Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ I LISTIR Aðstaða til vinnu í nýjum Listaháskóla Islands gagnrýnd af nemendum Andrúmsloft nemenda sagt heilsuspillandi NEMENDUR Myndlista- og handíðaskóla ís- lands með vinnuað- stöðu í nýju húsnæði verðandi Listaháskóla íslands við Laugarnesveg hafa búið þar við mjög svo ófullnægjandi aðstöðu í vetur og hafa sumir nemenda orð- að það svo að andrúmsloftið sé vægast sagt heilsuspillandi. Skóla- stjóri MHÍ tekur undir þær fullyrð- ingar, en segir að við þessu sé lít- ið að gera fyrr en að skólastarfi lýkur í vor þar sem að viðgerðim- ar, sem vinna þurfi, séu það um- fangsmiklar, en þær eru á vegum Fasteigna ríkissjóðs. Eins og flestum er í fersku minni, keypti ríkissjóður húsnæðið af Sláturfélagi Suðurlands fyrir um tveimur árum síðan og fluttu þijár deildir MHÍ inn haustið 1993 eftir að Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík og Vinnueftirlit ríkisins höfðu gefið út starfsleyfi til bráða- birgða. Ymsar brotalamir hafa komið til sögunnar síðan flutt var inn, meðal annars rykmengun í lofti og þrálátar stíflur í niðurföllum hafa verið viðvarandi í allan vetur sem kostað hafa stöðugar viðgerð- ir, að sögn Gunnsteins Gíslasonar, skólastjóra MHÍ. Hann segir ryk- mengun að mestu leyti til komna vegna starfsemi, sem Fasteignir ríkisins heimiluðu á efri hæð húss- ins, en þar hafa félagasamtök að undanförnu haft aðstöðu til fjáröfl- unar. Borið hefur á talsverðum loftþrýsingi frá efri hæð hússins sem er bæði fokheld og órykbund- in. Það hefur skapað rykmengun á neðri hæðinni þar sem nemendur MHÍ eru við vinnu, en loftraufar á efri hæð eru minna og meira opnar og þéttingar ekki nógu góð- ar. Síðan hefur loftræstikerflð tek- ið við og þyrlað rykinu á víð og dreif, að sögn Gunnsteins. Loft- þrýstingurinn myndist aðallega þegar verið sé að opna stórar hurð- ir á hæðinni fyrir bílum. Þá gangi rykið niður um óþéttar loftraufarn- ar, en Gunnsteinn segir að Fast- eignir ríkisins hafí nú fallist á að loka efri hæðinni fyrir hvers kyns starfsemi og þétta gólf svo hægt sé að koma í veg fyrir þetta hvim- leiða vandamál. Einnig er stefnt að því að ganga frá niðurföllum í sumar, en til að komast fyrir stífl- ur, þarf að brjóta upp gólf og setja upp brunna fyrir utan húsið í sum- ar. Myndlista- og handíðaskólinn hefur til umráða um 3.000 fer- metra á neðstu hæð húsnæðisins, en samtals er húsið alls um 10 þús. fermetrar á þremur hæðum. Þær þijár deildir, sem þegar eru fluttar inn, eru fjöltækni, málun og myndmótun og lætur nærri að um 60 nemendur hafi nú þar að- stöðu. Skóiastjórinn segir að nauð- synlegt sé að gera ráðstafanir til þess að bæta aðgengi og aðstöðu nemenda í húsinu og endurskipu- lagning kennslurýmisins sé í skoð- un. Ekki sé óraunhæft að ætla að kostnaður vegna nauðsynlegra breytinga á innra skipulagi skólans nemi nokkrum hundruðum þús- unda króna og þá sé frátalinn sá kostnaður, sem kemur til vegna viðhalds og viðgerða. Ein deildin, fjöltækni, sé t.d. í gluggalausu rými og þó að lýsing sé þar að heita má nokkuð góð, er hér um ókennsluhæft húsnæði að ræða, að mati Gunnsteins. Fyrir utan MHÍ er gert ráð fyrir að þrír aðrir listaskólar flyti í húsið þegar að framkvæmdum er lokið, það er Listdansskóli íslands, Tón- listarskóli Reykjavíkur og Leiklist- arskóli íslands. Allir þessir skólar eru á hrakhólum með húsnæði, en framtíðarhúsnæðið í Laugamesi er enn á hönnunarstigi og óvíst er hvenær skólamir myndu geta flutt inn. Að sögn