Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 32

Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 - kjarni málsins! .. . wmm. > Páskastemmning í hádeginu og á kvöidin á SCANDIC, HÓTEL LOFLEIÐUM dagana 7-17 apríl n.k. í veitingasalnum Lóninu. Páskahlaðborð hlaðið krásum, góðgæti fyrir börnin (eftir matinn að sjáifsögðu) páskaungar til sýnis fyrir unga fólkið, páskaleikur og lifandi tónlist á kvöldin 4.70 to»fi!j5lSikur'\\ t/& & (f’ l' ^ Srorréttzr: Reykt lambacarpaccio, einiberja grafinn lax, reyktur lax, eggjaréttir, reyksoðinn silungur, B B baunasalöt, quiche lorrane ogfl. e S Fylltur kalkúnn, ofnsteiktir kjúklingar, kaldreyktar I lambalundir, jurtakryddað lambalæri, hangikjöt, I kryddbakaður fiskur, pastaréttir, heitir eggjaréttir, grœnmetí ogfl. (Sfti/'f'éttz/1: Súkkulaðikaka, súkkulaðibollar með ferskum | ávöxtum, búðingar, súkkulaðimús, marsipanterta, i lítil páskaegg ogfl. 1 Páskahlaðborð Verð kr. 1395,- í hádeginu og kr. 1950,- á kvöldin SCANDIC LOFTL£IÐIH Borðapantanir í síma 552 2321 AÐSENDAR GREINAR Tónlistarhús í slj órnar sáttmála ÆVAR Kjartans- son á Rás 1 var gestur Ingvars Jónassonar, lágfiðluleikara, sunnudaginn 2. apríl sl. Komu þeir víða við í spjalli sínu og var allt skemmtilegt og fróðlegt, sem Ingvar hafði frá að segja. Ingvar er af ijöl- gáfaðri tónlistarætt og vel menntaður bæði heima og erlend- is. Hann var um ára- bil kennari í Svíþjóð og 1. lágfíðluleikari hljómsveita þar auk þess sem hann hefur starfað við list sína hér heima. Það kom því ekki á óvart, að Ingvar skyldi minnast á einn stærsta vanza, sem hvílir yfir ís- lenzku tónlistarlífi, og þrengir kost bæði flytjenda og njótenda. Þetta er skortur á nothæfu húsi til alhliða tónlistarflutnings. Það mátti glöggt heyra, að Ingvari hitnaði nokkuð í hamsi, þegar á þetta var minnzt og mátti kenna mikillar óþreyju í máli hans. Hann var hissa á þessari þjóð, sem svo oft hafði lyft Grettistaki á erfiðum tímum, að hún hefði ekki enn efni á að reisa viðunandi hús til tónlistarflutnings. Fannst hon- um sjálfsagt af þjóðinni að vinda sér í þetta verkefni og hespa því af, sérstaklega þar sem atvinna væri ekki næg og gott að nota tímann til þessa við slíkar aðstæð- ur. Ingvar benti á, að það væri sitthvað að flytja tónlist í viðun- andi húsnæði, hvað varðar hljóm- burð, eða þar sem húsið sjálft ynni gegn flytjandanum i hverjum takti. Þetta þekkjum við áheyrend- ur vel, því þau hús, sem mest hafa verið notuð hér í Reykjavík til tónlistarflutnings, þ.e. Þjóðleik- húsið, Háskólabíó og nú síðast húsnæði íslenzku óperunnar, eru allt dauðagryfjur tónlistarmanna vegna slaks hljómburðar. Þessi ummæli Ingvars rifjuðu upp fyrir mér ummæli af sama toga, sem faðir minn sálugi lét falla fyrir mörgum árum. Hann var 1. lágfiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands frá stofnun hennar og lék með henni til ævi- loka. Áður hafði hann leikið með Hljómsveit Reykjavíkur og Út- varpshljómsveitinni og hafði þannig flutning sígildrar tónlistar að aðalstarfi í yfir 45 ár. Listiðk- un hans og annarra af sömu kyn- slóð var svo sannarlega enginn dans á rósum á