Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 21 Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir MENNINGARDAGAR eru nú haldnir annað árið í röð. Menning og skemmtun á Siglufirði um páskana Siglufirði, Morgunblaðið FJÖLBREYTT menningar- og skemmtidagskrá verður á Siglu- firði um páskana. Má þar nefna tónleika, málverkasýningu, skemmtanir Fílapenslana, dans- leiki og að sjálfsögðu verða skíða- svæðin opin alla páskahelgina. í Skarðsdal er nægur snjór og þar verða lyftur opnar og í Hólsdaln- um verða göngubrautur við allra hæfi troðnar. Þetta er í annað sinn sem svona dagskrá er haldin á Siglufirði. Vel þótti takast til í fyrra og því hefur verið ákveðið að endurtaka menningar- og skemmtidagskrá á Siglufirði. Bergþór Pálsson einsöngvari heldur einsöngstónleika við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir í sal Tónlistar- skólans á annan i páskum. A efn- isskránni verða íslensk einsöngs- lög, þýskur þjóðsöngur og ítalsk- ar aríur. Örlygur Kristfinnsson heldur málverkasýningu í sýningarsaln- um í Ráðhúsi bæjarins. Hann sýn- ir olíu- og akrýjmyndir. Tíu ár eru liðin síðan Örlygur sýndi bæjarbúum myndverk sín, en undanfarin ár hefur hann meðal annarra unnið að uppbyggingu Síldarminjasafns í Róaldsbrakka. Hinir góðkunnu Fílapenslar verða með skemmtanir í biósaln- um þar sem að þeir munu troða upp með söng ásamt því að gera létt grín að þeim, sem verið hafa hvað mest áberandi í bæjarlífinu. Á dansleikjum um páskana leika svo hljómsveitirnar Miðalda- menn, Blackmail og Concrete í bíósalnum, en á Hótel Læk spilar Pláhnetan með Stefán Hilmars- son í broddi fylkingar. LISTIR Sögur og segulband BÖKMENNTIR Illjóöbækur GÓÐI DÁTINN S VE JK Hljóðbókaklúbburinn gefur út Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek í lestri Gísla Halldórssonar (fyrri hluti, 6 snældur) og úrval úr hjjóðrituðum verkum Daviðs Stefánssonar í flutn- ingi skáldsins, valið af Gunnari Stef- ánssyni sem flytur formálsorð.(l snælda). ÚTGÁFA hljóðbóka hefur farið hægt af stað á undanförnum árum, en um þessar mundir virðist kapp vera að hlaupa í útgáfuna og var útkoma fjögurra ólíkra bóka á síð- asta ári ágæt vísbending þar um. Framhaldið lætur heldur ekki á sér standa, því nýlega komu út fyrstu bækurnar í bókakiúbbi sem sérhæf- ir sig í útgáfu hljóðbóka fyrir al- mennan markað, nefnilega Hljóð- bókaklúbbnum. Um langt árabil hefur hljóðbóka- gerð Blindrafélagsins gefið út efni á snældum til afnota fyrir blinda og sjónskerta. í áranna rás hefur smám saman orðið til reynsla og kunnátta sem getið hefur af sér æ betri upptökur og framsetningu, auk þess sem traust samstarf hefur þró- ast við Ríkisútvarpið varðandi út- gáfu efnis þaðan. I dag eru hljóm- gæði og framsetning íslenskra hljóðbóka eins góð og tæknin leyfir og fagnaðarefni að nú skuli öllum almenningi gefast kostur á að njóta ávaxtanna af starfi Hljóðbókagerð- arinnar. Góði dátinn Svejk eftir Tékkann Jaroslav Hasek hefur orðið fyrir valinu sem fyrsta skáldsaga Hljóð- bókaklúbbsins. Frásagnir um ráð- Gísli Halldórsson Davíð Stefánsson snjalla fíflið Svejk tóku að birtast 1912, en eftir að Hasek sneri heim frá Rússlandi úr stríðinu, skrifaði hann um Svejk í heimsstyijöldinni í þremur bindum, en lést aðeins fer- tugur að aldri áður en hann lauk við fjórða bindið. Hasek var á sinni tíð þekktur á kaffihúsum Prag-borg- ar en skilaði þó daglega af sér skensi til blaða og tímarita og hefur fyrir vikið stundum verið kallaður „hinn lúsiðni húmoristi". Að honum látnum komu verk hans út í 16 bindum. Gísli Halldórsson leikari flutti söguna um Svejk í útvarp árið 1979 og er það sá flutningur sem hér kemur fyrir almenningseyru. Hlutur Gísla í þessari útgáfu er ósköp ein- faldlega frábær og fyrirtaks dæmi um hve miklu góður lesari getur aukið við áhrif verksins. I túlkun Gísla hefur dátinn Svejk verið myndgerður með afar eftirminnileg- um hætti, texti og túlkun renna saman í eitt og einmitt þar liggja höfuðkostir hljóðbókarinnar. Hundrað ár voru frá fæðingu Davíðs Stefánssonar 21. janúar sl., svo sem alþjóð mun kunnugt. Því er vitan- lega vel við hæfi að út komi á hljóðsnældu lestur skáldsins úr eigin verkum, upptökur sem varðveittar eru hjá Rík- isútvarpinu. Á snæld- unni er að finna nokkur af þekktari verkum Davíðs, t.a.m. Á Dökku miðum, Ég sigli í haust, Höfðingi smiðjunnar og á seinni tímum, þökk sé lagi Atla Heimis, Kvæði um fuglana. Einnig eru þama minna þekkt kvæði, eins og Askurinn um raunir Bólu-Hjálmars. Hér er líka Proiogus að Gullna hliðinu og ræða flutt við opnun Sigurhæða, húss Matthíasar Jochumssonar. Síðasta kvæðið er Segið það móður minni sem Davíð orti á efri árum og er einskonar lífs- uppgjör hans undir leiðarlok, eins og Gunnar Stefánsson segir í for- spjalli sínu. Dramatískur flutningur skáldsins á kvæðum sínum gefur þessari snældu sérstakt gildi, gefur líka ákveðna hugmynd um tíðar- anda, umgengni og virðingu við bundið mál. Gunnar Stefánsson flyt- ur stuttan og greinargóðan formála fyrir efni snældunnar, þar sem hann gerir í fáum orðum grein fyrir efni hennar. Hljóðbókaklúbburinn fer ágæt- lega af stað með þessum endurút- gáfum á fyrirtaks eldra efni, þar sem flutningurinn eykur a.m.k. alin við áður prentaðar útgáfur. Gaman verður í framtíðinni að sjá líka ný, áður óprentuð verk koma út hjá Hljóðbókaklúbbnum.' Kjartan Árnason SAS býður þér góða nótt! Fyrsta nóttin innifalin og 30% afsláttur á gistingu eftir það Tilboöiö gildir á öllum Radisson SAS hótelum í Skandinavíu og Finnlandi fyrir farþega sem fljúga meö SAS. í Skandinavíu þurfa makar aöeins aö borga 10% af fargjaldi ef hjón ferö- ast saman á EuroClass. Haföu samband viö feröaskrifstofuna þína eöa söluskrifstofu SAS. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211 t. t | * 58**1* I 11 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.