Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 13 Nýjung hjá slökkviliðinu á Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór GÍSLI Kristinn Lórenzson varaslökkviliðssljóri við tölvuskjáinn. Tölva tengd við neyðar- símann SLÖKKVILIÐIÐ á Akureyri hef- ur tekið í notkun tölvu sem tengd er við neyðarsíma slökkviliðsins. Þegar hringt er í neyðarsímann kemur heimilisfang og símanúm- er þess sem hringir strax upp á skjáinn. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að fyrst og fremst myndi þetta flýta fyrir og koma í veg fyrir mistök og gabb. „Fólk er oft æst þegar það hringir í neyðarsímann til að til- kynna um eld og þá er möguleiki á að skilaboðin komist ekki skil- merkilega til okkar, við teljum að öryggið aukist mjög með þess- ari tengingu," sagði slökkviliðs- sljóri. Rennibrautin í Sundlaug Akureyrar Börn gera sér að leik að stífla brautina RENNIBRAUTIN í Sundlaug Ak- ureyrar hefur mikið aðdráttarafl, einkum eru það börnin sem áfjáð eru í að bruna niður brautina. Nokk- ur brögð hafa verið að því að tiltek- inn hópur barna geri sér að leik að stoppa í miðri brautinni og á því fékk Jana Rut Friðriksdóttir heldur betur að kenna síðdegis á sunnu- daginn þegar hún skall á barni sem stoppað hafði í brautinni. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður Sundlaugar Akureyrar, sagði að því miður væru nokkur brögð að því að ákveðinn hópur barna færi ekki eftir þeim reglum sem settar væru. Þeim börnum sem uppvís yrðu að því að bijóta regl- urnar væri umsvifalaust vísað upp úr lauginni og þeim meinaður að- gangur að henni um langan tíma. Þá væri hringt heim í foreldra þeirra barna sem brytu reglurnar, t.d. þeirra sem stífluðu rennibrautina. - Gæslan aukin í sumar Umferðarljós eru á brautinni og má enginn leggja af stað fyrr en græna ljósið hefur kviknað. Sigurð- ur sagði tímann þannig stilltan að þeir sem væru að renna sér niður ættu að vera komnir niður í miðja braut þegar næsti leggur af stað. í sumar verður gæslan aukin til muna, en starfsmönnum sundlaug- arinnar bætist liðsauki þegar ungl- ingavinnan tekur til starfa. Þá verða gæslumenn við báðar renni- brautirnar sem fylgjast með að all- ir fari að settum reglum. Loks sagði Morgunblaðið/Rúnar Þór JANA Rut lenti harkalega á börnum sem gerðu sér að leik að stifla rennibrautina í Sund- laug Akureyrar á sunnudag- inn með þeim afleiðingum að hún fékk þetta myndarlega glóðarauga. Sigurður að á næstunni yrði sett upp áberandi skilti þar sem tíundað- ar eru þær reglur sem gilda um notkun rennibrautanna. Minjasafnið opið um páska MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið alla páskahátíðina, frá skírdegi til annars í páskum frá kl. 15.00 til 18.00. Messað verður í Minja- safnskirkjunni annan í páskum kl. 17.00. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði safnsins og settar upp ýmsar sýningar, m.a. „Sitt af hvoru tagi“ og „Hér stóð bær“ þar sem sýndir voru munir tengdir gamla bændasamfélaginu. Gamlar ljósmyndir hanga nú uppi á safninu og einnig liggja frammi myndir úr safni Hallgríms Einars- sonar ljósmyndara og hafa aðeins verið borin kennsl á litlum hluta þess fólks sem á þeim er þannig að allar upplýsingar eru vel þegnar. Aðgangseyrir er 200 krónur, en ókeypis er fyrir börn að 16 ára aldri svo og ellilífeyrisþega. Bókin Odd- eyri - húsaskrá er til sölu í safninu. ----------♦--------- Laufás- prestakall GUÐSÞJÓNUSTA