Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tvgumlilaMto STOFNAÐ 1913 85. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dole í forseta- slaginn Topeka, Kansas. Reuter. BOB Dole, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann sæktist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í næstu for- setakosningum. Er þetta í þriðja sinn á 15 árum, sem Dole tekur þátt í baráttunni um forsetaembættið. Dole, sem er 71 árs gamall, lagði áherslu á stríðsreynslu sína í síðari heimsstyrjöldinni og langa reynslu í forystusveit repúblikana. I þessari viku eru 50 ár liðin frá því að Dole særðist alvarlega í bardögum á ítal- íu. Hann var nær lamaður upp að hálsi er hann kom aftur heim til Bandaríkjanna en með gríðarlegum sjálfsaga tókst honum að læra að ganga á ný. Hann hefur ekki getað notað hægri höndina síðan. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Dole 30% meira fylgis meðal repúblikana heldur en næsti keppi- nautur hans, öldungadeíldarþing- maðurinn Phil Gramm. Reuter Bandarísk sendinefnd til Tyrklands Tyrkir setji sér tímamörk Ankara. Reuter. TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, varði í gær hemað Tyrkja gegn skæruliðum Kúrda í Norður-írak, á sama tíma og bandarísk sendi- nefnd kom til Tyrklands, m.a. til að ræða aðgerðirnar. Öldungadeildarþing- maðurinn Strobe Talbott fer fyrir nefndinni en með í för er fjöldí yfir- manna úr Bandaríkjaher. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki krafist tafarlausrar heimkvaðningar tyrkneska hersins eins og margar þjóðir í Vestur-Evrópu, svo og Evr- ópusambandið, en talið er að Tal- bott muni bera fram óskir um að Tyrkir nefni hvaða tímamörk þeir setji sér áður en Ciller heldur í opin- bera heimsókn til Bandaríkjanna um næstu helgi. „Þeir skilja ekki hvers vegna við höfum neyðst, um stundarsakir, til að berjast á mjórri landræmu á írösku landsvæði," sagði Ciller um þá sem gagnrýnt hafa hernað Tyrkja. Sagði hún að heimkvaðning 3.000 hermanna um síðustu helgi væri sönnun þess að Tyrkir stæðu við orð sín en Evrópusambandið hefur sagt hana ófullnægjandi. Tyrkir kölluðu sendiherra Hol- lands í gær á sinn fund, þar sem þeir óskuðu eftir því að Hollendingar kæmu í veg fyrir að Kúrdar héldu útlagaþing í borginni Haag. Sendi- herrann kvaðst ekki geta það. Kúrdar vilja semja Abdullah Ocalan, leiðtogi skæru- liðahreyfingar Verkamannaflokks Kúrdistans, PKK, lýsti yfir því í gær að flokkur hans væri reiðubúinn að i leita pólitískrar lausnar á deilumál- unum við Tyrki um leið og endir yrði bundinn á hernað Tyrkja í Norður-írak. Ekki eru þó allir jafn trúaðir á frið, því íraskir Kúrdar sögðust í gær telja að árásir PKK á Tyrki myndu halda áfram eftir að Tyrkir kölluðu lið sitt heim. Rússar sakaðir um fjöldamorð Sernovodsk, Moskvu. Reuter. STARFSMAÐUR Alþjóða Rauða krossins, flóttamenn og baráttu- menn fyrir mannréttindum í Rúss- landi, drógu í gær upp ófagra mynd af framferði rússneskra hermanna í Tsjetsjníju. Eru þeir sakaðir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum í Samashki, sem rússneski herinn náði á sitt vald á laugardag. Að sögn Jean-Paul Corboz, starfsmanns Alþjóða Rauða kross- ins, liggja lík eins og hráviði um borgina. „Það eru margar leiðir til að ná borg á sitt vald. í þessu til- felli, því miður, voru mannúðar- ástæður ekki hafðar í heiðri," sagði Corboz. Rússneskir hermenn komu í