Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Það er spurning Ertu feg'in að kennara- verkfallinu er lokið? KRISTÍN 13 ÁRA Já, það var búið að vera svo lengi. GERÐA 13 ÁRA Já svolítið. GUÐRÚIM 13 ÁRA Já það var svo leiðinlegt að vera alltaf fieima SIGRÍÐUR 13 ÁRA Já UINIGLINGAR Kartöflur úldna en kennarar ekki Ljóð eftir Siggu D. Tilfinningar Ég hef tiifinningar til þín þær eru sætari en hunang heitar sem sólin sterkari en stál og sannar sem dagurinn. En hvað eru þessar tilfinningar kallaðar? Ég veit það ekki Kannski eru þær kallaðar ást Sönn ást. Framundan Stórball! Föstudaginn 21. apríl (daginn eftir sumardaginn fyrsta) mun félagsmiðstöðin Fjörgyn halda stórball. Allar félagsmiðstöðvar í Reykjavík munu fjölmenna á staðinn og það verður rosalegt fjör. Ekki er alveg komið á hreint hvaða stórhljómsveit mun halda uppi fjörinu en við verðum látin vita um leið og það ger- ist. Aðal glaðningurinn er sá að það verður mjög ódýrt inn! Þið skuluð ekki missa af þessu, fylgist mjög vel með auglýsingum! Nafn: Þorgerður Sigbjörnsdóttir Heima: Keflavík Aldur: 13 ára Skóli: Holtaskóli Hvernig finnst þér skólinn? Hann er mjög fínn og skemmtilegt að vera í honum. Helsti gallinn við skólann eru gangaverðirnir þeir eru stundum svo ógeðslega leiðinlegir. Hvað finnst þér um félagslíf unglinga? Mér finnst það mjög gott nema hvað 7. bekkur er of oft skilinn útundan. Það eru oft diskótek fyr- ir eldri bekkina og þá fáum við ekki að vera með. Hverju hefur þú áhuga á? Körfubolta og fótbolta. Hverju hefur þú ekki áhuga á? Ég hef ekki áhuga á fimleikum og ekki mikinn áhuga á skólanum. Hvað er nauðsynlegt fyrir ung- ling að eiga? Ef maður ætlar að tolla í tískunni þá verður maður að eiga dýrustu fötin og flottustu. Hvað er það sem unglingar þurfa ekki? Áfengi og sígarettur. Hvað er mest áríðandi í lífinu? Að geta stundum fengið að ráða yfir sjálfri mér. Hvað er í tísku hjá unglingum? Skærir litir, uppháir skór, þröngar peysur og útvíð föt hjá strákum. Hvað finnst þér hallærislegt? Mér finnst eiginlega ekki neitt hallærislegt. Lest þú dagblöð eða fylgist með fréttum? Já ég les blöðin og horfi stundum á sjónvarpsfréttir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða atvinnumaður í íþróttum. Hvaða þijú orð lýsa þér best? Hlátur, afskiptasemi, málgleði. Finnst þér fullorðnir ósann- gjarnir gagnvart unglingum? Já frekar, stundum er talað við okkur eins og við séum smábörn. Svo hafa þau of miklar áhyggjur. Eru unglingar í dag dekurróf- ur? Já þeir fá að gera það sem þeir vilja þegar þeir eru búnir að þrasa nóg í foreldrunum og fá mjög oft mikinn pening. Hver er munurinn á kennara og kartöflu? Kartaflan getur úldnað en ekki kennarinn. Hvernig var fermingardagurinn þinn? Fermingardagurinn var ágætur það var veisla og þetta hefð- bundna. Um áttaleytið um kvöldið þá stakk ég af úr fermingarveisl- unni og fór á puttanum til Reykja- víkur á bíó. Ég fór með bróður mínum, veislan var nánast búin og flestir gestirnir farnir en samt sem áður var þetta algerlega í óþökk foreldra minna. Eftir að ég kynntist körfubolta, ég hafði prófað ýmsar íþróttir áður, varð ég bara körfubolta sjúklingur og það gekk allt út á að spila körfu. Þetta hefur svo bara þróast, í vetur er körfuboltinn vinnan ■nín og það er ágætt en ég stefni að því í framtíð- inni að gera eitthvað í að mennta mig, þó ég sé orðinn þetta gam- all. Það er gott fyrir alla að stunda iþróttir hvort sem viðkomandi ætl- ar að verða stjarna í greininni eða ekki, ég ráðlegg öllum unglingum að æfa einhveija íþrótt. Ég komst STJÖRNUR G 1S snemma í unglingalandsliðið og svo landsliðið og líf mitt hefur nánast snúist of mikið um körfu- bolta.. Ég hef mikla þörf fyrir að mennta mig. Það kemur að því að fólk vill mennta sig ef það hef- Körfuboltinn kominn tilaðvera ÞEIR SEM fylgdust með æsi- spennandi leik Njarðvíkinga og Grindvíkinga í körfu- bolta á laugardaginn vita eflaust hver Valur Ingimundason er. Hann er þjálfari Islandsmeistara Njarðvíkinga og spilar einnig með liðinu. Hann hefur æft körfubolta frá því hann var 14 ára gamall og segir okkurn hér frá unglingsá- rum sínum og körfuboltanum. Ég var frekar feiminn ungling- ur og rólegur. Ég var alltaf í sveit á sumrin, alveg þangað til ég varð 17 ára. Þegar ég var 14 ára fór ég að æfa körfubolta og eftir það gekk allt mitt líf út á það, ég tók körfubolt- ann fram yfir námið og allt. Ég flutti til Njarðvíkur frá Stokkseyri þegar ég var fjórtán og hérna kynntist maður íþróttum og slíku. Ég hafði afskaplega lítinn áhuga á skóla, því miður, ég dauðsé eftir því í dag að hafa ekki einbeitt mér betur á náminu því ég held að menntun sé það mikilvægasta hjá krökkum. Ég átti svosem önn- ur áhugamál, gerði það sem krakkar gera. Á unglingsárunum prófar maður náttúrulega að reykja og drekka, ég notaði áfengi og sígarettur, en í dag nota ég hvorugt. Ég reykti í einhver ár en það ömurlegasta sem til er að mínu mati er tóbaki. Ég ráðlegg öllum krökkum frá því að prófa reykingar, því þær gera ekkert nema slæma hluti og eins þarf að nota áfengi gætilega og í hófi. VALUR ásamt börnum sínum Steinunni Ósk og Vali Orra. Körfubolti ur ekki gert það þegar það var yngra. Meiri körfubolti Áhuginn á körfubolta hér á landi hefur vissulega aukist, NBA- karfan í sjónvarpinu er búin að kynna körfuboltann og vekja at- hygli á honum en fólk fer ekki á leiki hér til að sjá NBA-boltann svo það hlýtur að þýða að íslenski boltinn sé mjög skemmtilegur líka. Á Islandi er spilaður mjög góður körfubolti og það eru til alveg frá- bærir leikmenn hér en við lendum í vandræðum þegar við spilum við erlend lið vegna þess hve við erum litlir og léttir. Mér fínnst að það eigi að vera sem flestar íþróttir í gangi og ekki innbyrðis samkeppni á milli greina, allar íþróttir eru góðar og ég held að körfuboltinn sé kominn til að vera. Látið drauminn rætast Krakkar eiga endilega að láta drauma sína rætast, minn draum- ur í gamla daga var að verða góð- ur í körfubolta og það gekk eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.