Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Páskatilboð MINNINGAR (jtczsitegir 3ja rétta matseðtar aðeins & 2.200 ^tdanir í sírfi°' Festu þjófinn a mynd Eftirlitskerfi frá PHiuPSog sanyo TIME-LAPSE myndbandstækl meðallt að 960 klst. upptöku. Sjónvarpsmyndavélar og sjónvarpsskjáir. &:l TÆKNI- OG TÖLVUDEILD Heimilistæki hf. SÆTUNI 8 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 69 15 00 • BEINN SÍMI 69 14 00 • FAX 69 15 55 KJARTAN GÍSLASON + Kjartan Runólf- ur Gíslason fæddist í Suður- Nýjabæ í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu 21. júlí 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 1. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Gestsson, bóndi S- Nýjábæ, og Guðrún Magnúsdóttir frá Háarima. Kjartan var niundi í röð þrettán barna þeirra hjóna, en fyrir átti Gísli soninn Kristin. Tíu þeirra eru nú látin, auk Kjartans, þau Kristinn, Ingimundur, Gestur, Jónina, Gísli, Guðbjörg, Guðjón, Dagbjartur og Ágúst. Þau sem eftir lifa eru Soffía, Dagbjört, Óskar og Ágúst. Hinn 31. októ- ber 1942 kvæntist Kjartan eftir- lifandi konu sinni Þórleifu Guð- jónsdóttur sem fæddist í Fagur- hól í Vestmannaeyjum 30. jan- úar 1923. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 6.12. 1941, d. 8.9. 1993. Hún var gift Ársæli Ár- sælssyni og áttu þau fjóra syni. 2) Sigurbjartur, f. 22.4. 1945, kvæntur Arndísi Gísladóttur. Eiga þau þijú börn. 3) Eygló, f. 23.6.1946. Hún á fjögur börn. 4) Laufey Jóna, f. 13.3. 1948, gift Ingva Rafni Sigurðssyni. Þau eiga þrjár dætur. 5) Ásta, f. 19.2.1950, gift Hauki Sigurðs- Diplomat Gstölvur 486 DX2 66 MHz VESA Local líus, hljóðkort, 8 Mb minni, 240 Mb 111)1) Verð kr. 189.900,- ^BGÐEIND Austurströnd 12. Sími 561 -2061. Fax 561 -2081 syni. Þau eiga fjög- ur börn. 6) Erla, f. 11.9. 1957, gift Ósk- ari G. Björnssyni. Þau eiga fjóra syni. 7) Sigurborg, f. 10.5. 1962, gift Pétri Birgissyni. Þau eiga tvo syni. 8) Guðjón, f. 27.8. 1964, kvæntur Brynhildi Jónsdótt- ur og eiga þau tvær dætur. Barna- barnabörnin eru 11. Kjartan fór 15 ára til Keflavikur og var þar á sjó á veturna fram undir tvítugt en þá fór hann til Vestmanna- eyja. Var hann þar á sjó og fór í vélskóla sem veitti honum vél- stjóraréttindi. Um 1940 fluttist hann í Þykkvabæinn og J>ar fæddust tvö elstu börnin. Árið 1945 fór fjölskyldan til Vest- mannaeyja og var Kjartan þar á sjó, m.a. á Gísla Johnsen sem sigldi milli Stokkseyrar og Vest- mannaeyja. Kjartan fékk yfir- vélsljóraréttindi 1951. Árið 1956 keypti hann fiskbúðina við Bárugötu og rak hann þar fisk- búð allt til 1973 er gaus á Heimaey. Þá fluttist fjölskyldan til Selfoss og sá Kjartan þar um rekstur fiskbúðar KÁ til ársins 1990, þá 74 ára. Utför Kjartans fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. VIÐ andlát Kjartans, tengdaföður míns, leita tvær minningar sterkar á huga minn en aðrar, og báðar eru frá upphafi okkar kynna. Ég hitti þau fyrst, Þóru og Kjart- an, kvöldið fyrir þjóðhátíð 1971. Þá höfðum við Ásta þekkst i þijá mán- uði. Það var hásumar, byijað að rökkva á kvöldin og Eyjaseiðurinn togaði. Við komum Guðrúnu litlu Gyðu Ástudóttur í fóstur og brugð- um okkur til Vestmannaeyja á þjóð- hátíð, enda vís gisting og annað atlæti í Birkihlíðinni, hjá þeim gömlu, og á Hraunslóð, „hjá henni Rúnu systur og Ársæli“, sagði Ásta. Þegar við komum heim í Birkihlíð þama um kvöldið, beint af flugvell- inum, stóð þjóðhátíðarundirbúning- urinn yfir að venju; búið var að tjalda inni í dal en matföng var verið að útbúa í eldhúsinu. Koffort stóð opið á gólfinu og