Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mokveiði á úthafskarfamiðum á Reykjaneshrygg Afli fyrir um 2 millj- ónir á dag MOKVEIÐI hefur verið á úthafs- karfamiðum út af Reykjanes- hrygg síðustu daga og í gær voru fjögur íslensk skip á miðunum. Aflaverðmæti ísiensku skipanna hefur verið að meðaltali um tvær milljónir króna á sólarhring, að sögn Símons Jónssonar, skip- stjóra á Örfirisey. Örfírisey hélt á úthafskarfa- miðin fyrir um tíu dögum og sagði Símon að menn skömmtuðu sér aðeins þann afla sem þeir hefðu undan að vinna. „Það er þó lítið þessa stundina vegna brælu,“ sagði Símon. Um 30 skip voru á miðunum í gær. Islensku skipin eru auk Ör- firiseyjar, Sléttanes, Siglir og Haraldur Kristjánsson. Þá eru þarna þrír Færeyingar og þrír Norðmenn, 12-15 skip frá Múrm- ansk og annað eins frá Litháen. Símon sagði að menn tækju helst ekki meira en 25-30 tonn í hali til að hafa undan. Tvö höl af þessari stærð eru tekin á sólar- hring þannig að sólarhringsveið- in er á bilinu 50-60 tonn. Símon segir að vel væri hægt að veiða meira ef afkastagetan væri meiri um borð í skipunum. Símon sagði að miklu meira magn væri af smáum fiski en stórum í aflasam- setningunni. Morgunblaðið/Halldór Nellett VEÐUR var slæmt á miðunum á Reykjaneshrygg seinnipartinn í gær þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfír. Alls voru 30 skip að veiðum, þar á meðal norski togarinn Nordstar. Rafmagnsveitan kaupir laxveiði- réttindi í sjó BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Rafmagnsveitu Reykjavíkur heimild til að taka þátt í upp- kaupum á laxveiðirétt- indum í sjó, með fyrir- vara um þátttöku rík- issjóðs. Framlag raf- magnsveitunnar verð- ur 1,5 milljónir króna. Fimm jarðir í erindi rafmagnsveitunnar til stjórnar veitustofnana kemur fram að á síðastliðnu ári hafí fulltrúar þeirra, sem veiðirétt eiga í ám sem falla í Faxaflóa, ásamt eigendum hafbeitarstöðva, rætt um mögu- leika á að kaupa veiðirétt þeirra sem stunda löglegar veiðar á laxi með netalögn í sjó í Faxaflóa. Um er að ræða veiðirétt fyrir landi tveggja jarða við Hvalfjörð eða Innra-Hólms og Kúludaldsár og þriggja jarða á Mýrum, sem eru Þursstaðir, Rauðanes og Lambastaðir. Meðaltalsveiði 2.576 laxar Meðaltalsveiði í net í Hvalfírði síðustu fímm ár voru 2.576 laxar á ári og hefur verið staðfest með rannsókn á merktum laxi, að um er að ræða nánast lax úr öllum ám sem falla í Faxa- flóa, þar á meðal úr Elliðaánum. Þá er tal- ið að árlega veiðist um þúsund laxar í lagnirnar út af Mýr- um. Fram kemur að samstarfsnefnd um könnun á möguleik- um á kaupum á laxveiðiréttindum vilji freista þess að ná samningum um kaup á veiðirétti þannig að laxveiðar í sjó leggist af frá og með næsta sumri. Heildarkostnaður 30 millj. Gert er ráð •fyrir að heildar- kostnaður við kaupin verði um 30 milljónir. Þar af komi 15 milljónir úr ríkissjóði, fjórðungur frá veiði- réttareigendum við ár sunnan Skarðsheiðar og fjórðungur frá eigendum hafbeitarstöðva og veiðiréttareigendum norðan Skarðsheiðar. Miðað við mat lax- veiðihlunninda koma 1,5 milljónir í hlut Elliðaánna af 7,5 milljónum sem skiptist milli ánna sunnan Skarðsheiðar. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda 164 milljóna hagnaður Fyrsti sátta- fundur ár- angurslaus FYRSTA sáttafundi í kjaradeilu Sjó- mannafélags Reykjavíkur vegna undirmanna á kaupskipum og við- semjenda þess hjá ríkissáttasemjara lauk á sjöunda tímanum í gærkvöldi og var fundurinn árangurslaus, að sögn Þóris Einarssonar ríkissátta- semjara. Næsti fundur hefur verið boðaður í dag kl. 10.30. Sjómannafélagið hefur boðað sjö daga verkfall á kaup- skipaflotanum sem á að hefjast á miðnætti á páskadagskvöld hafi ekki samist fyrir þann tíma. Litið þokaðist í viðræðum Flug- freyjufélags íslands og vinnuveitenda hjá sáttasemjara í gær en annar fund- ur hefur verið boðaður kl. 14 f dag. HAGNAÐUR Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda hf. eftir skatta á síðasta ári nam 164,1 millj- ón króna, sem er verulegur bati frá árinu áður, þegar hagnaðurinn var 53*/2 milljón. Það ár starfaði fyrir- tækið í tíu mánuði eftir breytt fé- lagsform þess 1. mars 1993. Stjórn SIF hefur ákveðið að leggja til 8% arðgreiðslur á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður á föstudag í næstu viku. Sighvatur Bjarnason, stjórnar- formaður SÍF, segir að umskipti hafí orðið í rekstri sölusambands- ins. „Við náðum að auka mjög söl- una á síðasta ári og á sama tíma náðum við að skera kostnaðinn verulega niður, svo hagkvæmnin jókst. Að auki keyptum við töluvert af saltfíski inn í fyrra og seldum aftur á haustmánuðum. Þar sköp- uðust góðar tekjur.“ Eigið fé 682 milljónir Sighvatur segir að hann sé bjart- sýnn á reksturinn á þessu ári, en hagnaður verði vart eins mikill og á síðasta ári. „Við teljum þó að þetta ár verði ágætt, enda hefur SÍF verið að styrkjast mjög á und- anfömum tveimur árum. Eigið fé er nú 682 milljónir króna og innra virði bréfanna stendur í 1,43, en var 1,14 í fyrra. Þegar síðasti aðal- fundur var haldinn var sölugengi bréfa 0,79, en er nú 1,45, þannig að ávöxtunin hefur verið mjög góð.“ Útflutningur SÍF jókst um 10% milli áranna 1993 og 1994 og út- flutningsverðmæti um 18%. Hagn- aður félagsins, sem hlutfall af rekstrartekjum, var 4,9% og arð- semi eigin fjár 24,1%. Velta dótturfyrirtækis SÍF, Nord Morue í Frakklandi, jókst um 27% á milli áranna 1993 og 1994 og nam rúmum 3 milljörðum króna. Hagnaður fyrirtækisins 1994 var 6,4 milljónir króna. Ný númer krefjast breyttra forrita VEGNA breytinga á símanúmerum sem taka gildi 3. júní næstkomandi hefur reynst nauðsynlegt að skipta um forrit í þeim tæplega 4.000 posum fyrir kortaviðskipti sem eru í verslun- um og fyrirtækjum um allt land. Að sögn Andra Hrólfssonar, markaðs- stjóra þjónustusviðs Visa-íslands, skynjuðu posamir ekki nýju síma- númerin. Andri sagði að vegna anna af þess- um sökum hefði ekki verið hægt að sinna uppsetningum á nýjum posum nema að takmörkuðu leyti. Einnig hefði það sett strik í reikninginn að nýir notendur hefðu bæst örar við en reiknað hafði verið með. Hann sagði að nokkuð væri af óafgreiddum pöntunum en á því yrði tekið eftir páska. Skjálftar við Hveragerði NOKKRIR jarðskjálftakippir fundust í Hveragerði á sjöunda tímanum í gærkvöldi og mældist stærsti skjálft- inn 2,6 stig á Richter á jarðskjálfta- mælum. Samkvæmt upplýsingum jarð- skjálftafræðings á Veðurstofunni mældust fjórir kippir yfir 2 stig á Richter. Upptök