þessu upphafs- skeiði klassísks tónlistarflutnings á íslandi. Kjörin voru bág og að- stæður allar erfiðar. Leikið var í bröggum og skemmum, bíóum og öðru húsnæði, sem ætlað var til allra annarra hluta en tónlistar- flutnings. Samt var þráast við og haldið fram hina grýttu leið til fullkomnunarinnar með aðstoð og hvatningu áhugafólks, sem hafði trú á þvíj að tónlistin ætti sér framtíð á Islandi. Draumurinn um tónlistarhús blundaði ætíð með þessum brautryðjendum. Fyrir marga þeirra varð þessi von aldr- ei að veruleika, því þeir hafa nú týnt tölunni og flestir safnazt til feðra sinna. Ár$ 1981 fór sinfóníuhljóm- sveitin í tónleikaferða- lag til Evrópu. Lék hún m.a. í hinum þekkta tónleikasal tónlistarfélagsins í Vínarborg, sem kenndur er við félagið og kallaður Musikve- rein. Margir kannast við þetta tónleikahús frá nýárstónleikum Vínarfílharmoníunn- ar, sem sýndir hafa verið í sjónvarpinu undanfarin ár. Þeir, sem hlýtt hafa á tón- leika þar, vita, hvílík unun það er og undur að renna saman við tónlistina í þessum sal. Þegar heim var komið og pabbi var að segja mér frá ferðalaginu fámáll að vanda um eigin reynslu, sagði hann um Musikverein með blik í auga. „Sigurbjörn minn. Þarna vorum við loksins alvöru hljómsveit í alvöru tónleikahúsi.“ Tími orða er liðinn og tími athafna genginn í garð, segir Sigurbjörn Sveinsson. Hann vill byggingu tónlistarhúss í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar. Þessi fáu orð urðu mér mikil prédikun og ærið umhugsunarefni upp frá því. Auðvitað hefur það verið ánægjulegt loksins eftir fjörtíu ára starf í tónlist að fá tækifæri til að spila í alvöru tón- listarhúsi. Þó hlýtur það einnig að hafa verið nokkur raun að horfast í augu við að hafa leikið allan þennan tíma við undirmáls- aðstæður, sem heftu listsköpun og komu í veg fyrir, að tónlistar- fólki tækist fyllilega að sýna, hvað í því byggi. íslenzkt tónlistarfólk á okkar dögum, þriðja og fjórða kynslóð íslenzkra tónlistarmanna býr enn við sömu aðstæður. Ekkert hefur enn gerzt. Musteri hafa verið reist öðrum listgreinum og er ekkert nema gott um það að segja. Tón- listin, móðir allra lista, má hins vegar búa við skarðan hlut og hím- ir eins og stafkerling án skilnings þeirra, sem falið hefur verið að koma málum eins og þessu í höfn. Það er mín skoðun, að þetta ástand lýsi skilningsleysi okkar kynslóðar á því merkilega starfi, sem unnið hefur verið í tónlistarmálum ís- lendinga á þessari öld. Einnig lýs- ir það skilningsleysi á stöðu tón- listarinnar á okkar dögum og mik- ilvægi hennar fyrir andlega velferð þjóðariniiar á viðsjárverðum tím- um, þegar til menningarmála er litið. Mál er, að á þessu verði breyt- ing. Tími orða er liðinn og tími athafna genginn í garð. Næsta ríkisstjórn hlýtur að taka á þessu viðfangsefni og réttast væri að binda úrlausn þess í stjórnarsátt- mála hennar. Höfundur er læknir. Sigurbjörn Sveinsson Skoðanakannanir, flokkannin, fpambjóöendunnin og únslitin. ntt p://www.s ki rr ia. IS Kosningar á Internet Kosningavaka þar sem tölunnan bintast jafnóðum skITma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.