Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 21 ERLENT Andstæðingar PLO verða afvopnaðir Gaza, Amman. Reuter. YFIRMAÐUR dómsmála á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna sagði í gær, að herskáir andstæð- ingar friðarsamninganna við ísrael yrðu að hluta til afvopnaðir. í yfir- lýsingu frá Hamas-samtökunum, sem staðið hafa að baki mörgum hryðjuverkum gegn ísraelum, var Yasser Arafat, leiðtogi PLO, varað- ur við og sagt, að herferð hans gegn andstæðingum samninganna hefði gengið of langt. í tilkynningu til fréttamanna sagði Freih Abu Medein, sem fer með dómsmál í palestínska sjálf- stjórnarráðinu, að allir rifflar yrðu gerðir upptækir en líklega fengju menn að halda eftir skammbyssum. Arafat varaður við Stjórnvöld í ísrael og Banda- ríkjunum hafa hvatt Arafat til að afvopna andstæðinga friðarsamn- inganna og og ísraelar segjast ekki munu ræða áfram um framkvætnd þeirra nema það verði gert. Á sunnudag létu sjö ísraelar og bandarískur ferðamaður lífið í sprengingu, sem skæruliðar Hamas og Jihad-hreyfingarinnar báru ábyrgð á og hafa 150 liðsmenn þeirra síðan verið handteknir. í yfirlýsingu Hamas-samtakanna sagði, að með aðgerðum sínum hefði Arafat farið yfir „rauðu lín- una“, Hamas teldi sig hafa fullan rétt til að berjast gegn yfirráðum ísraela og sú barátta yrði ekki stöðvuð. Brasilískir öldungar slást um unga konu Sao Paulo. Reuter. ÞRIR ástsjúkir brasilískir öld- ungar slóust hart um hylli 23 ára gamallar stúlku með þeim afleiðingum að þeir voru allir settir á bak við lás og slá. Atvikið átti sér stað í Caco- al, afskekktum bæ í Amazon- frumskóginum. Ellilífeyrisþeg- inn Antonio Vicente Ferreira, sem er 75 ára, hafði lengið grunað nágranna sína, Jose Doris Silva, sem er 82 ára og Vicente Rodrigues, sem er 68, um að reyna að draga 23 ára kærustu sína, Mariu de Fatima, á tálar með því að bjóða henni útvarp og fé. Brást hann því ókvæða við er hann komst að því að Maria var í húsi þeirra á laugardag. Réðst hann til inngöngu og kom til hnífabardaga. Hlaut hann skurð á höndum og fæti. Með hetjuskap sínum vann Ferreira aftur hug og hjarta de Fatima. „Hann Iagði sig í lífshættu til að ná mér aftur til sín,“ var eftir henni haft. „Hann hefur sannað sig,“ bætti hún við. Leiðtogar uppreisnarmanna í Tsjetsjníju Saka Rússa um fádæma grimmd Moskvu, Bonn. Reuter. DZHOKHAR Dúdajev, leiðtogi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, og samstarfsmenn hans sökuðu Rússa í gær um „fádæma grimmd" gagn- vart óbreyttum borgurum í landinu en hvöttu til, að komist yrði að pólitísku samkomulagi. Eduard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, segir hernað Rússa í Tsjetsjníju réttlætanlegan þar sem beijast verði gegn aðskilnaðarsinnum hvar sem. er. I yfírlýsingu frá tsjetsjenska varnarráðinu, sem Dúdajev stýrir, segir, að fjögurra mánaða hernaður Rússa í Tsjetsjníju hafi einkennst af „fádæma grimmd gagnvart óbreyttum borgurum og tilburðum til þjóðarmorðs". Eru ríki heims einnig sökuð um að hafa látið sig litlu skipta örlög Tsjetsjena. Dúdajev heldur því fram, að til- tölulega lítið mannfall hafi orðið í herliði Tsjetsjena og segir, að málin verði ekki leyst með áframhaldandi átökum, heldur með samningum. Eldar um alla Evrópu Shevardnadze, leiðtogi Georgíu og fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, segir í viðtali við þýska vikuritið Stern, að Rússar hafi ekki átt annan kost en ráðast gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjníju, hinn hefði verið að horfa upp á ríkið liðast í sundur. „Litlu aðskilnaðareldarnir geta orðið að stóru báli, sem logar um alla Evr- ópu. Gegn þessari plágu verður að beijast af alefli." Framfaraskref í baráttu gegn glæpum Erfðalyklabanki í Bretlandi London. Daily