Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MIIVININGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristinn Vil- hjálmsson fæddist í Vetleifs- holti í Asahreppi í Rangárvallasýslu 13. mars 1912. Hann lést í Borgar- spítalanum 4. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Hildibrandsson, bóndi og járnsmið- ur, og Ingibjörg Ólafsdóttir. Þau fluttu til Reykja- víkur er Kristinn var á barnsaldri og ólst hann þar upp. Þijú systkini hans komust upp: Olgeir bifreiðaeft- irlitsmaður, Sigurbjörg hús- freyja og saumakona og Ingvar útgerðarmaður. Kristinn lauk sveinsprófi í blikksmíði 1934. Hann vann við iðn sína í Reykjavík og Kaupmannahöfn til 1943 en gerðist þá starfs- maður Hitaveitu Reykjavíkur. Hann var jafnframt fram- kvæmdasljóri húseigna templ- ara í Reykjavík frá 1944 fram undir sjötugt og að síðustu framkvæmdastjóri Veltubæjar til dauðadags. Kristinn var stofnandi og fyrsti formaður Sveinafélags blikksmiða 1935- 1936 og var sæmdur gullmerki félagsins á 40 ára afmæli þess. Hann gegndi margvíslegum stjórnarstörfum innan Góð- KRISTINN Vilhjálmsson lifði eina mestu breytingartíma sem gengið hafa yfir íslenska þjóð. Hann fædd- ist árið 1912 í Vetleifsholti í Holtum í Rangárvallasýslu, við venjuleg kjör á litlu sveitaheimili. Þar bjuggu amma mín og afi, hjónin Ingibjörg Ólafsdóttir og Vilhjálmur Hildi- brandsson, járnsmiður. Þau eignuð- ust sex börn en fjögur þeirra kom- ust til fullorðinsára. Eitt þeirra var faðir minn Ingvar Vilhjálmsson, og var Kristinn yngstur systkina sinna. Á heimili foreldranna hlaut Kristinn gott uppeldi, í besta skilningi þess orðs. Mikið unnið, mikil ráðdeild, og hagsýni í hvívetna. Kristinn Vil- hjálmsson bar menjar þessa góða uppeldis í foreldragarði alla ævi. ' Kristinn og jafnaldrar hans voru í vissum skilningi „aldamótamenn", af því að þeir fæddust að morgni nýrrar aldar. Þessi kynslóð hlaut að brjótast af eigin rammleik, ef þeir vildu menntast, auðgast og bæta sitt land og þjóð. Ef þeir fengu nokkra tilsögn, þá námu þeir á fáum vetrum meira nám en unglingar gera núna í níu ára skólanámi. Að afloknu barnaskólanámi lærði Kristinn blikksmíði og starf- aði að iðngrein sinni í einhver ár. Síðar var Kristinn ráðinn fram- kvæmdastjóri Templarahallar Reykjavíkur, framan af með starfi sínu hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síðar sem aðalstarf. Árið 1940 kvæntist hann Guðnýju. Guðný bjó með foreldrum sínum á Laufásvegi 5S, sem varð framtíðarheimili þeirra hjóna til dauðadags, en Guðný lést fyrir rúmu ári. Laufás- vegurinn hefur því verið heimaslóð Kristins frá því að hann kom fyrst til Reykjavíkur. Þeim varð tveggja barna auðið. Rúmlega tvítugur að aldri gekk Kristinn í góðtemplararegluna sem átti eftir að eiga hans hug og hjarta og varð þar einhver mesti athafna- maður. Hann gerðist öflugur forvíg- ismaður í baráttu við áfengið. Hann tók með sér í stúku nokkra áhrifa- menn úr þjóðfélaginu, bæði til að auka liðskost templara og til að sýna, að þangað kæmu menn til að starfa þótt þeir væru ekki í bráðri hættu af áfengisnautn. Hann var þar fyrirmynd um ósérplægni og 4eigingimi og beitti ótrúlegri starfsorku sinni í þágu bindindis- templarareglunn- ar, var m.a. stór- gæslumaður