Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarmaður í íslenska útvarpsfélag-
inu óskar eftir lögreglurannsókn
RLR kanni við-
skipti við Bíó hf.
EINAR Sveinn Hálfdánarson,
stjórnarmaður í íslenska útvarps-
félaginu hf., hefur sent beiðni til
Rannsóknarlögreglu ríkisins um
rannsókn vegna viðskipta félags-
ins við Bíó hf., sem rekur kvik-
myndahúsið Regnbogann. Þetta
fyrirtæki er í eigu Jóns Ólafsson-
ar, stjórnarmanns í íslenska út-
varpsfélaginu.
Einar sem tilheyrir minnihluta
í stjórn, vildi lítið tjá sig um málið
í samtali við Morgunblaðið og
sagði aðeins að send hefði verið
kæra til RLR vegna brota á hluta-
félagalögum.
Samið um prósentuhlut
af miðasölu
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins snýst þetta mál um
samning íslenska útvarpsfélagsins
við Bíó hf. um auglýsingar á til-
teknum kvikmyndum sem sýndar
voru í Regnboganum sl. haust.
Samningurinn kvað á um að Ís-
lenska útvarpsfélagið fengi ákveð-
inn prósentuhlut af miðasölu en
gæti í staðinn ráðið birtingartíma
og' magni auglýsinga að hluta til.
Utkoman varð hins vegar sú að
samningurinn skilaði minni tekjum
en ráð var fyrir gert því aðsókn
að myndunum varð fremur dræm.
Af hálfu íslenska útvarpsfélags-
ins er litið svo á að hér hafi verið
um tilraun að ræða til að fá inn
fleiri auglýsingar á slökum auglýs-
ingatíma. Þá hafi verið unnt að
nota þessar auglýsingar til að
halda tímaáætlun í dagskrá.
Samningurinn sé fullkomlega eðli-
legur og bijóti á engan hátt í bága
við hlutafélagalög.
AÐALFUNDUR
SR-mjöls hf. verbur haldinnfóstudaginn 28. apríl 1995
kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins.
2. Breyting á samþykktum félagsins til samræmis við atkvæði
laga nr. 5/1995 um hlutafélög.
3. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins fyrir þess hönd að
eignast eigin hluti.
4. Onnur mál.
Dagskrá, tillögur og ársreikningar félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins á Siglufirði, Raufarhöfn, Reyðarfírði, Seyðisfirði
og Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins í
Reykjavík næstu þrjá virka daga fyrir aðalfund og á fundarstað eftir
hádegi á fundardag. „ .,
btjornm.
Hádegisverðarfundur
Miövikudaginn 12. apríl 1995
Skáii, Hótel Sögu frá kl. 12:00 - 13:30
Markaössetning áfengis
„Below the line marketing“ - óhefðbundin markaðssetning.
Simon Lyons, markaðsstjóri Famous Grouse í Skotlandi.
Líklegt er taliö aö á næstunni muni heildsöludreifing áfengis
veröa gefin frjáls. í kjölfariö má búast viö aukinni samkeppni
á þessum markaöi. Þar sem ólöglegt er aö auglýsa þessa
vöru þarf önnur meöul til.
Hér á landi er staddur Simon
Lyons, markaösstjóri
Famous Grouse viskísins
frá Skotlandi.
Á fundinum mun hann
fjalla um eftirfarandi:
Hvaða þættir eru mikllvægastir við markaðssetningu
áfengis?
■ „Beiow the llne marketing“, eða óhefðbundin
markaðssetning.
Kostun (Sponsorshlp); Famous Grouse er aðaikostandi
heimsmeistaramótsins í Rugby. Þeir áætla aö
kostnaður þessu samfara verði 300 milljónir ísl. króna.
Hádegisveröur 1.500 kr.
FÉLAG VIÐSKIPTA-
og hagfræðinga
VIÐSKIPTI
--------------------------------------------- ,
Morgunblaðið/Þorkell
• •
Argus og Orkin sameinuð
AUGLÝSINGASTOFAN Örkin
hf. og Auglýsingastofan Argus
hf. sameinuðust fyrr á þessu
ári undir nafninu Argus & Örk-
in hf.. Bæði fyrirtækin eru rót-
gróin á íslenskum auglýsinga-
markaði, Argus var stofnað
árið 1967 og Örkin 1974.
