Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 ALÞINGISKOSIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ JHwgtiiiIiIfifrffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ VIÐREISN NIÐURSTAÐA þingkosninganna sl. laugardag er ótvíræð. Þjóðin hefur veitt Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki um- boð til þess að endurnýja stjórnarsamstarf sitt til næstu fjögurra ára. Þetta eru merkileg tíðindi í ljósi sögunnar en þessir tveir flokkar stóðu að bezt heppnuðu ríkisstjórn lýðveldisins, Viðreisnarstjórninni fyrri, sem sat að völdum í þrjú kjörtimabil. Nú gefst tækifæri til að halda áfram á þessari braut og það tækifæri eiga stjórnarflokkarnir að nota. Það er afrek út af fyrir sig að stjórna landinu í fjögur ár í einni erfiðustu kreppu í efnahags- og atvinnumálum, sem yfir þjóðina hefur gengið á þessari öld og fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að stjórna áfram. Nánast undan- tekningarlaust hafa stjórnarflokkar orðið að þola erfiða útkomu í kosningum eftir slíkt tímabil. Þessari ríkisstjórn og þeim tveimur flokkum, sem að henni standa hefur því verið sýnt óvenjulegt traust með niðurstöðu kosninganna. Frá því að úrslitin lágu fyrir hafa verið töluverðar umræður um, að erfitt sé að stjórna landinu við núver- andi aðstæður með svo naumum meirihluta. Þetta er ná- kvæmlega sami meirihluti og Viðreisnarstjórnin fyrri bjó við í tvö kjörtímabil af þremur. Bent er á, að nú starfi stjórnmálamenn í sviðsljósi fjölmiðlanna og hver og einn fari sínu fram, ef honum hentar og ekki ríki sami agi í þingflokkum og tíðkaðist áður fyrr. Vafalaust er það rétt. Það mun áreiðanlega kosta mikla vinnu og margvíslegar fórnir og erfiðar málamiðlanir að halda þingmönnum stjórnarflokkanna við efnið. En ekki kostar það minni vinnu að bæta þriðja hjóli undir þennan vagn. Þegar á allt er litið eiga stjórnarflokkarnir að láta á það reyna, hvort samstarf þeirra getur gengið upp, þótt meirihlutinn sé naumur. Stundum er meira að segja betra að stjórna með svo litlum meirihluta, að ekki má út af bregða. Menn spyija, hvort stjórnarflokkarnir geti náð saman um margvísleg ágreiningsmál, sem upp hafa komið þeirra í milli. Þeir hafa starfað saman í fjögur ár og þeir hafa leyst þau ágreiningsmál, sem upp hafa komið. Hvers vegna skyldi það ekki geta gengið í önnur fjögur ár? Ekki væri auðveldara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að semja við Fram- sóknarflokkinn um margvísleg ágreiningsmál þeirra tveggja flokka eða við Alþýðubandalagið. Það sem raunverulega hefur skyggt á samstarf þessara tveggja flokka síðustu fjögur ár er sú staðreynd, að sam- skipti forystusveita þeirra hefðu mátt vera betri. Þeir hafa lokið fjögurra ára samstarfi og eru reynslunni ríkari og þekkja betur hvor annan. Þess vegna geta ágreinings- mál af þessu tagi ekki komið í veg fyrir áframhald Við- reisnar og eiga alls ekki að koma í veg fyrir endurnýjað stjórnarsamstarf. Forystumenn stjórnarflokkanna beggja, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa áunnið sér vaxandi traust á þessum fjórum árum. Báðir þóttu skara fram úr í kosningabaráttunni og voru burðarásar í baráttu flokka sinna. Davíð Oddssyni tókst að tryggja Sjálfstæðisflokkn- um fylgi yfir 37%, sem er allt að því kraftaverk eftir svo erfitt stjórnartímabil. Jóni Baldvin Hannibalssyni tókst að rétta hlut Alþýðuflokksins svo mjög eftir einn alvarleg- asta klofning í síðari tíma sögu flokksins, að hann fékk viðunandi útkomu. Það er líka afrek, þegar það er skoðað í ljósi þess hver staða Alþýðuflokksins var fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Þessir tveir stjórnmálamenn eru því vel undir það búnir að leiða samstarf flokkanna tveggja í fjögur ár til viðbótar. Niðurstaða kosninganna að öðru leyti sýnir vaxandi styrk Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ás- grímssonar. Mesta athygli vekur fylgisaukning Framsókn- arflokksins á höfuðborgarsvæðinu, sem bendir til þess að flokknum sé að takast að laga sig að breyttum tímum og nýjum sjónarmiðum. Ekki fer á milli mála, að Halldór Ásgrímsson hefur áunnið sér mikið traust með framgöngu sinni í kosningabaráttunni. Óhætt er að fullyrða, að sögu Þjóðvaka ljúki á þessu kjörtímabili. Áratuga reynsla sýnir, að