ungl- ingastarfs um ára- bil. Kristinn Vil- hjálmsson var sæmdur riddara- krossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 17. júní 1987. Krist- inn kvæntist 10. ágúst 1940 Guðnýju Torfadóttur sem fædd var 15. sept- ember 1914. Hún var dóttir hjónanna Torfa Björnssonar sjómanns og Stefaníu Guðna- dóttur húsmóður. Þegar spænska veikin geisaði 1918 tóku hjónin Jón Pálsson bank- aféhirðir og Anna Sigríður Adólfsdóttir Guðnýju að sér og ólu hana upp sem eigið barn upp frá því. Guðný Torfadóttir lést 11. nóvember 1993. Kristni og Guðnýju varð tveggja barna auðið. Þau eru Anna Sigríður, f. 10. febrúar 1942, og Jón Pálsson, f. 17. október 1946. Anna Sigríður er gift Finn R. Frederiksen kaupmanni í Ósló og eiga þau þrjár dætur og einn son sem öll eru búsett í Noregi. Jón er ókvæntur og barnlaus. Kristinn Vilhjálmsson verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. apríl, og hefst athöfnin kl. 10.30. mála, ekki til að reisa sér sjálfum minnisvarða, heldur af því að hon- um var þetta eiginlegt. Hann var alla manna vinnufúsastur. Oft furð- aði ég mig á því hvernig Kristinn hafði tíma til alls sem hann gerði. Góðtemplarareglan hrópaði á hann og alltaf sinnti hann kallinu. Það voru ófáir einstaklingar sem hann stappaði í stálinu, vakti sjálfsvirð- ingu þeirra og reyndi að koma á rétta braut í lífinu. Hann minntist sjaldan á þurrar tölur, heldur lif- andi dæmi úr lífi drykkjufólks. Frá- sagnir þessar gátu verið mjög áhrifamiklar. Þótt kærleikar væru miklir með þeim Kristni og föður mínum, þá hittust þeir ekki daglega á sínum yngri árum. Báðir voru þeir mjög uppteknir menn, hvor á sínum starfsvettvangi. Aldrei bar skugga á vináttu þeirra, hvor bar svo hag og gæfu hins fyrir brjósti sem sjálf- ur ætti í hlut. Samt voru þeir um margt ólíkir menn. Síðustu árin sem faðir minn lifði og hafði ekki krafta til að fara út frá heimilinu, þá var það Kristinn sem byrjaði að heimsækja hann daglega og oft tvisvar á dag. Hann lét það ekki aftra sér þótt hann væri í fullu starfi og eiginkona hans við tæpa heilsu. Þessar komur Kristins voru ómetanlegar fyrir föð- ur minn. Kristinn kom oft á morgn- ana og færði honum allar helstu fréttir og ræddi við hann allt milli himins og jarðar. Svo kom hann um síðdegið og sat hjá honum. Síð- ustu dagana sem faðir minn lifði lá hann í dauðadái í rúmi sínu, óvit- andi um umhverfi sitt. Kristinn kom á hveijum einasta degi og settist þegjandi við rúmstokk hans, þar sat hann hnípinn tímunum saman án þess að segja aukatekið orð og fylgdi bróður sínum hinstu sporin að landamærunum. Hversdagslega bar mest á lífs- Qöri hans, góðlæti og glaðlyndi. Hann gat verið alla manna glaðast- ur og gat snúið vandræðum upp í gaman, fært flest á betra veg. Hann var hreinskiptinn og hispurs- laus og menn vissu hvar þeir höfðu hann, og því naut hann trausts allra. En fyrst og síðast var hann góður maður sem mátti ekkert aumt sjá. Hann var gæddur óbilandi bjartsýni sem er aðal hvers skap- andi hugsjónamanns. Aldrei syrti svo í lofti, að hann sæi ekki skímu af bjartari degi. I andlegum málum var hann manna víðsýnastur. Hann unni kirkjunni góðs hlutar, en var ekki kreddubundinn og taldi best kristn- um mönnum að fylgja fyrirmælum Krists með opnum hug