Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tveir verðmætir hundar hurfu sporlaust frá Esjubergi á Kjalarnesi Vísbending um hundasölu í Sundahöfn „MAÐUR þykist hafa gefið þeim gott heimili hérna. Þeir hafa íifað hér í góðu yfirlæti svo ekki ætti það að hafa hrakið þá í burtu,“ segir Snorri. Hér er yngsti sonurinn á heimilinu, Atli, með Baron og Breka. „MAÐUR skilur eiginlega ekki hvernig svona getur gerst. Hund- arnir eiga að rata heim nema þeir hafi farið mjög langt. Þeir eru stórir og ótrúlegt að þeir geti horfið alveg sporlaust," seg- ir Snorri Hauksson, á Esjubergi á Kjalarnesi, um hvarf tveggja hunda af heimilinu. Honum hefur aðeins borist ein vísbending um írsku setana Bar- on og Breka frá því þeim var óvart hleypt út af heimilinu báð- um í einu fyrir viku. Maður taldi sig hafa orðið vitni að því að ungt par reyndi að selja tvo hunda af sömu tegund í Sunda- höfn. Snorri sagði að hundunum hefði verið hleypt út um kl. 17 á þriðjudag. „Við erum vön að hleypa aðeins öðrum út í einu en heimilisfólkið kom heim á mismunandi tíma og óvart var báðum hleypt út í einu. Þeir héldu í ferðalag og sáust í Kolla- firði klukkan fimm. Siðan spurð- ist ekkert til þeirra fyrr en vís- RAGNAR Th. Sigurðsson Ijós- myndari og Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur komust á norðurpólinn 4. april sl. Þeir ferðuðust vítt og breitt um heimskautið í hálfan mánuð í Twin Otter-flugvél í hópi fimm annarra manna af erlendu þjóð- erni. Vélinni var lent á hafís skammt frá norðurpólnum og þar stigu þeir félagar út. Alls lögðu þeir að baki 42 þúsund km. A leiðinni á norðurpólinn var komið við á Beacy-eyju. „Við f órum líka á segulpólinn þar sem við lentum í hífandi roki. Á norðurpólinn komum við 4. apríl kl. 21.24. Við fengum skjal frá landstjóranum í Kanada þar sem staðfest og stimplað var í vegabréf okkar að við hefðum komið þar,“ sagði Ragnar. ísbjarnaslóðir Hann sagði að hættulegt væri að ganga á þessum sióðum því bending barst um að verið væri að selja svona hunda í Sunda- höfn. Við reyndum að kanna málið en varð ekki ágengt," seg- ir Snorri. Erfitt að koma í verð hér Snorri segir að erlendur tog- ari hafi verið í höfninni og ekki væri hægt að útiloka að reynt hafi verið að selja hundana úr landi með togaranum eða öðrum skipum. Ekki síst af því erfitt sé að koma illa fengnum hreinrækt- uðum hundum í verð hér á landi enda fylgi þeim ekki ættbók. Hundamir era báðir hreinrækt- aðir og Baron er svokallaður ís- lenskur meistari. Baron er fjög- urra ára og Breki þriggja ára. Þeir eru 70 til 75 cm háir upp á kambinn. Verðmæti hvors hunds er tæplega 100.000 krónur. Lifa allt að 10 daga án matar Þrátt fyrir vísbendinguna seg- ist Snorri vona að hundarnir þar væri jafnan von á ísbjöm- um. „Með okkur vom ágætar bjamarskyttur, bæði sérstakur skotmaður og flugmaðurinn. Við vomm aðeins til hliðar við norðurpólinn og við héldum fyrst að við væmm alls ekki á réttum stað, en svæðið sem til- heyrir norðurpólnum er ekki aðeins einn fermetri heldur nokkur hundruð fermetrar. Þarna er allur ís sprunginn og ekki nema um 10 cm þykkur fyrir miðju pólsins. Því