Morgunblaðið - 07.04.1995, Síða 39

Morgunblaðið - 07.04.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Eflum sjúkrahúsin í Reykjavík Flókin verkefni, frábær árangur SJÚKRAHÚSIN í Reykjavík eru miðstöð og vaxtarbroddur nútíma- læknisfræði á íslandi. Sjúkrahúsin hafa innanborðs duglegt og hæft starfsfólk, sem margt hvert hefur leitað sér menntunar til bestu heil- brigðisstofnana víða um heim og er fljótt að tileinka sér nýjungar. Samf- ara hraðri framþróun læknavísind- anna hafa sjúkrahúsin tekið að sér æ flóknari og viðameiri verkefni, sem hefur skilað sér í bættri líðan og heilsu fjölda fólks og átt sinn þátt í því að gera árangur íslenskrar heil- brigðisþjónustu með því besta, sem gerist í heiminum samkvæmt alþjóð- legum mælikvörðum. Hér má nefna frábæran árangur á sviði hjartalækninga, bæði hvað viðvíkur skurðaðgerðum og krans- æðaútvíkkunum og meðferð með lyfjum. Nýmasteinbqotur og aðgerð- ir í gegnum kviðsjá hafa linað þján- ingar og forðað mörgum frá meiri- háttar skurðaðgerðum. Mikill árang- ur hefur náðst í krabbameinslækn- ingum. ísetning gerviliða hefur gert öryrkja að vinnufærum einstakling- um á ný. Með hjálp glasafrjóvgana sjá fleiri og fleiri nýir Islendingar dagsins ljós. Fyrir u.þ.b. tveim ára- tugum létust um 10% barna sykur- sjúkra kvenna við fæðingu. Með bættu eftirliti og meðferð hefur tek- ist að gjörbreyta þessu ástandi þann- ig að á síðustu 10 árum hefur engin sykursjúk kona hér á landi misst barn sitt við fæðingu. Tekist hefur að halda augnsjúkdómum og nýrna- skemmdum vegna sykursýki í lág- marki, þannig að tíðni blindu og nýrnabilunar hjá sykursjúkum er margfalt lægri hér en annarsstaðar. Hér er aðeins minnst á nokkur dæmi úr heilbrigðisþjónustu sjúkrahús- anna, en margt fleira mætti nefna. Aukin eftirspurn á sparnaðartímum, hvað er til ráða? Eftirspurn eftir heilbrigðisþjón- ustu fer vaxandi, m.a. vegna breyttr- ar aldurssamsetningar þjóðarinnar, aukinnar heilsugæslu og endurhæf- ingu og aukins framboðs og nýjunga í iæknavísindunum. Ef litið er til spádóma um aldurssamsetningu þjóðarinnar á komandi árum, má ætla að út- gjöld til þessara mála- flokka eigi eftir að auk- ast enn frekar. Heilbrigðiskerfið er einn dýrasti hluti vel- ferðarkerfísins, tekur til sín um 40% _af tekjum Ríkissjóðs. Útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið á undanförnum árum hér á landi sem og í öllum OECD-Iönd- unum, sem við að öllu jöfnu berum okkur Ásta B. Þorsteinsdóttir saman við. Vegna samdráttar í efna- hagslífinu hér á landi undanfarið hefur orðið að lækka framlög til heilbrigðismála um 10%. Því hafa undanfarin ár verið ár spamaðar og niðurskurðar í rekstri. Þrátt fyrir það hefur með aukinni hagræðingu, þar sem starfsfólk og stjómendur sjúkra- húsanna hafa lagst á eitt, tekist að auka og bæta enn meir þjónustu spítalanna. Ársverk í heilbrigðisþjón- ustunni hafa aukist á undanfömum árum á sama tíma og tekist hefur að halda útgjaldahliðinni niðri, fram- leiðni heilbrigðisstarfsmanna hefur með öðrum orðum aukist. Þannig hefur t.d. fjöldi innlagðra á kvenna- deild, handlækninga- og lyflækn- ingadeildir Landspítalans aukist um 30-40% á undanfömum áram. Á sama tíma hefur meðallegutími sjúkl- inganna styst verulega. Það þýðir meðal annars það að sjúklingar fá meiri læknismeðferð og hjúkrun á styttri tíma en áður. Á sama tíma hefur bráðaþjónusta stóra sjúkrahús- anna aukist stöðugt. Eðlilegt er að menn spyiji sig hvernig slíkt hefur tekist og hvort hægt _sé að halda lengra á þessari braut. Álag á starfs- fólkið hefur aukist verulega þessu samfara, nokkuð sem m.a. hefur komið fram í auknúm veikindafjar- vistum. Til þess að sporna við útgjalda- aukningu í