stjórnmálahreyf- ing, sem staðsett er á þessum punkti í hinu pólitíska lit- rófi á sér enga framtíð. Líklegt má telja, að fylgismenn Þjóðvaka muni smátt og smátt leita í aðrar áttir. Mikil umskipti þurfa að verða í starfi og stefnu Kvenna- listans ef hann á að eiga sér frekari framtíð í íslenzkum stjórnmálum. Alþýðubandalagið er í tilvistarkreppu. Það gegndi ákveðnu hlutverki á árum áður en hefur ekki fund- ið nýtt. Kannski er það ekki til. Kosningaúrslitin gefa vonir um, að áfram verði haldið á braut þeirra þjóðfélagslegu umbóta, sem núverandi ríkis- stjórn vann að á síðasta kjörtímabili við erfiðar aðstæð- ur. Þess vegna væru það afdrifarík pólitísk mistök að láta minni háttar ágreiningsmál koma í veg fyrir sam- starf þessara tveggja flokka, sem er bezti kosturinn í ís- lenzkum stjórnmálum nú. Fj órflokkurinn er sigurvegari kosninganna Gamla flögurra flokka kerfíð er sigurvegari þingkosninganna; hefur hér um bil hrist Kvennalistann af sér og stóðst atlögu Þjóð- --------------7-------------------------- vaka, skrifar Olafur Þ. Stephensen, sem rýnir hér í kosningaúrslitin. DEILT er um það hver hafi verið sigurvegari þing- kosninganna um síðustu helgi. I viðtölum við fjöl- miðla tala forystumenn flestra fram- boða um einhvers konar sigur, hvort sem það er stórsigur, áfangasigur, vamarsigur eða eitthvað annað. Þegar betur er skoðað stendur þó raunar aðeins einn sigurvegari upp úr; gamli „fjórflokkurinn“. Fram- boðin tvö, sem vildu ógna flokka- kerfinu, Kvennalistinn og Þjóðvaki, biðu afhroð í þessum kosningum en aðrir flokkar héldu velli. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa náð sér á strik að nýju í síðustu viku kosningabaráttunnar, eftir að hafa lækkað talsvert í skoðanakönn- unum. Flokkurinn fær fylgi sem er aðeins hálfu öðru prósentustigi und- ir útkomu hans í kosningunum 1991. Það verður að teljast vel við- unandi árangur eftir fjögurra ára stjórnarsetu við erfiðar aðstæður. Áróðurinn gegn fjölflokkastjórn hreif Ýmsar skýringar kunna að vera á þeirri fylgissveiflu, sem varð hjá Sjálfstæðisflokknum. í fyrsta lagi er ekki ósennilegt að sú lækkun sem mældist á fylgi fiokksins í skoðana- könnunum hafi verið vegna þess að hinn góði árangur hans í skoðana- könnunum hafi valdið því að fólk hafi talið sér „óhætt“ að fylgja öðr- um flokkum. Auk þess var kosninga- barátta flokksins framan af bæði hlutlaus og litlaus. Þegar minnkun á fylginu kom fram, fóru sjálfstæðismenn hins vegar að hamra á því í auglýsingum að nú væri hætta á því að Sjálf- stæðisflokknum tækist ekki að mynda tveggja flokka stjórn og allt stefndi í margra flokka vinstri stjórn. Það er engin ástæða til að ætla annað en þessi áróður hafi átt hljómgrunn hjá þjóðinni, enda höfðu aðrar kann- anir sýnt að mikill meirihluti kjós- enda vildi tveggja flokka stjórn. Þess vegna má ætla að þeir sem tímabundið hurfu ef til vill frá Sjálf- stæðisflokknum hafi komið aftur til fylgis við flokkinn á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eins og vikið er að annars staðar í blaðinu bendir ýmislegt í niðurstöð- um skoðanakannana til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt meira fýlgi í hópi óákveðinna en raunin hefur oft verið áður. Ekki er ósenni- legt að margir hafi átt erfitt með að gera upp á milli t.d. Sjálfstæðis- flokks annars vegar og Alþýðu- flokks eða Framsóknarflokks hins vegar, jafnvel Þjóðvaka. Stór hluti þessa hóps hafi svo ákveðið, þegar á hólminn var komið, að fylgja Sjálf- stæðisflokknum. Athyglisvert er að Sjálfstæðis- flokkurinn bætir við sig á Norður- landi og Austurlandi og tapar minna á Suðurlandi en ætla mætti miðað við það hvað klofningsframboð Egg- erts Haukdal fékk mikið fylgi. Mest tapar flokkurinn hins vegar í höfuð- borginni, eða fjórum prósentustig- um frá síðustu kosningum. Án þess að hægt sé að fullyrða það, er senni- legt að Framsóknarflokkurinn hafi hagnazt eitthvað á því fylgistapi sjálfstæðismanna. Sama gæti átt við um Alþýðuflokkinn, sem hefur skýrari áherzlur en Sjálfstæðis- flokkurinn varðandi til dæmis aðild að Evrópusambandinu og neytenda- mál og gæti þannig hafa lokkað eitthvað af hefðbundnum kjósendum yfir til sín, þótt það hafi dugað skammt. Hægrisinnaðri Alþýðuflokkur Alþýðuflokkurinn tapar vissulega miklu