lunda, hangi- kjöti, smjöri og öðru góðmeti var hlaðið þar ofan í. Húsið var fullt af fólki, bæði heimamönnum og gestum, og mikill erill. Þóra var í eldhúsinu að sinna matnum ásamt Rúnu, en Kjartan veitti gestum sín- um lífsins vatn og kaffi frammi í herberginu sínu. Það var stemmning í húsinu og allt var lifandi. Réttu ári seinna komum við Ásta aftur í heimsókn í Birkihlíðina, búin að vera gift í tvo daga og áttum orðið tvö börn, sem voru með okk- ur. Ekki varð sú dvöl síðri en hin fyrri; hughrifin þó önnur, enda ábúðarfull barnafjölskylda á ferð í þetta skiptið en ekki galsafengið ungt fólk á leið á þjóðhátíð. I þessari ferð gengum við á Heimaklett í renniblíðu, og tókum mýgrút mynda á nýju myndavélina lykillinn að eilífri æsku? Eitt hæsta hlutfall Q-10 i frumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar framleiðslu á því og getur það leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótímabærrar öldrunar. Hlutverk Coensims Q-10 er að breyta næringarefnum í orku í sérhverri ffumu líkamans þegar fæðan er brotin niður. Auk þess hefur það sterk andoxandi áhrif. Þá sem skortir Q-10 geta fundið greinilegan mun eftir neyslu þess í nokkum tíma, í auknu þreki og betri líðan, en jafnframt er stuðlað að heilbrigðari efri árum. ÉL leilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni íijirt/ okkar, sem við höfðum fengið í brúð- kaupsgjöf. Erla mágkona var með í för, og niðri á Bárugötu, við horn- ið á fiskbúðinni, stóð Kjartan með kíki og fylgdist áhyggjufullur með uppgöngunni. Ekki mun honum hafa litist á þegar nýi tengdasonur- inn leiddi dætur hans beint upp sundurgrafna lundabyggð í brekku uppi í klettinum í stað þess að fara venjulega leið, til hliðar við brekk- una um klettaurð og upp á hrygg- inn. En ég átti prik hjá-honum á móti þessu axarskafti: A brúðkaups- daginn okkar Ástu, nokkrum dögum fyrr, hafði ég látið verða mitt fyrsta verk, nýkominn úr kirkjunni og í smókingnum, að bjarga saltfiski, sem ég var að sólþurrka á svölun- um, undan regnskúr. Fiskurinn var rétt að verða fullþurr og varð enda hið mesta lostæti. Ég held ég hafi lifað nokkuð lengi á þessu framtaki hjá Kjartani. Svo gaus í Vestmannaeyjum hálfu ári seinna og myndirnar okkar úr klettinum yfir bæinn og Urðimar urðu enn merkilegri en áður og mikið skoðaðar. Kjartan og Þóra fluttu ekki til baka eftir gos heldur settust að á Selfossi þegar fram liðu stundir, þar sem þau hafa búið síðan. Fyrst í stað, eftir að gosið hófst, voru þau á Stokkseyri, en Kjartan hóf þegar störf fyrir Kaupfélag Árnesinga, í fiskbúð félagsins á Selfossi. Um haustið fluttu þau síðan í viðlaga- sjóðshús við Úthaga á Selfossi, og tveimur árum seinna á Sunnuveg 11, þar sem síðan hefur verið móts- staður þessarar samhentu fjöl- skyldu. Kjartan mundi tímana tvenna í ýmsum skilningi: gagnstætt þæg- indum nútímans i flestum greinum mundi hann vinnuhörkuna, hinn illa aðbúnað verkafólks og sjómanna, samgönguerfiðleikana, kuldann og vosbúðina. Hann var aðeins þrettán ára þegar hann fór fyrst á vertíð, gangandi úr Þykkvabænum til Keflavíkur. Nokkru seinna lá leiðin til Eyja, einnig til sjóróðra. Eina vertíðina þar voru þeir saman á Sleipni VE, Kjartan og Óskar bróð- ir hans, og þá voru þeir níu á netun- um á þessum íjórtán tonna báti, sem varla væri kallaður annað en trilla nú til dags. En þrátt fyrir allt þetta var greinilega bjart yfir minningum hans frá þessum árum og frá mörgu að segja, oftar en ekki einhveiju kátlegu. I Vestmannaeyjum urðu miklar breytingar á högum Kjartans því þar hitti hann Þóru Guðjóns í