Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 29

Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 29 LOKASLAGUR kosningabaráttunnar var í sjónvarpssal á föstudagskvöldið. Fjórflokkarnir stóðust atlöguna að þessu sinni. Þetta er góður persónulegur sigur fyrir Halldór. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort rétt sé að kalla Framsóknar- flokkinn sigurvegara kosninganna. Sem forystuflokkur stjómarand- stöðunnar á kreppu- og niðurskurð- artímum hefði hann þurft að klúðra málunum með einhverjum ótrúleg- um hætti til að bæta ekki við sig talsverðu fylgi. Alþýðubandalag heldur í horfinu Alþýðubandalagið heldur í horf- inu frá seinustu kosningum. Hins vegar er alveg augljóst að flokkur- inn hefur ekki getað nýtt þau sókn- arfæri, sem vera hans í stjómarand- stöðu veitti honum. Sennilega hefur framboð Þjóðvaka staðið velgengni Alþýðubandalagsins nokkuð fyrir þrifum. Erfitt er að segja hvort „óháðir", sem virtust reyndar flestir vera fólk sem hafði átt sinn pólitíska sama- stað í Alþýðubandalaginu um ára- tugaskeið, hafi skapað eitthvert mótvægi við fylgistap til Þjóðvaka. Smávægileg fylgisaukning á suð- vesturhorninu vó upp fylgistap Al- þýðubandalagsins á landsbyggðinni, en þar var fyrrverandi alþýðubanda- lagsfólk áberandi á framboðslistum Þjóðvaka. Það er heldur ekki ósenni- legt að fremur frjálslyndar áherzlur á köflum í „útflutningsleiðinni" svo- kölluðu hafi höfðað meira til þéttbýl- isfólks en landsbyggðarmanna. Kvennalistinn í útrýmingarhættu Utkoma Kvennalistans er fremur dapurleg. Flokkurinn missir tvo fimmtu hluta fylgis síns frá kosning- unum 1991 og hefur innan við helm- ing fylgisins sem hann fékk árið 1987. Það kaldhæðnislega er svo, að þótt þingkonum Kvennalistans fækki, verður það ekki til þess að konur á þingi verði færri en ella hefði orðið. Kvennalistinn hlýtur því að fara að skoða stefnumál sín og baráttuaðferðir og velta fyrir sér hvort þessi aðferð sé málstað kvennabaráttu til framdráttar. Sú staða, sem kom upp um tíma á kosninganóttina, þegar Kvenna- listinn datt út af þingi miðað við talin atkvæði, sýnir hvað gæti gerzt í næstu kosningum. í röðum kvenna- listakvenna heyrast þær raddir að komist flokkurinn ekki í ríkisstjórn nú, verði ekki boðið fram aftur. Hins vegar má spyrja, hveiju Kvennalistakonur fengju áorkað í ríkisstjórn með aðeins þriggja manna þingflokk. Áhrif þeirra yrðu ekki mikil. Hugsanlega geta kvennalistakon- ur huggað sig við það að hinir flokk- arnir hafi í auknum mæli tekið upp áherzlu á jafnréttismál og fjölgað konum á framboðslistum. Þó er enn laftgt i land að konur verði jafn- „Afdrif Þjód- vaka og Kvenna- listans sýna, að fjögurra flokka kerfid, sem ver- idhefur við lýði á íslandi frá því um 1930, lifir áfram þrátt fyrir allar sínar innri mótsagnir.f< margar á Alþingi og t.d. á þjóðþing- um á Norðurlöndunum. Þar er þó líka kosningakerfinu um að kenna. ÞjóðvaJki fer sömu leið og hin klofningsframboðin Flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur, Þjóðvaki, fór sömu leið og önnur klofningsframboð á undanförnum áratugum; stökk hátt í skoðana- könnunum í fyrstu, lækkaði svo aft- ur og virtist reyndar ætla að stað- næmast í 10-12% fylgi, en lækkaði svo enn á endasprettinum. Víst er að útkoman, 7,2% fylgi, er afar langt frá væntingum forystumanna Þjóð- vaka og gefur ekki vísbendingu um að flokkurinn verði það sameining- arafl félagshyggjufólks, sem hann hafði ætlað sér. Jóhanna Sigurðardóttir gefur þá skýringu á úrslitunum að útganga eins frambjóðanda í Reykjaneskjör- dæmi og hóps fyrrverandi stuðn- ingsmanna Þjóðvaka á Suðurlandi hafi komið flokknum í opna skjöldu og þjóðvakafólk ekki náð ________ vopnum sínum. Þetta kann að vera hluti af skýringunni. Hins vegar skiptir það áreiðanlega máli líka, að fylgi Þjóð- vaka var í miklum mæli óánægjufylgi og síðustu dagana fyrir kosningarnar hafa margir, sem höfðu gælt við að kjósa Þjóðvaka, ákveðið