Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Aframhald st^ órnarsamstarfs Davíð Oddsson forsætisráðherra I NYAFSTOÐNUM kosningum var tekist á um árangur ríkis- stjórnar Davíðs Odds- sonar. Stjórnarand- staðan setti fram ann- an valkost: Vinstri stjórn. Honum var hafnað þrátt fyrir lið- hlaup úr báðum stjómarflokkum. Kjósendur kusu stöðugleikann, fram- hald þess ríkisstjórn- arsamstarfs, sem náð hefur margvíslegum árangi-i á síðasta kjör- tímabili, þrátt fyrir mikla innri og ytri erf- iðleika. Meirihlutinn er naumur, en hann er þó meirihluti. Stórtíð- indi kosninganna hljóta að teljast þau, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi aðeins tapa einu þingsæti eftir að hafa haldið um stjómvölinn í fjögur ár á erfiðustu tímum í 50 ára sögu lýðveldisins. Fjölmiðlar hafa verið að ragla fólk í ríminu með því að tala um „stjómarmynd- unarviðræður". Á þeim er engin þörf. Á næstu dögum munu hins vegar fara fragi viðræður um framhald ríkisstjómarsamstarfs þeirra tveggja flokka sem að ríkis- stjórninni standa. Eins og Olafur Ragnar Grímsson orðaði það rétti- Iega breyttu kosningamar engu: Ráðherramir gátu bara mætt í vinnuna sína á mánudag eins og ekkert hefði í skorist. Ríkisstjómin stendur hinsvegar tæpt með eins Ólafur Hannibalsson atkvæðis meirihluta. Alþýðuflokkurinn er í furðulegri stöðu með fjóra ráðherra í ríkis- stjórn og aðeins þtjá þingmenn til að sinna þingstörfum. Hlutföll- in milli flokkanna í ríkisstjórninni hijóta að breytast. Telji stjórnarflokkamir þörf á því að styrkja ríkis- stjómina er Davíð það í lófa lagið með því að kippa inn Alþýðu- bandalaginu eða Kvennalistanum. Framsóknarflokk- unnn er engmn sigur- vegari kosninganna. Hann vann nokkuð á sem höfuðflokkur stjórn- arandstöðunnar, einkum í Reykja- neskjördæmi, þar sem flokksmenn brutust undan kvótastefnu Hall- dórs Ásgrímssonar. Að öðru leyti gerðist ekkert það í kosningunum, sem réttlætir að afhenda honum stjórnartaumana eða leiða hann inn í tveggja flokka ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar. Slíkar raddir heyrast þó í Sjálf- stæðisflokknum. Þær ættu ekki að finna hljómgrunn meðal flokks- manna. Stjórnarsamstarf við Framsókn- arflokkinn er eitur í beinum Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum. Slíkt samstarf mundi festa kvótakerfið endanlega í sessi. Auk þess beið Framsóknarflokkurinn hér í kjör- dæminu mesta afhroð í sögu sinni Til fermingccrgjccfa: Ný lína á handsmíöuðum silfur- og gull- skartgripum Gott verð Royal LYFTIDUFT Notið ávallt bestu hráefnin í baksturinn. Þér getið treyst gæðum ROYAL lyftidufts. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Stjórn Davíðs Oddsson- ar á að sitia áfram, seg- ir Ólafur Hannibals- son, óbreytt eða styrkt öðrum samstarfsaðilum. frá því 1959 að Vestfirðir urðu eitt kjördæmi. Síst ætti þá að vera ástæða til þess að leiða kapnski í ráðherrastól mann, sem hingað til hefur eingöngu afrekað það að kljúfa flokk sinn í herðar niður. Vandi íslensks landbúnaðar verður heldur ekki leystur í sam- starfi við Framsókn. Mörgum kann að þykja leiðingjarnt að standa í eilífum deilum við krata um mál- efni landbúnaðarins. Þeim hefur þó hingað til ávallt lyktað með því að ratar hafa verið kveðnir í kút- inn. Í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðismanna hefur skriff- innskubákn landbúnaðarins hins vegar alltaf borið hærra hlut. Hin dauða hönd þess leysir engan vanda, en vekur íjandskap neyt- enda í Sjálfstæðisflokknum. Sagan er líka ólygin. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ávallt tap- að fylgi eftir stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn. Slíkt stjóm- arsamstarf er því aldrei annað en neyðarúrræði og ber að forðast í lengstu lög. Tap Alþýðuflokksins verður heidur ekki skrifað á reikn- ing stjórnarsamstarfsins. Tap hans verður einvörðungu rakið til klofn- ings flokksins, þegar fyriverandi varaformaður hans og ráðherra í ríkisstjórninni í sjö ár, Jóhanna Sigurðardóttir, stofnaði eigin flokk. Yfirlýsing hennar um útilok- un samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn fékk sáralítinn hljómgrunn. Með henni málaði hún sig og nýjan flokk sinn út í horn og dæmdi hann til áhrifaleysis. Alþýðuflokk- urinn hefur því ekkert að gera með að fara í stjórnarandstöðu til að skerpa ímynd sína og treysta inn- viði sína. Það gerði hann í kosn- ingabaráttunni. Hann er nú vænt- anlega heilsteyptari og samhentari flokkur en hann hefur verið lengi. Því er engin forsenda til þess að hann ijúfi stjórnarsamstarfið. Eins atkvæðis meirihluti útheimtir hins vegar aga eins og ríkti á dögum Viðreisnar. Kannski hefur stjórn- arfar okkar gott af því - svo sem eitt kjörtímabii. Úrslit kosninganna lögðu alla þræði stjórnmálanna í hendur Dav- íð Oddssyni. Það er engin ástæða til að glopra þeim í hendur Hall- dórs Ásgrímssonar. Stjórn Davíðs Oddssonar á að sitja áfram óbreytt eða styrkt öðram samstarfsaðilum, ef um það verður samkomulag. En þjóðin kaus Davíð Oddsson sem forsætisráðherra - ekki Halldór Ásgrímsson. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Hver var Franz Zott? Um markaðsrannsóknir í ferðaþjónustu Nei. TUTTUGASTI og fimmti júlí. Háanna- tími í ferðaþjónustunni á íslandi. Boeing 737 flugvél Flugleiða frá Frankfurt strýkur flugbrautina í Kefla- vík. Út úr flugvélinni streyma hátt á annað hundrað manns. Ég rölti á eftir þýskum hjónum og stálpaðri dóttur þeirra eftir ran- anum og að vegbréfa- skoðuninni. Ég sé að maðurinn hjá útlend- Bjarnheiður ingaeftirlitinu lítur ör- Hallsdóttir stutt á vegabréfin þeirra og skráir síðan eitthvað hjá sér. Ég elti þríeykið niður rúllustig- ann. Þar skilja leiðir. Ég fer í frí- höfnina en þau fara beint að far- angursfæribandinu og bíða þar. Þegar ég geng í gegnum tollinn sé ég aftan á fjölskylduna, þar sem hún hverfur glaðbeitt út í íslenska sumarið. Þau eru á bak og burt þegar ég kem út. Nokkrum vikum síðar er ég aft- ur stödd úti á flugvelli. Þá sé ég fjölskylduna á nýjan leik. Þau eru nú að búa sig undir heimferð. Ég velti því fyrir mér hvað þau hafi verið að gera á íslandi og hvernig þeim hafi líkað dvölin. Eiginmaður- inn er brosandi, í íslenskri lopa- peysu og gönguskóm, konan er þreytuleg, virðist hálfpirruð. Dótt- irin yfirveguð, í bol frá Hard Rock. Þau hverfa í gegnum vegabréfa- skoðunina og yfirgefa ísland. Þessi fjölskylda átti væntanlega heilmikil samskipti við íslenska ferðaþjónustuaðila. Hvaða vitn- eskju hefur ferðaþjónustan aflað sér um fólkið? „Bjartasta vonin“, „Vaxtarbroddurinn í íslensku at- vinnulífi"... Hvað veit hún um fjöl- skylduna? Vitum við frá hvaða Iandi þau koma? Já, það skráði starfsmaður útlendingaeftirlitsins, vonandi samviskusamlega. Þýskaland var það og eftirnafnið var Zott. • Vitum við frá hvaða borg þau koma? - Nei. • Vitum við hvað þau era gömul og hvað þau starfa? - Nei. • Vitum við hvaða tekjuhópi þau tilheyra? - Nei. • Vitum við hvort þetta var fyrsta íslandsferðin þeirra? - Nei. • Vitum við af hveiju þau ákváðu að koma til íslands? - Nei. • Vitum við hvað þau dvöldu lengi á íslandi? - Nei. • Vitum við hvar þau keyptu ferðina sína? - Nei. • Vitum við hvað þau eyddu miklu