Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 43

Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 43 AÐSENDAR GREINAR Hús skáldanna Björn G. Arthúr Björgvin Björnsson Bollason OHÆTT mun að fullyrða, að í huga um- heimsins séu Islending- ar fyrst og fremst þekktir fyrir hinn foma bókmenntaarf, sem menningar- og sögu- þjóð. ísland er sögu- eyja, og erlendir gestir sem hingað koma spyrja gjarnan um sögusafnið. Við erum hins vegar svo lítillát í þessum efnum að slíkt safn er ekki til hér á landi. í ljósi þessa, og með hliðsjón af umræðu um Reykjavík sem Menn- ingarborg Evrópu árið 2000, er hér varpað fram hugmynd að lifandi bókmenntasögusafni í gamla Safna- húsinu við Hverfisgötu, þar sem nöfn Ara fróða, Snorra Sturlusonar, Guðbrands Þorlákssonar, Hallgríms Péturssonar og fleiri stórmenna á sviði íslenskra bókmennta eru letruð í múrinn. Samstarf i Lagt er til að ríki og borg, rithöf- undar og bókaútgefendur, ferða- frömuðir og prentsmiðjueigendur, Hér fjalla þeir Arthúr Björgvín Bollason og Björn G. Bjömsson um Hús skáldanna, bókmenntasögusafn í Safnahúsinu. fræðimenn og bóksalar og fjölmarg- ar menningarstofnanir í borginni taki höndum saman um stofnun glæsilegs bókmenntasögusafns í I Reykjavík. Þar yrði rakin saga skáldskapar og bókagerðar íslend- inga í gegn um tíðina, frá Eddu- I kvæðum til okkar daga. Hér yrði tekið mið af sýningarstarfsemi safna eins og hún hefur verið að þróast erlendis á síðari árum þar sem fram- setning efnis er með myndrænum og lifandi hætti og inn á milli hefð- bundinna sýningaratriða er brugðið upp svipmyndum af atburðum og áföngum bókmenntasögunnar. Nútímasafn Ef við setjum okkur í spor gests I sem gengur um Hús skáldanna ber margt fyrir augu. Þar er að finna alla þá starfsemi sem tilheyrir nú- tímasafni; aðstöðu fyrir börn með bókakosti og leiðsögn við þeirra hæfi, góða safnbúð sem hefur á boðstólum bæði vandaða minjagripi, póstkort, endurprentanir handrita o.þ.h. og gott úrval íslenskra bók- mennta á erlendum málum, notalega kaffístofu og minni sali fyrir upplest- ur, ljóðakvöld og skáldarabb. Kjarni stofnunarinnar og aðalat- riði er bókmenntasaga íslendinga rakin í tímaröð á aðgengilegan og fræðandi hátt í máli og myndum, með handritum og bókum í ýmsum útgáfum, munum úr eigu skáldanna, ljósmyndum, texta og öðrum tiltæk- um meðulum. Og þegar ástæða þyk- ir til er staldrað við og reynt að endurskapa hughrif einhvers tíma- bils, varpa ljósi á atburð eða lífs- hlaup skálds eða skáldsagnapersónu í bókmenntasögunni með einföldum sviðsetningum. Svipmyndir Við upphaf sögunnar göngum við t.d. fram á skáld sem fer með drótt- kvæði fyrir konung og hirð hans og fær gullhring að launum; þá situr munkur yfir skinnblaði í Þingeyra- klaustri og ómur af tíðasöng berst inn um skjáinn; við sjáum hvernig kálfskinn var verkað og notað í bækur, hvernig blek var búið til og við sjáum valda dýrgripi úr handrita- safni. Þá ber fyrir augu prentverkið á Hólum og Guðbrand biskup með biblíu sína og önnur stórvirki bóka- gerðar; Hallgrímur Pétursson situr undir steini sínum og yrkir Passíu- sálma og við sjáum eiginhandarrit hans; Arni Magnússon dregur fúin skinnblöð undan fleti kerlingar í koti sínu; Jónas les kvæði fyrir Fjöln- ismenn á stúdentakrá í Höfn; Hall- dór Laxness stendur við skrifpúltið og við heyrum rödd hans lesa brot úr skáldsögu ... Svona