Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameining Stykkishólms og Helgafellssveitar felld í kosningum Líklega þarf að kjósa nýjar sveitarstjómir megin við páska. Kosið var um sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar þann 16. apríl í fyrra, en Hæsti- réttur dæmdi þær kosningar ólög- mætar 8. desember 1994 í máli, sem Hólmfríður J. Hauksdóttir, Arnarstöðum í Hellgafellssveit, höfðaði til að fá sameiningunni hnekkt. Þann 16. maí í fyrra hafði félagsmálaráðherra gefíð út aug- lýsingu um sameiningu sveitarfé- laganna og á grundvelli hennar fóru fram almennar Sveitarstjóm- arkosningar í sameinaða sveitarfé- laginu 28. maí, en þær voru felld- ar úr gildi og endurteknar 1. októ- ber. TILLAGA um sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar í eitt sveitarfélag var felld á jöfn- um atkvæðum í Helgafellssveit í kosningum sem fram fóru sam- hliða alþingiskosningunum síðast- liðmn laugardag. í Helgafellssveit greiddu 25 íbú- ar atkvæði með sameiningunni en 25 voru á móti og einn atkvæða- seðill var auður. í Stykkishólmi var sameining sveitarfélaganna samþykkt með 374 atkvæðum gegn 289. Að sögn Húnboga Þorsteinsson- ar, skrifstofustjóra í félagsmála- ráðuneytinu, höfðu ráðuneytinu í gær ekki borist neinar formlegar upplýsingar um niðurstöður kosn- inganna. Hann sagði að i fljótu bragði væri þó ekki hægt að sjá annað en að sameiningin væri fall- in og það kallaði á nýjar sveitar- stjórnir. „Við eigum samt eftir að fara yfir málið, en þannig blasir það við,“ sagði Húnbogi. Niðurstaða væntan- leg fljótlega Aðspurður hvenær líklegt væri að gengið yrði til sveitarstjórnar- kosninga í sveitarfélögunum sagði hann að ræða þyrfti það mál við heimamenn. Fyrst yrði farið yfir málið í ráðuneytinu og ætti niður- staðan að liggja fyrir öðru hvoru 99 ára kjósandi Fimm unglingar réðust á mann Stykkishólmi. Morgunblaðið KOSIÐ var utan- kjörstaðar á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi fyrir alþingiskosning- arnar. Það bar helst til tíðinda að elsta konan sem þar dvelur, Herdls Gísladóttir frá Saurhóli í Dala- sýslu, var mætt og kom í göngu- grindinni sinni. Hjördís er merkilega ern þótt hún sé að verða 100 ára gömul og var alveg klár á því hvað hún ætlaði að kjósa. Herdís les enn > gleraugnalaust og er minnið eftir því. Það eina sem háir henni sér- stakiega, segir Herdís, er að hún er farin að tapa heyrn. Annars hefur hún alltaf verið hraust og svo er Guði fyrir að þakka, segir hún, og brosir við. FIMM unglingspiltar á aldrinum 15 til 19 ára réðust á sunnudags- morgun á mann á þrítugsaldri á Skólavegi í Vestmannaeyjum og spörkuðu í hann. Maðurinn hlaut áverka á baki, höndum, fótum og höfði. Að sögn Tryggva Kr. Ólafsson- ar, lögreglufulltrúa, náði maðurinn að beygja sig í keng og bera hend- ur fyrir andlit sér. Hann var flutt- ur á sjúkrahús og var þar undir eftirliti lækna fram á dag á sunnu- dag. Meiðsli hans reyndust minni en á horfðist í fyrstu. Áverkar voru aðallega á baki og höndum og hann var með skurð á höfði. Þá kvartaði hann undan eymslum í hné og var settur í gips. Vegfarandi kom að piltunum þar sem þeir voru að sparka í manninn og hlupu þeir þá í burtu. Einn þeirra náðist og gisti hann fangageymslur. Búið er að yfir- heyra hina fjóra og telst málið upplýst. Að sögn Tryggva var engin sérstök ástæða fyrir árás- inni. Ákæra verður gefin út á hendur piltunum, sem hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Óvenju mikið um líkamsárásir Tryggvi segir óvenju mikið hafa verið um líkamsárásir í Vest- mannaeyjum undanfarið. Tvær minniháttar líkamsárásir voru þessa sömu nótt og frá áramótum eru þær orðnar á annan tug. Tryggvi segir tvær þeirra alvar- legri en árás fimmmenninganna en hún sé hins vegar sú fólskuleg- asta. Utfærsla kosningalaganna Skila sanngjarnri úthlutun Þorkell Helgason Núverandi kosninga- fyrirkomulagi var fyrst beitt í kosn- ingunum 1987, en þá var þingmönnum fjölgað úr 60 í 63 og þingmönnum Reykjavíkur og Reykja- néss fjölgað sérstaklega tii að jafna vægi atkvæða. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar síðan, en margir telja að núver- andi kosningafyrirkomu- lag verði ekki þróað frekar og knýjandi sé að breyta því. Þorkell Helgason, doktor í stærðfræði, og ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, átti stóran þátt í að móta gildandi kosningafyrir- komulag. Þetta er í þriðja skipti sem kosið hefur verið eftir þessu kosningafyrirkomulagi. Hver hefur reynslan verið? -Fyrst verður að spyija að þvi hver voru markmiðin með þeim breytingum sem gerðar voru og hvort þau hafi náðst. í fyrsta lagi var að því stefnt að það næðist sem mestur jöfnuður í úthlutun þingsæta á milli flokkanna. Það markmið hefur náðst algjörlega í þessi þrjú skipti sem kosið hefur verið eftir lögunum. Það má geta þess sérstaklega að enda þótt stjórnarflokkarnir hafi til samans ekki nema 48,5% gildra atkvæða og fá út á það meirihluta þing- sæta, 32 af 63, þá er það ekkert óeðlilegt. Ef atkvæðin í kjördæ- munum væru öll lögð saman, iitið á landið allt sem eitt kjördæmi, og 63 þingsætum skipt á grund- velli þess þá yrði niðurstaðan sú sama. Hitt meginmarkmiðið var að draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu. Það var alls ekki stefnt að fullri jöfnun á því sviði, heldur áð draga úr því misvægi sem var. Síðan hefur reyndar sigið aftur á ógæfuhliðina vegna aukinna bú- ferlaflutninga á suðvesturhomið. Með breytingum á kosningalögun- um fyrir kosningarnar nú var reynt að bregðast við því annars vegar með því að festa flökkusætið í Reykjavík og hins vegar fluttist eitt þingsæti frá Norðurlandskjör- dæmi eystra til Reykjaness vegna sjálfvirkra ákvæða í kosningalög- unum. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun hvort menn vilja hafa þetta misvægi og þá hversu mikið. Kosningalög eru bundin af þeim stjórnarskrárramma að það skuli vera jöfnuður milli flokkanna, landinu skuli vera skipt upp í kjör- dæmi og þau með mismunandi atkvæðavægi. Þessar þrjár for- sendur gera það fræðilega alltaf mjög örðugt að raða þingsætum niður á listana í kjördæmunum þannig að mönnum finnist það fyllilega eðlileg úthlutun. Ég hef gert á þessu dálitlar stærðfræði- legar rannsóknir og þykist þess vegna hafa viðmiðun um hvað sé eðlileg úthlutun innan þessa ramma. Staðreyndin er sú að með einni undantekningu eða svo, þá uppfyllir úthlutunin núna þá fræðilegu sanngirnis- og gæða- mælikvarða sem eðli- legt er að setja. Við úthlutunina árið 1991 var þetta nákvæmlega „hin eina sanngjama“ úthlutun. Það sem ég er að segja er það að þó mönnum finnist það ankannalegt að annars vegar nái þingmaður kjöri út á 651 atkvæði eins og á Vestfjörðum nú á sama tíma og þriðji maður á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík nær ekki kjöri þó hann sé með 3.248 at- kvæði á bak við sig, þ.e.a.s. nær fimm sinnum fleiri atkvæði, þá er ►Þorkell Helgason er fæddur í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1942. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1962 og háskólaprófi í stærðfræði frá háskólanum í Miinchen árið 1967. Hann nam síðan við Massachusetts Instit- ute of Technology í Bandaríkj- únum oglauk þaðan doktors- prófi árið 1971. Eftir að heim kom hóf hann störf á Raunvís- indastofnun Háskóla íslands, varð síðan dósent við skólann og loks prófessor í stærðfræði við HÍ árið 1985, auk þess að vera forstöðumaður reikni- fræðistofnunar HÍ á tímabili. Hann varð aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingaráðherra árið 1991 og ráðuneytissfjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins árið 1993. Þorkell er kvæntur Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara svo ekki vegna þeirra forsendna sem gengið er út frá. Þetta er bara afleiðing af því að gerð er sú krafa að Vestfirðir fái fímm þingmenn og að Framsóknar- flokkurinn fái ekki fleiri en 15 þingmenn af því landsfylgi hans er ekki meira en sem því nemur. Það er ekki hægt að auka réttlæt- ið með því að hnika úthlutuninni eitthvað til að gefnum þessum for- sendum. Lögin eru gagnrýnd fyrir það að vera mjög flókin og ég tek und- ir það, en hafa verður í huga að þetta var málamiðlun þingmanna á milli ólíkra sjónarmiða. Það er stundum sagt að ég hafí samið þetta, en það er tóm vitleysa. Ég hjálpaði þeim við að koma þessu á blað og reikna út dæmi. Ég tel hins vegar að lausnin hafi skilað sanngjamri úthlutun, það eru nán- ast engin frávik frá því. - Er hægt að þróa þetta kosn- ingafyrirkomulag frekar eða verð- ur að taka upp eitthvað nýtt í framtíðinni? - Ég held að það sé hægt að ná_þessum sömu markmiðum með eitthvað einfaldari hætti, en veru- leg einföldun næst ekki með öðru móti en því að breyta umtalsvert stjórnarskrárákvæðun- um, þ.e.a.s. kjördæma- skipaninni. Annað hvort þarf að fækka kjördæmum eða jafna stærð þeirra og ríg- binda það ekki að það skuli vera svo og svo margir þingmenn í hveiju kjördæmi. En það ber að hafa það í huga að þegar stjómar- skrárbreytingin var gerð 1983, höfðu litlu kjördæmin verið með 6 og jafnvel 7 þingmenn og þar af 5 sem voru örugglega kjördæma- kjörnir. Það var verið að fækka þingmönnum þeirra, en ekki náðist samkomulag um stærra skref í það skipti. Stef nt að jöfnuði milli flokka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.