Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ALÞIIMGISKOSIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 11 * Ymsir möguleikar eru á stjómarmyndun eftir Alþingiskosningarnar Stj órnarflokkarnir ræða um áframhaldandi samstarf Þingflokkar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks gáfu formönnum sínum umboð í gær til að ræða um endurnýjun stjórnarsam- starfsins. Guðmundur Sv. Hermannsson, —3*---------------------3»------------- Olafur Þ. Stephensen og Omar Friðriks- son könnuðu viðhorf flokkanna og mögu- leikatil stjómarmyndunar NÝR þingflokkur Sjálfstæðisflokks kom saman í gær eftir kosn- ingarnar. Á myndinni sjást meðal annars Kristján Pálsson og Arnbjörg Sveinsdóttir, sem eru nýir þingmenn flokksins. ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokks hittist í gær eftir kosningarnar. Einn nýr þingmaður, Lúðvík Bergvinsson, hefur bæst þar í hópinn. ingflokkur Alþýðuflokksins kom saman í gærmorgun til að ræða úrslit kosning- anna og samkvæmt heim- ildum innan flokksins mun hafa ver- ið nánast einhugur um það á fundin- um að láta reyna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- flokknum. Síðdegis kom þingflokkur sjálf- stæðismanna saman og þar fékk formaður flokksins víðtækt umboð til að kanna möguleika á stjórnar- myndun.Þingmenn voru sammála um að eðlilegt væri að kanna fyrst möguleika á áframhaldandi stjórnar- sámstarfi við Alþýðuflokk. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ijölmiðlum eftir fundinn að þeir Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra myndu hittast í dag eftir ríkisstjórnarfund og leggja þar línur um viðræðurnar varðandi tíma- fresti og málefni. Almennt er búist við að fljótlega komi í ljós hvort flokkarnir vilji starfa saman áfram. Breytt valdahlutföll Sjálfstæðismenn telja almennt að verði stjórnarsamstarfið endurnýjað eigi að taka meira tillit til þingstyrks flokkanna við úthlutun ráðherra- embætta en nú eru ráðherrar Sjálf- stæðisflokks fimm á móti fjórum frá Alþýðuflokki. Forystumenn stjórnarflokkanna eru sammála um að rætt verði um breytta verkaskiptingu í ríkisstjórn- inni og skiptingu ráðuneyta milli flokkanna ef stjórnarsamstarfið verður endurnýjað. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks styðst aðeins við 32 þingmenn af 63 og hafa margir efa- semdir um að samstarf á þeim grunni gangi snurðulaust, þótt tak- ist að semja um hin augljósi ágrein- ingsmál. Þar á meðal er bent á að gerð fjárlaga gæti reynst erfið þegar hver einasti þingmaður er í raun í oddaaðstöðu. Þessara efasemda virð- ast gæta meira innan Sjálfstæðisflokksins en Alþýðuflokksins og_ er nafn Guðmundar Arna Stefánssonar oftast nefnt þegar rætt er um mögulega uppreisnar- menn. Alþýðuflokksmenn sem talað var við teija hins vegar víst að ef samstaða næst um helstu ágrein- ingsmál flokkanna, fjölda ráðherra og skiptingu ráðuneyta eigi ríkis- stjórnin að geta haldið volli og benda i því sambandi á að ríkisstjórnin hafi í raun aðeins haft 32 sæta meirihluta á Alþingi sl. átta til níu mánuði eftir brotthvarf Jóhönnu Sig- urðardóttur og vegna andstöðu ein- stakra þingmanna Sjálfstæðis- ílokksins í ýmsum málum, s.s. Inga Björns Albertssonar, Eggerts Haukdal og Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar og Matthíasar Bjarnasonar, sem eru nú allir horfnir af þingi. Auk þess benda alþýðuflokksmenn sem rætt var við í gær á að meiri samstaða sé nú innan Alþýðuflokks- ins en á seinasta kjörtímabili. Sá möguleiki var ræddur innan stjórnarflokkanna fyrir kosningar að bjóða Kvennalistanum aðild að ríkisstjórninni ef meirihlutinn félli. Þessi möguleiki er enn inni í mynd- inni þótt stjórnin hafi haldið meiri- hlutanum. Kvennalista bætt við? Raunar gengu fulltrúar Kvenna- listans, þær Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður og Guðrún Halldórsdótt- ir, fyrrverandi þingmaður, á fund Davíðs Oddssonar síðdegis í gær, að eigin frumkvæði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þar rætt um ýmsa möguleika í þeirri stöðu, sem komin er upp eftir kosn- ingarnar, og einn þeirra möguleika sem voru nefndir, var að Kvennalist- inn kæmi inn í stjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Engar formlegar viðræður hafa hins vegar farið fram við Kvennalist- ann, hvorki af hálfu Sjálfstæðis- flokksins né Alþýðuflokksins og stjórnarmyndunarviðræður ein- skorðast