Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Finnska sjónvarpið Sjónvarps- þáttur byggður á íslenskum ljóðum FINNSKA sjónvarpið er um þessar mundir að vinna um klukkustund- ar þátt um ísland í máli og mynd- um. Texti þáttarins er að megin- stofni til byggður á ljóðum ís- lenskra skálda sem birtust í haust- hefti menningartímaritsins Hori- sont, í þýðingu og ritstjórn skáld- anna Lárusar Más Bjömssonar og Martins Enckells. Þátturinn hefst og honum lýkur jafnframt með ljóði Elísabetar Jök- ulsdóttur, Ertu sögnin að fljúga? Önnur skáld sem flutt verða ljóð eftir í þættinum em Ámi Ibsen, Baldur Óskarsson, Gyrðir Elías- son, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jóhann Hjálmarsson, Kristín Óm- arsdóttir, Láms Már Bjömsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Umsjónarmaður þáttarins er Gunnbritt Zilliacus. Ernir og akurhænur LEIKUST Lcikfclag Dalvíkur Mávurinn eftir Anton Tsjekov Þýðing: Ingi- björg Haraldsdóttir Leiksljóm: Arnar Jónsson Leikmynd og lýsing: Amar Jónsson, Kristján Hjartarson Leikendur: Guðný Bjamadóttir, Birkir Bragason, Steinþór Stein- grímsson, Lovísa Sigurgeirsdóttir, Óskar Pálmason, María Gunnars- dóttir, Friðrik Gígja, Ómar Am- bjömsson, Araar Símonarson, Steinunn Hjartardóttir. Ungó á Dalvík 6. apríl. í LOK fýrstu viku apríl lá snjór upp við ufsir sumra húsa í Dal- vík. Skaflinn við gistiheimilið Sæluvist var þriggja metra hár. í leiðinni þangað frá aðalgötunni varð ég að gæta þess að hrasa ekki um efri brún stöðvunarskilt- is við óradda götu. Ef ýfir vind verður öllum ófært til þorpsins á stundarijórðungi. Öllum nema mannshuganum og fuglinum fljúgandi. Á Ungó, húsi Leikfé- lags Dalvíkur, svífur Mávurinn yfir sviðið og inn í hug áhorf- enda. Hann þarf ekki að elta snjóplóg. Þetta rússneska meistarastykki er þriðja leikritið sem Leikfélag Dalvíkur setur upp á rúmu ári. Fyrst var sett upp Hafið eftir Ólaf Hauk Símonar- son, en á sl. hausti setti Leikfé- lagið upp söngleikinn Land míns föður. Sú sýning var einhver sú viðamesta í sögu félagsins þar sem hálft fjórða prósent Dalvík- inga lagði hönd á plóginn. Mávurinn þeirra Dalvíkinga er einkar vel heppnuð sýning. Ég sá Land míns föður á sl. hausti og vissi að í Leikfélaginu þar væru margir liðtækir leikarar en mér kom á óvart hve breiddin þar er mikil. í Mávinum era mörg allstór hlutverk og öll vora þau vel mönnuð svo ekki var áberandi brotalöm á. Leikstjór- inn, Amar Jónsson, er eins og kunnugt er enginn aukvisi þegar kemur að framsögn og hér hefur hann haft fúsa og færa nemend- ur meðal leikaranna því margir þeirra voru einkar skýrmæltir og fóra vel og sannfærandi með sitt. Ég get ekki stillt mig um að nefna Amar Símonarson. Af lit- rófí raddar hans mátti strax greina stöðu og hugarástand ves- alings kennarans, Medvedénkos. Það er gaman að heyra listfenga þýðingu Ingibjargar Haraldsdótt- ur í meðföram fólks sem virðir hana þess að ljá henni alla krafta sína. Leikarar hafa æft það vel að þeir era frjálslegir í hreyfing- um á sviði og ófeimnir við að tjá tilfínningar á leikrænan hátt. Áð baki býr mikill agi, góð tilsögn og mikil æfíng. Þessi sýning er afar vönduð. Búningar era prýðilegir og ég minnist þess ekki að hafa séð vandaðri sviðsmynd í áhugaleik- húsi en hér gaf að líta. Heiður sólseturshiminn yfir skógarjaðri veittu litlu sviðinu bæði dýpt og rómantískt yfírbragð og hvert húsgagn, hvert tré, litur og áferð, bar þess vitni að hér hefur mark- visst verið unnið að því að skapa sviðsmynd sem er heildstæð og gegnir því hlutverki að fullkomna blekkingu leiksins og gera hann þar með raunveralegan. Og enn hrósa ég Dalvíkingum fyrir leikskrána. Þessi