Gunnsteins er gert Hulda Stefánsdóttir. ráð fyrir að hönnunarstiginu ljúki í lok næsta árs. Þá taki væntanlega við framkvæmdastigið, en áætlað er að innrétting hússins komi til með að kosta 600-800 milljónir kr. „Það er í raun afskaplega eðlileg upphæð þar sem í raun er verið að breyta sláturhúsi í listaháskóla." Hulda Stefánsdóttir, sem er á fyrsta ári í málun, segir að loft- ræstikerfið hafí verið byggt fyrir sláturhús, en ekki fyrir skólahús- næði þar sem að verið sé að vinna með sterkfljótandi efni á borð við terpentínu og olíu. Loftræstingin nái ekki til þessara efna þar sem að ekki er um tvöfalda hringrás kerfísins að ræða. „Þá hefur ekki mátt eiga neitt við gólfin, sem nú em bæði ólökkuð og órykbundin, því ekki má fara út í neinar framkvæmdir, sem ekki yrðu í samræmi við lokafrágang hússins. Það gefur því auga leið að þrifnaður er í lágmarki. Á hitt ber að líta að við erum hæstn- ánægð með að vera komin í rúmg- ott húsnæði, en okkur finnst um- hverfíð fullhrátt og ioftið slæmt. Okkur var einfaldlega komið fyrir héma með pólitískum aðgerðum til þess að við misstum ekki hús- næðið, en síðan hefur ekkert verið gert,“ segir Hulda og bætir því við að bóklega kennslu verði nemendur að sækja í Skipholtið þar sem skrif- stofa skólans sé einnig til húsa. Sif Gunnsteinsdóttir, sem er á fyrsta ári í myndmótun, segir loft- ið vera óþægilega þurrt og stund- um bregði nemendur á það ráð að bleyta öll gólf til þess að fá smá raka í loftið. „Ég verð mjög lítið var við loftræstingu hér, en maður fínnur eymsli alveg niður í háls eftir að hafa verið hér við vinnu í nokkra tíma. Það má líka segja að þau efni, sem við erum að vinna með daginn út og inn, séu ekkert sérstaklega heilsusamleg og geta þau kannski haft einhver áhrif líka.“ Haraldur Haraldsson, sem er á þriðja ári í málun, segist stundum verða var við kusk úr loftinu og um daginn hefðu þijár myndir eins nemans eyðilagst eftir að fallið hafði á myndirnar hans óþornaðar. „Það er auðvitað nauðsynlegt að hringrás sé í loftræstingunni, en hún er nú aðeins uppi í loftinu en ekki niður við gólfíð. Kerfíð er lok- að þannig að loftið frá öðrum deild- um fer á milli í staðinn fyrir að leita út. Haraldur segir að aðstaða nem- enda sé langt í frá að vera full- nægjandi. Hann hafi hinsvegar ekki orðið var við mikil veikindi þó nemendur kvarti við og við. m Uppskeruhátíð Listdansskólans LISTPANS Borgarlcikhúsið NEMENDASÝNING LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS Danshöfundar: Ástrós Gunnarsdótt- ir, Balanchine, David Greenall, Hany Hadaya, Ingibjörg Björnsdótt- ir, M. Petipa, Margrét Gísladóttir, auk nemenda skólans. Lysing: Lárus Björnsson. HyóðsQóm: Olafur Thor- oddsen. Sýningarstjóri: Ingibjörg Bjarnadóttir. Skólastjóri: Ingibjörg Bjömsdóttir. Borgarleikhúsið, 4. april 1995. Aðgangseyrir 800 kr. NEMENDASÝNING Listdans- skóla íslands fór fram í Borgarleik- húsinu þann 4. apríl sl. I vetur hefur sem áður verið boðið uppá fjölbreytt nám í listdansi. Þó byggir skólinn fyrst og fremst á klassíska Vag- anova-kerfínu. í vetur hefur þó nokkur áhersla verið lögð á dans á táskóm og er það veruleg og ánægju- leg breyting, en ekki er langt síðan að sú tækni sást nánast ekki á sýn- ingum skólans. Á dagskránni voru ijórtán atriði, sniðin að getu og þroska hvers stigs fyrir sig. Að vísu saknaði ég karakt- er-dansa, en nemendur skólans hafa náð góðum árangri í þeirri grein dansins. í heildina má segja, að sýn- ingin hafí gengið mjög vel fyrir