áfram við að stjórnarflokk- arnir reyna að ná saman um áfram- haldandi samstarf. Fulltrúar Kvennalistans hafa einnig rætt óformlega við leiðtoga annarra flokka nema Þjóðvaka. Eft- ir slæma útkomu Kvennalistans í kosningunum þykir ljóst að hann verður að eiga aðild að næstu ríkis- stjórn ef hann á að eiga einhvern tilverugrundvöll. Því má ætla að flokkurinn setji ekki ströng skilyrði fyrir stjórnarsetu með_ Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Á móti kemur að Kvennalistinn hefur verið í stjórn- arandstöðu í síðasta kjörtímabili og telur sig eðlilega ekki geta gengið inn í stjórnina eins og ekkert sé án þess að ná einhverju fram af sínum baráttumálum. Það eru mjög skiptar skoðanir innan stjórnarflokkanna um mögu- lega aðild Kvennalistans. Forysta Sjálfstæðisflokksins er ekki á einu máli um ágæti þessa og innan Alþýðu- flokksins eiga þessar hug- ipyndir sér lítinn hljóm- grunn en á þingflokks- fundinum í gær var ekki lokað á þann möguleika á seinni stigum. Telja alþýðuflokksmenn aðild Kvennalista óþarfan auk þess sem þeir yrðu þá að sætta sig við minni hlut við skiptingu ráðherraembætta milli flokkanna. Ágreiningsmál Þau mál sem einkum eru talin verða ágreiningsefnin milli Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokksins í við- ræðum um endurnýjun stjórnarsam- starfsins eru sjávarútvegsstefnan, landbúnaðarmál í tengslum við GATT-samninginn og Evrópumál. Alþýðuflokksmenn sem rætt var við í gær telja að finna megi viðunandi málamiðlun í öllum þessum málum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum gáfu þær yfirlýsingar fyrir kosningar að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórn sem héldi fram óbreyttri fiskveiðistefnu. Var nokk- uð rætt um þessa yfirlýsingu þeirra á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gær en þar héldu þingmenn Vest- Qarða því fram að hún ætti fremur að geta greitt fyrir samstarfi flokk- anna í sjávarútvegsmálum. Alþýðuflokksmenn líta svo á að Sjálfstæðisflokkurinn verði að finna lausn á þessu máli hjá sér og óhjá- kvæmilegt sé fyrir sjálfstæðismenn að fallast á einhveijar breytingar á núverandi fiskveiðikerfi ef flokkarnir ætli að starfa saman áfram. Raunar virðist flestir hafa óskir um einhveij- ar breytingar. Þannig mun Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra til dæmis vilja breytingar á banndaga- kerfi smábáta og draga úr takmörk- unum á framsali aflakvóta í núgild- andi lögum. Nálgun í Evrópumálum Ágreiningur hefur verið milli stjórnarflokkanna um hvernig skuld- bindingar um verndartolla vegna GATT-samkomulagsins verða út- færðar í íslenskri löggjöf. Finna.þarf lausn á því máli fljótlega því íslend- ingar þurfa að gera Alþjóðavið- skiptastofnuninni grein fyrir því fyr- ir 1. júlí hvernig þeir hyggjast fram- fylgja skuldbindingum sínum. Það er skoðun alþýðuflokksmanna að auðvelt eigi að vera að finna sann- gjarna málamiðlun í þessu máli og benda í því sambandi á að langur vegur sé á milli þess að standa við skuldbindingar samningsins og tryggja bændum eðlilega tollvernd eða að ætla að lögfesta allar há- marksheimildir skv. samningnum. Ekki er heldur talið _ að stefna Alþýðuflokksins um að íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu komi í veg fyrir samstarf flokkanna. Alþýðuflokksmenn sögðu fyrir kosn- ingar að þeir myndu ekki gera það að úrslitaskilyrði í stjórnarmyndun- arviðræðum og auk þess benti áhrifamaður innán flokksins á að Alþýðuflokkurinn hefði sett þetta mál á oddinn í kosningunum en tap- að þremur þingsætum og væri því vart í stöðu til að halda því til streitu innan ríkisstjórnar. I stjórnarmyndunarviðræðunum munu alþýðuflokksmenn því taka upp hvernig haldið verður á þessum málum í væntanlegum stjórnarsam- starfi og vilja að gengið verði þann- ig frá málum í stjómarsáttmála að ekki séu útilokaðir neinir kostir ef þróun mála í Evrópu verður á þann veg að það verði talið samræmast þjóðarhagsmunum að sækja um að- ild að ESB. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, áhugi á því að nálgast sjónarmið Alþýðuflokksins í Evrópu- málum með því að samþykkja að einhvers konar könnun á ESB-aðild færi fram, og að setja inn í nýjan stjórnarsáttmála kafla með svipuðu orðalagi og er að finna í kosninga- stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, þar sem fram kemur að ekki eigi að útiloka neina kosti, heldur fylgjast vel með og nýta alla möguleika ís- lands til árangursríks samstarfs við önnur Evrópuríki. Menn á borð við Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra og Björn Bjarnason, formann utanríkismála- nefndar Alþingis, hafa lagt áherslu á að loka ekki neinum leiðum í Evr- ópumálunum og bent er á að enginn af þingmönnum flokksins ætti að þurfa að leggjast gegn því að fagleg könnun færi fram á tengslum íslands og ESB. Vonbrigði Það urðu framsóknarmönnum, eins og öðrum stjórnarandstæðing- um, veruleg vonbrigði að stjórnar- meirihlutinn skyldi halda. Enda er kosningasigui- flokksins nánast marklaus ef hann kemst ekki í ríkis- stjórn. En eins og aðrir verða fram- sóknarmenn að bíða eftir niðurstöðu úr viðræðum stjórnarflokkanna. Stjórnarandstaðan telur raunar að þær viðræður megi ekki taka langan tíma og út í hött sé að ætla slíkri stjórnarmyndun nokkrar vikur, eins og skilja mátti á forsætisráðherra á sunnudag. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins hefur þegar rætt óformlega við forustumenn stjórnarandstöðuflokkanna, annara en Þjóðvaka, og einnig ræddi hann við Jón Baldvin Hannibalsson í gær um stöðu mála. Þingflokkur Fram- sóknarflokksins fjallaði um þessi mál í gær og þar fékk Halldór fijálsar hendur um frekari könnunarviðræð- ur. Komi flokkurinn að stjórnarmynd- un virðast kostimir fyrst og fremst vera tveir. Annars vegar stjórn með Sjálfstæðisflokki og hins vegar fjög- urra flokka stjórn með Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Á þingflokksfundinum í gær munu framsóknarmenn hafa talið myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæð- isflokki ekki síður fýsilegan en vinstri stjórn. Innan Sjálfstæðis- flokksins eru hins vegar skiptar skoðanir um ágæti sjórnarsamstarfs við Framsóknarflokks, og hafa nokkrir þingmenn flokksins raunar mælt gegn því opinberlega. Úti á landi eru þessir flokkar víða aðalkeppinautarnir um atkvæðin og á þeim forsendum telja sumir að þeir eigi ekki að taka upp samstarf. Einnig hafa verið viðraðar þær skoð- anir að teikn séu á lofti um að Fram- sóknarflokkurinn geti orðið erfíður í samstarfi og muni illa sætta sig við forustu Sjálfstæðisflokksins í slíkri ríkisstjórn. Og þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem vilja breyting- ar á fiskveiðistjórnuninni telja að erfitt gæti orðið að koma slíkum breytingum fram með Framsóknar- flokki. Aðrir segja á móti þótt Framsókn- arflokkurinn sé víða úti á landi aðal- keppinauturinn þurfi það ekki að útiloka samstarf flokkanna og það geti raunar verið hagstætt Sjálf- stæðisflokknum af ýmsum ástæðum. Til vinstri Þriðji möguleikinn á tveggja flokka stjórn er samstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags. Sjálf- stæðismenn taka ekki ólíklega í að skoða þennan möguleika en innan Alþýðubandalagsins virðist hrifning- in vera minni. Bent er á að í kosningabaráttunni hafi Alþýðubandalagið náð að styrkja stöðu sína á vinstri væng stjórnmálanna með því að leggja áherslu á vinstri stjórn. Jafnframt hafí Framsóknarflokkurinn skil- greint sig sem miðjuflokk mun ákveðnar en áður. Og i kosningunum hafi Alþýðuflokkurinn misst fylgi, Þjóðvaki ekki fengið hljómgrunn, og Kvennalisti nær þurrkast út. Því séu forsendur nú allt aðrar en í vetur þegar sem mest var rætt um mögu- leika á samvinnu Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðis- flokks. Ólafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðu- bandalagsins mun þó ekki útiloka slíka samvinnu á þeirri for- sendu að andstæður flokkanna séu hvort sem er skýrt afmarkaðar að stöðu Alþýðubandalagsins á vinstri væng verði ekki ógnað. Möguleikar á fjögurra flokka stjórn voru ræddir í þingflokkum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í gær. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telja Alþýðuflokksmenn ekkert vafamál að Halldór Ásgríms- son yrði forsætisráðherra í slíkri stjórn. Þá virðist það almenn skoðun að Jóhönnu Sigurðardóttir og Þjóð- vaka verði ekki boðin þátttaka í slíkri stjórn. Innan Þjóðvaka rneta menn það raunar svo að hinir flokkarnir ætli að freista þess að einangra Þjóðvaka í þeirri von að flokkurinn leysist upp, svipað og gerðist með Bandalag jafnaðarmanna og Borgaraflokkinn á sínum tíma. ESB-aðild ekki haldið til streitu Kvennalisti hugsanlega í ríkisstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.