Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ásta 20 faldur meist- ari á skíðum ÁSTA S. Halldórsdóttir skíða- kona frá ísafirði var sigursælust allra keppenda áSkíðamóti ís- lands sem lauk á ísafirði á sunnu- daginn. Hún varð fjórfaldur meistari og hefur nú unnið alls 20 Islandsmeistaratitla frá því 1987 og hefur engin önnur ís- lensk skíðakona leikið það eftir. Ásta er 24 ára og hefur æft skíða- íþróttina frá því hún var átta ára gömul. Hún hefur æft í Oster- sund í Svíþjóð síðustu þijú árin samhliða háskólanámi. -----» ♦ ♦ Ný vísitala neysluverðs Verðhjöðn- un milli mánaða VÍSITALA neysluverðs lækkaði milli mánaðanna mars og apríl um 0,1%, en það samsvarar 1,4% verðhjöðnun á heilu ári. Stafar lækkunin aðallega af lækkun á markaðsverði húsnæðis um 2,2% Lækkun vísitölunnar kom á óvart á verðbréfamarkaði þar sem flestir höfðu búist við einhverri hækkun og jókst verulega eftirspurn eftir ríkisvíxlum á eftirmarkaði. Þannig höfðu selst ríkisvíxlar fyrir um 430 milljónir síðdegis í gær sem er mun meira en á venjulegum degi. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,7%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs Iækkað um 0,2% sem jafngildir 0,7% verð- hjöðnun á ári. Vísitala neysluverðs án húsnæðis síðastliðna þijá mánuði er óbreytt. Verðbólga einna minnst hér í tilkynningu Hagstofunnar er » einnig skýrt frá því að verðbólga hér á landi var á tímabilinu febrúar 1994 til febrúar 1995 um 1,7% en 3,1% að meðaltali í ríkjum Evrópu- sambándsins. Þannig var verðbólgan 1,7% í Frakklandi, 1,8% í Finnlandi, 1,8% í Belgíu og 2,2% í Lúxemborg. Verðbólga var aðeins minni en hér í Sviss 1,5% og í Japan 0,2%. ■ Um 0,1% verðlyöðnun/14 Þingflokkar veita umboð til að ræða um framhald stj órnarsamstarf s Formenn stj órnarflokka hefja viðræður í dag DAVÍÐ Oddsson, for- sætisráðherra, heils- ar Friðriki Sophus- syni, fjármálaráð- herra, við upphaf þingflokksfundar sjálfstæðismanna í gær. Á neðri mynd- inni heilsar Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, Lúðvíki Bergvinssyni, nýjum þingmanni flokksins í Suðurlandskjör- dæmi, í upphafi þing- flokksfundar alþýðu- flokksmanna. ÞINGFLOKKAR Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins samþykktu í gær umboð til formanna flokkanna til að heíja viðræður um áframhald- andi stjórnarsamstarf flokkanna. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun árdegis í dag gera Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, grein fyrir stöðu mála á reglulegum fundi þeirra. Ríkisstjórnarfundur verður fyrir hádegi og að honum loknum er gert ráð fyrir að Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins hefji viðræður. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins voru menn sammála um að reyna áfram samstarf við Alþýðuflokkinn. Þar ber þó á meiri efasemdum en í Alþýðuflokki á að stuðningur 32 þingmanna nægi stjórninni. Þá telja sumir þingmenn flokksins að erfítt geti reynzt að ná málamiðlun við Alþýðuflokkinn um málefni, en aðrir telja slíkt geta orðið auðvelt og leggja þannig ýmsir áherzlu á að finna megi samkomulag í Evrópu- málum sem báðir geti við unað, og feli í sér að engir kostir verði útilok- aðir, en möguleikar kannaðir. Vilja reyna til þrautar Á þingflokksfundi Alþýðuflokksins í gærmorgun var nánast einhugur um að reyna endumýjun núverandi stjómarsamstarfs til þrautar. Al- þýðuflokksmenn eru þeirrar skoðun- ar að hægt sé að styðjast við eins þingsætis meirihluta og benda á að ríkisstjórnin hafi í raun stuðzt við svo nauman meirihluta undanfarna mán- uði. Þá telur Alþýðuflokkurinn að finna megi sanngjamar málamiðlanir í þeim málum, þar sem ágreiningur er milli stjómarflokkanna. I Alþýðuflokknum er gert ráð fyr- ir því, að gangi ekki saman með stjórnarflokkunum, eigi flokkurinn kost á samstarfi við Framsóknar- flokk, Alþýðubandalag og Kvenna- lista, þar sem forystan yrði í höndum Framsóknarflokksins. Gengið er út frá því að í viðræðum flokksformannanna verði rætt um breytta verkaskiptingu í ríkisstjóm- inni. Alþýðuflokkur mun samþykkja að ráðherrum hans fækki í fjóra og ráðherrum Sjálfstæðisflokks fjölgi í sex. Hins vegar hefur ekki verið rætt um það hvaða ráðuneyti kunni að ganga á milli flokkanna. Alþýðu- flokkurinn leggur áherzlu á að halda utanríkisráðuneytinu. Tveir fulltrúar Kvennalistans, Kristín Ástgeirsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir, komu í gær að eigin frumkvæði að máli við Davíð Odds- son og ræddu þá stöðu, sem upp væri komin að kosningunum iokn- um. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var einn sá möguleiki, sem ræddur var, að Kvennalisti kæmi til liðs við núverandi stjórnar- flokka. Alþýðuflokksmenn vilja ekki útiloka slíkt, en telja ekki þörf á því. Fyrst um sinn verður eingöngu um viðræður núverandi stjórnar- flokka að ræða. Kvennalistakonur hafa rætt óformlega við forystu- menn allra hinna flokkanna nema Þjóðvaka. Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins í gær kom fram að ef til þess kæmi, væri bæði reynandi að ná samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að mynda vinstri stjórn með Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Þingmenn gáfu þó ekki upp afstöðu sína um það hvor kost- urinn þeim þætti betri, og var sam- komulag um að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, fengi fijálsar hendur um frekari könnunarviðræð- ur. Þjóðvaki einangraður Innan Alþýðubandalagsins er rætt um að flokkurinn hafi nú náð góðri fótfestu á vinstri væng stjórnmál- anna, og eigi því fremur að leggja áherzlu á stjórnarsamstarf við vinstri flokka en við Sjálfstæðis- flokkinn. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, útilokar þó ekki síðari kostinn, á þeirri forsendu að sérstaða flokkanna sé hvort sem er skýrt afmörkuð. Þjóðvaki virðist vera einangraður í þeim viðræðum milli forystumanna Stjórnmálaflokkanna, sem fram fóru í gær og á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur enginn hinna flokksformannanna haft samband við Jóhönnu Sigurðar- dóttir. ■ Alþingiskosningarnar 4/8/10/11/28/29 og Bl-12 Farmenn boðaðir til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag Verkfall raskar veru- lega skipasiglingum BOÐAÐ verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur mun raska verulega skipasiglingum til og frá landinu komi það til framkvæmda. Breitt bil er enn milli deiluaðila í kjaravið- ræðunum. Fundur hefur verið boð- aður hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekki er búist við að lagð- ar verði fram nýjar tillögur til lausn- ar deilunni á fundinum. Verkfallið er boðað í eina viku. Það á að koma til framkvæmda á miðnætti 16. apríl og standa til mið- nættis 22. apríl. Skipin stöðvast ekki fyrr en þau koma til hafnar í Reykjavík. Að sögn Þórðar Magn- ússonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, koma millilandaskip til hafnar í Reykjavík strax í upphafi vikunnar. Hann sagði að skipin yrðu affermd, en búast mætti við að næsta áætlunarferð þeirra raskaðist. Þórður sagði Eimskip myndi eft- ir sem áður reyna að veita við- skiptavinum sínum sem besta þjón- ustu en þeir mættu búast við að verða fyrir óþægindum vegna verk- failsins. Hann sagði að ef til verk- falls kæmi myndi það hafa veruleg- an kostnað í för með sér fyrir Eim- skip; Áætlunarferðum skipanna yrði ekki breytt fyrir verkfallið. Krafa um 12.000 kr. hækkun Hjörtur Emilsson, deildarstjóri hjá Samskipum hf., sagði að ef til verkfalls kæmi myndi það leiða til verulegrar röskunar hjá Samskip- um. Samkvæmt áætlun ættu tvö skip, eitt strandferðaskip og eitt millilandaskip, að koma til Reykja- víkur á miðvikudag og halda aftur af stað á fimmtudag. Verkfallið gæti einnig raskað ferð olíuskipanna sem flytja olíu milli hafna á landsbyggðinni. Olíu- skipin stöðvast þó ekki fyrr en þau koma til hafnar á Faxaflóasvæðinu. Birgir Björgvinsson, hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sagði að skipafélögunum væri heimilt að af- ferma þau skip sem koma til hafn- ar í Reykjavík, en þau mættu ekki leggja úr höfn fyrr en að loknu verkfalli. Skipunum yrði ekki leyft að færa sig í höfninni eftir að þau hafa lagst að bryggju. Björgvin sagði að sjómannafé- lagið sætti sig ekki við sömu hækk- anir og ASI og vinnuveitendur hefðu samíð um. Kröfur félagsins væri að lægsta taxtakaup hækkaði um 12.000 krónur. Hann sagðist vilja minna á að lægstu taxtar fé- lagsins væru um 49.000 krónur á mánuði. 12% aukning í bílasölu TÓLF prósent aukning varð í sölu á nýjum fólksbílum fyrstu þrjá mánuði þessa árs í samanburði við 1994. í marsmánuði seldust 632 fólksbílar en 455 bílar í fyrra. Fyrstu þijá mánuðina í fyrra seldust 1.097 bílar en 1.339 á þessu ári. Útlit er fyrir svipaða sölu í aprfl, að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasam- bandsins, og meðaltalssalan varð fyrstu þijá mánuðina. Haldist sala á fólksbílum óbreytt út þetta ár má búast við að heildarsala nýrra fólks- bíla verði nálægt 6 þúsund bílum. Jónas Þór segir að með slíkri sölu tæki það 19,2 ár að endurnýja fólks- bílaflota landsmanna. í fyrra seldust allt árið 5.400 nýir fólksbílar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.