Telegraph. DNA-banki, hinn fyrsti sinnar teg- undar í Bretlandi, tók til starfa í Birmingham á mánudag. Af hálfu stjórnvalda er honum lýst sem stærsta framfaraskrefi í baráttunni gegn glæpum frá því uppgötvað var að fingraför gætu komið upp um afbrotamenn. Frá og með mánudeginum verður erfðalykill allra sem komast í kast við lögin skráður á tölvum DNA- bankans. Gildir einu hvort um er að ræða smáþjófa eða morðingja. Meira að segja þeir sem lögreglan hefur gefið viðvörun af einhverri ástæðu fá erfðalykil sinn í skrána. Talið er að tilkoma bankans geti orðið til þess að flýta fyrir því að afbrot verði upplýst, en búist er við að þar verði um síðir varðveittir erfðalyklar fímm milljóna manna og kvenna. „Bankinn mun auðvelda okkur að hafa uppi á meintum sakamönn- um,“ sagði Ben Gunn, Jögreglu- stjóri Cambridge-sýslu. „Ásamt því að vísa til sektar getur hann einnig hjálpað okkur við að staðfesta sak- leysi manns." Hann bætti því við, að með tilkomu bankans væru smá- brotamenn sem hneigðust til alvar- legri glæpa óhultari en áður. Ágreiningur um gagnsemi DNA Viðurkennt er, að hægt sé að fá afar trúverðuga niðurstöðu með samanburði á DNA-lyklum. Sér- fræðinga greinir þó á um ágæti þeirra við glæparannsóknir. Er því haldið fram, að þeir geti einir og sér aldrei dugað til þess að sök verði felld. Ætíð þurfi að koma til önnur sönnunargögn einnig til þess að dómstólar taki sakbendinguna til greina. Reuter Vísindaleiðangur finn- ur upptök Mekong Dóttir Mussolinis kvödd í Rómaborg EDDA Mussolini Ciano, dóttir Benitos Mussolinis, einræðis- herra á Ítalíu frá því snemma á þriðja áratugnum til 1943, var jarðsett í gær. Var hún kvödd hinstu kveðju að fasist- asið í Róm. Edda var 85 ára er hún lést en banamein henn- ar var hjartaáfall. Edda var gift Galeazzo Ciano, greifa og utanríkisráð- herra í stjórn Mussolinis en faðir hennar lét taka tengda- son sinn af lífi í kjölfar samsæ- ristilraunar gegn einræðis- herranum sem greifinn átti aðild að. Fyrirgaf Edda föður sínum það aldrei og giftist ekki aftur. Hún var þó orðuð við Juan Peron, forseta Arg- entínu. Edda Mussolini eignaðist þrjú börn, þar af eru tvö á lífi. FRANSK-breskur vísindaleiðangur hefur fundið upptök Mekong-árinn- ar og þar með svipt hulunni af einni síðustu ráðgátu landfræðinnar, að því er Michel Peissel leiðangurs- stjóri skýrði frá í London í gær. Leiðangursmenn fóru um áður ókönnuð fjallahéruð í norðvestur- hluta Kína og staðsettu upptök ár- innar efst í Rup-sa skarðinu. Stað- urinn er í næstum því 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og næstu þorp eru í mörg hundruð kílómetra fjar- lægð. Þar segja þeir að séu vatnaskil Yangtse- og Mekong-vatnakerf- anna. Mekong telst nú vera 2.750 mílna, eða 4.425 kílómetra löng og þvi er hún tíunda lengsta fljót heimsins. Tugir leiðangra hafa verið farnir í því skyni að finna upptök Mekong- árinnar en ekki borið árangur þar til nú. Grein um fransk-breska leið- angurinn verður birt í næsta hefti Geographical Magazine, riti Kon- unglega breska landfræðifélagsins. Með því að greinin fæst birt í ritinu veitir félagið uppgötvuninni stað- festingu. ‘JaCCegir s tkartgripir til fermingargjafa 14 k men meö gulldubblefesti N áttú rusaf írstein n 14 k hríngar - ný módel Rúbínsteinn Safirsteinn %r. 5.990 úra- og skartgripaverslun Axel Eiríksson úrsmiður ÍSAFIRÐI-ADALSTRÆTl 22*SÍMI 9W023 SfABAKKA I6*MJODD*SÍMI 587OT06 VELSLEÐAMENN Nú fer í hönd mesti ferðatími ársins okkar vélsleðamanna. Að því tilefni vill stjórn L.Í.V. hvetja alla vélsleðamenn til að aka gætilega og taka mið af aðstæðum. Mundu að flest slys hafa orðið við bestu aðstæður. Verum til fyrirmyndar á fjöllum Stjórn C.I.V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.