sig og framganga nemanna verið þeim til sóma. Greinilegt er, að aukin tækifæri eldri nemanna til að koma fram, hafa gefíð þeim meira öryggi á sviðinu og aðeins ef listamaður finnur fyrir öryggi á sviðinu, getur hann skilað sínu besta. Af einstökum atriðum mætti nefna Gamlar sögur, sem var ljómandi dansað á köflum, þrátt fyrir tónlist- ina, sem er mjög erfið fyrir svo unga dansara. Það sama má segja um tón- listina í Lamento. Atriði í nútímastíl voru nokkur, eins og Til heiðurs Blús- bræðrum 1 og 2 eftir Ástrósu Gunn- arsdóttur og nokkuð skondið og frá- brugðið verk, Hljóðhreyfmg, eftir David Greenall. Ánnað verk hans, Raunir hinna ungu, hefði eflaust skil- að sér betur á öðrum vettvangi, enda fjallað um sjálfsvíg ungs fólks. David er atorkusamur og verk hans Ég fylgi þér líka, við tónlist J.S. Bach, var fallegt og vel dansað. Sjávarsilfur samdi Hany Hadaya og þar náðist oft falleg myndræn samlíking við þær hreyfíngar, sem sjást frá Iífí neðan- og var verkið í heild krefj- andi. Hrósa verður þeim fyr- ir frammistöðuna og merkja má þar góða framför. Paqu- ita svítan er blanda af hópd- önsum og eindönsum og greinilegt, að nokkrir nem- endanna eru að ná góðri tækni og þroska. Það kann að orka tvímælis fyrir mig að nafngreina dansara, en Sonja Baldursdóttir túlkaði sinn eindans mjög vel og ljóð- rænt, en hún var ekki sú eina, sem verðskuldaði og hlaut bravóköll úr sal. Styrkveiting úr Listdanssjóði Þjóðleikhússins sjávar. 3.-4. flokkur fluttu atriðið Frostrósir, sem stúlkurnar höfðu samið sjálfar. Þær hafa greinilega mjög næma tilfinningu fyrir dansin- um og fá góða tilsögn, því dansinn var mjög góður og ekki laust við að þar glitti í nokkrar framtíðarperlur. Klassísk atriði úr smiðjum meist- aranna M. Petipa og Balanchine voru undir lok dagskrárinnar. Val- gerður Rúnarsdóttir og Tinna Grét- arsdóttir dönsuðu tvo eindansa úr Raymonda og gerðu það vel. Síðasta verkið var Svíta úr ballettinum Paqu- ita. Þeir nemendur skólans, sem lengst eru komnir í námi, dönsuðu Veittir voru fjórir styrkir úr sjóðnum, en veitt er úr honum annað hvert ár. Nú hjutu viðurkenningu þær Kristín Ögmundsdóttir, Sólrún Þór- unn Bjarnadóttir, (sem dansaði mjög vel sitt hlutverk í Paquita), Tinna Grétarsdóttir og Valgerður Rúnars- dóttir. Ingibjörg Björnsdóttir skóla- stjóri veitti þeim viðurkenninguna og óskaði velfarnaðar. Að lokum skal nemunum þakkað fyrir sýninguna og þeir hvattir til dáða. Listdansskólinn og yfirvöld eru einnig hvött til að veita þeim hvatn- ingu og skapa sæmandi aðstöðu til náms. Ef listamaður fær tækifæri, mun hann endurgjalda það margfalt með list sinni. Ólafur Ólafsson Einleikir íhinsta sinn ÞRÍR einleikir — Bóndinn, Dóttirin og Slaghörpu- leikarinn — eftir Ingi- björgu Hjart- ardóttur verða sýndir í hinsta sinn í Leikhús- kjallaranum í kvöld klukkan 20.30. Höfundur byggir einleikina á viðtölum sín- um við þijár ólíkar konur sem þó eiga það sameiginlegt að vera um fertugt og hafa svipað- ar rætur. Hins vegar er reynsla þeirra sín af hveiju tagi eins og heiti þáttanna benda til. Leik- endur eru Guðlaug María Bjarnadóttir, Guðbjörg Thor- oddsen og Ingrid Jónsdóttir. Leikstjórinn og umsjónar- maður Listaklúbbsins Sigríður Margrét Guðmundsdóttir segir að einleikjunum hafi verið vel tekið en þeir hafa verið á dag- skrá Listaklúbbs Leikhúskjall- arans frá því í janúar síðastliðn- um. Þá voru einleikirnir sýndir í tvígang á Akureyri. % €: Í L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.