heilbrigðisþjónustunni hefur Alþingi í flöldamörg ár beitt svokölluðum flötum niðurskurði á fjárlögum sem stjórntæki. Þessi að- ferð er því miður erfið í framkvæmd og ómarkviss og hefur stundum skapað glundroða á sjúkrahúsunum. Flest- um, sem starfa á sjúkrahúsunum, þykir ljóst að frekari niður- skurður fjár til starf- seminnar sé vart fram- kvæmanlegur. Hins vegar þarf að nýta enn betur það fé, sem varið verður til heilbrigðis- þjónustunnar. Því er þörf á nýjum aðferðum ef frekari hagræðingu á að ná, en það er for- senda þess að við getum haldið áfram að veita hágæða heilbrigðisþjón- ustu, sem byggir áfram á þeim jöfnuði, gæðum og framþró- un, sem við eigum að venjast. Heildarsýn Heildarsýn hefur því miður skort í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Uppbygging sjúkrahúsa á lands- byggðinni hefur verið veraleg án þess að áætlanir hafi legið fyrir um framtíðar nýtingu eða að tekið hafi verið tillit til bættra samgangna eða óska neytenda þjónustunnar. Á sama tíma taka hátæknisjúkrahúsin í Reykjavík við auknum fjölda sjúkl- inga frá landsbyggðinni til meðferð- ar. Það er löngu tímabært, að menn ákveði hvernig heilbrigðisþjónustan skuli skipulögð, þannig að við getum nýtt sem best það fjármagn, sem hægt verður að veita til heilbrigðis- mála í framtíðinni. Skýra þarf ann- ars vegar hlutverk landsbyggðar- sjúkrahúsanna og hins vegar verka- skiptingu hinna tveggja stóru sjúkra- húsa í Reykjavík. Það er álit flestra sérfræðinga í heilsuhagfræði að samkeppni á milli sjúkrahúsa leiði nær undantekninga- laust til útgjaldaaukningar. Á það hefur verið bent af erlendum ráðgjöf- um í heilbrigðismálum, að sameining Landspítala og Borgarspítala gæti leitt til hagkvæmni, þar sem óraun- hæft væri að byggja upp tvö há- tæknisjúkrahús í litlu landi, sem væru í samkeppni hvort við annað. Samkeppni verður um fjármagn, mannafla og sérfræðiþekkingu. Aukning mun verða á tvöföldun tækjakaupa og dreifingu á mjög sér- hæfðri þjónustu, sem síðan mun leiða Eflum trúnað í íslensku samfélagi Þjóðvaki leggur áherslu á ábyrgð í stjórnmála- Á SJÖ árum frá 1987-1993 hafa nærri 45 milljarðar verið af- skrifaðir hjá bönkum og fj árfestingarlánasjóð- um. Þessu ábyrgðar- leysi í sjóða- og banka- kerfinu er síðan velt yfir á fólkið í formi meiri vaxtamunar eða nýrra þjónustugjalda í bankakerfinu. Og eng- inn er ábyrgur. Siðareglur í atvinnulífinu Það er til önnur hlið á þessu máli. Lítum á fortíðarvanda fyrir- tækjanna upp á 86 milljarða króna, sem væntanlega vérður framtíðar- vandi skattgreiðenda og dregur því niður lífskjörin í þjóðfélaginu. Hér á ég við ónotað rekstrartap sem sam- kvæmt álagningu 1994 er hvorki meira né minna en 86 milljarðar króna og hefur hækkað um 20 millj- arða króna á sl. tveimur árum. Þetta rekstrartap er m.a. notað af vel stæðum fyrirtækjum sem kaupa raunverulega gjaldþrota fyrirtæki fyrir óverulegar fjár- hæðir. Fyrirtækin nýta sér síðan þetta rekstr- artap til að draga frá eigin hagnaði og minnka þannig skatt- greiðslur sínar til sam- félagsins. Meira að segja er svo langt gengið að rekstrartap er auglýst til sölu! Það þarf að endur- skoða frá grunni skattaívílnanir, hlunn- indagreiðslur og með- ferð ónotaðs rekstr- artaps og meta upp á KariH. nýtt réttmæti þeirra. Guðlaugsson Sama gildir um gjald- þrota fyrirtæki, þar sem eigendur komast upp með aftur og aftur að senda ríkissjóði reikninginn, en stofna jafnharðan til annars eða sams konar reksturs á rústum gjald- þrotsins. Hér verður að setja lög eins og tíðkast víða annars staðar, þar sem eigendur slíkra fyrirtækja þurfa að sæta atvinnuleyfissviptingu og er einnig bannað eftir slík hvítflibba- gjaldþrot að vera í