla Þórarinsdóttir. Kort VII, 1991. Olía á striga. 180x180 sm. Kjarvalsstaða. Um er að ræða nýmæli í starfsemi Listasafns Reykjavíkur, þar sem starfandi arkitektum og hönnuðum er boðið að sýna verk í sýningarrými Kjarv- alsstaða á hliðstæðum forsendum og listamönnum í öðrum greinum sjónlista, eins og segir í kynningu Kjarvalsstaða. í hlutarins eðli er sýning á ljós- myndum, líkönum og tillöguverk- efnum eftir Studio Granda. Þessi hópur arkitekta var stofnaður árið 1987 af Margréti Harðardóttur og Steve Christer. Timamót urðu á ferli þeirra árið 1987 er þau hlutu 1. sæti í samkeppni um Ráðhús Reykjavíkur en í beinu framhaldi af því fluttust þau til Reykjavíkur og Studio Granda varð til. Árið 1989 hlaut tillaga Studio Granda 1. verðlaun í alþjóðlegri samkeppni ungra arkitekta um íbúðarhús í úthverfí Wiesbaden í Þýskalandi. Þá hlaut hópurinn 1. verðlaun í samkeppni um hús Hæstaréttar íslands árið 1993. í kynningu segir jafnframt: „Með yfírskrift sýningarinnar, „í hlutarins eðli“, vilja höfundarnir beina sjónum að því huglæga og verklega vinnuferli sem er nauð- synlegur þáttur í tilurð hverrar byggingar. Með því að beina sjón- um að þessu atriði er leitast við að upplýsa þá sem ekki þekkja til hvernig einföld teikning á blaði verður að áþreifanlegu umhverfi. Jafnframt því að varpa ljósi á til- urð bygginga er athygli beint að eðli og sérstöðu listrænnar sköpun- ar á sviði byggingarlistar í sam- hengi við aðrar greinar sjónlista. Teikningar og líkön eru tæki arkitektsins til að miðla hugmynd- um til annarra, en þau eru ekki hin endanlega listræna afurð. Að þessu leyti eru sýningar um bygg- ingarlist takmörkunum háðar. Það sem fyrir augu ber er í flestum tilvikum vitnisburður um sköpun- arferli en ekki hinn raunverulegi afrakstur þess. Fyrst og síðast er það bygging- in sjálf sem máli skiptir, áhrif hennar á skynjun okkar í tíma og rúmi, með vitund um sögu hennar og samhengi, sem er hin raunveru- lega upplifun af byggingarlist. Engu að síður geta sýningar um arkitektúr verið mikilvæg hjálpar- tæki til að opna augu fyrir því sem í kring um okkur er og auka skiln- ing á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.“ í tengslum við sýninguna á Kjarvalsstöðum munu arkitektarn- ir Margrét Harðardóttir og Steve Christer halda fyrirlestur um verk Studio Granda mánudagskvöldið 10. apríl kl. 20 á Kjarvalsstöðum. Fyrirlesturinn er hinn síðasti í sam- eiginlegri fyrirlestraröð um bygg- ingarlist og hönnun, sem Arki- tektafélag Islands, Norræna húsið ?g byggingarlistadeild Listasafns íslands hafa staðið fyrir í vetur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allar sýningamar þrjár verða opnar daglega frá kl. 10-18. Þeim lýkur 7. maí næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.