var ekki hægt að komast þangað. ísinn er á hreyfingu þama og rekur mjög hratt og því er erfitt að staðsetja sig mjög nákvæm- lega,“ sagði Ragnar. Hann sagði að „hlýjasti" áfangi ferðarinnar hafi verið á sjálfum norðurpólnum. Yfirleitt hefði verið á bilinu 37-41 stigs frost en á pólnum var 22 stiga frost. „Þar þótti okkur hlýtt miðað við hinn fjandann," sagði Ragnar. hafi aðeins villst að heiman og skili sér aftur. „Mér dettur helst í hug að þeir hafi fundið lykt af lóðatík. Þannig hafi þeir lagt af stað og eitthvað annað dregið þá lengra. Ég hef nú samt ekki enn fundið tíkina sem gæti hafa tælt þá,“ segir hann. Hann segist ætla að leita hundanna í Esjunni verði veður sæmilegt í dag. VERKAMANNASAMBAND ís- lands og ríkið hafa gert með sér kjarasamning fyrir ófaglært starfs- fólk ríkisins sem vinnur utan ríkis- stofnana. Slíkur heildarsamningur hefur ekki verið til áður. Snær Karlsson, starfsmaður VMSÍ, sagði að með samningnum væri verið að samræma kjör þessa fólks að hluta til. Kjörin yrðu þó áfram mismunandi í veigamiklum atriðum. Allir fá desemberuppbót Samningurinn varðar um 2.000 starfsmenn. Stærstur hluti þeirra vinnur við ræstingar, skógrækt, landgræðslu og vegagerð. Snær sagði að í samningnum væri að fínna sömu launahækkanir og væru KANTAT sæsímastrengurinn sem liggur milli Kanada, Islands og Evrópu er bilaður. Bilunin er talin vera í einangrun strengsins suður af Grænlandi. Sá hluti strengsins sem liggur milli Vestmannaeyja og Kanada er ónothæfur. Sæsímastrengurinn er í eigu símamálayfírvalda í Kanada, Is- landi, Danmörku, Þýskalandi og Englandi. Eignarhlutur Pósts og síma er um 5,6%. Að sögn Þorvarð- ar Jónssonar framkvæmdastjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma er það talið kosta um 120 mílljónir ISK að gera við strenginn. Þorvarður sagði að Póstur og sími hefði varasambönd fyrir öll sambönd sem biluðu milli íslands og Kanada í gegnum Intelsat- gervihnött. Einnig fer töluverð Hundarair geta að hans sögn lif- að í viku til 10 daga án matar hafi þeir vatn. Snorri gerði lítið úr veraldlegu verðmæti hundanna en sagði að depurð ríkti á heimilinu vegna hvarfs þeirra. Snorri og eigin- kona hans, Hulda Ragnarsdóttir, eiga þijá stráka á aldrinum 8 til 14 ára. i samningum VMSÍ við Vinnuveit- endasamband ísland og Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Veigamesta frávikið væri að allir fengju nú sömu desemberuppbót og aðrir starfsmenn ríkisins fengju. Hann sagði að áður hefði hluti af þessu starfsfólki fengið 13.000 króna desemberuppbót og aðrir 26.000 krónur. Nú fengju allir 26.000 króna uppbót. Snær sagði með samningnum væri verið að gera tilraun til að samræma nokkur ákvæði þeirra kjarasamninga sem þessir starfs- menn hefðu starfað eftir. Kjörin yrðu þó áfram mismunandi milli einstakra starfshópa. Kjarasamningurinn gildir til tveggja ára. umferð í gegnum jarðstöðina Skyggni, eða um helmingur af öll- um talsamböndum til útlanda. 