má láta hugann reika og draga upp myndir sem opna gestin- um sýn inn í litríka sögu. Bók- menntasagan er ekki aðeins saga skáldskapar heldur leiðir hún okkur jafnframt um sögu þjóðarinnar; Snorri og lok þjóðveldis á íslandi, Jón eldklerkur og móðuharðindin, Jónas og ættjarðarljóðin, ritstörf Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbar- áttan, Sveinbjörn Egilsson og skóla- sagan, Stephan G. og vesturferðir og þannig mætti lengi telja. Raddir skáldanna Þegar nálgast nútímann gefst gestum kostur á að heyra skáldin lesa úr verkum sínum (af segulbönd- um) og jafnvel sjá búta úr leikverk- um, kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um sem gerðir hafa verið eftir verk- um þeirra. Rithöfundasafnið í Dyflinni, „The Dublin Writers Muse- um“, er góð fyrirmynd hvað þetta varðar, en það ágæta safn, sem sett var á fót fyrir fáum árum, nýtur mikilla vinsælda. Löngu tímabært í raun ætti bókmenntasögusafn að vera risið fyrir löngu í Reykjavík, svo stór þáttur sem bókmenntir eru í sögu okkar. Rök fyrir slíku safni eru margvísleg: 1. Bókmenntir og tunga eru þeir þættir íslenskrar menningar sem einkenna okkur sem þjóð og við skuldum menningararfinum, og okk- ur sjálfum, í raun svona safn. 2. Það er löngu tímabært að veita þeim tugum þúsunda erlendra gesta sem heimsækja okkur á hveiju ári (1994: 180.000) tækifæri til að kynn- ast þessum þætti íslenskrar menning- ar á aðgengilegan hátt. Slíkt yrði án efa meðal þess sem gestir „verða að sjá“ hér á landi, enda margir sólgnir í að kynnast menningu okkar. 3. Safnið er vitaskuld einnig ætlað okkur íslendingum sjálfum og gæti það orðið mikilvægt kennslugagn fyrir skólanema á öllum aldri, ekki síst nemendur í bókmennta- og menningarsögu. 4. Safnið yrði lyftistöng menning- arlífi í höfuðborginni, og gæti orðið vettvangur og miðstöð bókaútgef- enda og skálda til margvíslegrar kynningar á verkum sínum. Þjóðleik- húsið er næsti nágranni safnsins sem býður upp á samstarf við húsið, og listamenn þess við flutning bók- menntaverka og afnot salarkynna. Ferðaþjónusta er í örustum vexti atvinnugreina hér á landi og þar er þörf nýrra og ferskra hugmynda. Samspil menningarmiðlunar og ferðaþjónustu er einmitt eitt af þeim sviðum þar sem hvað mest er ógert og mestir möguleikar. Safnahúsið Enginn efi er í hugum þeirra, sem hér halda á penna, hvar Hús skáld- anna á að vera. Safnahúsið við Hverfisgötu er sjálfkjörið og skal minnt á nöfn þeirra manna, sem húsið er tileinkað í upphafi. Hér er lagt til helmingafélag; að ríkið leggi til húsið en borgin setji upp sýning- amar og reki safnð. Þeir, sem hafa áhuga á að leggja þessari hugmynd lið, er bent á gera það við menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar. Arthúr Björgvin Bollason er bókmenntafræðingur og Björn G. Björnsson er leikmyndahönnuður. Nú er lag, Sunnlendingar Á LAUGARDAG verður skorið úr um það hveijir muni stjórna lándinu eftir kosningar. Tveir möguleikar era á stjórnarmyndun. Annaðhvort stjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins eða þriggja til fjögurra flokka stjórn undir for- ystu Framsóknar- flokksins. Sagan er ólygin, engin vinstri stjórn hefur setið heilt kjörtímabil. Verðbólga og óstöðugleiki fylgir vinstri stjómum. Þeir sem nú kjósa í fýrsta skipti muna ekki óðaverð- bólguna og óráðsíuna sem var hér á árum. Núverandi ríkisstjórn