forsvari eða í Flestir heilsuhagfræð- ingar telja að sam- keppni milli sjúkrahúsa leiði til útgjaldaaukn- ingar, að mati Astu B. Þorsteinsdóttur. Er- lendir sérfræðingar telja að sameining Landspít- ala og Borgarspítala geti verið hagkvæm. af sér minni þróun á tæknilegri og faglegri þekkingu, sem leitt getur til minni gæða þjónustunnar (Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Ernst og Yo- ung). Hugmyndir þessara erlendu ráðgjafa fengu ekki hljómgrann hjá heilbrigðisyfirvöldum og voru lítt skoðaðar, sennilega vegna þess hversu rótttækar þær vora. Það er hinsvegar ljóst nú, að við komumst varla hjá því að ræða þessi mál, hversu viðkvæm, sem þau kunna að vera, ef við ætlum að komast hjá því árlega ástandi, sem blasir við sjúkrahúsunum vegna niðurskurðar. Það er því fagnaðarefni að heilbrigð- isráðherra hefur skipað starfshóp, sem á að móta framtíðarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Barnaspítali Brýnt verkefni á næstunni er að huga betur að sérþörfum barna. Það umhverfí, sem börn og fjölskyldur þeirra - sem taka nú veralegan þátt í því að annast þau á sjúkrahúsum - þurfa í veikindum, er hvergi til staðar á íslandi. Það þarf að bregð- ast við nútíma viðhorfum um þjón- ustu við sjúk böm. Sérstakur barn- aspítali þarf að rísa hið allra fyrsta. Lokaorð Sjúkrahúsin í Reykjavík þjóna ekki bara höfuðborgarsvæðinu, heldur veita fólki af öllu landinu sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem ekki er völ á annars staðar. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand hefur mikill árangur náðst, m.a. með auknu vinnuálagi og hagræðingu. Til þess að spoma við auknum kostnaði heilbrigðisþjón- ustunnar í framtíðinni er áframhald- andi hagræðing, m.a. með heildar- stefnu og skýrari verkaskiptingu sjúkrahúsa, vænlegri til árangurs en flatur niðurskurður. Hagræðing skil- ar bestum árangri í samráði og sam- vinnu við starfsfólkið, sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Sú skylda hvílir á okkur íslendingum að fara vel með það sem við getum lagt af mörkum til heilbrigðisþjón- ustu í framtíðinni þannig að hægt verði að standa vörð um jöfnuð og gæði þjónustúnnar. Höfundur, sem er hjúkrunarfræðingur og formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, skipar 3. sæti á lista Alþýðuflokksins íReykjavík við Alþingiskosningamar 8. apríl. og viðskiptalífi, segir Karl H. Guðlaugsson, og þess vegna viljum við koma þar á siðareglum. stjórn annars fyrirtækis um tiltekinn tíma. » Siðareglur í stjórnmálum Þjóðvaki, hreyfing fólksins, legg- ur áherslu á ábyrgð í stjómmála- og viðskiptalífi. Þess vegna viljum við koma þar á siðareglum og skilja á milli pólitískra ákvarðana og fag- legrar þjónustu í stjórnkerfinu, sem og að draga úr afskiptum stjórn- málamanna í sjóða- og bankakerf- inu. Þannig endurreisum við ábyrgð í íslensku samfélagi og trúnað milli stjórnmálamanna og fólksins í land- inu. Höfundur er sölustjórí og frambjóðandi Þjóðvaka i Reykjavík. Auglýsing um innlausn hlutabréfa í Fjúrfestingarfélagi íslands hf. og Féfangi hf. í framhaldi af ábyrgðarbréfi sem íslandsbanki hf. sendi hluthöfum Féfangs hf. og Fjárfestingarfélags íslands hf. þann 10. febrúar 1995 um innlausn allra hlutabréfa í félögunum, eru hluthafar hvattir til að framselja hlutabréf stn íslandsbanka hf. á skrifstofu Glitnis hf. Ármúla 1, Reykjavík, 3. hæð, samanber áður sent ábyrgðarbréf þar að lútandi, fyrir 10. aþríl 1995, sbr. 24. grein laga nr. 211995 um hlutafélög. ISLANDSBANKI ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! HTOf NAlI »9» nMMliuvAfc s<>vr>i Vinnur [ju á laugardögum? Landsleikurinn okkar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.