Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir LÖGREGLUMENN koma með fyrstu kjörgögn í Ráðhús Reykjavíkur á laugardag. höfðu verið límdar á strætisvagna, rafmagnskassa og veggi húsa, en slíkt brýtur í bága við lögreg- lusamþykkt. Þýfi fannst í bíl Um hádegi á laugardag urðu eldri hjón fyrir bifreið við gatna- mót Dunhaga og Hjarðarhaga. Meiðsli þeirra virtust minniháttar. Skömmu eftir miðnætti varð harð- ur árekstur með tveimur bifreiðum á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Okumaður annarrar bifreiðarinnar var fiuttur á slysa- deild. Aðfaranótt sunnudags varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Kringlunni. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. í báð- um tilvikum var um minniháttar meiðsli að ræða. Önnur umferðar- slys voru eftir árekstra bifreiða á eða við gatnamót. Aðfaranótt laugardags handt- óku lögreglumenn ölvaðan mann á reiðhjóli í Vesturborginni eftir að sá hafði valdið skemmdum á þremur bifreiðum við Öldugötu. Á laugardagsmorgun voru tveir ung- ir menn handieknir eftir að hafa verið stöðvaðir á bifreið á Suður- landsbraut og í henni fannst þýfi úr innbroti. Ökumaður reyndist réttindalaus. Unglingur færður foreldrum Skömmu fyrir miðnætti á laug- ardag sáu lögreglumenn 14 ára ungling á ferli í Háholti. Þar sem hann gat ekki gert grein fyrir ferð- um sínum utan dyra á þessum tíma var hann færður í hendur foreldr- um sínum. Með betra tíðarfari eykst öku- hraðinn. Um helgina voru 29 öku- menn kærðir fyrir að aka of hratt og 30 aðrir voru áminntir. Áminn- ingar verða færðar í ökuferils- skrána. Stolinna bíla leitað RANNSÓKNARDEILD lögreglunn- ar í Hafnarfírði leitar upplýsinga um tvær stolnar bifreiðir og um ákeyrslu á bifreið. Ö-7044, ljósbrún, sanseruð Toyota Carina 1982, var stolið frá Arnar- hrauni 41 í Hafnarfirði aðfaranótt föstudagsins 7. apríi. R-42383, mosagræn Mazda 323 1991, var stol- ið frá Fagrabergi 30 í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags 8. apríl. í gærmorgun kl. 9.15 var ekið á bifreiðina KT-096, sem er grá fólks- bifreið af Lancer-gerð, þar sem hún stóð á bílastæði fyrir utan Bæjarholt 1 í Hafnarfirði. Grunur leikur á að guibrúnum Cherokee-jeppa hafi verið ekið á bifreiðina. Ökumaður jeppans er beðinn að gefa sig fram við rann- sóknardeild og/eða þeir sem urðu vitni að ákeyrslunni. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 08.04.1995 4 )Mo;(i9: : 22^(23" FJÖLDl VINNINGAR VINNINGSHAFA 1.5 af 5 3. 4 al 5 4. 3 al 5 117 3.271 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 2.010.590 55.370 4.890 400 Heildarvinningsupphæö: 4.223.340 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ^SSSSSSSSSSSS sl Fullbúð 5 aí fallegum fötum j ! ogskóm B | - Fötin æm börnin vilja -» ENGIABÖRNÍN S | Bankastrceti 10 sími 552-2201 k d sssssssssss FÆRSLUR í dagbókina eru 463 eftir helgina. Skráðir eru 26 árekstrar, 9 umferð- arslys, 11 innbrot, 6 þjófnaðir og 5 líkamsmeiðingar. Tveir ölvaðir ökumenn lentu í umferðaróhöpp- um og 7 aðrir ökumenn eru grun- aðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Afskipti lögreglumanna vegna hávaða og ónæðis innan dyra að næturlagi voru 15 talsins. I flest- um tilvikum var um að ræða ölvað fólk er láðist að taka tillit til ann- arra íbúa í sama húsi. Á síðasta ári var 1.266 sinnum kvartað vegna hávaða innan dyra. Auk þess þurfa lögreglumenn skv. dag- bók að hafa afskipti af u.