að kjósa gamla flokkinn sinn. Upphlaupin í liði Þjóð- vaka hafa hins vegar kannski sýnt þessu fólki að framboðið stæði ekki sérstaklega traustum fótum. Þannig virðist ætla að fara eins fyrir Þjóðvaka og öðrum framboðum sem hafa grundvallazt fyrst og fremst á persónulegum metnaði ein- stakra stjórnmálamanna og fengið óánægjufylgi, til dæmis Bandalagi jafnaðarmanna og Borgaraflokkn- um. Þjóðvaki fær reyndar nánast nákvæmlega sama fylgi og sömu þingmannatölu og BJ fékk í kosn- ingunum 1983. Fjórir þingmenn Þjóðvaka sitja nú á þingi án þess styrks, sem þeir vonuðust til, án mikils tilgangs og mjög sennilega án áhrifa, því að frekar ósennilegt er að vilji sé hjá öðrum flokkum til stjórnarsamstarfs við Þjóðvaka. Það kæmi ekki á óvart þótt þeir, eins og þingmenn BJ og Borgaraflokksins, tíndust einn af öðrum yfir í aðra þingflokka þegar líður á kjörtímabilið og tilvistar- kreppan dýpkar. Fjórflokkurinn lifir Afdrif Þjóðvaka og Kvennalistans sýna, að fjögurra flokka kerfið, sem verið hefur við lýði á íslandi frá því um 1930, lifir áfram þrátt fyrir all- ar sínar innri mótsagnir. Um tíma virtist sem Kvennalistanum ætlaði að takast að rugla kerfið og ná varanlegri fótfestu, og víst er það betri árangur hjá Kvennalistanum en öðrum áskorendum fjórflokksins að fá kjörna þingmenn fjögur kjör- tímabil í röð. Hins vegar er staða Kvennalistans nú svo veik, eins og áður segir, að spyija má hvort hann lifi lengur en þetta kjörtímabil. Og eftir öllum sólarmerkjum að dæma má afskrifa Þjóðvaka. Fjögurra flokka kerfið hefur meira að segja endurheimt hin hefð- bundnu hlutföll milli flokkanna; Al- þýðuflokkur minnstur, þá Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn stærstur. Afdrif allra framboðanna, sem stefnt hefur verið gegn flokkakerf- inu, sýna að leiðin, sem farin hefur verið, að stofna nýjan flokk utan vébanda þeirra gömlu og ætla svo að safna að honum miklu fylgi, virð- ist ekki ganga upp. Hins vegar er ekki þar með sagt að gamla flokkakerfið endurspegli stefnur og strauma í íslenzkum stjórnmálum. Þvert á móti má segja að skoðanamunur í ýmsum mikil- _________ vægum málaflokkum, til dæmis í Evrópumálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum, gangi þvert á flesta flokkana og_ geri þeim erfitt fyrir. A móti hefur hrun Sovétríkjanna og Sambandsins skapað nýja samstöðu um vestrænt markaðskerfi og frjálst framtak, sem ætti í raun að gera flokkum eða flokksbrotum, sem áður gátu ekki starfað saman, auð veldara fyrir að sameinast. Kosningaúrslitin nú sýna því ekki endilega að fjögurra flokka kerfið standi traustum fótum og að ekki sé svigrúm til endurnýjunar, heldur að ekkert skárra hefur boðizt. Niðurstaðan er miklu frekar sú að kvennabarátta er ekki líkleg til að bylta neinu flokkakerfi, og Jóhanna Sigurðardóttir er ekki heppilegur leiðtogi fyrir nýja hreyfingu vinstri manna. Óánægjufylgi Þjóðvaka reyndist laust er á reyndi Ríkisstjórnin hélt meirihluta í þingkosningunum Engin ástæða er til lausn- arbeiðni Forseti íslands gegnir helst pólitísku hlut- verki samkvæmt íslenskri stjómskipan þegar um stjórnarmyndun að loknum kosningum er að ræða, segir Páll Þórhallsson. En þeg- ar ríkisstjóm heldur meirihluta er engin þörf fyrir frumkvæði forseta. RÍKISSTJÓRN Davíðs Odds- sonar hélt þingmeirihluta ! sínum í alþingiskosning- unum á laugardag. Eins og forsætisráðherra hefur bent á þýðir það að stjórnin situr áfram uns annað kemur í ljós. Ríkisstjórn situr nefnilega uns forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Lausnarbeiðni er óþörf nema stjórn missi þingmeirihluta sinn. Stjómskipunarreglur um stöðu ríkisstjórnar og myndun stjórnar að loknum kosningum eru fáar og al- mennar. Forseti skipar ráðherra samkvæmt 15. gr. stjórnarskrárinn- ar, en hann er bundinn af þingræðis- reglunni um að stjóm skuli ekki sitja í óþökk meirihluta Alþingis. Sú regla að forseti skipar ráðherra í stað þess að þeir séu til dæmis kosnir af