hefur náð veralegum árangri í að byggja upp Sagan er ólygin, engin vinstri stjórn hefur setið heilt kjörtímabil, segir Þórhallur Olafs- son. Þeir sem kjósa í fyrsta skipti nú muna ekki óðaverðbólguna og óráðsíuna á fyrri árum sem fylgdi vinstri stjórnum. árangri. Þennan bata á að nota til þess að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi. Við eigum að vera minnug afskipta vinstri stjórnvalda sem lögðu í loðdýrabúskap og fiskeldi sem kostað hefur þjóðina marga milljarða. " Ljóst er, samkvæmt skoðanakönnunum, að tveir framsóknarmenn eru öryggir á þing fyr- ir Suðurland. Einnig er ljóst að sjálfstæð- ismenn fá tvo þing- menn og að alþýðubandalagsmenn fá einn þingmann og að framboð Eggerts Haukdals mún tryggja þjóðvakakrata á Suðurlandi sæti á næsta þingi ef fer sem horfir. Það er nöturlegt hlutskipti að hjálpa anstæðingum eins og Eggert er að gera og spila á vitlaust mark. En það er einnig alveg ljóst samkvæmt skoðanakönnunum að Eggert Haukdal á ekki möguleika á þing- sæti. Eftir að sunnlenskir sjálfstæðis- menn hafa stutt Eggert Haukdal til setu á Alþingi í 17 ár ætlar hann nú að þakka þann stuðning með því að tryggja þjóðvakakrata þing- sæti fyrir Suðurland í stað sjálf- stæðiskonu og bónda af Rangárvöll- um. Þess vegna þurfum við á þínum stuðningi að halda til að áætlun Eggerts um að koma þjóðvakakrata á þing fyrir Sunnlendinga takist ekki. Við verðum að standa saman um hagsmuni Sunnlendinga og kjósa X-D 8. apríl. Þórhallur Ólafsson atvinnulíf í landinu. Sjávarútvegur- in hefur sjaldan verið rekin með eins miklum hagnaði og nú. Um það vitna tölur frá fiskvinnslunni um allt land. Þannig ávinnig á að nota til að bæta lífskjörin í landinu og þannig verðlauna almening sem fært hefur fórnir til að ná þessum Herrahártoppar Herrahárkollur r SÉRLEGA STERKUR OG FALLEGUR ÞRÁÐUR r pantið einkatíma r RÁÐGJAFI Á STAÐNUM Hár:x ípryö V y' Sérvei V Borgarl- Sérverslun Borgarkringlunni, simi 32347. Höfundur er tæknifræðingur á Suðurlandi. IOCITIZEN D Ferminí4»rtill:>o<) Falleg, vatnsvann stálúr með , gyllingu. tlrin eru sérlega þunn og fara þess vegna vel á hendi Stelpuúr Verð áður kr. 15.200,- Tilboðsverð kr. 10.600,-1 Strákaúr Verð áður kr. 15.900,- Tilboðsverð kr. 10.900,- ///U(f úra- og skartgripaverslun Axel Eiríksson úrsmiður LSAFIRDI-AÐAIiiTRJETI 22-SlMI 94-3023 ALFABAKKA 16-MJODD»SÍMI 870706 Póstsendum fritt I Lífleg laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Glæsileg fermingartilboð! Fermingartilboð dagsins: ( Ádagskrá: Ný og öflug 486 / 80 MHz tölva með litaskjá 4 MB minni, Local-Bus, 540 MB hörðum diski o.fl. á sérstöku laugardagsveröi kr. 123.000 stgr. Athugið: GiWiraðeins laugardaginn 8. apríl 1995. Ungt fólk á sér framtíö meö þessari tölvu! Hjá okkur verður ungt fólk í öndvegi á líflegri laugardagskynningu. Við kynnum tölvur, prentara, margmiðlun, hugbúnað, úrval geisladiska og fjölmargt fleira. Missið ekki af einstakri laugardagskynningu. Ungt fólk á sér framtíð - og framtíðin er hátækni! Hátækni til framfara Tæknival Fermingartilboð dagsins: Litaprentarinn vinsæli Hewlett-Packard DeskJet 320 Vandaður, hljóölátur og fyrirferðalítill litaprentari frá Hewlett-Packard. Innifalið litahylki og arkamatari. Árs ábyrgö. Nú á einstöku fermingartilboði kr. 32.000 stgr. Opíó til 14.00 á laugardögum Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.