og einlægni barnsins. Hann trúði á handleiðslu, sem hann taldi að hefði gengið eins og rauður þráður í gegnum allt sitt líf. „Það er eitthvað sem fylgir mér,“ sagði hann oft, „eitthvað sem leiðir mig hveiju sinni á réttan veg og varar mig við því sem ég á ekki að gera. Mér hefur oft fundist ég vera fæddur undir einhverri heilla- stjörnu," sagði Kristinn og brosti sínu hlýja brosi. Þessum góða frænda mínum á ég margt að þakka og á kveðju- stund er mér efst í huga sá dreng- skapur og alúð sem hann sýndi mér og ekki síst föður mínum er heilsu hans tók að hnigna. Oft finnst mér að hún hafi verið sögð um Kristin Vilhjálmsson setningin: „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Sigríður Ingvarsdóttir. Kristinn Vilhjálmsson er látinn. Með honum er fallinn einn sérkenni- legasti hugsjónamaður, sem ég hefi kynnst. Kynni Kristins við Jón Pálsson, fósturföður Kristínar konu hans, urðu Kristni mikil gæfa. Jón var margháttaður hugsjónamaður, sem lagði mörgum menningarmálum lið; tónlist, dýravernd, þjóðlegum fræð- um en síðast en ekki síst var Jón Pálsson mikilhæfur forystumaður í fjölmennri og áhrifamikilli sveit templara hér í höfuðstaðnum. Krist- inn hafði gengið í Góðtemplararegl- una 1934, nánar tiltekið í stúkuna Freyju nr. 218. Þar réðu þá ríkjum Jón Árnason prentari og Helgi Sveinsson bankastjóri. Jón Arnason hafði lengi verið forystumaður í barna- og útgáfustarfi templara. Hann var líka áhugamaður um dul- fræði og stofnaði svokallaða Must- erisreglu innan reglunnar. Helgi Sveinsson var annálaður ræðumað- ur, sem á fáum dögum hafði m.a. endurreist regluna á Norðurlandi í kringum 1920. Til þessara tveggja manna auk Jóns Pálssonar leitaði Kristinn um fyrirmyndir í félags- starfi. Nú fóru í hönd miklar fram- kvæmdir: Landnám templara á Jaðri varð stórfyrirtæki í útjaðri Reykjavíkur. Þar var mikið sumar- starf, sem Kristinn stjórnaði. Góð- templarahúsið eða Gúttó hafði lengi verið einn vinsælasti skemmtistaður borgarinnar, þar varð Kristinn starfsmaður. Þegar Gúttó var rifið fluttu templarar í hús Thors Jens- ens við Tjörnina. Síðar hófst bygg- ing Templarahallarinnar við Skóla- vörðustíg. í öllu þessu brambolti var Kristinn primus motor. Þegar hér var komið sögu var hann orðinn starfsmaður húsráðs, sem naut um langa hríð leiðsagnar Freymóðs Jóhannssonar listmálara en síðar Böðvars S. Bjarnasonar bygginga- meistara. 1974 var Kristinn kosinn gjald- keri í framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar. Barnastarfið var þá í minni umsjá og með í Unglingareglu- stjórninni var Kristinn. Hófst þarna okkar nána samstarf, sem stóð óslitið í áratugi. Ferðir okkar um landið á þessum árum voru margar og Kristinn var laginn að fá fólk til samstarfs. 1980 tók Kristinn við barnastarfinu og gegndi því með glæsibrag til 1990. Mörgum er t.d. í fersku minni hið glæsilega afmælismót Unglinga- reglunnar í Tónabæ 1986, þar sem saman voru komin um 5-600 börn og unglingar víðs vegar af landinu. Þótt hæfileikar Kristins í félags- starfi hafi verið miklir hygg ég hann hafi notið sín best sem fjáröfl- unarmaður'. Þegar hallaði undan fæti einhvers staðar í reglunni var Kristinn ætíð boðinn og búinn til að leggja fram sína starfskrafta til hjálpar. 