í ferðinni? - Nei. • Vitum við hvort þau voru á bílaleigu- bíl? - Nei. • Vitum við hvaða landshluta þau heim- sóttu? — Nei. • Vitum við hvaða form gistingar þau völdu? - Nei. • Vitum við hvort þeim þótti veitt þjón- usta peninganna virði? • Vitum við hvort þau yfirgáfu landið ánægð eða ekki? - Nei. Svona mætti halda áfram. Niður- staðan verður óhjákvæmilega sú, að við vitum ekkert um Markus Zott og hans fjölskyldu. Með þeim og þúsundum annarra ferðamanna ár hvert hverfa mikilvægar upplýs- ingar fyrir þróun ferðaþjónustunnar hér á landi. Allir vita að þjónusta við ferða- menn verður æ veigameiri og mikilvægari þjóðarbúskapnum á íslandi. Og allir eru reiðubúnir til að nýta sér tekjurnar af atvinnu- greininni. Þeir era hins vegar færri sem virðast tilbúnir til að kosta einhveiju til, svo hún megi þrosk- ast, dafna og umfram allt batna, í samræmi við óskir kaupenda þjónustunnar. Öflun upplýsingaer lífsnauðsyn- leg svo vinna megi markvisst að uPPbyggingu íslenskrar ferðaþjón- ustu og heildstæðrar stefnumótun- ar fyrir greinina. Grunnurinn hlýt- ur því að vera sá að reyna að kom- ast að sem mestu um ferðamann- inn, enda hlýtur ferðaþjónustan að snúast um hann. Það gildir einu hvort við erum að tala um upp- byggingu og þróun ferðamanna- svæða, markaðssetningu hótels, samsetningu alferðar eða auglýs- ingar í erlendum tímaritum. Því starfi sem ætti strangt til tekið að byggja á niðurstöðum markaðs- rannsókna hættir til að verða að kostnaðarsömum vindhöggum, sé rannsóknum sleppt. í raun má líkja vinnubrögðum okkar íslendinga í markaðssetn- ingu á ferðaþjónustu við það ástand sem ríkti hér á landi ef ekki færu fram rannsóknir á fiski- stofnum og fiskveiðum (svo gripið sé til vinsæls líkingamáls). Myndu Markaðsrannsóknir eru því aðeins mark- tækar, segir Bjam- heiður Hallsdóttir, að sams konar athugun sé framkvæmd með reglulegu millibili. útgerðarmenn senda skip sín á sjó, til þess að veiða úr fiskistofni þeg- ar engar rannsóknir hefðu farið fram á því hvort fisktegundina væri í raun að finna á viðkomandi hafsvæði? Setjum sem svo að áhættugleðin tæki skynseminni fram og skipin færu af stað. Sjálf- sagt yrði slembilukkan þess vald- andi að eitt og eitt kæmi að landi með einhvern afla. En væntanlega myndu fleiri snúa heim, jafngaltóm og þau voru við brottför. Við íslendingar eram í bestu hugsanlegu stöðu til að fylgjast með straumi ferðamanna inn og út úr landinu, því samgönguleiðir eru fáar. Okkur ætti því að vera í lófa lagið að gera kannanir með- al erlendra ferðamanna tvisvar til þrisvar á hveiju ári. Nú kunna einhveijir að segja að til sé bunki af ýmiss konar könnunum sem gerðar hafi verið, bæði meðal íslendinga og útlend- inga. Það er hárrétt. En þessar kannanir gefa aðeins ákveðnar vís- bendingar. Þær eru að öðru leyti gagnslausar. Til þess að markaðs- rannsóknir séu marktækar, þarf að framkvæma sömu rannsóknina (með sömu uppbyggingu, sömu spurningum, sama úrtaki o.s.frv.) með reglulegu millibili. Öðruvísi er ekki hægt að segja til um sam- setningu markhópanna, um breyt- ingar á eftirspurn, viðbrögð við tiltekinni auglýsingaherferð... og þannig mætti áfram telja. Það væri verðug byijun á kerfis- bundnum rannsóknum í íslenskri ferðaþjónustu að hefja reglu- bundnar kannanir meðal erlendra ferðamanna. Yrði sú ákvörðuntek- in og ijármögnun verkefnisins tryggð til frambúðar, yrðu þar mörkuð merk tímamót í sögu ferðaþjónustunnar á íslandi. Höfundur er formaður Félags háskólamenntaðra ferðamálafræðinga ogerfrkvst. Set Reisen GmbH í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.