í frétt frá Argus & Örkinni
segir að markmiðið með sam-
einingunni sé að skapa öflugri
þjónustuheild með víðtækari
þekkingu á auglýsinga- og
markaðsmálum. Auk þess séu
framundan byltingakenndar
breytingar í upplýsingamiðlun
sem þjónustufyrirtæki á sviði
auglýsinga-, kynningar- og
markaðsmála þurfi að tileinka
sér. Þar skipti stærðin máli.
Hér krjúpa Hilmar Sigurðs- )
son, stjórnarformaður hinnar
sameinuðu auglýsingastofu, til
vinstri, og Hallur Leopoldsson,
framkvæmdastjóri, fyrir fram-
an starfsfólk stofunnar.
HagnaðurKS um 14 milljónir ;
REKSTUR Kaupfélags Skagfirð-
inga og dótturfélaga skilaði alls
13,6 milljóna króna hagnaði á sl.
ári borið saman við 28,5 milljóna
tap árið 1993. Kaupfélagið sjálft
skilaði ails um 25 milljóna hagnaði
en um 11 milljóna tap var á rekstri
fjögurra dótturfélaga í sjávarút-
vegi.
Heildarvelta fyrirtækjanna nam
alls um 5.440 milljónum og hækk-
aði um 25% frá árinu áður sem staf-
ar að mestu af kaupum á meiri-
hluta hlutafjár í Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar.
Hvað einstakar greinar áhrærir
var rekstrarafkoma mjólkursam-
lagsins nokkuð góð á síðasta ári
og verulegur bati varð á rekstri slát-
urhússins á árinu 1994, að sögn.
Þórólfs Gíslasonar, kaupfélags-
stjóra. Afkoma í verslun var svipuð
og á undanförnum árum og velta
jókst um 5% frá árinu á undan.
Velta í þjónustugreinum jókst um
14% meðan velta afurðastöðva stóð
í stað milli ára.
Hjá dótturfyrirtæki kaupfélags-
ins, Fiskiðju Sauðárkróks hf., báru
hæst kaup á meirihluta hlutafjár í
Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hf.
sem rekur bolfisk- og skelfisk-
vinnslu í Grundarfírði og gerir út
togarana Klakk SH og Drang SH.
Keypt voru bréf í þessu fyrirtæki
fyrir um 70 milljónir og á félagið
um 70% hlutafjárins. Fiskiðjan tók
við alls um 8.300 tonnum af bol-
fiski til vinnslu á árinu.
Þurfum að bæta
afkomuna verulega
„Við þurfum að bæta afkomuna
verulega," sagði Þórólfur Gíslason,
kaupfélagsstjóri KS, í samtali við
Morgunblaðið. „Rekstrarumhverfið
í landbúnaði þrengir að okkur og
er ein aðalástæða þess að niðurstað-
an er ekki betri. Við hefðum viljað
sá 6-7% arðsemi af eigin fé og
sjáum ekki aðra leið til þess en
hagræða og lækka kostnað. Hins
vegar höfum við verið að leggja
aukna áherslu á sjávarútveg og
gerum okkur vonir um að það eigi
eftir að skila okkur verulegum
rekstrarbata á næstu árum. Þar )
eygjum við helst möguleika á aukn- j
ingu í úrvinnslu og meiri hagræð- ,
ingu.“ ’
Varðandi vandann í landbúnaðin-
um bendir Þórólfur á að sláturhús
félagsins hafi verið byggt fyrir 70
þúsund fjár en sé einungis nýtt
fyrir 30 þúsund fjár.
Eigið fé Kaupfélags Skagfirð-
inga í árslok var alls 1.076 milljón-
ir og eiginfjárhlutfall 52%. Heildar-
skuldir í árslok námu alls 980 millj- 1
ónum en skuldir að frádregnum i
veltufjármunum námu um 265 |
milljónum.
A
Aðalfundur Lyíjaverslunar íslands hf.
Aðalfundur Lyfjaverslunar íslands hf. verður haldinn í Háskólabíói
íReykjavík laugardaginn 29. apríl 1995 og hefst hann kl. ÍO.OO.
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um
hlutafélög og niðurfelling ákvæðis um lágmarksmætingu á aðalfundi.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu
félagsins, Borgartúni 7 á 2. hæð, dagana 24.-28. apríl kl. 9-12 og 13-16.
Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16
föstudaginn 28. apríl.
Stjórn LyQaverslunar íslands hf.