2000 metra dýpi „Allar bilanir í sæsímum eru alvarlegar. Þarna er mikið dýpi, eða meira en 2.000 metra dýpi,“ sagði Þorvarður. Hann taldi líklegt að það tæki í það minnsta þrjár vikur að gera við bilunina. Þorvarður segir að hugsanlega sé hér um verksmiðjugalla í strengnum að ræða. Á honum er eins árs ábyrgð frá framleiðanda, STC í Bretlandi. Strengurinn hefur verið í notkun frá því í nóvember og taldi Þorvarður ólíklegt að hann hefði orðið fyrir hnjaski við lagn- ingu. Þá hefði bilunin átt að koma fyrr fram. Róið á banndegi Skipstjór- arnir verða kærðir FISKISTOFA mun í dag kæra alla skipstjóra smábátanna, sem réru frá Vestfjörðum síð- astliðinn föstudag, á auglýstum banndegi. Fiskistofa hefur fengið skýrslur frá veiðieftir- litsmönnum um að níu bátar hafi róið frá Suðureyri, fimm frá Bolungarvík, þrír frá Flat- eyri og einn frá Bíldudal. Skipstjórarnir verða kærðir fyrir brot á auglýsingu nr. 415/1994 um bann við veiðum krókabáta á fiskveiðiárinu 1994 til 1995. Verður með þessi mál farið að hætti opin- berra mála. Jafnframt mun Fiskistofa í samræmi við stjórnsýslulög gefa hveijum og einum skipstjóra þessara báta kost á því að tjá sig um önnur ' viðurlög, sem Fiskistofa telur að meint brot þeirra varði. Annars vegar er þar um að ræða álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla, sem fékkst í þessum róðrum, og hins vegar um veiðileyfissvipt- ingu, sem Fiskistofa hyggst leggja til að sjávarútvegsráðu- neytið beiti. Ný klassísk útvarpsstöð AFLVAKI hf. ýtir úr vör þriðju útvarpsstöð sinni kl. 13 á skír- dag. Útvarpsstöðin heitir Klassík FM og útvarpar klass- ískri tónlist á tíðninni 106,8 allan sólarhringinn. Aðrar út- varpsstöðvar Aflvaka eru Aðal- stöðin og X-ið. Hlustunarsvæði nýju útvarpsstöðvarinnar verð- ur hið sama og hinna tveggja. Randver Þorláksson, leikari, hefur verið ráðinn umsjónar- maður útvarpsstöðvarinnar. Hann segir að honum lítist ágætlega á starfið. „Ég hef verið að forma dagskrána til að hún verði aðgengileg fyrir hlustendur. Meiningin er að stöðvamar bjóði upp á þijár mismunandi tegundir af tónlist. Aðalstöðin sé fyrir svona 25 til 100 ára, X-ið fyrir unga fólkið og Klassík FM fyrir alla enda virðist klassísk tónlist hrífa alla, óháð aldri,“ sagði Randver. ÉfnifráBBC Hann sagði að þó aðaláhersl- an yrði lögð á tónlist yrðu nokkr- ir fastir liðir á dagskránni. Hann yrði sjálfur með morgunþátt alla daga, óperukynningar yrðu fast- ur liður og fréttir BBC. Öðru efni yrði útvarpað frá BBC ef tilefni þætti til. Randver sagði að útvarps- stöðin hefði yfir að ráða öflugu tölvukerfi. Efni af 100 tíma hörðum diski yrði spilað þegar önnur dagskrá væri ekki í gangi. Fékk glas í höfuðið STÚLKA um tvítugt þurfti að láta sauma nokkur spor í höf- uðið á Egilsstöðum á laugar- dagskvöld. Hún hafði verið gestkomandi á nýjum veitingastað þegar annar gestur kastaði glasi í höfuð hennar með fyrrgreind- um afleiðingum. Að sögn lögreglu var tölu- verð almenn ölvun á Egilsstöð- um á laugardagskvöld og snún- ingasamt þess vegna. Tveir gistu fangageymslur. RAGNAR Th. Sigurðsson, til vinstri, og Ari Trausti Guðmunds- son þar sem þeir eru staddir á norðurpólnum. Tveir íslendingar á norðurpólinn Ríkið og VMSÍ gera samning Bilun á sæsíma- strengnum Kantat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.