Fag- urhól. Þau hófu búskap heima hjá honum í Suður-Nýjabæ í Þykkva- bænum árið 1940, með Gísla og Guðrúnu, foreldrum hans. Þar fædd- ust tvö elstu börnin, Guðrún og Sig- urbjartur, en um haustið 1945 fluttu þau til Eyja, þar sem hin börnin sex fæddust. Kjartan hafði tekið vélstjórapróf í Eyjum og reri hann nú á ýmsum bátum sem vélstjóri allmörg næstu ár. Það var svo um miðjan sjötta áratuginn að hálfbróðir Þóru, Ant- on, sem rekið hafði fiskbúðina við Bárugötu, veiktist, og tók Kjartan þá að hlaupa í skarðið í búðinni. Skömmu síðar tók hann svo alfarið við rekstri hennar. Eftir það varð hann þekktur borgari í Eyjum sem Kjartan físksali; ég hef ég fyrir satt, að kunnátta og vönduð vinnubrögð við alla verkun og meðferð, hafi verið hans aðal. Og nætursaltaðan fisk hef ég ekki fengið betri en frá honum. Það var svo sem sama hvað Kjart- an tók sér fyrir hendur, trésmíði, húsbyggingu, kartöflurækt, allt var vandað og vel gert. Þess bera merki, meðal annars, litlu sveitabæirnir, sem hann smíðaði nokkra, í mynd gamla bæjarins heima að Suður- Nýjabæ. Hann fæddist í því húsi og þar byijuðu þau að búa, hann og Þóra. Þessa bæi og fleiri gripi tók hann til að smíða úti í bílskúr heima á Sunnuvegi nú hin síðari ár, eftir að hann lét af störfum hjá Kaupfélagi Árnesinga fyrir nokkr- um árum. Þeir prýða nú nokkur heimili barna og barnabarna. Þá er dúkkum víða vaggað i ró í vöggun- um sem hann smíðaði á þessu tíma- bili. Þannig var Kjartan sístarfandi fram undir það síðasta, þegar krabbameinið heltók hann. Hann var lifandi maður alla sína daga, en dulur, og bar ekki erfiðleika sína á torg þegar þeir steðjuðu að, eins og gerist í lífi okkar allra einhvern tíma, heldur glímdi hann við þá sjálfur með sínum hætti; þannig varð það að vera. Fyrir einu og hálfu ári lést hún Rúna mágkona, elsta dóttirin. Það var mikið áfall Kjartani og Þóru, eins og öðrum ástvinum hennar, og ég veit ekki hvort hann jafnaði sig nokkum tíma eftir það. Ég nefndi hér á undan samhenta fjölskyldu þeirra Þóru og afkomenda þeirra; milli fimmtíu og sextíu erum við, og það vekur athygli hve mörg barnaböm í þessum hópi heita eftir þeim. Maður gæti haldið að ekki væri úr mörgum nöfnum að velja, eða hugmyndaauðgi okkar foreldra þessara barna allra, sem skírð hafa verið eftir ömmunni Þóru og afanum Kjartani, væri svona lítil, en sú er ekki ástæðan, segi ég, heldur er verið að lýsa viðhorfi barnanna til foreldra sinna með þessum nafngift- um. Við tengdabörnin erum þakklát fyrir samfylgdina við Kjartan, og er víst, að minning hans lifír með okkur. Haukur Sigurðsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Með þessum ljóðlínum og nokkr- um orðum langar okkur systkinin að kveðja okkar elskulega afa, Kjartan. Þær eru margar minning- arnar sem fara í gegnum huga okk- ar þegar litið er til baka og aliar eru þær okkur kærar og hlýjar. Þegar við vorum yngri var alltaf spennandi að fara í heimsókn til ömmu og afa á Selfoss og fannst okkur eins og við værum að fara í langt ferðalag þó ekki væri nema um klukkustundar akstur þangað. Þegar við komum á Sunnuveg tók afí á móti okkur í anddyrinu með hendur í vösum, stríðnisglampa í augum og tilbúinn að kitla, elta eða stríða okkur smávegis og skemmti hann sér ekki síður en við. Þetta lýsir afa Kjartani vel því hann var sérlega barngóður. Þegar farið var heim fór "fí og sótti harð- Aðalfundur Aðalfundur Hafnarfjarðardeildar Rauða kross íslands verður haldinn kl. 17.30 í húsnæði deildarinnar í Bæjarhrauni 2. 24. apríl nk. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.