Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR físk, sælgætismola eða eitthvað annað sem hann laumaði að okkur sem nesti til að hafa á heimleið- inni. Afi var einn af þeim sem kom manni ávallt í gott skap með hlýja brosinu sínu, hlátrinum og léttu lundinni. Svona minningar eigum við margar sem geymdar eru í huga okkar og hjörtum. Elsku amma, pabbi og frændfólk. Megi minningin um hlýjan, góðan og skemmtlegan afa lifa með okkur alla tíð. Hvíl þú í friði, elsku afi. þín, Erla, Kjartan og Hildur Rut. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku afi okkar. Við og íjölskyldur okkar viljum með þessum línum þakka þér fyrir allt og allt. Nú ertu kominn á góðan stað til Rúnu dóttur þinnar og við geymum hlýjar og góðar minningar um þig í hjörtum okkar. Guðrún Gyða, Sigurður Ingi, Þóra Kristín og Kjartan Ingi Hauksbörn. Með söknuði kveð ég afa Kjartan sem nú er farinn frá okkur eftir að hafa átt við erfið veikindi að stríða. Ég var mikið hjá afa og ömmu og á ég margar góðar minningar um hann. Afi var sérstaklega barn- góður og hændust böm mikið að honum. Var hann sífellt að gera að gamni sínu og skemmta börnunum ef það var hávaði og læti á Sunnu- veginum þá var næsta víst að afi var að espa upp bæði böm og full- orðna. Ávallt voru haldin jólaboð hjá afa og ömmu á Sunnuveginum og þá vom flestir í fjölskyldunni saman komnir og vom þetta miklar gleðistundir. Afi kunni margar skemmtilegar sögur frá því hann var á sjónum á sínum yngri ámm og það var alltaf gaman að hlusta á hann segja sögur frá þeim tíma. Afi vann í fiskbúð bæði í Eyjum og á Selfossi. Fór ég oft til hans og horfði á hann verka fiskinn. Er mér sérstaklega minnisstætt að afi borð- aði nær undantekningarlaust næt- ursaltaða ýsu í hvern hádegismat alla daga vikunnar. Afi sagði mér oft söguna af því þegar ég var yngri og bjó hjá afa og ömmu í Vest- mannaeyjum, að þá hafi hann þurft að taka mig í fangið þegar ég var óþekk að borða og tuggið ofan í mig fiskinn. Afí var mikið fyrir að rækta kart- öflur og ekki kom maður í heimsókn til hans síðla sumars öðmvísi en fara með fullan poka að kartöflum heim aftur. Elsku afí minn, ég vil þakka þér fyrir allar þær ógleymanlegu stund- ir er átti ég með þér og er erfítt að sætta sig við að þær stundir skuli ekki geta orðið fleiri. Elsku amma Þóra, ég votta þér mína innilegustu samúð. Megi Guð vera með þér núna í sorginni og um alla framtíð. Katrín Þóra. Afi Kjartan, afí Kjartan hefur hljómað í mín eym undanfarinn ára- tug. Og þeir em fjórir synir mínir sem hafa látið þessi orð hljóma. Oft með vissri eftirvæntingu. Líka með glettni og gáska. Alltaf með vænt- umþykju og virðingu. Og alltaf var kallinu fjörlega svarað og yfírleitt með smá sprelli. Það var tuskast, kitlað, sprellað, leikið. Það var mik- ið líf og mikil gleði. Það em mikil forréttindi að hafa átt slíkan afa nú þegar fæstir hafa tíma fyrir yngstu kynslóðina. Ég undraðist oft þrekið og viljann til þess að hamast við afabörnin og langafabömin. En nú ég veit að það var ánægjan og fölskvalaus væntumþykjan sem veitti honum þetta þrek jafnvel þó líkaminn hafí í raun ekki haft þessa orku. Kjartan var