Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJON ÓLAFSSON + Kristjón Ólafs- son var fæddur 20. ágúst 1893 í Lárkoti í Eyrar- sveit á Snæfells- nesi. Hann andað- ist á Landspítalan- um 29. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingi- gerður Þorgeirs- dóttir, ættuð úr Kolbeinsstaða- hreppi, og Ólafur Björn Þorgríms- son, kynjaður úr Eyrarsveit. Kris- tjón ólst upp ásamt 6 systkin- um, sem öll eru látin, á ýmsum stöðum í Eyrarsveit, en lengst á Búlandshöfða. Hann kvænt- ist 13. október 1917 Guðlaugu Magðalenu Guðjónsdóttur. Hún var fædd 27. júlí 1895 í Norðurbænum í Hlíðarhús- hverfinu í Reykjavík og alin þar upp. Móðir Magðalenu var Sigríður Jónsdóttir, frá Ámýr- um í Helgafellssveit, en Guðjón Árni Þórðarson, faðir hennar, var. Álftnesingur. Magðalena lést 8. september 1980, eftir 63 ára sambúð með Kristjóni. Hilmar og Jóhanna eru börn Magðalenu og Kristjóns. Hilm- ar var mjög lengi búsettur í Róm, þar sem hann var for- stöðumaður fiskideildar FAO. Hann var höfundur að hinu mikla riti stofnun- arinnar: „Modern fishing gear of the world“, en það varð heimsþekkt. Hilmar lést 30. september 1983. Kona hans var Anna Ólafsdóttir. Lifir hún mann sinn og býr í Róm. Börn þeirra eru þijú, tvær dætur og sonur. Býr önn- ur þeirra á Italíu, en hin á Englandi ásamt syninum, og eiga þau öll erlenda maka. Maður Jóhönnu er Ingvi J. Viktorsson húsgagnasmíða- meistari og eru börn þeirra tvær dætur og einn sonur. Inga, systurdóttir Kristjóns, var nokkur ár ung á heimili hans og Magðalenu, en Gunnar, son- ur Hilmars, þó enn lengur. Kristjón var ungur á skútu frá Hafnarfirði, en fluttist 1913 til Reylgavíkur og hóf að læra húsgagnasmíði hjá Ey- vindi Árnasyni. Frá honum lauk hann sveinsprófi 1917. Upp frá því urðu smíðar hans ævistarf. Útför Kristjóns fer fram frá Dómkirkjunni i dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu. AFI minn. Loksins eftir langa ævi ertu kominn til betri heima, til ömmu og sonar þíns Hilmars og annarra ástvina þinna. Ég veit að þú þráð- ir hvíldina, því um það varst þú búinn að tala við mig fyrir rétt rúmu ári. Þær minningar sem ég geymi um þig ná aftur um tæp 40 ár. Húsið ykkar ömmu í Krossamýr- inni var eins og úr ævintýraheimi þeirra Grimms bræðra, umvafið fallegum skrúðgarði, þar sem hægt var að trítla um berfættur heita bjarta sumardaga. Ég man þá tíð þegar við lögðum á okkur langar gönguferðir í beijaleit tveir einir í Heiðmörkinni. Vísumar streymdu endalaust frá þér í bland við skemmtilegar sögur af fólki, álfum og huldufólki. Og hvað þú hafðir gaman að kveðast á við mig, þótt bamslegur leirburður minn hafí án efa verið harla ómerkilegur í sam- anburði við dýrt kveðnar hring- hendurnar sem þú áttir nóg af í endalausu minni þínu. Eða morgn- amir í Krossamýrinni, þegar ég elti þig ásamt hundinum Gutta út að gefa hænsnunum og við stopp- uðum við norðvesturhorn hjallsins og vökvuðum fóstuijörðina. Þú gáðir til veðurs að gömlum sið og hugsaðir upphátt um fegurð him- insins og gafst mér því innsýn í ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Crfisclrykkjur "Vettinoohú/ið GAfM-mn Sími 555-4477 lO! ERFBDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verb ^oggóöþjónusta. Jllf^VEISLUELDHUSIÐ '^^ALFHEIMUM 74 - S. 568-6220 lífsspeki þína. Kannski var það leyndardómurinn að langlífi þínu hversu jákvæður og hlýr þú varst. Aldrei mun ég gleyma þeim stuðningi sem þú veittir mér í bar- áttu minni fyrir að eignast hund. Þá var ég orðinn 11 ára gamall og Gutti, hundurinn þinn, fallinn frá. Þið amma vomð flutt úr Krossamýrinni á Langholtsveginn, þar sem bílaumferð er mikil og ekki gott að hafa húsdýr. Ást