og fær í mörgum kjördæmum sína verstu kosningu um árabil. Á heildina litið tapar hann 4,1 pró- sentustigi. Samt má teljast mesta furða hvað fylgi hans er mikið, mið- að við það í hvílíkri lægð flokkurinn var fyrir fáeinum mánuðum eftir afsögn Guðmundar Árna Stefáns- sonar, brottför Jóhönnu Sigurðar- dóttur og stofnun Þjóðvaka. Flokkurinn fær svipað fylgi og ein- um þingmanni meira en árið 1983, er Bandalag jafnaðarmanna hafði klofið sig frá flokknum. Ástæðan fyrir því að Alþýðu- flokkurinn tapar ekki meira en raun ber vitni er mjög sennilega sú, að hann hefur náð til sín einhveiju fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum vegna fijálslyndra stefnumála og áherzlu á Evrópumál- in. Jafnframt kann hressileg kosningabar- átta að hafa skilað ein- hveiju, ekki sízt hjá ungu fólki, enda hélt Alþýðuflokkurinn ungum frambjóðendum mjög á lofti. Mun meira fylgi en bættist við hefur hins vegar farið annað, mikið af því væntanlega til Þjóðvaka. Sennilega er fylgi Alþýðuflokks- ins nú mun „hægrisinnaðra" en það hefur verið. Hins vegar bjuggust Alþýðuflokksmenn sennilega við meira fylgi úr þeirri áttinni en þeir fengu þegar upp var staðið. Fyrir kosningarnar voru mjög áberandi umræður í ákveðnum þjóðfélags- hópum, ekki sízt á meðal stúdenta og menntamanna, að straumurinn lægi frá Sjálfstæðisflokknum til Al- þýðuflokksins. Mörg dæmi eru hins vegar um það að fólkið, sem talaði um að það myndi kjósa krata, skipti um skoðun. og setti kross við D-ið eins og venjulega þegar í kjörklef- ann var komið. Fylgisaukningin, sem kratar bjuggust við á loka- sprettinum, varð því ekki mikii frá síðustu skoðanakönnunum. Afhroð Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi og útstrikanir af fram- boðslistanum benda til þess að kjós- endur hafi ekki verið sáttir við veru Guðmundar Árna Stefánssonar á listanum. Þetta er eina kjördæmið, þar sem fylgistap Alþýðuflokksins er meira en sem nemur fylgi Þjóð- vaka, svo dæmi sé tekið. Alþýðu- flokkurinn tapar líka miklu fylgi á Norðurlandi vestra. Annars staðar er fylgistapið minna, minnst á Suðurlandi, þar sem flokkurinn vinnur nú óvænt þingmann. Hins vegar hlýtur Jón Baldvin Hannibals- son, formaður flokksins, að hafa orðið fyrir vonbrigðum með niður- stöðuna í Reykjavík, þar sem flokk- urinn tapaði 3,4% fylgi. Á það ber þó að líta að í Reykjavík varð fylgi Þjóðvaka einna mest. Ný ímynd Framsóknar- flokksins Stærsta fylgissveiflan í kosning- unum er hjá Framsóknarflokknum, sem bætir við sig 4,4 prósentustig- um frá kosningunum 1991. Flokkur- inn fær nú 23,3% og bætti talsvert við sig á lokasprettinum, eftir að hafa verið með 17-19% fyígi í skoð- anakönnunum allt frá því síðastliðið sumar. Með nýjum formanni hefur komið fijálslyndari stefna, en nær- tækasta skýringin á uppsveiflu framsóknarmanna á lokasprettinum er þó sú að í auglýsingaherferð sinni tókst flokknum að sýna fram á meiri breidd í frambjóðendum og léttari ímynd en áður. I stað virðu- legra bænda og fyrrverandi starfs- manna Sambandsfyrirtækja hafa þannig til dæmis komið allmargar konur, og fróðlegt verður að sjá, þegar niðurstöður kosningakannana liggja fyrir síðar meir, hvort fylgi Framsóknarflokksins meðal kvenna hefur ekki aukizt talsvert fyrir þess- ar kosningar. Mest munar um fylgisaukningu flokksins á suðvesturhorninu, sem verður að teljast talsvert afrek. Fijálslyndari áherzlur Framsóknar- flokksins eru þar eflaust stærsti skýringarþátturinn, auk þess sem nýir frambjóðendur drógu að. Þetta á einkum við í Reykjaneskjördæmi, þar sem listi Framsóknarmanna undir forystu Siv Friðleifsdóttur bætti við sig sjö prósentustigum frá því Steingrímur Hermannsson leiddi hann í kosningunum 1991. Forystul- ið Framsóknarflokksins í Reykjavík er ekki jafnhressilegt, en engu að síður bætti flokkurinn þar við sig umtalsverðu fylgi og einum þing- manni. Alls staðar úti á landi vann Framsókn talsvert fylgi, nema í Vestfjarðakjördæmi þar sem Pétur Bjarnason klauf flokkinn. Árangur flokksformannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í Austur- landskjördæmi er mjög góður og þar hefur Framsóknarflokkurinn nú sitt mesta fylgi á landinu; nærri 47%. Sveifla til Sjálfstæðis- flokks á loka- sprettinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.