hlédrægur maður með gáska og glettni í augum. Hann kunni best við sig heima og var lítið fyrir flakk. Áhuginn á þjóð- félagsumræðunni, veðrinu og íþrótt- um gerði hann að skemmtilegum viðmælanda. Hann var af þeirri kynslóð sem lifað hefur miklar breytingar og bar þess merki. Ekki bara þjóðfélagsbyltingamar heldur líka gosið í Eyjum. Eftir gos fór fjölskyldan ekki aftur til Eyja heldur settist að á'Selfossi og gerðist Kjart- an físksali þeirra Selfyssinga. I því starfí var hann af lífí og sál þar til fyrir nokkmm missemm. Eftir að hann hætti störfum dundaði hann sér við smíðar og annað. M.a. smíð- aði hann eldavélar, rúm o.fl., allt fyrir unga fólkið við mikla hrifningu þess. Kjartan hangsaði ekki, hlutim- ir vom gerðir strax! Á góðum stund- um hafði hann gaman af góðum sögum og kunni margar, sérstak- lega Eyjasögur. Það var gaman að njóta návistar hans á slíkum stund- um. Við Erla og strákarnir höfum búið lengst frá miðstöð fjölskyld- unnar á Selfossi. Þessi fjarlægð kallaði á meiri símasamskipti og einnig nánari samskipti er við dvöld- um á Selfossi. Þau samskipti hafa alla tíð verið sérlega ánægjurík og mjög gefandi fyrir strákana mína. Ferðimar á Selfoss kölluðu fram mikla eftirvæntingu hjá þeim og afí Kjartan og amma Þóra hljómaði stanslaust í eyrum okkar með mik- illi tilhlökkun. Á Sunnuveginum á Selfossi þar sem Kjartan og Þóra bjuggu hefur alltaf verið mikil um- ferð enda fjölskyldan stór. Það var því oft lítið næði, lítill friður. Það var þessi erill og þessi fjölskylda sem var Kjartani allt. Bamabömin og barnabamabörnin veittu honum lífs- fyllingu. Afi Kjartan á eftir að hljóma lengi enn, þó hljómurinn breytist mun hann einkennast af þeirri virðingu og væntumþykju sem Kjartan Gísla- son á sannarlega skilið. Ég og syn- ir mínir þökkum samfylgdina. Minn- ing hansmun lifa. Óskar G. Björnsson. Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að kveðja afa okk- ar, Kjartan Gíslason. í huga okkar er minning um glað- væran og hlýjan mann sem ætíð hafði tíma fyrir okkur. Fjölskyldan var honum mikils virði og bömin voru greinilega í huga hans horn- steinn hennar. Eftir að ævistarfinu lauk tók hann að smíða leikföng, handa bamabörnunum, sém sýndi bamgæsku hans í verki. Það sem afí gaf okkur, fyrir utan allar ljúfu minningamar, var fyrst og fremst ákveðin lífsskoðun hans. Hún var sú að láta aldrei bugast, hvað sem á móti blæs. Hann var atorkusamur, léttur og kátur, og sýndi aðdáunarvert þrek í baráttu sinni við sjúkdóm þann sem þó sigr- aði að lokum. Við biðjum góðan Guð að geyma sál hans og varðveita og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Stefanía, Guðmunda, Kjartan Sig. og Þóra. í dag kveðjum við hann afa Kjart- an sem nú er látinn eftir a_ð hafa barist við illvígan sjúkdóm. Á þess- ari stundu er erfítt að hugsa um það að afí komi ekki aftur. Minning- amar streyma nú í huga okkar systranna frá því að við vorum að leika okkur hjá afa og ömmu á Sunnuveginum, og þar sem afi tók oft þátt í gleðinni með okkur. Man ég, Þórhildur, þó sérstaklega eftir 65 ára afmælisdegi hans, þeg- ar þau amma og afi, tóku mig óg Leif Svein með sér að Strandar- kirkju en við vomm þá níu ára göm- ul. Eyddum við alveg yndislegum degi þar sem ég mun aldrei gleyma. Um kvöldið keyrðum við aftur til Reykjavíkur og gistum hjá Önnu og Pétri. Var þetta mjög ánægjuleg ferð og mér mjög minnisstæð. ÓLÖF MARKÚSDÓTTIR + Ólöf Markús- dóttir frá Dísu- koti í Þykkvabæ fæddist í Hákoti í Þykkvabæ hinn 27. desember 1909. Hún lést á dval- arheimilinu Lundi á Hellu 2. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Guðmundsdóttir frá Skarði í Þykkvabæ, f. 23.08. 1883, d. 17.10. 1957, og Markús Sveinsson frá Vatnskoti í Þykkvabæ, lengst af bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ, f. 02.04. 1879, d. 26.07. 1966. Ólöf var sjötta í röð systkinanna fimmt- án frá Dísukoti. Þau voru: Vig- fús, Ólafur, Guðmundur Valde- mar, Guðmundur, Kristjana, Ólöf, Sveinn, Viktoría, Anna Guðmunda, María, Yngvi, Krist- inn, Ármann Óskar, Ársæll og Ingibjörg. Viktoría, Anna Guðmunda, Kristinn og Ingi- björg lifa systur sína. Eiginmaður Ólafar var Karl Sva- Þorsteinsson f. d. Þau eignuðust fjögur börn sem eru: 1) Öm, f. 29.03. 1936, maki: Elsa Johan- sen, Örii á fjögur börn. 2) Kalla Lóa, f. 12.12. 1939, hún á fimm böm. 3) Guðrún Erna, f. 10.11. 1941, d. 08. 1945. 4) Ár- mann Óskar, f. 09.02. 1943, d. 07.08. 1992 og á hann sex börn. Lengst af ævi sinnar bjó Ólöf í Reykjavík en einnig bjó hún á Hellu. Útför hennar fer fram frá Kirkju Fíladelfíusafnaðar- ins í Reykjavík í dag og hefst afliöfnin kl. 13.30. Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið samá. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum). í dag verður kvödd móðursystir mín Ólöf Markúsdóttir frá Dísukoti í Þykkvabæ. Bolludagar eru ávallt tilhlökkunarefni ungu fólki og þann- ig var það um mig ungan snáða í Skipasundinu. Ég veitti því athygli að það kom alltaf kona í heimsókn til mömmu kvöldið fyrir bolludag, en ég var þá yfirleitt sofnaður. Þessi kona kom alltaf þá með fulla öskju af „bakarísbollum“. Þetta var Lóa frænka eins og hún var alltaf köll- uð. Lóa og Kalli bjuggu skammt frá okkur í Ljósheimunum og á leið heim til sín kom hún við með bollur til að gleðja okkur. Það var því von að ég væri hrifinn og spenntur fyrir þessari frænku minni. Og ekki minnkaði hrifningin með árunum þegar ég óx upp og fór að kynnast henni af eigin raun. Lóa var eins og önnur Dísukotssystkin, ljúf, síkát og skemmtileg og gott að vera í návist hennar. Eins og öðrum Dísu- kotssystkinum var tónlistin, og þá sérstaklega söngurinn, henni í blóð borin. Hún hafði mjög fallega sópr- anrödd og hafði ákaflega gaman af ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1995 Einnig minnist ég þess eftir að ég og Oskar komum í heimsókn á Sunnuveginn. Var afi ekki lengi að króa Óskar af og spyija um helstu fiskifréttirnar, því hann var alltaf mjög áhugasamur um lífíð á sjónum. Ég, Eva Dögg, á einnig margar og skemmtilegar minningar um okkur afa, þegar ég var í heimsókn á Sunnuveginum. Erfítt er að velja eina úr, en ég minnist þess þó sér- staklega þegar afí var að lesa fyrir mig á kvöldin áður en ég fór að sofa. Eftir söguna fór hann svo allt- af með Faðir vorið en það var ein- mitt hann sem kenndi mér það. Elsku amma, við vottum þér okk- ar dýpstu samúð. Megi Guð hjálpa okkur að yfírvinna sorgina. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér þjá. (Herdís Andrésdóttir) Þórhildur og Eva Dögg. Svefnbekkur með tveimur skúffum Nú verð án dýnu: 4.990 kr. í dag kveðjum við ástkæran afa okkar Kjartan Runólf Gíslason. Okkur bræðurna langar til að minn- ast hans í nokkrum orðum. Fyrsta minning um afa er þegar hann var fisksali í Eyjum fyrir gos, þar sem hann rak fískbúð sina af sinni alkunnu atorku og elju. En heimavið var hann alltaf tilbúinn í leik og gleði við okkur bömin. Hann var blíður og góður við smábörnin, en við eldri börnin ærslaðist hann og lék. Eftir gos fluttu amma og afí á Selfoss þar sem þau hafa búið síð- an. Tveimur árum seinna fluttist fjölskylda okkar einnig á Selfoss og var mikill samgangur þar á milli. Ávallt var gaman að fara í heim- sókn til afa og ömmu þar sem ætíð var mikill gestagangur og glatt á hjalla. Afí var mikill hagleiksmaður á tré og jám. Og var hann alltaf mættur óbeðinn ef eitthvað þurfti lagfæringar við. Sérlega er okkur minnisstætt þegar við bræðumir vomm í bílskúmum hjá afa að gera við gamlan bíl. Við höfðum ekki verið lengi við viðgerðir þegar afí kom heim úr vinnu. Áður en við vissum af var hann kominn á milli okkar undir vélarhlífina og var ekki hætt fyrr en að viðgerð var lokið. Við minnumst afa sem dugnaðar- manns með sitt kankvísa glettnis- bros, tilbúinn að hjálpa eða'stríða manni og alltaf allt á léttu nótunum. Við biðjum Guð að geyma hann og styrkja elsku ömmu í sorg sinni. Kjartan Þór, Ársæll og Leifur Sveinn Ársælssynir. Skrifborð með hvítum hillum Nú aðeins: 4.990 kr. Leðurstóll með skemli Aðeins: 9.990 kp. að syngja og hlýða á söng. Hún söng m.a. með Kór Rangæingafé- lagsins í Reykjavík, með Ingibjörgu móður minni, og það var einstaklega fallegt að horfa á Lóu syngja því hún var svo lifandi og glaðleg að geislaði af. Á þannig fólk er gaman að horfa á þegar það syngur því það hrífur áhorfandann með sér. Við sóttum ávallt Lóu og keyrðum hana á kóræfíngamar og alltaf var það gaman því hún hlakkaði svo til æf- inganna, að syngja og vera innan um fólk. Þannig var Lóa ávallt ljúf, brosandi og glöð sama hvernig stóð á og þannig kemur minningin um Lóu til að vera í huga mínum. Á kveðjustund vil ég þakka fyrir öll þau elskulegheit sem ég varð aðnjót- andi frá Lóu. Ég sakna hennar sárt en veit að henni líður vel þar sem hún er nú komin. Fjölskyldu hennar og frændfólki mínu sendi ég hugheil- ar samúðarkveðjur. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hailgrimur Pétursson). Megi elskuleg frænka hvíla í friði. Ármann Óskar Sigurðsson. Sæng og koddi Verð aðeins: 1.690 kp. ódýrustu rimlagluggatjoldin á íslandi 50 cm x 160 cm 290 kP 60 cm x 160 cm 390 kP 70 cm x 160 cm 450 kP 80 cm x 160 cm 490 kP 90 cm x 160 cm 550 kP 100 cm x 160 cm 590 kP 110 cm x 160 cm 690 kP 120 cm x 160 cm 790 kP 130 cm x 160 cm 890 kP 140 cm x 160 cm 990 kP 150 cm x 160 cm 1090 kP 160 cm x 160 cm 1190 kP I Itolteoöróum SMtonú 13 RavtyvvfcunMgl 72 l I ReyíjBvfc Rayk|avfc Hafnartrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.