Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 3
FRÉTTIR
Gæslumenn hafa kynnt
sér dönsk varðskip
SKIPHERRA, yfirstýrimaður og
vélstjóri frá Landhelgisgæslunni
hafa í vetur siglt með dönskum
varðskipum í eina viku og gert um
það ítarlegar skýrslur, að því er
fram kemur í Gæslutíðindum,
fréttabréfi Landhelgisgæslu ís-
lands.
Verið er að vinna úr skýrslunum
fyrir nefnd, sem gera á heildarút-
tekt á núverandi skiparekstri Land-
helgisgæslunnar og þörfum til
næstu framtíðar með hliðsjón af
þeim verkefnum, meðal annars við
björgun og eftirlit, sem Landhelgis-
gæslunni er ætlað að sinna.
Nefndinni, sem dómsmálaráð-
herra skipaði í september síðastl-
iðnum, er einnig ætlað að leggja
mat á og gera tillögur um þá kosti
sem eru álitlegastir þegar kemur
að því að endurnýja skipastól Land-
helgisgæslunnar.
I nefndinni eiga sæti HafSteinn
Hafsteinsson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, sem er formað-
ur nefndarinnar, Viggó Maack,
verkfræðingur, Þórður Ásgeirs-
son, forstjóri Fiskistofu, og Þór-
hallur Arason, skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneyti.
Morgnnblaöið/Rúnar B. Ólafsson
Hross til
Bandaríkjanna
VAXANDI markaður hefur ver-
ið fyrir íslensk hross í Banda-
ríkjunum og Kanada upp á síð-
kastið og síðastliðinn sunnudag
fóru 32 hross til Bandaríkjanna
með leiguflugvél á vegum
Nortron USA í samvinnu við
Cargolux á íslandi. Vélin var af
gerðinni DC-8-63 með allt að 45
tonna burðargetu og flaug hún
frá Keflavík til Newburg i New
York-fylki. Þessi ferð var sú
sjötta í röðinni á vegum þessara
aðila með íslensk hross vestur
um haf, og í þessari ferð voru
einnig flutt 30 tonn af fiski héð-
an til Bandaríkjanna.
Kirkjurúta
í Breiðholti
SOKNARNEFND Fella- og Hóla-
kirkju hefur tekið upp þá ný-
breytni að bjóða sóknarbörnum
upp á rútuferðir til og frá kirkju
á sunnudögum. Með þessu vonast
sóknarnefndin eftir að fleiri komi
í messu.
„Við látum tvo bíla ganga um
hverfið rétt fyrir messuna til að
safna saman fólki sem vill koma í
messu,“ sagði séra Hreinn Hjartar-
son, sóknarprestur í Fella og Hóla-
kirkju. Hann sagði að kirkjurútan
hefði fengið þokkalegar viðtökur.
Fleiri nýttu sér hana nú en í fyrstu
ferðinni.
Séra Hreinn sagðist vonast eftir
að þetta leiddi til þess að fleiri
sæju sér fært áð koma til messu.
Kirkjurútan væri ekki síst hugsuð
fyrir aldrað fólk og börn.
Kirkjurúturnar eru tvær. Önnur
fer hringferð um Fellahverfið og
hin um Hólahverfið. Kirkjugestir
eru einnig keyrðir heim að messu
lokinni. Ferðirnar eru ókeypis, en
sóknarnefnd stendur straum af
kostnaði við rúturnar.
Stœrrí
aðeins
kr. 595
Sendiráðið í
Washington
á Veraldar-
vefnum
SENDIRÁÐ íslands í Washington
D.C. hefur sett upp heimasíðu á
Veraldarvefnum, Internetinu, þar
sem má fínna almennar upplýs-
ingar um ísland og hlekki í heimas-
íður hinna ýmsu stofnana á ís-
landi, svo sem Utflutningsráðs,
Alþingis, Háskólans o.fl. Til gam-
ans má einnig geta þess, að á
heimasíðunni má hlusta á og lesa
lexta þjóðsöngs Islendinga.
Netfang sendiráðs Islands í
Washington D.C. er:
http://www.jazzie.com/web/iceland
Minnt
aðeins
kr. 495
Nýafskornar og ferskar
Blómstra
Odýrar páskaskrevtineár
(Aðeins 59 kr. stykkið)
\wm
-