Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTIR: EVRÓPA Ihaldsmenn fagna herferð Aitkens gegn fjölmiðlum London. Reuter. BRESKI ráðherrann Jonathan Ait- ken hefur lýst yfir stríði á hendur breskum fjölmiðlum og segir óvand- aða og brenglaða blaðamennsku vera „krabbamein" í bresku þjóðfé- lagi. Lýstu margir flokksbræður Ait- kens í íhaldsflokknum yfir ánægju sinni í gær með þá ákvörðun hans að kæra blaðið The Guardian fyrir umfjöllun þess um samskipti hans við kaupsýslumenn frá Mið-Austur- löndum. Segist ráðherrann íhuga að kæra einnig áþekka umfjöllun í sjónvarpi á mánudagskvöld. Fjölmiðlar hafa meðal annars haldið því fram að Aitken hafi reynt að útvega gleðikonur handa sádí- arabískum prins, sem var í heim- sókn í Englandi. Alan Rusbridger, ritstjóri Guar- dian, neitaði að draga frétt blaðsins til baka og sagði það vera skyldu fjölmiðla að rannsaka málið. „Það er þörf á að kanna mál allra þeirra er sitja í ríkisstjórn. Menn hafa ít- rekað haft uppi efasemdir um ýmis- legt í fortíð Aitkens,,“ sagði Rus- bridger. Aitken nýtur fyllsta stuðnings Johns Majors forsætisráðherra í baráttu sinni við fjölmiðla og fékk afnot af höfuðstöðvum Ihalds- flokksins til að gefa út yfirlýsingu sína á mánudag. Blaðið Independent on Sunday baðst í gær opinberlega afsökunar á því að hafa gefið í skyn í frétt fyrir nokkru að Aitken hefði tengst Iran-contra-hneykslinu. Blaðið féllst í gær á að greiða sádí-arabísk- um vini Aitkens umtalsverðar bæt- ur gegn því að hann léti kæru sína á hendur blaðinu niður falla. Var afsökunarbeiðnin til Aitkens gefín út í kjölfarið. Penelope Cooper, lögmaður Inde- pendent sagði blaðið ranglega hafa haldið því fram að eitt af fyrirtækj- um Said Mohamed Aias hefði verið rannsakað af bandarísku alríkislög- reglunni, FBI, vegna gruns um að það ætti þátt í íran-contrahneyksl- inu. Þá baðst hún einnig afsökunar á því að nafn Aitkens hefði verið tengt málinu. Sautján stjórnmálamenn úr íhaldsflokknum hafa á undanförn- um þremur árum sagt af sér emb- ætti í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um kynlíf þeirra eða fjármál. Er Aitken sá fyrsti sem kærir blað fyrir rógburð. Reuter | Fréttir Ef þú smellir á fréttir færðu allar innlendar fréttir sem birtast í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is HEILSUBOTAR- DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR 3 UPPLYSINGASÍMI 554-4413 MILLIKL. 18-20 VIRKADAGA DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Engin sæti laus VAGNSTJÓRAR hjá strætis- vögnum Dhaka, höfuðborg Bangladesh, hafa verið í verk- falli í nokkra daga. Verkfallið er liður í tilraunum stjórnar- andstöðunnar til að velta ríkis- stjórninni og þvinga fram kosn- ingar fyrir tilsettan tíma. Hér sjást farþegar þyrpast um borð í járnbrautarlest á Tongi-stöð- inni í grennd við borgina, ljóst virðist að ekki séu sæti fyrir alla innandyra. í HÁDEGINU AI.LA VIRKA (§œ$i gimilegt'Jí I aðeins kr. 690 *■ P E R L A N Gagnrýnir Breta fyrir andstöðu við þýðingar GRÍSKA söngkonan Nana Mouskori sak- aði í gær Breta um eigingirni vegna af- stöðu þeirra til áforma Evrópusam- bandsins um að styrkja þýðingar á bókmenntum, sem koma út á lítt út- breiddum tungumál- um ESB-ríkjanna. Bretar hafa lýst yfir andstöðu við þessi áform. Mouskori, sem var kjörin á Evrópuþingið sl. sumar, sagðist mjög hissa á þessari afstöðu Breta. „Tunga þeirra er mjög útbreidd. Þeir geta auðveld- lega flutt út sínar bókmenntir," sagði hún í viðtalí og bætti því við að Breta skorti fágun og stór- hug í afstöðu sinni. Aætlun ESB gengur undir nafn- inu Ariane og var ætlunin að veija 34 milljónum ECU til að efla lest- ur, þýðingar og dreifingu á bók- menntum og leikritum. Bretar einoka markaði Á fundi menningarmálaráð- herra ESB í síðustu viku lýstu Bretar því yfir að of mikil áhersla væri lögð á þýðingar og því yrði að breyta áætluninni. Mouskori sagði útbreiðslu en- Japanskur fiskur stöðvaður • ESB hefur stöðvað innflutn- ing á fiski frá Japan af heil- brigðisástæðum. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar sagði að fram hefði komið við reglulegt eftirlit að hreinlæti væri ábótavant. Ákvörðunin tengdist ekki neinum viðskipta- deilum. ESB hefur nýlega hert reglur um heilbrigðisskoðun innflutts fisks. Slíkar reglur eiga, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, ekki að hafa áhrif á innflutning frá íslandi. • EVRÓPSK nefnd um staðla í rafkerfum (Cenelec) hefur hafnað uppkasti að áætlun um skrar tungu hafa leitt til þess að markaður- inn væri yfirfullur af enskum afurðum, hvort sem væri á sviði tónlistar, bókmennta eða sjónvarpsefnis. Því þyrfti styrki af hálfu ESB til að önnur menningarsvæði gætu blómstrað. „Það er ekki eðlilegt að þeir einoki ákveðna mark- aði ... Er ekki kominn tími til að gera eitt- hvað evrópskt?“ sagði hún. „Ég dái Bret- land, ég hef sungið þar og gert marga sjónvarpsþætti. Ég veit hins vegar einnig að fólk þar vill komast að því hvað sé að gerast annars stað- ar.“ Stóð vörð um tungumálin Fyrr á þessu ári gagnrýndi Mouskori Alain Juppé, utanríkis- ráðherra Frakklands, fyrir að vilja fækka opinberum vinnutungumál- um ESB í fimm. Hefðu þær hug- myndir orðið að veruleika hefðu tungumál á borð við grísku orðið að „annars flokks“ tungumálum innan ESB. Vegna hinnar hörðu gagnrýni ákváðu Frakkar, sem fara nú með forystuna í ráðherrar- áðinu, að falla frá þessum áform- um. að samræma rafmagnsklær og -innstungur í Evrópusamband- inu. Fulltrúar rafmagnseftir- Iitsins í átján Evrópuríkjum sitja í nefndinni og hefur ekki verið gefið upp hverjir greiddu atkvæði á móti tillögum að nýju kerfi. Meira en 20 gerðir af rafmagnstenglum eru nú í gildi í Evrópu og getur það valdið ferðamönnum og þeim, sem flytjast búferlum með búslóð sína, ómældum vandræðum. Millistykkjaframleiðendur hagnast hins vegar á ástandinu. • ÖLÍKLEGT er að ákvörðun um takmörkun erlends efnis á evrópskum sjónvarpsrásum verði tekin á árinu, að sögn Marcelino Oreja, sem fer með menningarmál í framkvæmda- stjórn ESB. Menningarmála- ráðherrar hafa ekki náð saman um leiðir til að vernda evrópsk- an kvikmyndaiðnað. Nana Mouskori Fiskinnflutningur til ESB Mótmæli beinast ekki gegn íslandi ÁRÁSIR franskra sjómanna á flutningabíla með innfluttan físk beinast eingöngu að norskum inn- flutningi og hafa ekki haft nein áhrif á innflutning fisks frá ís- landi til Evrópusambandsins, sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu. í ráðuneytinu munu þessar að- gerðir sjómannanna nú hafa kom- ið mönnum á óvart, þar sem mót- mælaaðgerðir og skemmdarverk af þeirra hálfu hafa yfirleitt átt sér stað í febrúar eða marz, þ.e. í vertíðarbyijun í Frakklandi. í febrúar var kannað á vegum utan- ríkisráðuneytisins og sendiráðsins í París hvort eitthvað væri á döf- inni af þessu tagi og mun hafa verið samdóma álit þeirra, sem til þekktu í Frakklandi að ekki myndi koma til mótmæla í ár. Vonandi einstakt tilvik í utanríkisráðuneytum íslands og Noregs vona menn að árásir sjómanna á flutningabíla með norskan fisk hafi verið einstakt tilvik, sem ekki muni endurtaka sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.