mín á dýrum hafði oft skapað vanda- mál heima, til dæmis þegar ég upp á mitt einsdæmi ákvað að ættleiða fjóra villikattarkettlinga. En í þetta sinn var það gullfallegur íslenskur hvolpur og nú voru góð ráð dýr. í þá daga var nefnilega hundabann í Reykjavík. Hvernig þú fékkst lög- hlýðna foreldra mína til að láta undan suðinu í stráknum er mér ókunnugt, en það gerðir þú svo kyrfilega að eftir þann dag hefur þessi fjölskylda ekki hundlaus ver- ið. Úr því að ég er farinn að tala um vinfengi þitt við dýrin má ekki gleyma því hversu hugleikin ís- lenska ijúpan var þér. Þú fylltir nefnilega þann hóp manna sem viU ijúpuna friðaða og stundum skrifaðir þú stuttar greinar í dag- blöðin, þar sem þú varðir málstað þessa fallega fugls. Þú barst gæfu til að halda and- legu og líkamlegu þreki fram í háa elli og alltaf var jafn gaman að hlusta á sögurnar þínar um æsku- stöðvarnar á Snæfellsnesi, um íjallið þitt, Snæfellsjökul, sem þú taldir göfugast allra íslenskra fjalla, eða álfkonuna í heiðinni sem vitjaði þín eina sumarnótt í tjaldúti- legu með ömmu fyrir vestan og benti þér á betra tjaldstæði. Elsku afi minn, minning mín um þig verður ætíð umvafín birtu. Ég kveð þig með söknuði og megi góður guð geyma þig um alla eilífð. Kjartan. Ekki er á reiðu hvar byija á eða enda, þegar festa skal á blað minn- ingar um mann, sem ég hef þekkt náið í nær því þijá aldarfjórðunga. Langt er frá því, að fölva hafi sleg- ið á fyrstu kynni mín við Magða- lenu og Kristjón, er þau heimsóttu foreldra mína í Stykkishólmi sum- arið 1919, og ég þá senn átta ára. MINNINGAR Móðir mín og Magðalena voru systradætur og með þeim fagnað- arfundur eftir að hafa ekki hist lengi. Ég skynjaði þá strax, hversu Kristjón var lundléttur, en slíkt geðslag fylgdi honum alla tíð. Og oft hafði hann á orði, að léttlyndið hefði m.a. átt sinn þátt í því að systkini hans flest urðu háöldruð og Þorgeir afí þeirra 100 ára 1915 og þá talinn elstur Islendinga. Áfrakstur ferðarinnar til okkar í Hólminn birtist litlu síðar, þá er hann m.a. sendi heim myndir af okkur systkinum. Ljósmyndun hafði hann byijað fimm árum fyrr. Þá iðju stundaði hann lengi, en einungis sér til unaðar. Á máli þeirra, sem næst stóðu þeim hjón- um eða voru þeim nákunnug, hétu þau ætíð Malla og Kiddi. Mig bar fyrst að garði þeirra í júnímánuði 1925, þá nýfermdur. Ég þorði ekki annað, þar sem ég stóð í dyrunum á Þórsgötu 7, en gera þannig greín fyrir mér við Möllu: „Ég heiti Lúð- vík, sonur hennar Súsönnu, frænku þinnar í Hólminum. Ég er kominn til að skoða mig hér um, ætla að- eins að staldra í nokkra daga.“ — Hún kyssti mig þegar á vangann, tók við ferðateski mínu, bauð mig velkominn í bæ sinn og sagði með viðfeldinni áherslu: „Þú býrð hjá okkur meðan þú ert hér syðra.“ Viðlíkrar elskusemi hennar naut ég ætíð upp frá því og sama gegndi um Kristjón. Þegar hér var komið voru for- eldrar Kidda í skjóli hans á heimil- inu, en Sigríður tengdamóðir hans í litlu afhýsi við Þórsgötu 7. Þótt í bili yrðu stutt kynni mín af þessu aldna fólki rættist úr því síðar mér til mikils fróðleiks. Ljóst var öllum, sem til þekktu, að þeim var ljúf- lega gerð léttbær ellin. Sigríður lifði þeirra lengst og blind í mörg ár. Meðan hún var ein og sér áður en sjónin förlaðist og Kiddi vann í námunda við hana leit hann til hennar hvem dag, ekki aðeins til að annast það, sem hún þurfti með, heldur jafnframt einungis til að stytta henni stundir með glað- værð og léttu spjalli. Blind mátti hún lengi þreyja rúmföst við frá- bært atlæti dóttur og tengdasonar. Sigríður lést 94 ára. Smíðasaga Kristjóns var löng og athygliverð. Hann var frábær völundur í höndum, hafði næmt