Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 37 MINNINGAR VALDIMAR PÉTURSSON + Valdimar Pét- ursson, Hraunsholti, Garðabæ, fæddist á Setbergi í Garða- hreppi 15. júlí 1902. Hann lest á St. Jósefsspítala 30. marz síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ástríður Einars- dóttir, ættuð úr Mýrdal í V-Skafta- fellssýslu, og Pét- ur Ólafsson ættað- ur úr Kjós og Þingvallasveit. Börn auk Valdimars, Kristín; f. 22.10.1904, d. 18.9.1976, Olaf- ur, f. 17.1. 1907, d. 29. júní 1983, Rannveig, f. 17.10. 1908. Valdimar kvæntist Sigurlaugu Jakobsdóttur frá Hraunsholti í Garðahreppi fyrsta vetrar- dag 1925. Synir þeirra: Guð- mundur Helgi, f. 8.4. 1926, d. 4.6. 1951, Pétur, f. 17.9. 1928, d. 28.11. 1985, Jakob, f. 17.9. 1928, Ástráður, f. 23.5. 1935. Útför Valdimars fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þeirra Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR ÍÍÖTEL LOETLEIDIH Kannski var það hans forgangur að kunna að vera í röð. Hann og amma mín elskuleg voru fyrirhafnarm- innstu öldruðu hjón sem ég hef kynnst, samtaka í sígleði sinni og þakklæti, jafnvel fyrir ekki neitt. Þeirra stóru hjörtu slógu i takt. Þau gerðu engan að verri manni, en flesta að betri mönn- um, með því einu að hlýða lögmálinu, draga andann og vera til. Á engan er hallað en í mínum huga var Valdimar Pétursson ,jafnbesti“ maður sem ég hef hitt, afi allra afa, afi afanna. Meðmæli hans voru hann sjálfur. Njóttu hvíldarinnar, öðlingur, þú hefur skilað þínu af meiri prýði en hægt var til að ætlast. Ég sam- gleðst þér við endurfundi þinna hjartfólgnustu. Um stundir, kveðja, Dagný og fjölskylda. Afi minn, við þökkum þær ljúfu stundir sem við höfum átt saman í Hraunsholti siðustu árin. Þær verða okkur alltaf kærar. Við skulum gleyma grát og sorg: gott er heim að snúa. Láttu þig dreyma bjarta borg, búna þeim er trúa. Sofinn er fífill fagr í haga, mús undir mosa, már á báru. Sof þú nú sæll og sigrgefinn. Sofðu, eg unni þér. (Jónas Hallgr.) Hjördís, Peter og Gils Peter. + Eiginmaður minn, STEINÞÓR ÞÓRÐARSON, Skuggahlið, Norðfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, föstudaginn 7. apríl. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Herdís V. Guðjónsdóttir. t Eiginmaður minn, ÁGÚST KRISTJÁNSSON, Stóragerði 14, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 12. apríl, kl. 10.30. Hulda Pálsdóttir. GÓÐUR og gegn þegn er genginn. Leiðin var löng, stundum býsna ströng, en hann var af þeim meiði, þeim styrka íslenska stofni, sem í dag er fáséðari og brokkgengari en á öndverðri öldinni. Lífshlaup hans einkenndist af algengum aldamótaþankagangi hans kyn- slóðar og grundvallaðist á einföld- um meginreglum sem hann lærði að virða, eflaust með móðurmjólk- inni, trúr uppruna sínum hátt í heila öldina. Fábrotinn lífsstíll, nýtni og virðing fyrir landsins gæðum, grasinu, gróandanum og öllu sem dró andann, ásamt því að hlúa að öllu og öllum sem að honum stóðu virtist vera takmark- ið sem hann stefndi á og náði, bara með því einu að vera til. Þvílík vöggugjöf. Hann fæddist vissulega með sína silfurskeið í sínum munni, svo ríkur af visku og gæðum, og kvaddi moldríkur af reynslu og andlegum auðæfum. Hann lifði nánast öldina án þess að læra að krefjast og hlédrægni hans gerði hann áhugaverðan. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokailaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN VILHJÁLMSSON framkvæmdastjóri, Laufásvegi 59, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum að morgni 4. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl kl. 10.30. Jón P. Kristinsson, Anna S. Kristinsdóttir Fredriksen, Finn R. Fredriksen, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför elskulegs eiginmanns míns, BJÖRNS AUÐUNS HARALDSSONAR BLÖNDAL, Stffluseli 8, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Samtök um byggingu tónlistarhús. Elien Þóra Snæbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÓN ÓLAFSSON húsgagnasmfðameistari, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 29. mars, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudag- in 11. apríl kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow eða aðra líknarsjóði njóta þess. Jóhanna Kristjónsdóttir, Ingvi J. Viktorsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR, Háaleitisbraut 33, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. apríl nk. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Georg Jónsson, Eyjólfur Þ. Georgsson, Halldóra Ólafsdóttir, Birgir Georgsson, Eydís B. Hilmarsdóttir, Helga U. Georgsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Edda J. Georgsdóttir, Albert Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + SVEINN ÞORKELSSON, Laugarnesvegi 63, sem lést 4. apríl sl., verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 15.00. Brynhildur Sigurðardóttir, Sveinn Brynjar Sveinsson, Guðveig B. Guðmundsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Elma Björk Sveinsdóttir, Björn J. Björnsson, Arnar Þór Sveinsson, Signý Magnúsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, JAKOBÍNU ANNASDÓTTUR, sem lést 25. mars síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Jónsson, Laufási. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, OTTÓJÓNSSON menntaskólakennari, Rekagranda 2 sem lést í Borgarspítalanum 9. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. apríl kl. 10.30. Jón Gunnar Ottósson, Margrét Frfmannsdóttir, Gunnhildur Ottósdóttir, Bryndís Ottósdóttir, Guðmundur Geirsson, Guðbjörg Ottósdóttir, Ottó Karl Ottósson, Hildur Ýr Ottósdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástvinar okkar og föður, GUÐNA STEINDÓRS BJÖRNSSONAR skipstjóra, Unnarbraut 15, Seltjarnarnesi. Helga Jenný Guðnadóttir, Ólöf Friðriksdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ELÍNAR BJARGAR GUÐBJARTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrun- ar- og dvalarheimilisins Hornbrekku, Ólafsfirði, fyrir alla aðstoð og umönnun. Sigurlfna Sigurðardóttir, Þorsteinn M. Einarsson, Anna Gunnlaugsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.