Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vandinn að velja Bókaútgáfan Iðunn á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir og hefur í tilefni þeirra tímamóta ákveðið að efna til stærsta og veglegasta bókamarkaðar sem útgáfan hefur nokkru sinni haldið. Orri Páll Ormarsson vatt sér vestur á Bræðraborgarstíg, þar sem markaðurinn er til húsa, og kíkti á aðstæður. BÓKAMARKAÐUR Ið- unnar var opnaður síðast- liðinn sunnudag í for- lagsverslun og á lager- um Iðunnar að Bræðraborgarstíg 16 í Reykjavík. Á boðstólum eru um sjö þúsund bókatitlar og full- yrðir forlagið að sjaldan hafí boð- ist jafn góð kjör á bókamarkaði. Á markaðnum eru nýlegar bækur jafnt sem eldri titlar og hafa marg- ar bókanna aldrei áður sést á markaði. Þama má finna allar teg- undir bóka: íslensk og þýdd skáld- verk, bama- og unglingabækur, spennusögur, ástarsögur, þjóðleg- an fróðleik, fræðirit, kennslubæk- ur, uppflettirit, handbækur, ævi- sögur, smásagnasöfn, teikni- myndasögur á sérstöku tilboðsverði, ritsöfn og hvers kyns bækur aðrar. Einnig er í boði fjöldi er- lendra vasabrotsbóka og bókapakkar þar sem fá má 10-15 nýlegar bækur af ýmsu tagi á áþekku verði og eina nýja bók. Þrátt fyrir breytilegar þarfir ættu unnendur bókarinnar því að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Koma aftur og aftur Jón Helgi Jónsson og Jón Þór Helgason, starfsmenn bóka- markaðar Iðunnar á Bræðraborg- arstíg, segja að markaðurinn hafi fallið í frjóa jörð. Fjöldi fólks hafi lagt leið sína þangað fyrstu dag- ana og almennt snúið ánægt til síns heima. Jón Helgi segir að fólk kaupi misjafnlega mikið af bókum. Sumir kaupi eina eða tvær á meðan aðrir fylli heilu körfurn- ar.. Hann segir að algengast sé að fólk eyði 2.000-3.000 krónum á markaðnum og hverfi þá á braut með um það bil tíu bækur í far- teskinu. Hæsta upphæð sem greidd hefur verið á markaðnum til þessa er 20.000 krónur. Áð sögn Jóns Helga eyða flestir gestir dijúgum tíma í að kynna sér úrvalið og sumir koma jafnvel aftur og aftur. Einn viðskiptavinur mun hafa komið í þrígang sama daginn. Honum mun hafa litist svo vel á bókakostinn á markaðnum að hann fór tvívegis heim til að safna kröftum. Annar mun hafa keypt svo mikið að hann varð að sæýa bíl til að flytja góssið. Jón Helgi segir að bóka- safnarar séu eðli málsins samkvæmt áberandi á mörkuðum sem þessum og séu einkum á höttunum eftir gömlum bókum sem séu ófáanlegar annars staðar. Að þessu sinni ættu þeir að fá mikið fyrir sinn snúð því nýverið hafi fundist nokkrar bækur sem hafi ekki ver- ið á boðstólum á mörkuðum áður. Þá segir hann að bókasafnarar hafi löngum verið sólgnir í óbundn- ar bækur sem'ekki skorti að þessu sinni fremur en endranær. Borgar sig að kaupa mikið Jón Helgi segir að gallaðar bækur njóti mikillar hylli en þær eru seldar á vægu verði. Þá segir hann að íslenskar bækur séu vin- sælli en erlendar. Ýmis tilboð eru í gangi og Jón Þór leggur áherslu Kom þrisvar sama daginn Morgunblaðið/Þorkell JÓN ÞÓR Helgason og Jón Helgi Jónsson annast afgreiðslu á bókamarkaði Iðunnar á Bræðraborgarstíg. VILMUNDUR Hansen kom til að krækja í ákveðna bók. Morgunblaðið/Þorkell ELIN Blöndal og Tryggvi Einarsson eru á einu máli um að bókamarkaðir séu nauðsynlegir fyrir þá sem komast vilja yfir gamlar og ódýrar bækur. á að það borgi sig í raun að kaupa markaðnum en geislaplöturnar sem mest. Ennfremur er sjaldgæf- sem voru í boði hurfu eins og dögg ar plötur og kassettur að finna á fyrir sólu fyrsta daginn. Þegar horft er yfir sali á bóka- markaði Iðunnar blasir við fólk á öllum aldri - kaflar og konur. Allt er það að bjástra við bókastaflana. í miðjum hópnum stendur Vil- mundur Hansen sem kveðst vera á vettvangi í þeim tilgangi að finna ákveðna bók sem hann hafí lengi vanhagað um. Hann er af Vest- fjörðum en segist jafnan gefa sér tíma til að líta á bókamarkaði séu þeir opnir þegar hann er í bænum. Að mati Vilmundar er jafnan af nógu að taka á slíkum mörkuðum og því kjörið að næla sér í ódýrar bækur. „Maður kaupir alltaf ein- hveijar bækur sem maður myndi ekki kaupa annars staðar.