Alþingi veldur því að umboð þeirra rennur ekki út þótt kosið sé til Alþingis. Skipunarbréfið er ótímabundið. Undantekning að stjórn haldi velli Reglur um stjórnarskipti og stjórnarmyndun helgast mjög af venjum sem skapast hafa vegna þess að skráð fyrirmæli skortir. í sögu lýðveldisins hefur það verið algengast að stjórn missi meirihluta í kosningum ef það hefur þá ekki gerst fyrir kosningar. Hefur þá kom- ið til kasta forsetans að fela einum stjómmálaleiðtoga stjórnarmyndun. Forseti hefur nokkurt svigrúm í því efni, en þarf að sjálfsögðu að taka tillit til úrslita kosninganna og sam- setningar Alþingis. Eftir því sem næst verður komist hefur sú staða að stjórn haldi velli í kosningum einungis komið upp tvisvar áður frá árinu 1944. Var það í kosningunum 1963 og 1967 er viðreisnarstjórnin hélt meirihluta sínum. í bæði skiptin sat ríkisstjórnin áfram án þess að biðjast lausnar og í raun var eins og ekkert hefði í skorist. Ríkisstjórn Steingfíms Hermanns- sonar hélt meirihluta í þingkosning- unum 1991, 32 þingmönnum af 63. Ekki er það þó sambærilegt við það sem nú er upp á teningnum vegna þess að þá var Alþingi enn deilda- skipt og ríkisstjórn þurfti meirihluta í báðum deildum. Strax að kosning- um loknum varð líka ljóst að grunn- ur stjómarsamstarfs var brostinn. Endurnýjun lýðræðislegs og þingræðislegs umboðs Þessi venja um að ríkisstjóm sitji áfram án sérstaks atbeina forseta haldi hún velli í kosningum er rök- rétt. Líta má svo á að í kosningunum hafi endurnýjast hið þingræðislega og lýðræðislega umboð stjórnarinnar. Ef Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur kjósa að starfa áfram saman þarfyekki sérstakt frumkvæði for- seta íslands vegna þess að ekki verð- ur um neina stjómarmyndun að ræða. Nýr málefnasamningur hefur pólitíska þýðingu en ekki lagalega. Sama virðist eiga við þótt einhver breyting yrði á ráðherraskipan, enda hafa slíkar breytingar iðulega orðið án þess að til stjórnarslita hafi þurft að koma. Hvað ef bæta á flokki við? Ef það yrði ofan á að bæta einum flokki inn í ríkisstjórnina er spurning hvernig það ætti að fara fram. Þarf forsætisráðherra áður að biðjast lausnar og fá stjórnarmyndunar- umboð? Þegar Borgaraflokkurinn kom inn í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar í september 1989 baðst Steingrímur lausnar fyrir ann- að ráðuneyti sitt og myndaði nýja stjórn sama daginn. Nýja stjómin með þátttöku Borgaraflokksins nefndist svo þriðja ráðuneyti Stein- gríms Hermannssonar. Þetta var sú aðferð sem þá var talin eðlilegust og er líklegt að eins yrði farið að nú. í því sambandi skiptir máli hvort nýja flokknum þætti blæbrigðamun- ur á því að ganga til liðs við nýja stjórn eða renna inn í þá sem fyrir væri. Ókostur að þurfa að biðjast iausnar Frá sjónarhóli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra væri það hugsan- lega ókostur að þurfa að biðjast lausnar til að geta myndað nýja þriggja flokka stjórn þar sem þar með væri stjórnarmyndunarumboðið komið úr hans höndum og forseti gæti litið svo á að Framsóknarflokk- urinn, sem sigurvegari í kosningun- um, ætti að fá það fyrst- ur. Ef forsætisráðherra væri hins vegar tilbúinn með nýja stjórn þriggja flokka þá væri óeðlilegt af forseta að 'fela honum ekki sljórnarmynduna- rumboð. Að jafnaði ber forseta nefnilega að leita til þess stjórn- málaleiðtoga sem líklegastur er til að mynda starfhæfa stjórn. Óformlegar viðræður heimilar Spyija mætti hvort forsætisráð- herra væri heimilt að standa í við- ræðum um stækkun stjómar án þess að biðjast fyrst lausnar. Sjálf- sagt myndi það teljast beimilt á meðan ekki yrði gerð um það krafa af hálfu meirihluta þingmanna að hann bæðist lausnar og gæfi öðrum tækifæri. Það hlýtur að vera heimilt að eiga í óformlegum viðræðum um að styrkja ríkisstjórn án þess að slíta henni fyrst. Tvisvar komið fyrir áður frá 1944 að stjórn haldi velli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.