1982 hafði bókaútgáfan og raunar Æskan líka orðið fyrir verulegum skakkaföllum. Það var þá sem Kristinn bauð fram sína starfskrafta. Hann var þá hættur hjá bingói Templarahallarinnar og vildi nú spreyta sig á sams konar rekstri fyrir Stórstúkuna, til hjálp- ar Æskunni. Byrjunin gekk ekki sem skyldi. í fyrstu voru bingóin í Glæsibæ og gengu illa, þaðan var farið í gamla Lidó og þar fór Eyjólf- ur að hressast og síðan voru fest kaup á Vinabæ, í Skipholti 33. Þar var aðalvinnustaður Kristins fram til síðustu stundar. Fyrir nokkrum árum dó eigin- kona hans, Guðný. Það var mikill missir. Kristinn þoldi einveruna illa. Samt var áhuginn samur á félags- málum og landsmálum. í stjórnmál- um hafði Kristinn yfirleitt átt sam- leið með Sjálfstæðisflokknum en þegar Albert Guðmundsson sagði skilið við sinn gamla flokk fylgdi Kristinn nágranna sínum á Laufás- veginum. Nú þegar leiðir skilja hljótum við, ég og kona mín, að þakka áratuga vináttu og samstarf. Kristinn var traustur maður og vinur vina sinna, en hann gat verið þungorður ef hon- um fannst ódrengilega unnið. Við vorum ekki alltaf sammála en minn- ingarnar um góðan dreng og heimil- ið á Laufásveginum og þá sem þang- að komu mun lifa. Við hjónin vottum bömum Kristins, Jóni og Önnu Sig- ríði, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Hilmar Jónsson. Með örfáum orðum langar mig til þess að minnast Kristins Vil- hjálmssonar sem nú kveður eftir langan og gæfuríkan lífsferil. Eg kynntist Kristni fyrir um tuttugu árum, en leiðir okkar lágu saman í gegnum Góðtemplararegluna. Fyrstu kynni eru oft minnisstæð og ég var ekki hár í lofti er ég fór með föður mínum á fund Kristins í Templarahöllinni eitt kvöld. Ég man hvað Kristinn heilsaði mér innilega og veitti mér óskipta at- hygli, hann rétti mér gosdrykk og sagði: „Gjörðu svo vel, Siggi minn.“ Það má með sanni segja að þetta var táknrænt fyrir hann þar sem hann gaf sér ávallt tíma til að tala við þá sem yngri voru. Kristinn gegndi starfi stór- gæslumanns Stórstúkunnar um langt árabil auk þess að eiga sæti í framkvæmdanefnd Umdæmisstú- kunnar á Suðurlandi. Þessum störfum sinnti hann með miklum dugnaði og þá sérstaklega starfi barnastúkna á Suðurlandi. Krist- inn átti dijúgan þátt í stofnun sum- arheimilis templara árið 1941 og lagði þar með grunninn að því að templarar eignuðust útivistarsvæði fyrir starfsemi sína. Byijunin var með miklu og blómlegu starfi á Jaðri og nú hin síðari ár í Galta- lækjarskógi þar sem templarar hafa komið upp góðri aðstöðu. Það var árviss viðburður að á hveiju vori fjölmennti Kristinn með barna- stúkurnar austur og hélt Jóns- messumót og hafði þá jafnan með sér Ólaf heitinn Jónsson fyrrver- andi umdæmistemplar og ekki voru menn að láta aldurinn aftra sér. Þar voru þeir saman félagarnir ásamt fleirum og stóðu fyrir leikj- um og þau eru ófá börnin sem eiga góðar minningar frá Jónsmessu- mótunum á Galtalæk. Það á við Kristin, eins og um marga aðra sem láta verkin tala og framkvæma hlutina, að verk þeirra falla fólki misvel í geð. Um Kristin er það að segja að hann gat verið býsna hvass og stóryrtur á stundum, en innst^ inni vildi hann öllum gott gera. í embætti mínu sem umdæmistemplar vorum við ekki alltaf sammála, en Kristinn gekk