Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 36
— 36 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ' ELÍSABETJÓNSDÓTTIR, Heiðarbæ 9, Reykjavík, lést í Landspítalanum 7. apríl sl. Jarðarför auglýst sfðar. Börn og tengdabörn. SIGURÞOR HELGASON t Elsku litli drengurinn okkar, DAGUR FREYR GUÐMUNDARSON, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 8. apríl. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Anna Híldur Guðmundsdóttir, Guðmundur Birgir Heiðarsson. + Sigurþór Helga- son var fæddur 19. febrúar 1913 á Háreksstöðum í Norðurárdal. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfara- nótt 4. apríl. For- eldrar hans voru Ingibjörg Skarp- héðinsdóttir og Helgi Þórðarson. Sigurþór var næst elstur sex systkina auk þess sem hann átti hálfsystur bú- setta í Kaliforníu. Snemma fór Sigurþór í kaupa- vinnu í dalnum en fluttist svo í Borgarnes og vann við akstur hjá Arnbergi Stef- ánssyni. I 6 ár vann hann á Bílaverk- stæði Finnboga Guðlaugssonar. Hann giftist Mar- gréti Jónu Sigurð- ardóttur 25. mars 1950 en hún var frá Hamraendum i Breiðuvík. Margrét var fædd 13. janúar 1912, dáin 16. nóv- ember 1976. Sigur- þór var verksrjóri hjá Borgarnesbæ í tæp 40 ár en tók þá við húsvarðarstarfi í áhalda- húsi bæjarins. Síðustu árin vann hann við hjólreiðaviðgerð- t Elsku, HULDA HELGADÓTTIR, Blönduhlíð 11, Reykjavík, er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún K. Þórsdóttir. t KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Skólavegi 1, Neskaupstað, verður jarðsettfrá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 14. Vandamenn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRfÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Flateyri, Hraunbæ 100, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 9. apríl. Valgerður Kristjánsdóttir, Kristján Valur Jónsson, Eiríkur J. Kristjánsson, Gréta Þórdís Kragesten. t Móðir okkar, tengdamóðír, amma og langamma, ÓLAFÍA KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Núpi, Aðalgötu 5, Keflavík, er látin. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES BJARNI EINARSSON, Njálsgötu 85, Reykjavík, andaðist 7. apríl. Landspítalanum þann Jóhanna Þorgeirsdóttir, Flosi Már Jóhannesson, Arna B. Friðriksdóttir, Gunnar Þór Jóhannesson, Sigurborg í. Vilhjálmsdóttir, barnaböm og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÁRNI SNJÓLFSSON skipstjóri, Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík, varð bráðkvaddur hinn 8. apríl. Marta Imsland, Hrefna Árnadóttir. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og unnusti, GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON, lést 8. apríl sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gyða Guðmundsdóttir, Leó Ágústsson, Arnar Leósson, Ragnar Leósson, Ingibjörg Björgvinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFURVALBERG SIGURJÓNSSON, Jönköping, Svíþjóð, lést 3. apríl. Útförin hefur farið fram í Skogskirke- garden í Jönköping. Ingibjörg Jóna Gunnlaugsdóttir, Rannveig Ó. Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Jónasson, Sigríður 0. Quist, Lennart Quist, Gunnlaug Júli'a Ó. Axelsson, Nils Gustav B. Axelsson, Ölafur Guðlaugur Ólafsson, Gisela Maria G. Ólafsson og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR BJÖRNSSON frá Brún, Reykjadal, Meðalholti 3, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 7. apríl. Kolbrún Gestsdóttir, Ragnar Arnason, Svafar Gestsson, Jakobfna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir og afi, GUÐJÓN KRISTÓFERSSON frá Vestmannaeyjum, lést í Vífilsstaðaspítala 9. apríl. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. apríl kl. 15.00. Helga Rósa Guðjónsdóttir, Reynir Kárason Guðlaugur Kristófersson, Freyja Kristófersdóttir, Guðrún Kristófersdóttir og barnabörn. ir fyrir bæjarbúa. Þau hjónin eignuðust 2 börn. 1) Margrét, f. 18.11. 1949, fyrri maður hennar var Kristján Albertsson. Þau slitu samvistum. Margrét er gift Magnúsi Skúlasyni. 2) Vignir Helgi, f. 25.5. 1952. Giftist Stein- unni Gísladóttur, þau slitu sam- vistum. Vignir er í sambúð með Ingibjörgu Númadóttur. Barna- börn Sigurþórs eru sex og eitt barnabarnabarn. Útför Sigurþórs fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 11. apríl, og hefst athöfnin kl. 14.00. ÞAÐ ER með mikilli sorg og sökn- uði sem ég kveð hann afa minn Sigurþór Helgason. Þegar ég vissi í hvað stefndi hélt ég að ég væri búin að sætta mig við það, -en þegar mér var til- kynnt um andlát hans vissi ég að svo var ekki. Elsku afí, það eru svo margar minningar sem rifjast upp fyrir mér á svona stundu. Þegar við mæðgurnar fluttum til þín á Sæ- unnargötuna varst þú svo ánægður að fá að hafa langafabarnið þitt hana Evu Margréti hjá þér. Gleðin var mikil þegar sett var harmonik- kuplata á fóninn og þið Eva Mar- grét dönsuðuð saman, það mátti ekki á milli sjá hvort ykkar skemmti sér betur. Eftir að við fluttum svo frá þér var það ósjaldan sem þú komst á morgnana með ís handa henni, ekki bara einn heldur tvo eða þrjá, þú vissir að þetta kunni hún að meta. Oftar en ekki fórum við sam- an að skemmta okkur og þú sagð- ir alltaf að það að fara á ball og dansa svolítið héldi í þér lífinu og að það væri þín leikfimi. Þú varst að eðlisfari mjög lífs- glaður maður og áttir auðvelt með að umgangast börn sem fullorðna. Þú gast unað þér tímunum saman í bílskúrnum þínum en þangað komu krakkarnir til að biðja þig að gera við hjólin sín. En lífið er bæði gleði og sorg. 29. mars eignaðist þú yndislega sonardóttur, Valdísi, sem þú gast ekki notið að sjá, en við trúum því að þú munir ævinlega vera með okkur og að nú líði þér vel. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir samfylgdina og biðjum góðan guð að geyma þig og varðveita. Elsku mamma og Vignir, guð veiti ykkur styrk á þessari sorgar- stundu. Jóna Ester og Eva Margrét Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd - eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnófn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. Blömastofa friðfinns • Suöuríandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvoíd til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar víð ðll tilefni. Gjafavörur. 'k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.