auga fyrir listabragði, var fagur- keri á allt, sem laut að smíðum. Haustið 1918 kvaddi hann læri- meistara sinn, Eyvind Árnason, og réðst til Jóns Halldórssonar í Kó- inu, eins og það var kallað. Þar fékk hann að fást við miklu marg- breytilegri verkefni og fínni smíði en fyrr. Eftir sjö ára veru þar vann hann tvö ár hjá Völundi, en stofn- aði upp úr því sitt eigið trésmíða- verkstæði í stórhýsi á Hverfisgötu 74. Þar byijaði hann á að smíða húsgögn í fjöldaframleiðslu, sem þá mun hafa verið nálega óþekkt í Reykjavík; en söluna annaðist verslunin Áfram á Laugavegi. Meðan hann rak verksætði sitt á Hverfisgötu voru ætíð lærlingar hjá honum og luku sjö sveinsprófi þaðan. En honum hélst skemur á húseign sinni við Hverfisgötu en hann hafði vænst, hrekklaus mað- urinn, og olli því mest bellibrögð óvandaðra manna. Eftir það var hann þó löngum með verkstæði, mest í eigin húsnæði. Áttræðum var Kristjóni falið að smíða eftirlík- ingu af skrifborði og skrifborðsstól Jóns Sigurðssonar forseta, sem geymd eru í Þjóðminjasafni, en smíðar hans skyldu varðveittar í minningarsafni Jóns í Kaupmanna- höfn. Þótti honum svo vel takast þetta verk háöldruðum, sem var vandasamt, að ekki sá hinn minnsta mun á eftirlíkingu og frummynd. Ung hjón voru þau Magðalena og Kristjón nokkuð sérstæð á þeirri tíð, þau voru ekki einungis sem- hent — hugðarefni þeirra voru mjög lík. Náttúran heillaði. Þess vegna lögðu þau ætíð land undir fót, þegar þau máttu því við koma. Áður en almennt var vaknaður áhugi hjá Reykvíkingum að bregða sér um helgar út fyrir bæinn til náttúruskoðunar stunduðu Magða- lena og Kristjón slík ferðalög, fyrst fótgangandi, en síðar á hjólum. Nágrenni Reykjavíkur varð þeim þrautkunnugt, síðan allt Reykja- nesið og Þingvallasveitin og 1930 fóru þau hjólandi úr Borgarnesi vestur í Grundarfjörð, en urðu þá á pörtum að leiða reiðskjótann. Síðar varð þeim tíðförult um Snæ- fellsnes ög urðu vel kunnug um Vestfirði. Fyrir atbeina þeirra hjóna var efnt til bílferða um helg- ar og verið um nætursakir í tjöld- um. Urðu það ávallt miklar fróð- leiks- og skemmtireisur. Þótt liðin séu um 60 ár síðan þær voru farn- ar minnumst við, sem í þeim voru og enn megum mæla, með miklu þakklæti í huga frumkvæðis og fyrirhafnar þeirra hjóna. Löngu eftir að Magðalena og Kristjón voru komin yfir miðjan aldur gerðu þau víðreist á erlendri grund, en ekki þótti þeim þær ferðir jafnast á við náttúruskoðun í nánd við Reykjvík og á Reykjanesi, sem var þeirra kjörland í þeim efnum. Kristjón hafði oft orð á því, að ef hann hefði ungur átt kost á lang- skólanámi hefði hann kosið nátt- úrufræði, þó öllu helst jarðfræði. Hugðarefni Kristjóns voru mörg og margvísleg, en þeim löngum sinnt sem tómstundaiðju, þó einna mest eftir að dró úr smíðaönn hans. Honum lék hugur á að fást við ættfræði, einkum framættir frem- ur en niðjatöl. Fyrr hefur verið minnst á ljósmyndaiðju hans. Mynddráttur lá vel fyrir honum, en einnig hafði hann gaman af að VILBORG HÁKONARDÓTTIR + ViIborg Hákon- ardóttir, fæddist í Merkinesi í Höfn- um 1. júní 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 3. apríl síðastliðinn. Vilborg fluttist til Vestmannaeyja fimm ára gömul með foreldrum sínum, Hákoni Kristjáns- syni, f. 9. janúar 1889, d. 21. apríl 1970, og Guðrúnu Vilhelmínu Guð- mundsdóttur, f. 5. ágúst 1884, d. 1. júní 1968. Vilborg var yngst þriggja systkina. Eldri voru Guðrún bg Guðmundur Kristján. Guðmund- ur er á lífi og er giftur Halldóru Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð í Vestmannaeyjum. Vilborg kynntist Ragnari Axel Helgasyni, lögreglufulltrúa í ,!>ruj3Tiý mUIb Vestmannaeyjum, á Siglufirði 1939. Ragnar var fæddur 20.2. 