alltaf beint til verks og sagði sína skoðun og stundum sárnaði mönnum er stór orð voru viðhöfð. Síðasta miðvikudagskvöld áttum við Kristinn langt samtal og reynd- ust það véra okkar síðustu sam- skipti. Við ræddum okkar hjartans mál, um starfsemina á Galtalæk og starfið í reglunni. Þetta var nota- leg stund sem við áttum saman í gegnum símann og lá vel á Kristni KRISTINN VILHJÁLMSSON þrátt fyrir að heilsan væri ekki sem best. í lok samtalsins kvaddi ég vin minn og hann kvaddi mig líkt og forðum: „Vertu blessaður, Siggi minn.“ Með þessum orðum kveð ég góðan félaga og fyrir hönd Um- dæmisstúku Suðurlands þakka ég samfylgdina í gegnum árin. Sigurður B. Stefánsson umdæmistemplar. Að lifa er að elska það allt sem þú kynntist við, að lifa er að standa í stafni og stefna á æðri mið. Kristinn Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri er allur. Til hinstu stundar var hann trúr hugsjónum Góðtemplarareglunnar en þeim kynntist hann ungur. Hann vitnaði oft til þessarar vísdómsvísu og hafði hana að leiðarljósi — með þeim skilningi að helga líf sitt hugsjónum sem hann mat mikils og standa ódeigur í fararbroddi baráttu fyrir þeim. Kristinn gekk í stúkuna Freyju 1934, 22 ára. Hann kynntist þar djúpvitrum spekingi og dugnaðar- forki, ræðusnillingum Jóni Árna- syni og Helga Sveinssyni — þeim mönnum sem höfðu mest áhrif á hann og urðu honum helst eftir- dæmi auk mikilhæfra tengdafor- eldra hans, Jóns Pálssonar og Önnu Sigríðar Adólfsdóttur. Kristinn starfaði af miklum áhuga, þrótti og þolgæði í stúku sinni og var æðstitemplar hennar í áratugi. Á sama hátt vann hann fyrir landshluta- og landssamtök Góðtemplara og gegndi þar ýmsum embættum. Þá var hann fram- kvæmdastjóri ýmissa fyrirtækja reglunnar allt til dauðadags. Hann bar barnastarfið mjög fyrir bijósti og viðgang bamablaðsins Æskunn- ar. Kristinn var kvæntur Guðnýju Torfadóttur. Bjó Guðný fjölskyld- unni hlýlegt heimili og studdi mann sinn af alhug. Hún stóð við hlið hans í Freyju og var dyggur félagi Saumaklúbbs IOGT. Kristinn Vilhjálmsson var ein- arður ákafamaður og hvikaði ekki frá skoðunum sínum. Því bar við að skærist í odda í sextíu ára fé- lagsstarfi. Við vorum ekki alltaf sammála og áttum stundum snörp orðaskipti. Hvor virti þó skoðanir hins og vinátta hélst enda grund- völluð á traustu sambandi fjöl- skyldnanna um árin. Tengdafor- eldrar mínir heitnir voru meðal bestu vina hans. Haft er fyrir satt að Davíð Stef- ánsson hafi ort kvæðið Höfðingi smiðjunnar eftir heimsókn í smiðju föður Kristins, Vilhjálms Hildi- brandssonar. í því eru þessar línur: Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Sá lærdómur entist einnig syni smiðsins. Við félagar Freyju þökkum eld- huganum ósérhlífið starf í þágu stúkunnar þessi mörgu ár. Karl Helgason. Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka. Og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. (Einar Benediktsson.) Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - Líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrfmur Pétursson.) Með þessum ljóðlínum viljum við þakka Kristni samstarfið. Starfsstúlkur Vinabæjar. • Flcirí minningargreinar um KristinnVilhjálmsson biða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.