leikskrá er vel úr garði gerð. Hún veitir ítarlegar upplýsingar um verkið og höfundinn, ævisögulegar og menningarsögulegar og verður eflaust til þess að kveikja hjá sýningargestum enn meiri for- vitni um Tsjekhov sem í snilli sinn er sá kraftaverkakall að leiti menn til hans hverfur snjór af götum og tímalaus ylur stuggar vetrarmyrkrinu burt. Guðbrandur Gíslason Laura Biagiotti UOMO Utsölustaðir: CLARA, Kringlunni, SANDRA, Laugavegi, OCULUS, Austurstræti, Snyrtivöruversl. GLÆSIBÆ, SIGURBOGINN, Laugavegi, HOLTSAPOTEK, Langholtsvegi, APÓTEK GARÐABÆJAR, , ANpÓRRA, HafoarfirSi, 'I APOTEK KEFLAVIKUR, s KRISMA, ísafirði, AAAARÖ, Akureyri, HILAAA, Hjlsavík, SNYRTIHUSIÐ, Selfossi. ÖRLYGUR Kristfinnsson við tvö verka sinna. Hólshyman ÖRLYGUR Kristfinnsson heldur málverkasýningu um páskana í Ráðhúsi Siglufjarð- ar. Áður hefur hann haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Á sýningunni sem er opin daglega frá 14-18 eru 28 akrýl- og olíulitamyndir. Myndefnið sækir hann í nán- asta umhverfi, þar sem Hóls- hyman, fjallið fyrir botni fjarðarins, gnæfir yfir bátum í höfninni, húsum eða öðrum atriðum í forgrunni mynd- anna. Örlygur segir myndim- ar vera hugmyndir sínar um Siglufjörð, þó ekki bein eftir- líking af hlutunum eins og þeir eru. Túss og brúnkrít í Grindavík EINAR Lárasson heldur mynd- listarsýningu í bæjarstjórnar- salnum í Grindavík á Víkur- braut 62 í Grindavík dagana 13.-17. arpíl. Einar er fæddur í Reykjavík 1953. Hann hefur tekið þátt í samsýningum í Noregi og hald- ið einkasýningu í Reykjavík. Einar vinnur með tússi, brúnk- rít og akríllitum. Sýningin "verður opin á skír- dag kl. 14-20, föstudaginn langa verður lokað og 15.-17. apríl verður opið frá 14-18. Flókagerð í myndlist að fornu og nýju NÚ stendur yfír 20 ára afmælissýn- ing Textílfé- lagsins í Hafn- arborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, Strand- götu 34, Hafnarfirði. Af því tilefni ætlar Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá að halda fyrir- lestur um flókagerð og sýna litskyggnur í sýningarsalnum í Hafnarborg á miðvikudag kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir hún „Flókagerð í myndlist að fornu og nýju“. Flókagerð er ævagöm- ul aðferð sem hefur nú verið endurvakin í myndlist. Kristín hlaut silfurverðlaun fyrir verk sín á alþjóðlega Textílþríæringn- um í Lodz í Póliandi 1992. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Strendur Islands í Kringlunni í TILEFNI af nýútkominni bók, „Strendur íslands", hefur verið opnuð ljósmyndasýning Guð- mundar P. Ólafssonar í Kringl- unni. Stækkaðar hafa verið upp ljósmyndir úr nýju bókinni ásamt myndum úr bókum hans Perlum Islands og Fuglum Is- lands. Sýningin stendur til 24. apríl. Krístín Jónsdóttir. Gerðu það gott með He Tæknival býður þér hágæða Hewlett-Packard litaprentara, geislaprentara og litaskanna á einstöku verði. Takmarkað magn. Kynntu þér málið. HP DeskJet 520 prentarinn fyrir svarta lítinn. Hljóðlátur, sterkurog hraðvirkur. Gæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu. Tilboösverö: kr. 29.900 stgr. HP DeskJet 320 litaprentarinn. Hljóölátur og fyrirferöalítill. Gæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu og 300 dpi í lit. Tilboðsverö: kr. 32.000 stgr. HP DeskJet 560C litaprentarinn. Hraðvirkur prentari með gæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu og 300 dpi í lit. Tilboösverö: kr. 49.900 stgr. HP DeskJet 1200C litaprentarinn. Öflugur. Hraðvirkur. Gott minni. Hágæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu og 300 dpi í lit. Tilboðsverö: kr. 105.900 stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.