Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 25 í HEIÐMÖRK. Skógrækt í Reykjavík PYRIR nokkru birtu fjölmiðiar frá- sagnir af úttekt Lög- fræði- og rekstrarráð- gj afarskrifstofunnar Ráð h/f, sem gerð var að tilhlutan forráða- manna • Reykjavíkur- borgar, um könnun á fyrirkomulagi inn- kaupa Reykjavíkur- borgar á garð- og skó- garplöntum hjá Skóg- ræktarfélagi Reykja- víkur (S.R.). í niður- stöðum ráðgjafar- skrifstofunnar segir m.a.: „Félagið (þ.e. S.R.) hefur haft aðgang að stóru ræktunarlandi á góðum stað í borginni, sem það hefur ekki greitt eðlilega lóðarleigu fyrir. Þegar borgin byrjar 1993 að bjóða út innkaup sín á plöntum og sam- keppni kemur til sögunnar lækkar S.R. verulega söluverð sín til borg- arinnar. Þetta þýðir að verð til borgarinnar hafa á liðnum árum verið hærri en þau annars hefðu þurft að vera hefði eðlilegra við- skiptahátta notið við. Þó erfitt sé að meta hvað borgin hafi skaðast á þessum viðskiptum, gæti sú tala að okkar áliti hlaupið á milljón- atugum.“ Þessi frásögn í skýrslunni hefur orðið tilefni til fjölmiðlaumfjöllunar og blaðaskrifa, sem er ætlað að vekja tortryggni í garð Skógrækt- arfélags Reykjavíkur og hins mikla starfs sem á þess vegum er unnið. Eiga þar hlut að máli samkeppnis- aðilar á plöntumarkaði. Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1946. A þeim tíma var alls ekki um skógrækt að ræða í Reykjavík. Einstök tré stóðu á stangli, mest í skjóli af húsum. Kostur á trjáplöntum til gróður- setningar var hverfandi lítill, teg- undaval mjög einhæft og þekking almennings um ttjárækt og skóg- ræktarmöguleika nánast engin. í lögum félagsins segir að til- gangur þess sé „að vinna að skóg- rækt og tijárækt í Reykjavík og víðar og auka skilning og áhuga á þeim málum.“ Markmiðum sínum stefnir félagið að því að ná, eins og segir í félagslögum „með því a) að veita fræðslu um skógrækt og trjárækt, b) að leggja stund á plöntuupp- eldi, ræktun og rann- sóknir á runna- og tijátegundum, c) að starfa með Reykjavíkurborg að ræktun á löndum borgarinnar, d) að vinna að útveg- un lands til skógrækt- ar fyrir félagsmenn.“ í lögum félagsins er tæmandi talið hver tilgangur þess er, þ.e. að efla skógrækt og skapa aðstöðu fyrir hana. Ekki er stefnt að fjárhagslegum ávinningi eða eigna- myndun með rekstri félagsins annað en það sem þarf til að sinna markmið- um þess. í stjórn félagsins völdust í upp- hafi valinkunnir áhugamenn um skógrækt og hefur jafnan verið svo, að stjórn félagsins hafa skipað öflugir áhugamenn um skógrækt. Þrír formenn hafa starfað frá félagsstofnun, Guðmundur Mar- teinsson, Jón Birgir Jónsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson frá 1986. Framkvæmdastjórar hafa aðeins verið tveir, Einar G.E.Sæmundsen og Vilhjálmur Sigtryggsson. Fé- lagið hefur ætíð haft á að skipa starfsliði með mikla faglega þekk- ingu og reynslu. Sérstök ástæða er til þess að benda á, að stjórnar- menn félagsins hafa aldrei frá upphafi til þessa dags fengið krónu greidda í þóknun fyrir störf sín í þágu félagsins, sem hefur um langt árabil verið með umsvifamikinn rekstur og mikla veltu. Fljótlega eftir stofnun félagsins hófst fræðslustarf og plöntufram- leiðsla í Fossvogi. Fyrstu árin voru framleiddar 10-20 þús. plöntur á ári, en síðustu árin allt að 1.0 milljón garð- og skógarplöntur á ári. Plöntuframleiðslunni hefur það verkefni fylgt að koma plöntunum í jörðu, huga að þeim á viðkvæmu uppvaxtarskeiði og síðan, þegar skógar og lundir eru vaxnir til lofts, að grisja, gera göngustíga og á annan hátt greiða þeim för sem vilja njóta friðarins, fegurðar- innar, fuglanna og annars góðs, sem skógarnir geyma. Um þetta viðfangsefni tókst þegar á fyrstu starfsárum Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur hið Sveinbjörn Dagfinnsson. í ÖSKJUHLÍÐ. í LUNDI nýrra skóga. ágætasta samstarf við forráða- menn Reykjavíkurborgar. Á grundvelli þess samkomulags eru vaxnir flestir þeir skógar og lundir sem Reykvíkingar njóta í dag. Má þar fyrst nefna Heiðmerkursvæðið. Þar er nú orðinn slíkur