veg fyrir flutning hjálpargagna til Samashki í fjóra daga. Þá var starfsmönnum Rauða krossins hleypt til borgarinnar en rússneskri eftirlitsnefnd ekki. Þjóðarmorð Alexander Guryanov, sem starf- ar fyrir Sergei Kovaljov, formann mannréttindanefndar rússneska þingsins, sagði starfsfólk sitt hafa tekið saman lista yfir um 500 manns sem væri saknað í Sam- ashki. „Rússneski herinn hefur snúið byssukjöftum sínum að al- menningi í bæ sem setið var um. Það er ekkert annað en þjóðar- morð." Rússneski herinn hefur ekki svarað þessum ásökunum opinber- lega en heimildarmaður Reuters í hernum neitaði því að ráðist hefði verið gegn óbreyttum borgurum. Æ færri vilja börn I,(iii(l(in. Reuter. TALIÐ er að um 20% breskra kvenna sem fæddar eru 1965 eða siðar muni kjósa bamleysi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Miðstöð í fjölskyldurannsókn- um kynnti í gær. Að sögn skýrsluhöfunda eru ástæðurnar taldar fátækt, -skilnaðir, erfiðleikar við að finna maka, auknar kröfur í vinnu og starfsframi. Könnun sem birt var í síð- ustu viku leiddi í Ijós að æ fleiri breskar konur draga það að stofna fjölskyldu fram á þrí- tugs- eða fertugsaldur. Vilja semja fyrir páska ESB leggur áherslu á samninga í grálúðudeilu. Lúxemborg. Reutcr. The Daily Telegraph. UTANRIKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins (ESB) sögðu í gær að nauðsynlegt væri að reyna enn frekar að binda enda á grálúðustríð þess við Kanadamenn. Engir sátta- fundir voru haldnir um helgina en embættismenn ESB unnu að gerð tillögu þar sem gert er ráð fyrir mun minni kvóta handa Spánverj- um en þeir hafa krafist. Norskir sjómenn, sem styðja Kanadamenn heilshugar í baráttunni við Spán- verja, munu flagga kanadíska fán- anum á næstu dögum til að sýna þeim samhug í grálúðustríðinu. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, tilkynnti Spánverjum að ólíklegt væri að þeir myndu fá helming þess 27.000 tonna kvóta sem ákvarðaður var fyrir þetta ár. Tók Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni, undir með Santer, en hún hefur hingað til stutt kröfur Spán- verja. Minnti hún á hve litlu munaði á kröfum Kanadamanna og Spán- veija, aðeins 3.500 tonnum. ESB er mjög áfram um að ná samkomulagi fyrir páska en viðræð- ur við Kanadamenn hafa ekki enn verið ákveðnar. Samningamenn þeirra héldu á brott frá Brussel á mánudag og lýstu yfir vonbrigðum með viðræðurnar við ESB. Hótaði Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, því að yfirvöld myndu grípa til aðgerða, semdist ekki fyrir miðvikudag. Norðmenn sýna stuðning Rolf Arvola, ritstjóri Fiskeríbladet fékk fyrir skömmu þá hugmynd að norskir sjómenn sigldu undir kanad- íska fánanum til að mótmæla aðför- um Spánverja á höfunum. Fékk hann 180 fána að láni hjá kanadíska sendiráðinu, sem voru rifnir út. Reuter Bakað fyrir páskana HREINTRÚARMENN úr röðum gyðinga í Jerúsalem, með svunt- ur úr plasti en að öðru leyti klæddir eftir ströngum siðaregl- um sínum, búa til matza, brauð úr ósýrðu deigi, fyrir páskahátíð- ina. Sanntrúaðir gyðingar neyta ekki fæðu með geri um páskana sem eru mesta trúarhátíð gyð- inga. Þeir minnast þá brottfarar- innar frá Egyptalandi faraóanna er Móses leiddi þá til fyrirheitna landsins. Guð hafði látið plágur herja á Egypta en hlíft ísraels- mönnum og leyfðu ráðamenn Egypta þeim þá að yfirgefa land- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.