Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Þing- og forsetakosningar í Perú um helgina Reuter. JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Edmond Alphandery, fjármálaráðherra Frakklands, kynna framtíðar mynt Evrópusambandsins á blaðamannafundi í Versölum. Fjármálaráðherrar Evrópu Skref í átt að peningalegum samrana JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, og Edmond Alphandery, íjármálaráðherra Frakklands, kynntu fjölmiðlum nýs- legna mynt, að loknum fundi evr- ópskra fjármálaráðherra í Versöl- um, sem ákveðið hefur að verði notuð er sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill verður tekinn upp. Svo virðist sem iíkumar á að sameiginleg mynt verði að veruleika fyrir áramót hafí aukist stórlega og jafnvel Kenneth Clarke, fjár- málaráðherra Bretlands, sagði í Versölum að sú yrði „líklega" raun- in. Er þetta í fyrsta skipti sem breskur ráðamaður lýsir slíku yfír opinberlega. Um helgina samþykktu fjármála- ráðheirar og seðlabankastjórar hinna fimmtán ríkja Evrópusam- bandsins útlit og stærð átta pen- ingamynta og sjö peningaseðla, sem nota á um allt sambandið. Komust þeir að samkomulagi um að það ætti að taka þrjú til fjögur ár frá því að gengi aðildarríkjanna yrði samræmt þar til að gjaldmiðlar einstakra ríkja yrðu teknir úr um- ferð, enda myndi taka mjög langan tíma að prenta hið gífurlega magn seðla er þyrfti til. Þá var ákveðið að ákveða yrði með árs fyrirvara hvað ríki gerðust aðilar að Mynt- bandalagi Evrópu (EMU). Það hefur í för með sér að efa- semdaríki á borð við Bretland verða að öllum líkindum að taka ákvörðun um það fyrir lok ársins 1997 hvort að þau ætli að taka þátt í hinum peningalega samruna. Evrópska efnahagssvæðið Alberto Fujimori sigr- aði með yfirburðum Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perús, vann mikinn sigur í forsetakosn- ingunum á sunnudag og fékk rúm- lega 65% atkvæða. Sagði hann í gær, að ný tegund lýðræðis væri að líta dagsins ljós í landinu en andstæðingar hans halda því fram, að hann sé lýðskrumari með ein- ræðistilhneigingar. Helsti mót- frambjóðandi hans, Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefur látið í ljós efasemdir um úrslitin en hann fékk um 22% atkvæða. Fujimori, sem er 56 ára að aldri, sonur japanskra innflytjenda, hef- ur notið mikilla vinsælda í Perú enda hefur honum tekist að kveða niður verðbólguna að mestu leyti og útrýma næstum því tveimur skæruliðafylkingum í landinu. Lýs- ir hann sjálfum sér sem jarðbundn- um manni, sem kunni að láta hend- ur standa fram úr ermum, en stundum þykir hann þó minna mest á barn, sem nýtur athyglinn- ar út í ystu æsar. „Lýðræði sem virkar“ Reuter FUJIMORI með perúska fánann á lofti. Myndin var tekin á kjör- dag þegar hann var að koma úr heimsókn hjá systur sinni í Lima. „Það, sem fólkið vill, er lýð- ræði, sem virkar," sagði Fujimori á sunnudag og spáði því, að sigui' hans í tvennum forsetakosningum myndi ýta undir svipaða þróun í öðrum löndum. Andstæðingar hans segja á móti, að hann hafi lítinn áhuga á að efla þær stofnanir, sem séu undirstaða lýðræðislegra stjórnarhátta. De Cuellar segist efast um, að úrslitin séu í samræmi við vilja kjósenda og heldur því fram, að sér hafi verið gert erfitt fyrir í kosningabaráttunni. Fujimori hafi notað forsetaembættið og ríkissjóð sjálfum sér til framdráttar og sjón- varpið verið virkjað sérstaklega í hans þágu. Kosið var einnig til þings og var búist við, að flokkur Fujimoris, Apoyo, fengi þar meirihluta eða um 51% atkvæða. Aðild Liechten- stein samþykkt Ekkert lát á afsögnum breskra ráðherra vegna einkamála þeirra Ihaldsmenn segja fjölmiðla stjórnlausa Vaduz. Reuter. IBUAR alparíkisins Liechtenstein samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina að gerast aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES). Alls samþykktu tæplega 56% íbúa EES- aðild og er áætlað að hún taki gildi þann 1. maí nk. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan um EES var haldin í Liechtenstein árið 1992 og var aðild samþykkt með 56% atkvæða. Henni var hins vegar frestað eftir að nágrannaríkið Sviss hafnaði EES eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu í desember 1992. Alls voru 14 þúsund kjósendur á kjörskrá og var kosningaþátttaka 82%. Samkvæmt gamalli hefð var kosið annars vegar á föstudagssíð- degi og hins vegar sunnudags- morgni. íbúar Liechtenstein telja 30 þúsund. Andstæðingar EES-aðildar höfðu haldið því fram að með aðild væri Liechtenstein að afsala sér völdum til „skrifræðisins" í Brussel, að ríkið ætti á hættu áð þangað myndi streyma fjöldi innflytjenda og að stöðu Liechtenstein sem skattapara- dís yrði stefnt í voða. Ríkisstjórn sagðist hins vegar að EES myndi í engu breyta reglum ríkisins um bankaleynd og fyrir- tækjarekstur en hin síðarnefndu hafa gert um 60 þúsund fyrirtækj- um kleyft að skrá sig í Liecthen- stein og greiða þar lág opinber gjöld þrátt fyrir að hin raunverulega starfsemi fari fram annars staðar. Þá tók stjómin fram að sam- kvæmt undanþágu frá EES yrði rík- inu leyft að takmarka áfram rétt íbúa annarra EES-ríkja til að setj- ast þar að, þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við grundvallarreglur EES um fijálst fiæði vinnuafls, fjár- magns, vöru og þjónustu. Innflytjendamál er eitt helsta pólitíska deilumálið í Liechtenstein en ríkið er það fjórða minnsta í Evrópu. Alls eru 38% íbúa útlend- ingar, flestir frá Austurríki og Sviss. Fyrsta tollskrifstofan opnuð Þá hefur verið samþykkt að breyta fyrri samningum varðandi EES og stöðu Sviss og verður Liec- htenstein áfram leyft að hafa landa- mæri að Sviss opin líkt og raunin hefur verið frá 1923. Gjaldmiðill Liechtenstein er svissneski frank- inn. Til að koma í veg fyrir brot á viðskiptahluta EES hefur verið ákveðið að setja upp fyrstu tollskrif- stofuna í Liechtenstein. Svisslend- ingar hafa haft miklar áhyggjur af því að vörur muni streyma þangað ef landamæri opnast enda verðlag þar mun hærra en í nágrannaríkj- um. London. Reuter, The Daily Telegraph. ENN EINN þingmaður breska íhaldsflokksins sagði á sunnudag af sér embætti í kjölfar umfjöllun- ar „gulu“ pressunnar um kynferð- ismál hans. Að sögn blaða átti Richard Spring, sem auk þess að vera þingmaður gegndi embætti aðstoðarmanns Patricks Mayhews írlandsmálaráðherra, að hafa tekið þátt í ástarleikjum með karli og konu. Embættismenn í breska for- sætisráðuneytinu vildu ekki tjá sig um málið en sögðu Spring ekki hafa rætt við John Major forsætis- ráðherra áður en hann skilaði inn afsögn sinni. í j^rlýsingu segist Mayhew harma afsögn Springs. Fordæmi Lloyd George Margir íhaldsmenn gagnrýndu umfjöllun um mál Springs harð- lega, en hann er fráskilinn. John Townend, sem situr í hinni svoköll- uðu 1922-nefnd íhaldsflokksins, sagði fjölmiðla hafa misst algjör- lega stjóm á sjálfum sér. „Lloyd George naut ásta með konum á gólfinu í Downing Street þegar hann var forsætisráðherra í fyrri heimsstyijöldinni og hann átti mik- inn þátt í því að sigur vannst. Hveij- um hefði verið gerður greiði með afsögn hans,“ spurði Townend. Breskt blað hafði skömmu áður greint frá því að Spring hefði að loknum kvöldverði á heimili sínu um þar síðustu helgi deilt rúmi með þrítugri fráskilinni tveggja barna móður og 48 ára gömlum elskhuga hennar. Haft er eftir konunni að hellt hafi verið í hana ótæpilega af áfengi og Spring loks káfað á henni á meðan hún naut ásta með elskhuga sínum. Þeir sem vel þekkja til málsins segja að það hafi ekki síst orðið Spring að falli að á meðan á kvöld- verðinum stóð hafi hann látið ósmekkleg ummæli falla um for- sætisráðherrann og aðra sam- starfsmenn. Frá árinu 1992 hafa fimmtán ráðherrar eða aðstoðarmenn ráð- herra í ríkisstjóm Majors sagt af sér embætti og hafa sjö orðið að segja af sér vegna umfjöllunar fjöl- miðla um einkamál þeirra. Má nefna David Mellor, Tim Yeo, Mic- hael Brown, Harthley Booth og Caithness lávarð. Major styður Aitken John Aitken, aðstoðarráðherra í breska fjármálaráðuneytinu, hefur undanfarnar vikur sætt harðri gagnrýni fyrir viðskipti sín við araba. í gærkvöldi átti að sýna heimildarmynd í breska sjónvarp- inu þar sem því er haldið fram að Aitken reynt að útvega fylgdar- stúlkur fyrir arabískan fursta, er heimsótti Bretlandi, og þegið dýrar gjafir. Aitken vísaði í gær öllum full- yrðingum í þessa veru á bug og sagði sjónvaipsþáttinn jafngilda mannorðsmorði. Sagðist hann stoltur af viðskiptatengslum sínum við Sádí-Araba og boðaði málsókn á hendur ritstjóra dagblaðsins Guardian, sem birt hafði frétt um ásakanir þessar og meint siðleysi Aitkens. Embættismenn innan stjórnar- innar sögðu Aitken njóta fyllsta stuðnings Majors forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.