verður í Laufás- kirkju á skírdag, 13. apríl kl. 14.00. Guðsþjónusta verður í Grenivíkur- kirkju föstudaginn langa, 14. apríl kl. 11.00. Hátíðarguðsþjónusta verður í Svalbarðskirkju á páska- dag, 16. apríl kl. 14.00. Pedro kaupir vél til að framkalla litskyggnur PEDRO-myndir á Akur- eyri hafa fest kaup á nýrri vél sem framkallar litskyggnur, þeirri fyrstu á Norðurlandi. Þórhallur Jónsson hjá Pedro-myndum sagði vélina af fullkominni gerð, hún gæfi stanslausa og jafna framköllun en í eldri gerðum slíkra véla væru myndirnar mismik- ið framkallaðar. Hann sagði töluverðan markað nyrðra, áður hefði þurft að senda lit- skyggnur suður til Reykjavíkur til framköll- unar og biðin verið á bil- inu 7-10 dagar eftir fil- munni. Mikið væri um að litskyggnur væru notaðar í auglýsinga- gerð og í prentiðnaði og hefði kostnaðurinn oft verið ærinn þegar vinna þarf hlutina i hvelli með tilheyrandi akstri og sendingum í flugi. „Með kaupuin á þessari vél aukum við og bætum þjónustuna og vonum að fólk kunni vel að meta,“ sagði Þórhallur. I fyrstu verður einungis boðið upp á framköllun en með vorinu verður einnig boðið upp á innrömmun og fleira. LANDIÐ Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson FRA vígslu dvalarheimilisins. Dvalarheimilið Barmahlíð vígt Miðhúsum - Dvalarheimil- ið Barmahlíð á Reykhólum var vígt 4. apríl sl. en liðin eru 15 ár síðan byrjað var á framkvæmdum. Heimilið er 700 fm að grunnfleti, hæð og íbúðarr- is sem í verða íbúðir og aðstaða fyrir föndurvinnu og sá salur verður einnig notaður fyrir fundi og tekur hann um 40 manns í sæti. Föndurkennarar eru Sóley Vilhjálmsdóttir og Bergljót Bjarnadóttir. Forstöðukona heimilis- ins, Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, bauð gesti og heimafólk velkomið í hinum nýja sal og stjórnaði samkomunni. Sr. Bragi Benediktsson, prófast- ur, vígði húsið til þeirrar notkunar sem því er að ætlað að’sinna. Aðalræð- una flutti Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, og óskaði hann heimilinu allra heilla. Með í för var Guðjón Magnússon, læknir. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir afhenti Sighvati gjöf frá Barmahlíð en það var mórauð kind búin til af Birnu Norðdahl en hún er vistmaður á Barma- hlíð. Samkór Reykhólahrepps söng undir stjóm Haraldar Bragasonar, organista, og í tilefni vígslunnar gaf Þörungaverksmiðjan stóra klukku til minningar um Ólaf Sveinsson á Grund. í lokin var gestum og heimilisfólki boðið til veislu. Samstaða hefur verið meðal hreppsbúa að gera þetta heimiliu sem best úr garði. SAMKÓR Reykhólahrepps söng í tilefni vígslunnar. Morgunblaðið/HallgrímurMagnússon Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson Passíusálmarnir lesnir í Grandarfj arðarkirkju Grundarfirði - Á föstudaginn langa mun sr. Sigurður Kr. Sig- urðsson lesa upp Passíusál- mana í Grundarfjarðarkirkju. Áætlað er að lesturinn taki rúmlega fjórar klukkustundir og á milli sálma leikur prests- frúin, Kristín Jóhannesdóttir tónlist, sem hæfir sálmunum. Undanfarin ár hafa Passíu- sálmar síra Hallgríms Péturs- sonar verið lesnir á föstudag- inn langa í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hefur þessi siður mælst svo vel fyrir að hann hefur verið tekinn upp í fleiri kirkjum. Myndin er tekin þegar prestsjónin í Grundarfirði voru að samhæfa lestur og tónlist í Grundarfjar ðarkirkj u.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.