skjálftanna voru við Ölkelduháls, skammt norðvestur af Hveragerði. Hafa smáskjálftahrinur géngið yfir á þessu svæði annað slag- ið seinustu daga. Krani féll ofan á togara KRANI og lyftari féllu ofan á fær- eyska togarann Ocean Hunter, þar sem hann lá við höfn í Grundarfirði í gær. Engin slys urðu á mönnum og tókst um síðir að lyfta báðum tækjunum frá skipinu og löndun gat haldið áfram. Hæstiréttur ógildir kaup á smábátum vegna breyttra laga um fiskveiðar Eigendur áttuðu sig ekki á breyttri fiskveiðistj órnun HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóma um ógildingu samninga vegna kaupa á tveimur smábátum á þeirri forsendu að fyrri eigendur hafí ekki gert sér grein fyrir þeim breytingum, sem 'urðu á reglum um fískveiðiheimildir báta undir 6 brúttórúmlestum. Tveir dómarar af fímm skiiuðu sératkvæði og sögðu báða samningsaðila hafa staðið jafnt að vígi til að kynna sér breytingarnar, sem hafí komið fram tveimur og hálfum mánuði fyr- ir samningsgerð. Ekki væru því lagaskilyrði til að ógilda samninginn. Ósanngjarn samningur Breytingamar á reglum um fiskveiðiheimildir smábáta árið 1990 höfðu í för með sér að veið- ar smábáta voru felldar undir reglur um aflahlut- deild og aflamark, en höfðu áður verið leyfis- bundnar að takmörkuðu leyti. Jafnframt var ákveðið að framselja mætti aflahlutdeild skips og sameina hana aflahlutdeild annars skips og sú regla látin ná til þessara báta eins og ann- arra skipa. Áður höfðu veiðileyfí bátanna verið óframselj- anleg, en veiðiheimildirnar hækkuðu mjög í verði við þessar breytingar vegna aukinnar eftirspurn- ar. Málin tvö, sem Hæstiréttur dæmdi um í gær, snerust um sölu á tveimur smábátum. Eigendur bátanna héldu því fram að þeir hefðu ekki gert sér ljóst að svigrúm þeirra til að leggja grand- völl að veiðum á öðrum báti með viðráðanlegum kjöram gæti orðið að engu við breytingar á regl- um um fiskveiðiheimildir, eins og raunin varð. Hæstiréttur bendir á, að söluverð bátanna hafi verið svipað því, sem fyrri eigendur hafí vænst miðað við fyrir veiðireglur. Báðir kröfðust eigendur smábátanna þess að kaupin gengju til baka, þegar þeir gerðu sér grein fyrir breytingunum og féllst Hæstiréttur á það og sagði annað ósanngjamt vegna þeirrar stórfelldu röskunar á högum þeirra, sem í samn- ingskjörunum fólust. Hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Harald- ur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein kváðu upp dómana. Tveir skila sératkvæði Guðrún og Pétur skiluðu sératkvæði, þar sem þau segja að beita beri ógildingarákvæði samn- ingalaga af mikilli varfærni. Líta beri til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samn- ingsgerðina og atvika, sem síðar komu til. Al- mennt sanngimismat nægi ekki. Báðir samn- ingsaðilar hafí haft jafna stöðu til þess að kynna sér efni frumvarps til laga um stjóm fiskveiða og fylgjast með afdrifum þess. Áhrif hinna nýju laga hafí þannig mátt vera báðum aðilum jafn fyrirsjáanleg og ógilding samningsins verði ekki byggð á síðar til komnum atvikum. Efni samningsins hafí verið venjulegt á þeim tíma er hann var gerður og engin sér- stök atvik við samningsgerðina er réttlætt geti ógildingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.