þ.b. 300 öðrum ágreiningsmálum á ári hverju. Af þeim eru 30-40 vegna ágreinings á milli nágranna (eða íbúa í sama húsi). Lögreglan leysir ágreining Tilefnið er margbreytilegt, s.s. sambýlisörðugleikar, skipting og afnot lóðar, umgengni um sam- eign, hvort garðhliðið eigi að vera lokað eða ekki, hver eigi að hafa afnot af ómerktu bílastæði, ónæði að kvöld- eða næturlagi, fyllirí, þátttaka í viðhaldi húseigna, skipt- ar skoðanir um ólík mál o.s.frv. Mörg ágreiningsmálin eru á milli sambýlisfólks, „vina“, leigjenda og leigusala, einstaklinga eða opin- berra aðila o.s.frv. Málin eru oft- ast leyst á staðnum, a.m.k. til bráðabirgða. Algengast er að lög- reglan sé kölluð til þegar eitthvað mikið hefur gengið á lengi, en síð- ur ef um einstök ágreiningsefni er að ræða. Ef um langvarandi eijur er að ræða getur reynst nauðsynlegt að leita lögfræðiað- stoðar og í undantekningartilvik- um til dómstóla. I einstaka tilfell- um er um að ræða einstaklinga, 1.266 kvart- anir vegna hávaðainn- andyra 1994 7.-10. apríl sem varla teijast í sameignarhús- um hæfir. Stundum á þetta fólk við geðræn vandamál að stríða, stundum stafar ágreiningurinn af þráhyggju, hatri, öfund eða um er að ræða fólk, sem einfaldlega nærist á eijum og leiðindum. Ná- grannaeijur, sem og aðrar eijur, eru margflókin fyrirbrigði er markast fyrst og fremst af hegðun manna, slæmri framkomu, nei- kvæðu viðhorfi og skorti á málam- iðlunarhæfni. Það er því fátt dýr- mætara en góðir grannar. Næturgestir fengu að kjósa Helgin var i heild stórtíðindalít- il. Þó þurftu lögreglumenn 54 sinn- um að hafa afskipti af ölvuðu fólki er ekki kunni fótum sínum forráð. 34 gistu fangageymslurnar en þá einstaklinga er vista þurfti á laug- ardag var ekki haldið lengur inni en svo að þeir gætu neytt atkvæð- isréttar síns. Talsverð vinna var hjá lögreglunni vegna alþingis- kosninganna. Lögreglumenn voru á öllum kjörstöðum, önnuðust umsjón flutninga á kjörkössum og kjörgögnum, aðstoðuðu við taln- ingu o.fl. Það er samdóma álit þeirra er voru í Ráðhúsinu að skoða þurfi hvort ekki sé til hent- ugra húsnæði í borginni til þeirra starfa. Gerð var athugasemd við að framboðsauglýsingar sem ÍTALSKI BOLTINN Nr. Leikur: Röðirt: Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Parma-Milan - - 2 2. Juventus - Torino - - 2 3. Napoli - Roma - X - 4. Bari - Fiorentina - X - 5. Sampdoria - Cremonese 1 - - 6. Inter-Genoa 1 - - 7. Lazio - Reggiana 1 - - 8. Brescia - Padova - - 2 9. Vicenza - Átalanta 1 - - 10. Lucchese - Verona - - 2 11. Chicvo - Cescna - X - 12. Perugia - Venezia 1 - - 13. Palcrmo - Coscnza 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 12 milljón krónur 13 réttir: 681.310 1 kr. 12 rcttir: 14.490 J kr. 11 réttir: 970 J kr. 10 réttir: 0 J kr. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 41 14. leikvika, 8.-9.april 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Degerfors - Malmö FF - - 2 2. Halmstad - Helsingbrg 1 - - 3. Hammarby - Frölunda 1 - - 4. Trelleborg - Örebro - X - 5. Öster-AIK - - 2 6. Man. Utd. - C. Palace - X - 7. Tottcnham - Everton - - 2 8. Newcastle - Norwich 1 - - 9. Liverpool - Leeds - - 2 10. QPR - Arsenal 1 - - 11. Notth For. - West Ham - X - 12. ShelT. Wed - Leicester 1 - - 13. Bristol C. - Tranmere - - 2 Heildarvhmingsupphæðin: 86 milljón krónur 13 réttir: 2.885.040 | kr. 12 réttir: 55.460 J kr. 11 réttir: 4.170 J kr. 10 réttir: 1.000 J kr. Nýtt g reiðslu kortatíma bil hefst í dag á páskaliljum í potti HAGKAUP fyrir fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.