1918 á Kálfat- jörn á Vatnsleysu- strönd. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 27. jan- úar sl. Foreldrar hans voru Friðrika Þorláksína Péturs- dóttir og Helgi Jóns- son frá Tungu í Reykjavík. Ragnar og Vilborg hófu bú- skap í föðurhúsum Vilborgar á Kirkju- vegi 88 í Vest- mannaeyjum og giftu sig 1. júni 1941. Börn þeirra þjóna eru fjög- ur. Þau ení: 1) Friðrik Helgi, f. 12. febrúar 1941, maki Erla Víg- lundsdóttir og eiga þau tvö börn, Sigurð Vigni og Vilborgu. 2) Anna Birna, f. 18. september 1948 og á hún þijá syni, Ihignar mála og varð gamall töluverður nævisti. Sem náttúruskoðandi urðu margar greinar flórunnar honum ráðgáta, en þó einkum steinafræð- in. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns átti hauk í horni, þar sem Kristjón var. Lagði hann mikla vinnu og fyrirhöfn í að svara spurningum frá henni, því hann kaus í því efni sem öðru að hafa allt klárt og kvitt — rétt og nákvæmt. Þá má ekki týnast, að hann gaf Þjóð- minjasafni öll smíðaáhöld sín ásamt fleiru. Þegar Kristjón lést hafði hann átt heima í Reykjavík í 82 ár. Land- nám hans þar hófst með því að reisa árið 1920 hús úr steini við Þórsgötu, en þá var byggð skammt komin þar. Éftir að hann verður að yfirgefa stórhýsi sitt á Hverfis- götu 74 býr hann um skeið á ýms- um stöðum, uns hann 1949 nemur land inni á Ártúnshöfða í svokall- aðri Krossamýri. Þar ræðst hann í að koma sér upp timburhúsi, síð- ar það alfarið einn, þá orðinn hálf sextugur. Var til þess vandað á allamhátt, hver fjöl valin og strok- in, og hvar sem á var litið mikil hagleikssmíði. Þessu landnámi fylgdi stór lóð og gat Magðalena fyrst nú að ráði svalað löngun sinni til ræktunar. Eftir nokkur ár voru þar komin gróskumikil tré og fjöl- breytt blómskrúð á sumrin. En 1964 tekur borgin þarna lönd til verksmiðjubygginga og var þá draumahús þeirra hjóna molað nið- ur og kveikt í hrúgunni. Þá varð Kristjóni hugsað til torfbæjanna, sem hann hafði alist upp í, vestur í Eyrarsveit. Skaðann af húsmiss- inum fékk hann bættan og fluttist þá að Langholtsvegi 55, en þar endaði samvist þeirra hjóna. Eftir að Kristjón gat ekki lengur verið einbúi komst hann á vistheimilið að Dalbraut 27 og taldi þar út að heita mátti. Hér má ekki undan falla að minnast þess hve venslafólk og vinir áttu tíðförult til þeirra, stund- um í hversdagsveru, en í annan tíma í gylliboð, með leikum og söng, því að þar var til hljóðfæri og fleiri en eitt. Kristjón spilaði og dóttirin þegar þar að kom. Og þá var hlutur Möllu ekki síðri við að gæta sóma heimilisins varðandi munn og maga. — Þegar ég nú klifa á níunda tuginn og lít yfir fama slóð, hlýt ég að viðurkenna, að hjá þeim hjónum var mitt Unu- hús. Margt var Magðalenu og Krist- jóni til gæfuauka, en sá ekki síst- ur né minnstur, sem fólst í gæsku- ríkri umhyggju Hönnu og Ingva fyrir þeim hjónum og síðar Kris- tjóni einum og sem aldrei var þrot á. Þeim sendi ég kveðju mína um leið og ég þakka mínum gamla vini samfylgdina. Lúðvík Krisljánsson. Vilberg, Hákon Vilhelm og Grét- ar Mar. 3) Hafsteinn, f. 1. desem- ber 1952, maki Steinunn Hjálm- arsdóttir og eiga þau þtjú börn, Guðrúnu Vilhelmínu, Hjálmar Rúnar og Hafstein Elvar. 4) Ómar, f. 14. júlí 1958. Barna- barnaböm Ragnars og Vilborgar eru tvö, Friðrik Þór og Elvar Þór. Útför Vilborgar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda, heimili sitt kveður, heimilis prýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. (V. Briem) Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll vegna andláts elsku ömmu okkar. (Vilborg og Sigurður Vignir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.