Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti ASI um samanburð á atvinnu- leysisbótum og ráðstöfunartekjum Sýmr hvað launin eru lág „ÞAÐ ER sjálfsagt hægt að finna svona dæmi og ég er ekki að draga í efa þessa útreikninga hjá þeim, en svona dæmi eru nú vafalaust heldur fá,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, aðspurður um útreikninga í fréttabréfi Vinnu- veitendasambands íslands. I fréttabréfinu kemur fram að hjón með tvö böm á dagvistunaraldri þurfa að hafa 240 þúsund í laun á mánuði til að hafa sömu ráðstöfunartekjur og atvinnulaus hjón með tvö böm. Benedikt sagðist ekki reikna með að þetta munstur sem miðað væri við í útreikningunum væri almennt, en visssulega væru svona dæmi til. „Þetta sýnir okkur auðvitað hvað launin eru í raun alltof lág og hvað skattleysismörkin eru neðarlega, að fólk sem er með svona nauðþurftar- tekjur, tveir einstaklingar með 240 þúsund krónur, þ.e.a.s. 120 þúsund á mann, að þeir skuli þurfa að greiða fímmtung í beina skatta fyrir utan óbeina skatta," sagði Benedikt einnig. Skattleysismörk miðuð við alltof lág laun Aðspurður hvort þetta og dæmi sem Alþýðusambandið reiknaði út varðandi háa jaðarskatta sýndi ekki að skatta- og bótakerfíð væri komið í ógöngur sagði Benedikt að Alþýðu- sambandið hefði verið að benda á það að skattleysismörk og tekjutenging væm miðaðar við alltof lág laun. Skattleysismörkin og tekjuviðmið- anir þyrftu að vera miklu ofar og það væri sú breyting sem gera þyrfti. „Ég geri ekki ráð fyrir að neinn búist við því að þessar tekjur af atvinnuleysis- bótum undir 60 þúsund sé hægt að lækka,“ sagði Benedikt ennfremur. Mínna óson en engin hætta þó ÓSONLAGIÐ yfír íslandi minnkaði töluvert um síðustu helgi, að sögn Barða Þorkelssonar, veðurfræðings á Veðurstofu íslands. Hann kvaðst ekki telja ástæðu til að vara fólk við þegar svo bæri undir og sagði að fréttir frá Noregi um viðbrögð þar í landi hlytu að vera orðum auknar. Skýrt var frá því í ijölmiðlum í síð- ustu viku að Norðmenn .hefðu verið varaðir við því að fara til fjalla í dymb- ilviku, þar sem ósonlagið yfir landinu væri svo þunnt. „Það hafa verið skilyrði til þess að ósonlagið þynntist tímabundið, en það stendur ekki nema í nokkra daga,“ sagði Barði. „Við urðum vör við það hér að ósonlagið minnkaði töluvert á föstudag og laugardag, en það er komið á eðlilegt ról aftur.“ Barði sagði að honum sýndist ekki ástæða til að vara fólk við þegar um tímabundna þynningu væri að ræða. „Hættan á útfjölublárri geislun er talin meiri eftir því sem sólin er hærra á lofti. Hún er jafn hátt á lofti nú og um mánaðamótin ágúst-september á haustin. Miðað við það eru tölur um ástand ósonlags um síðustu helgi eðlilegar." 400 umsóknir um styrki til nýsköpunar UM 400 umsóknir bárust Byggða- stofnun vegna fyrirhugaðar úthlutunar styrkja til nýsköpunar atvinnulífs á landsbyggðinni. Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður þróunarsviðs stofnunarinnar, segir að umsóknimar séu ótrúlega fjöl- breyttar og mörg áhugaverð verkefni. Byggðastofnun ætlar að úthluta 135 milljónum króna í styrki til ný- sköpunar atvinnulífs á landsbyggðinni og þar af er helmingur eymamerkur sauðfjárræktarsvæðum, samkvæmt ákvæðum í búvömlögum. Umsóknar- frestur er mnninn út. Að sögn Sigurð- ar var ætlunin að hafa tvo umsóknar- fresti á árinu en hann reiknar nú með að vegna þessa mikla fjölda verði öllum peningunum úthlutað nú. Verkefnin era fjölbreytt, allt frá því að bóndi sækir um styrk til kaupa á kvóta upp í stærri samstarfsverkefni fyrirtækja og rannsóknastofnana. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/RAX Framkvæmd- um við Höfða- bakkabrú mið- ar vel áfram FRAMKVÆMDUM við bygg- ingu mislægra gatnamóta og brúar á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar miðar vel áfram en stefnt er að því að opnað verði fyrir umferð um gatnamótin í byrjun september næstkomandi. Byggð verður brú sem flytur umferð milli Árbæjar og Grafarvogs og af Vesturlandsvegi í þessi borgar- hverfi og verður umferðinni stýrt með umferðaryósum, en umferð austur og vestur Vest- urlandsveg verður hins vegar hindrunarlaus. Þegar þetta umferðarmannvirki verður tek- ið í notkun mun öll umferð um gatnamótin verða mun örugg- ari, en hver umferðarstraumur verður sér og skarast ekki við aðra. Þrír verktakar annast framkvæmdir við gerð gatna- mótanna og brúarinnar, en það eru Ármannsfell, JVJ verktakar og Hlaðberg Colas. Kostnaður við alla framkvæmdina allt frá Skeiðarvogi upp fyrir Höfða- bakka er áætlaður um 1,3 millj- arðar króna, en kostnaður við sjálfa brúna og gatnamótin er áætlaður um 550 milljónir króna. Fjögurra daga opinber heimsókn utanríkisráðherra Kína Hæst setti kín- verski gesturinn Hitaveitan byggir skrifstofuhæð Lægsta til- boð rúmar 58.6 millj- ónir BÓRGARRÁÐ hefur sam- þykkt að taka rúmlega 58,6 milljóna króna tilboði lægst- bjóðanda, ÁHÁ bygginga hf., 1 byggingu 3. hæðar yfír skrif- stofuhúsnæði Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg 1. Eilefu tilboð bámst í verkið. Kostnaðaráætlun er rúmar 75.6 milljónir og var lægsta tilboð 77,53% af henni. Næst- lægsta boð áttu Friðjón og Viðar hf. sem buðu 79,64% af kostnaðaráætlun og þriðja lægsta boð átti Húsanes hf. sem bauð 82,61% af kostn- aðaráætlun. QIAN Qichen, utanríkisráðherra Kína og einn varaforsætisráðherra landsins, kemur hingað til lands í opinbera heimsókn í dag, miðviku- dag. Heimsóknin er í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra. Svo háttsettur kín- verskur ráðamaður hefur aldrei áður sótt ísland heim. Ráðherrann mun eiga fundi með íslenskum ráðamönnum en heimsókninni lýk- ur á laugardag. Qian Qichen hefur verið utan- ríkisráðherra Kína frá árinu 1988 en embætti aðstoðarforsætisráð- herra hefur hann gegnt frá því í marsmánuði 1993. í valdatíð kín- verskra kommúnista hefur það aldrei áður gerst að utanríkisráð- herra gegni jafnframt því emb- ætti. Menntun í Sovétríkjunum Kínverski utanríkisráðherrann er fæddur í janúar 1928 og er því 67 ára gamall. Árið 1954 hélt hann til náms í Sovétríkjunum en árið eftir hóf hann að starfa fyrir utanríkisþjónustuna í sendiráði Kína í Moskvu. Hann sneri aftur til Kina 1963 og hóf störf í utan- ríkisráðuneytinu. Qian Qichen var vikið úr starfí á dögum Menningarbyltingarinnar svonefndu og vændur um „kapítal- ískan hugsunarhátt", að sögn blaða í Hong Kong. Hann hlaut síðar uppreisn æru og var skipað- ur yfirmaður upplýsingadeildar kínverska utanríkisráðuneytisins 1976. Því starfí gegndi hann til 1982 en þá var hann skipaður aðstoðarráðherra og fór með mál- efni Sovétríkjanna og Austur-Evr- ópu. Fundir með ráðherrum Utanríkisráðherrann hittir for- seta íslands að Bessastöðum í dag en á morgun, fimmtudag, mun hann eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra. Hann mun eiga hálftíma fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesja- valla. Kvöldverður verður snæddur í boði utanríkisráðherra íslands og eiginkonu hans. Á föstudag verður haldið til Þingvalla þar sem forsætisráð- herra og eiginkona hans bjóða til hádegisverðar. Haldið verður til Reykjavíkur með viðkomu hjá Gullfossi og Geysi. Kínverski utan- ríkisráðherrann snæðir síðan kvöldverð á heimili hins íslenska starfsbróður síns. Á laugardag býður borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, til hádegisverðar í Ráðhúsinu. Heimsókninni lýkur síðdegis á laugardag. Aðstoðarráðherra með í för Með í för eru Zhou Hanqiong, eiginkona ráðherrans, Jang Enz- hu, aðstoðarutanríkisráðherra, Zeng Yaowen sendiherra Kína og eiginkona hans, Bo Xiying, Zhou Zizhong, aðstoðarframkvæmda- stjóri Vestur-Evrópudeildar kín- verska utanríkisráðuneytisins, Lu Xinhua, ritari ráðherra og Guo Ghongli frá upplýsingadeild ráðu- neytisins auk þess sem ræðismað- ur Kína á íslandi, Wang Jianxing og eiginkona hans, Shi Qine, verða einnig í hinni opinberu sendinefnd. li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.