“ Baldur Hjaltason framkvæmda- stjóri Lýsis hf. lætur sig ekki vanta enda kveðst hann vera mikill bóka- ormur. Hann segir að bóka- markaðir séu bæði kaupendum og útgefendum í vil enda gefí þeir afdráttarlaust til kynna hversu margir titlar hafí verið gefnir út í gegnum tíðina. „Gróska bókaút- gáfunnar endurspeglast í bóka- mörkuðum.“ Baldur kveðst kaupa töluvert af bókum fyrir sig og sína á bókamörkuðum enda sé hægt að komast yfir fjölbreytt lesefni á viðráðanlegu verði. „Ég nota bókamarkaði ekki síst til að kaupa bækur um efni sem ég hef ekki kynnt mér og skoða hvort ég hef gaman af. Vandinn er bara að velja!“ Kíkir á hverju ári Elín Blöndal segir að bókamark- aðir séu ómetanlegir fyrir þá sem vilji krækja í gamlar bækur og ódýrar bækur. Hún reynir að kíkja á markað á hveiju ári og svipast í senn eftir bókum fyrir sig og aðra fjölskyldumeðlimi. Elín segir að það sé sérstaklega þægilegt að versla barnabækur á mörkuðum. Úrvalið sé gott og verðið viðráðan- legt. Henni þykir markaður Iðunn- ar fínn og hefur í hyggju að kaupa tíu bækur eða svo. Tryggvi Einarsson kveðst aðal- lega bregða sér á bókamarkaði til að skoða. Hann kaupir helst þjóð- sögur en segir að upphæðin sem hann ver til þess ama fari eftir efnum og aðstæðum hveiju sinni. Núna fínnst honum ekki ólíklegt að hann láti 1.000 krónur af hendi rakna. Að hans mati eru bóka- markaðir nauðsynlegir annað veif- ið. Marta Jerabkova kemur oft á bókamarkaði og líst afbragðs vel á þennan. Hún verslar mest fyrir sjálfa sig; tíu til fimmtán bækur í hvert skipti. Pétur Gauti Val- geirsson er einnig fastagestur á slíkum mörkuðum. Hann er einnig ánægður með framtak Iðunnar. Sá hængur er hins vegar á að hann er orðinn auralaus sakir þess hve boðið hefur verið upp á marga bókamarkaði síðasta kastið. Drýslar í lyklaleit VERK eftir Sigurð. Myndir og styttur úr íslenskum j arð vegi SIGURÐUR M. Sólmundarson verður með sýningu á 40 um- hverfisvænum og orkugefandi myndum og styttum sem erú unnar úr íslenskum jarðvegi dag- ana 13-17 apríl í húsnæði aldr- aðra, Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn. Þetta er 22. einkasýning Sig- urðar og er opið frá kl. 14-22 alla dagana. KVIKMYNOIR Laugarásbíó Riddarar kölska („Tales From the Crypt: Demon Knights“) ★ Leikstjóri Emest Dickerson. Handrit Ethan Reiff, Cyrus Novis, Mark Bis- hop. Kvikmyndatökustjóri Rick Bota. Tónlist Ed Shearmur. Aðalleikendur Billy Zane, William Sadler, Jada Pin- kett, Brenda Bakke, CCH Pounder, Thomas Haden Church. Bandarísk. Universal 1995 SJÓNVARPS-, kapal- og bíó- myndir byggðar á hryllingssagna- teiknimyndablaðinu Sögum að handan („Tales From the Crypt“), eftir William M. Gaines, eru orðn- ar allnokkrar, auk vinsælla sjón- varpsþátta. Ekki er langt síðan sýnd var ein þessara mynda hér- lendis, þríþáttungur undir stjórn ekki ómerkari manna en Walters Hills, Richards Donners og hins nýbakaða Óskarsverðlaunahafa Roberts Zemeckis. Þetta endur- speglar ást Bandaríkjamanna á þessu fyrirbrigði, þeir vilja sínar draugasögur engu síður en mör- landinn. Ástarþátturinn er ekki augljós í Riddurum kölska, fáfengilegri skemmtun sem á sín skástu augnablik í brellugerðinni en yfír- leitt kafna þær í hræómerkilegri atburðarás, tómatsósu og ofbeldi. Sagan af riddurum kölska og lykl- unum sjö er svo auvirðileg að hún rifjast varla upp. Billy Zane leikur einn þessara knapa, sem eiga að vera búnir að standa í leitarstúss- inu allt frá því að Guð allsheijar skóp ljósið, áður ríkti myrkrahöfð- inginn og árar hans. Djöfsi hefur þó ekki látið deigan síga heldur haft heila drýslahjörð í snattinu og aðeins einn lyklanna ófundinn í myndarbyijun og er í höndum valmennisins Braykers (William Sadler). Ef Satan kemst yfir lykil- inn hans mur myrkrið aftur ríkja yfír djúpunum ... Þær gerast varla slakari en þetta. Leikurinn er ekki uppá marga físka, enda handritið gjörs- neytt öllum tilþrifum. Það sem hefur bjargað fjölmörgum B-hryll- ingsmyndum frá því að snúast uppí hreinræktuð leiðindi er gálga- húmor, sem ekki er að fínna hér þó höfundar ieiti. Leikstjórinn, Emest Dickerson, gerir lítið af viti og ætti að snúa sér hið skjót- asta að því sem hann gerir best — að stjórna kvikmyndatökunni fyrir Spike Lee. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.