vöxtur trjáa, að þau veita bæði skjól og fegurð. Göngustígar hafa verið lagðir um svæðið og er Heiðmörk án vafa orðin vinsælasta útivistar- svæði höfuðborgarinnar. Öskju- hlíðin er að skrýðast skógi og þeg- ar er hann það vaxinn að til yndis- auka er. Þar hafa verið gerðir skógarstígar fyrir fólk til að ganga um og njóta umhverfis í skjóli og fegurð. Félagið sér um skógarreit- inn í Elliðaárdal, stígagerð og ann- að viðhald sem þar þarf að ann- ast. í Fossvogsdal umhverfis aðal- stöðvar félagsins eru miklir skóg- arlundir og yndislegt umhverfi sem öllum er frjáls för um. Þar eiga sér næturstað á upprunastað sín- um þúsundir þrasta, og fleiri fugla, sem dreifa sér á daginn um borg- ina flestum til yndis. Þá skal nefnd skógræktin við Rauðavatn og síð- ustu árin gróðursetningar á Hólmsheiði og víðar í landi Reykja- víkurborgar, sem telst innan Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur, að mati Sveinbjörns Dagfinnssonar, unnið þrekvirki við að búa Reykvíkingum fegurra og hlýrra umhverfi. skamms tíma vera fullgróðursett. og mun þá komin sú staða að í Reykjavík eru að vaxa stærstu skógar á íslandi. Állir Reykvíkingar njóta þegar í dag verka Skógræktarfélags Reykjavíkur, því auk verkefna sem hafa verið unnin í þágu Reykjavík- urborgar hefur fræðslu- og áróð- ursstarfið skilað miklu. Þær plönt- ur sem ekki hafa verið notaðar til gróðursetningar í lendur borgar- innar, hafa farið í garða og önnur svæði Reykvíkinga, þannig að Skógræktarfélag Reykjavíkur á mikinn hlut í því að gera Reykvík- ingum nútíðar og framtíðar um- hverfi sitt blíðara og skýlla, auk meiri fjölbreytni í dýralífi, einkum fugla. Reykvíkingar fá nú þegar notið ljúfra stunda í „lundum nýrra skóga.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur er stærsta skógræktarfélagið af 51 félagi, sem starfa í landinu, og það mikilvirkasta. Skógræktarfélögin hafa verið ómetanlegur bakhjarl fyrir skóg- rækt í landinu og eiga mikinn hlut að þeim árangri, sem náðst hefur í skógræktarmálum, þannig að nú vita þeir sem vilja að við getum víða ræktað skóga á íslandi til nytja og arðs og allsstaðar, þar sem jarðvegur er, til þess að skapa betra umhverfi. Náin samvinna S.R. hefur skap- ast við skógræktarfélög nálægra sveitarfélaga, sem öll njóta stuðn- ings viðkomandi sveitarstjórna. Slík samvinna getur gert mikil áform að veruleika, þ.e. að rækta skóga og tengja núverandi skógum ofan byggða allt frá Esjuhlíðum og suður fyrir Hafnarfjörð. Með slíkri framkvæmd verða framtíðar- skógar m.a. til þess að skýla nýjum byggðahverfum, þegar setja verð- ur niður byggð ofar en nú er. Auk mikilla framkvæmda í gróð- ursetningu og umhirðu tijáa og skógarlunda hefur Skógræktarfé- lag Reykjavíkur lagt fram fjármuni og margvíslega aðstöðu til þess að efla rannsóknir og þróunarstarf í sambandi við plöntuframleiðslu sem hæfir íslenskum aðstæðum. Félagið hefur á þeim vettvangi átt mjög gott samstarf við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun Skógræktar ríkisins að Mógilsá og líftæknideild Iðntæknistofnunar. Með því þróun- ar- og rannsóknastarfi hefur margt áunnist og aukin þekking hefur þannig gert kleift að framleiða plöntur sem eru m.a. betur í stakk búnar að standast erfið lífskjör sem þær mæta á berangri og í rýrum jarðvegi. Allir fjármunir sem félagið hefur eignast umfram það sem þarf til daglegs rekstrarkostnaðar hafa farið í það að byggja upp aðstöðu þess til plöntuframleiðslu, gera hana hagkvæmari, til þess að hirða landsvæði sem gróðursett hefur verið í og til að gróðursetja í ný svæði. Niðurstaða mín er sú, að Reykjavíkurborg hafi ekki skaðast á viðskiptum sínum við Skógrækt- arfélag Reykjavíkur, heldur hafi enginn hagnast eins mikið á starf- semi félagsins og Reykvíkingar og Reykjavíkurborg. Sem Reykvíkingur sé ég ástæðu til þess að flytja Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstakar þakkir fyrir störf félagsins við að gera Reykja- vík að betri borg. Höfundur er varaformaður Skógræktarfélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.