Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 21 Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir MENNINGARDAGAR eru nú haldnir annað árið í röð. Menning og skemmtun á Siglufirði um páskana Siglufirði, Morgunblaðið FJÖLBREYTT menningar- og skemmtidagskrá verður á Siglu- firði um páskana. Má þar nefna tónleika, málverkasýningu, skemmtanir Fílapenslana, dans- leiki og að sjálfsögðu verða skíða- svæðin opin alla páskahelgina. í Skarðsdal er nægur snjór og þar verða lyftur opnar og í Hólsdaln- um verða göngubrautur við allra hæfi troðnar. Þetta er í annað sinn sem svona dagskrá er haldin á Siglufirði. Vel þótti takast til í fyrra og því hefur verið ákveðið að endurtaka menningar- og skemmtidagskrá á Siglufirði. Bergþór Pálsson einsöngvari heldur einsöngstónleika við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir í sal Tónlistar- skólans á annan i páskum. A efn- isskránni verða íslensk einsöngs- lög, þýskur þjóðsöngur og ítalsk- ar aríur. Örlygur Kristfinnsson heldur málverkasýningu í sýningarsaln- um í Ráðhúsi bæjarins. Hann sýn- ir olíu- og akrýjmyndir. Tíu ár eru liðin síðan Örlygur sýndi bæjarbúum myndverk sín, en undanfarin ár hefur hann meðal annarra unnið að uppbyggingu Síldarminjasafns í Róaldsbrakka. Hinir góðkunnu Fílapenslar verða með skemmtanir í biósaln- um þar sem að þeir munu troða upp með söng ásamt því að gera létt grín að þeim, sem verið hafa hvað mest áberandi í bæjarlífinu. Á dansleikjum um páskana leika svo hljómsveitirnar Miðalda- menn, Blackmail og Concrete í bíósalnum, en á Hótel Læk spilar Pláhnetan með Stefán Hilmars- son í broddi fylkingar. LISTIR Sögur og segulband BÖKMENNTIR Illjóöbækur GÓÐI DÁTINN S VE JK Hljóðbókaklúbburinn gefur út Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek í lestri Gísla Halldórssonar (fyrri hluti, 6 snældur) og úrval úr hjjóðrituðum verkum Daviðs Stefánssonar í flutn- ingi skáldsins, valið af Gunnari Stef- ánssyni sem flytur formálsorð.(l snælda). ÚTGÁFA hljóðbóka hefur farið hægt af stað á undanförnum árum, en um þessar mundir virðist kapp vera að hlaupa í útgáfuna og var útkoma fjögurra ólíkra bóka á síð- asta ári ágæt vísbending þar um. Framhaldið lætur heldur ekki á sér standa, því nýlega komu út fyrstu bækurnar í bókakiúbbi sem sérhæf- ir sig í útgáfu hljóðbóka fyrir al- mennan markað, nefnilega Hljóð- bókaklúbbnum. Um langt árabil hefur hljóðbóka- gerð Blindrafélagsins gefið út efni á snældum til afnota fyrir blinda og sjónskerta. í áranna rás hefur smám saman orðið til reynsla og kunnátta sem getið hefur af sér æ betri upptökur og framsetningu, auk þess sem traust samstarf hefur þró- ast við Ríkisútvarpið varðandi út- gáfu efnis þaðan. I dag eru hljóm- gæði og framsetning íslenskra hljóðbóka eins góð og tæknin leyfir og fagnaðarefni að nú skuli öllum almenningi gefast kostur á að njóta ávaxtanna af starfi Hljóðbókagerð- arinnar. Góði dátinn Svejk eftir Tékkann Jaroslav Hasek hefur orðið fyrir valinu sem fyrsta skáldsaga Hljóð- bókaklúbbsins. Frásagnir um ráð- Gísli Halldórsson Davíð Stefánsson snjalla fíflið Svejk tóku að birtast 1912, en eftir að Hasek sneri heim frá Rússlandi úr stríðinu, skrifaði hann um Svejk í heimsstyijöldinni í þremur bindum, en lést aðeins fer- tugur að aldri áður en hann lauk við fjórða bindið. Hasek var á sinni tíð þekktur á kaffihúsum Prag-borg- ar en skilaði þó daglega af sér skensi til blaða og tímarita og hefur fyrir vikið stundum verið kallaður „hinn lúsiðni húmoristi". Að honum látnum komu verk hans út í 16 bindum. Gísli Halldórsson leikari flutti söguna um Svejk í útvarp árið 1979 og er það sá flutningur sem hér kemur fyrir almenningseyru. Hlutur Gísla í þessari útgáfu er ósköp ein- faldlega frábær og fyrirtaks dæmi um hve miklu góður lesari getur aukið við áhrif verksins. I túlkun Gísla hefur dátinn Svejk verið myndgerður með afar eftirminnileg- um hætti, texti og túlkun renna saman í eitt og einmitt þar liggja höfuðkostir hljóðbókarinnar. Hundrað ár voru frá fæðingu Davíðs Stefánssonar 21. janúar sl., svo sem alþjóð mun kunnugt. Því er vitan- lega vel við hæfi að út komi á hljóðsnældu lestur skáldsins úr eigin verkum, upptökur sem varðveittar eru hjá Rík- isútvarpinu. Á snæld- unni er að finna nokkur af þekktari verkum Davíðs, t.a.m. Á Dökku miðum, Ég sigli í haust, Höfðingi smiðjunnar og á seinni tímum, þökk sé lagi Atla Heimis, Kvæði um fuglana. Einnig eru þama minna þekkt kvæði, eins og Askurinn um raunir Bólu-Hjálmars. Hér er líka Proiogus að Gullna hliðinu og ræða flutt við opnun Sigurhæða, húss Matthíasar Jochumssonar. Síðasta kvæðið er Segið það móður minni sem Davíð orti á efri árum og er einskonar lífs- uppgjör hans undir leiðarlok, eins og Gunnar Stefánsson segir í for- spjalli sínu. Dramatískur flutningur skáldsins á kvæðum sínum gefur þessari snældu sérstakt gildi, gefur líka ákveðna hugmynd um tíðar- anda, umgengni og virðingu við bundið mál. Gunnar Stefánsson flyt- ur stuttan og greinargóðan formála fyrir efni snældunnar, þar sem hann gerir í fáum orðum grein fyrir efni hennar. Hljóðbókaklúbburinn fer ágæt- lega af stað með þessum endurút- gáfum á fyrirtaks eldra efni, þar sem flutningurinn eykur a.m.k. alin við áður prentaðar útgáfur. Gaman verður í framtíðinni að sjá líka ný, áður óprentuð verk koma út hjá Hljóðbókaklúbbnum.' Kjartan Árnason SAS býður þér góða nótt! Fyrsta nóttin innifalin og 30% afsláttur á gistingu eftir það Tilboöiö gildir á öllum Radisson SAS hótelum í Skandinavíu og Finnlandi fyrir farþega sem fljúga meö SAS. í Skandinavíu þurfa makar aöeins aö borga 10% af fargjaldi ef hjón ferö- ast saman á EuroClass. Haföu samband viö feröaskrifstofuna þína eöa söluskrifstofu SAS. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211 t. t | * 58**1* I 11 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.