Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTIR: EVRÓPA Ihaldsmenn fagna herferð Aitkens gegn fjölmiðlum London. Reuter. BRESKI ráðherrann Jonathan Ait- ken hefur lýst yfir stríði á hendur breskum fjölmiðlum og segir óvand- aða og brenglaða blaðamennsku vera „krabbamein" í bresku þjóðfé- lagi. Lýstu margir flokksbræður Ait- kens í íhaldsflokknum yfir ánægju sinni í gær með þá ákvörðun hans að kæra blaðið The Guardian fyrir umfjöllun þess um samskipti hans við kaupsýslumenn frá Mið-Austur- löndum. Segist ráðherrann íhuga að kæra einnig áþekka umfjöllun í sjónvarpi á mánudagskvöld. Fjölmiðlar hafa meðal annars haldið því fram að Aitken hafi reynt að útvega gleðikonur handa sádí- arabískum prins, sem var í heim- sókn í Englandi. Alan Rusbridger, ritstjóri Guar- dian, neitaði að draga frétt blaðsins til baka og sagði það vera skyldu fjölmiðla að rannsaka málið. „Það er þörf á að kanna mál allra þeirra er sitja í ríkisstjórn. Menn hafa ít- rekað haft uppi efasemdir um ýmis- legt í fortíð Aitkens,,“ sagði Rus- bridger. Aitken nýtur fyllsta stuðnings Johns Majors forsætisráðherra í baráttu sinni við fjölmiðla og fékk afnot af höfuðstöðvum Ihalds- flokksins til að gefa út yfirlýsingu sína á mánudag. Blaðið Independent on Sunday baðst í gær opinberlega afsökunar á því að hafa gefið í skyn í frétt fyrir nokkru að Aitken hefði tengst Iran-contra-hneykslinu. Blaðið féllst í gær á að greiða sádí-arabísk- um vini Aitkens umtalsverðar bæt- ur gegn því að hann léti kæru sína á hendur blaðinu niður falla. Var afsökunarbeiðnin til Aitkens gefín út í kjölfarið. Penelope Cooper, lögmaður Inde- pendent sagði blaðið ranglega hafa haldið því fram að eitt af fyrirtækj- um Said Mohamed Aias hefði verið rannsakað af bandarísku alríkislög- reglunni, FBI, vegna gruns um að það ætti þátt í íran-contrahneyksl- inu. Þá baðst hún einnig afsökunar á því að nafn Aitkens hefði verið tengt málinu. Sautján stjórnmálamenn úr íhaldsflokknum hafa á undanförn- um þremur árum sagt af sér emb- ætti í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um kynlíf þeirra eða fjármál. Er Aitken sá fyrsti sem kærir blað fyrir rógburð. Reuter | Fréttir Ef þú smellir á fréttir færðu allar innlendar fréttir sem birtast í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is HEILSUBOTAR- DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR 3 UPPLYSINGASÍMI 554-4413 MILLIKL. 18-20 VIRKADAGA DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Engin sæti laus VAGNSTJÓRAR hjá strætis- vögnum Dhaka, höfuðborg Bangladesh, hafa verið í verk- falli í nokkra daga. Verkfallið er liður í tilraunum stjórnar- andstöðunnar til að velta ríkis- stjórninni og þvinga fram kosn- ingar fyrir tilsettan tíma. Hér sjást farþegar þyrpast um borð í járnbrautarlest á Tongi-stöð- inni í grennd við borgina, ljóst virðist að ekki séu sæti fyrir alla innandyra. í HÁDEGINU AI.LA VIRKA (§œ$i gimilegt'Jí I aðeins kr. 690 *■ P E R L A N Gagnrýnir Breta fyrir andstöðu við þýðingar GRÍSKA söngkonan Nana Mouskori sak- aði í gær Breta um eigingirni vegna af- stöðu þeirra til áforma Evrópusam- bandsins um að styrkja þýðingar á bókmenntum, sem koma út á lítt út- breiddum tungumál- um ESB-ríkjanna. Bretar hafa lýst yfir andstöðu við þessi áform. Mouskori, sem var kjörin á Evrópuþingið sl. sumar, sagðist mjög hissa á þessari afstöðu Breta. „Tunga þeirra er mjög útbreidd. Þeir geta auðveld- lega flutt út sínar bókmenntir," sagði hún í viðtalí og bætti því við að Breta skorti fágun og stór- hug í afstöðu sinni. Aætlun ESB gengur undir nafn- inu Ariane og var ætlunin að veija 34 milljónum ECU til að efla lest- ur, þýðingar og dreifingu á bók- menntum og leikritum. Bretar einoka markaði Á fundi menningarmálaráð- herra ESB í síðustu viku lýstu Bretar því yfir að of mikil áhersla væri lögð á þýðingar og því yrði að breyta áætluninni. Mouskori sagði útbreiðslu en- Japanskur fiskur stöðvaður • ESB hefur stöðvað innflutn- ing á fiski frá Japan af heil- brigðisástæðum. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar sagði að fram hefði komið við reglulegt eftirlit að hreinlæti væri ábótavant. Ákvörðunin tengdist ekki neinum viðskipta- deilum. ESB hefur nýlega hert reglur um heilbrigðisskoðun innflutts fisks. Slíkar reglur eiga, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, ekki að hafa áhrif á innflutning frá íslandi. • EVRÓPSK nefnd um staðla í rafkerfum (Cenelec) hefur hafnað uppkasti að áætlun um skrar tungu hafa leitt til þess að markaður- inn væri yfirfullur af enskum afurðum, hvort sem væri á sviði tónlistar, bókmennta eða sjónvarpsefnis. Því þyrfti styrki af hálfu ESB til að önnur menningarsvæði gætu blómstrað. „Það er ekki eðlilegt að þeir einoki ákveðna mark- aði ... Er ekki kominn tími til að gera eitt- hvað evrópskt?“ sagði hún. „Ég dái Bret- land, ég hef sungið þar og gert marga sjónvarpsþætti. Ég veit hins vegar einnig að fólk þar vill komast að því hvað sé að gerast annars stað- ar.“ Stóð vörð um tungumálin Fyrr á þessu ári gagnrýndi Mouskori Alain Juppé, utanríkis- ráðherra Frakklands, fyrir að vilja fækka opinberum vinnutungumál- um ESB í fimm. Hefðu þær hug- myndir orðið að veruleika hefðu tungumál á borð við grísku orðið að „annars flokks“ tungumálum innan ESB. Vegna hinnar hörðu gagnrýni ákváðu Frakkar, sem fara nú með forystuna í ráðherrar- áðinu, að falla frá þessum áform- um. að samræma rafmagnsklær og -innstungur í Evrópusamband- inu. Fulltrúar rafmagnseftir- Iitsins í átján Evrópuríkjum sitja í nefndinni og hefur ekki verið gefið upp hverjir greiddu atkvæði á móti tillögum að nýju kerfi. Meira en 20 gerðir af rafmagnstenglum eru nú í gildi í Evrópu og getur það valdið ferðamönnum og þeim, sem flytjast búferlum með búslóð sína, ómældum vandræðum. Millistykkjaframleiðendur hagnast hins vegar á ástandinu. • ÖLÍKLEGT er að ákvörðun um takmörkun erlends efnis á evrópskum sjónvarpsrásum verði tekin á árinu, að sögn Marcelino Oreja, sem fer með menningarmál í framkvæmda- stjórn ESB. Menningarmála- ráðherrar hafa ekki náð saman um leiðir til að vernda evrópsk- an kvikmyndaiðnað. Nana Mouskori Fiskinnflutningur til ESB Mótmæli beinast ekki gegn íslandi ÁRÁSIR franskra sjómanna á flutningabíla með innfluttan físk beinast eingöngu að norskum inn- flutningi og hafa ekki haft nein áhrif á innflutning fisks frá ís- landi til Evrópusambandsins, sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu. í ráðuneytinu munu þessar að- gerðir sjómannanna nú hafa kom- ið mönnum á óvart, þar sem mót- mælaaðgerðir og skemmdarverk af þeirra hálfu hafa yfirleitt átt sér stað í febrúar eða marz, þ.e. í vertíðarbyijun í Frakklandi. í febrúar var kannað á vegum utan- ríkisráðuneytisins og sendiráðsins í París hvort eitthvað væri á döf- inni af þessu tagi og mun hafa verið samdóma álit þeirra, sem til þekktu í Frakklandi að ekki myndi koma til mótmæla í ár. Vonandi einstakt tilvik í utanríkisráðuneytum íslands og Noregs vona menn að árásir sjómanna á flutningabíla með norskan fisk hafi verið einstakt tilvik, sem ekki muni endurtaka sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.