Morgunblaðið - 12.04.1995, Page 11

Morgunblaðið - 12.04.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 11 FRÉTTIR Aðstoð sveitarfélaga við Súðavíkurhrepp Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson FRÁ fundi hreppsnefndar Súðavíkurhrepps á mánudag þegar söfnunarféð var afhent. F.v. Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Friðgerður Baldvinsdóttir, hreppsnefndarmaður, Sigmundur Sigmundsson, oddviti hreppsnefndar, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, hreppsnefndarmaður, Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ingvar Viktorsson, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jón Ragnarsson, hreppsnefndarmaður, Heiðar Guðbrandsson, hreppsnefndarmaður og Fjalar Gunnarsson, hreppsnefndarmaður. Rúmlega 18,2 millj- ónir króna söfnuðust ísafirði. Morgunblaðið. FORMAÐUR Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og framkvæmdastjóri sambandsins, Þórður Skúlason, af- hentu á mánudag, hreppsnefnd Súðavíkurhrepps, ávísun að fjárhæð kr. 18.237.721, sem er framlag sveit- arfélaganna í landinu til hreppsins, vegna snjóflóðsins sem féll 16. febr- úar siðastliðinn. Þann 18. janúar sl. sendi stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga hreppsnefnd Súðavíkurhrepps sam- úðarkveðjur vegna hinna átakanlegu atburða sem urðu í sveitarfélaginu í snjóflóðinu 16. janúar sl. Jafnframt kom fram í bréfinu að sambandið myndi beita sér fyrir samvinnu allra sveitarfélaga í landinu um aðstoð við Súðavíkurhrepp vegna þeirra erfið- leika, sem hann stæði frammi fyrir vegna snjóflóðsins. Formaður og framkvæmdastjóri sambandsins fóru vestur til fundar við hreppsnefndina þann 24. janúar, þar sem flallað var nánar um um: rædda aðstoð sveitarfélaganna. í framhaldi þess var undirbúin og framkvæmd skipuleg aðstoð sveit- arfélaganna og liggur niðurstaða hennar nú fyrir. Nánast öll sveitar- félög í landinu tóku þátt í þessari sameiginlegu aðstoð sambandsins en nokkur sveitarfélög studdu Súðavík í landssöfnuninni, sem fram fór um líkt leyti. Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þeir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Þórður Skúlason, af- hentu hreppsnefnd Súðavíkurhrepps söfnunarféð til fijálsrar ráðstöfunar og var þess vænst að féð kæmi að tilætluðum notum til að greiða úr þeim fjárhagslegu erfiðleikum er sveitarfélagið varð fyrir af völdum snjóflóðsins og til uppbyggingar- starfs í framhaldi þess. Að lokuin færði stjórn sambandsins hrepps- nefnd og öllum íbúum Súðavíkur- hrepps, bestu kveðjur með óskum um trausta og gifturíka uppbyggingu. Unnið að lausn fjárhagsvanda Reykjalundar Líkur á að samningi um heilsugæslu verði sagt upp STJÓRN Reykjalundar hefur ekki samþykkt að segja upp samningi við heilbrigðisráðuneytið um rekstur -Heilsugæslustöðvar Mosfellsbæjar. Sömukiðis hefur stjórnin ekki óskað eftir að verða leyst undan samningi um rekstur Hleinar. Tillögur þessa efnis liggja hins vegar fyrir í stjóm Reykjalundar og segir Bjöm Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, að afstaða verði tekn- ar til þeirra fljótlega. Morgunblaðið birti frétt um fjár- hagsvanda Reykjalundar í síðustu viku þar sem fullyrt er að stjórn Reykjalundar hafi samþykkt að segja samningum um rekstur Heilsugæslu- stöðvar Mosfellsbæjar og Hleinar upp. Björn sagði að slík samþykkt hefði enn ekki verið gerð. Hann sagði að stjónin vonaðist enn eftir að heilbrigðisráðuneytið kæmi til móts við fjárhagsvanda stofnunar- innar. Stjórnin væri hins vegar búin að bíða mjög lengi eftir slíkri lausn og gæti ekki beðið lengi enn. Björn sagði líklegt að samningi um rekstur Heilsugæslustöðvar Mosfellsbæjar yrði sagt upp jafnvel þó að aukið fjármagn fengist til annars rekstur Reykjalundar. Vænta mætti ákvörð- unar um þetta bráðlega. Um 12,4 milljóna króna halli var á rekstri Hleinar á síðasta ári, en þar dvelja sjö mikið fatlaðir einstakl- ingar. Deildin var rekin með um 35.000 króna halla hvern einasta dag á síðasta ári. Reykjalundur tók að sér rekstur deildarinnar að ósk fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. Björn segir í árskýrslu Reykja- lundar að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki staðið við fyrirheit um fjármagn til rekstur deildarinnar og því hljóti Reykjalundur að óska eftir að verða leystur undan samningi um rekstur hennar. Björn sagði að stjórn Reykjalundar væri andsnúin óskuin heilbrigðisyfir- valda um að stofnunin yrði sett á föst fjárlög. Hins vegar hefði stjórn- in aldrei lýst því yfir að stofnunin ætti að vera áfram í daggjaldakerf- inu. Til leigu 207 fm gott verslunarhúsnæði við Faxafen. Hagstætt leiguverð. Laust strax. Fákafen 1560 fm lagerhúsnæði með 6 m lofthæð. Skiptanlegt í minni einingar. Ársalir, fasteignasala, Sigtúni 9, sími 562 4333. Flétturimi 33 og 35 Höfum til sölu tvær glæsilegar 4ra herb. íbúöir, 129 fm (111 fm nettó), í Flétturima 33 og 35. Báðar íbúðirnar eru fullbúnar. Gegnheilt stafaparket á öllum gólfum nema á baði en þar eru flísar. Verð Flétturimi 35 8.950 þús með bílskýli, áhvílandi húsbréf 5.700 þús. Verð Flétturimi 33 8.800 þús Áhugasamir hafi samband í síma 588-0188 eða 879548 alla daga. Hægt er að skoða íbúðirnar yftr hátíðirnar (nema páskadag). Víðir Finnbogason hf., Grensásvegi 13. Sölumaður: Stefán. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 Innlausnardagur 15. apríl 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.465.235 kr. 146.524 kr. 14.652 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.303.777 kr. 651.888 kr. 130.378 kr. 13.038 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.284.118 kr. 128.412 kr. 12.841 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.319.829 kr. 1.263.966 kr. 126.397 kr. 12.640 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.820.234 kr. 1.164.047 kr. 116.405 kr. 11.640 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.471.485 kr. 1.094.297 kr. 109.430 kr. 10.943 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.382.622 kr. 1.076.524 kr. 107.652 kr. 10.765 kr. v Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.