Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 7
FRÉTTIR
Sjaldséðir fiskar á íslandsmiðum
Hvítar ýsur
o g gular grálúður
FJÖLDI sjaldséðra fiska veiddist
á Islandsmiðum á síðasta ári og
þar á meðal fimm tegundir sem
ekki hefur áður orðið vart hér
við land, þ.e. orðufiskur, stórridd-
ari, durgur, karfalingur og tuðra.
Þá bárust nokkrir merkilegir
fiskar af karfaslóð undan Hvarfi
á Grænlandi, að því er fram kem-
ur í Ægi, riti Fiskifélags íslands.
Nokkur lengdarmet voru slegin á
árinu. 130 sm. ufsi veiddist í Lóns-
djúpi, 42 sm. trönusíli í Garðsjó
og 64 sm. löng langlúra í Lóns-
djúpi. Þá veiddist minnsti skötu-
selur sem veiðst hefur hér við
land, aðeins 6,3 sm. að lengd.
Innan 200 sjómilna lögsögunn-
ar veiddust ýmsar algengar teg-
undir sem athyglisverðar voru
eins og t.d. hvítar ýsur, gráir og
svartir karfar, dökkur og dökk-
flekkóttur djúpkarfi og gul grá-
lúða.
ÆGISSTIRNIR veiddist í Grænlandshafi, á 700-
1.100 m. dýpi, í flotvörpu í júlí.
LITH Lúsífer veiddist á
grálúðuslóð vestan
Vikuráls í febr-
úar. Hann er af
Lúsífera-
ætt en
fiskar af
þeirri ætt
eru lítt þekkt-
ír midsævis- og djúpfiskar sem hafa m.a. fundist
við Madeira og undan strönd Portúgals.
BRANDHÁFUR veiddist í september í Skerja-
djúpi á 549 m. dýpi. Hann er frábrugðinn öðrum
háfiskum Islandsmiða, m.a. í því að hann er
með sex tálknop en ekki fimm eins og allir hin-
ir sem hér finnast.
GLEYPIR, sem á myndinni er með bráð í maga,
veiddist í Grænlandshafi í júlí. Hann er af sam-
nefndri ætt og heimkynni hans einkum í hlýrri
hlutum heimshafanna.
Þrennt ráðið
til Reykja-
víkurborgar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
ráðningu í þtjár stöður hjá borg-
inni. Það er staða ferðamálafull-
trúa, staða yfirverkfræðings hjá
gatnamálastjóra og staða yfirverk-
fræðings við embætti byggingar-
fulltrúa.
Ferðamálafulltrúi
Ferðamálanefnd samþykkti
samhljóða að leggja til við borgar-
ráð að Anna Margrét Guðjónsdótt-
ir yrði ráðin ferðamálafulltrúi
Reykj avíkurborgar.
Samtals bárust 52 umsóknir um
stöðuna og þar af voru ellefu sem
í fyrstu óskuðu nafnleyndar en
drógu síðan umsóknir sínar til
baka.
Yfirverkfræðingur hjá
gatnamálastj óra
Borgarráð samþykkti jafnframt
að ráða Guðmund Nikulásson í
stöðu yfirverkfræðings hjá gatna-
málastjóra og var hann eini um-
sækjandinn. Frá árinu 1993 hefur
Guðmundur unnið að sjálfstæðum
verkefnum hjá gatnamálstjóra.
Byggingarfulltrúi
Borgarráð samþykkti einnig að
ráða Þórð Olaf Búason bygginga-
verkfræðing í stöðu yfirverkfræð-
ings við embætti byggingarfulltrúa
Reykjavíkurborgar. Alls bárust
Qórtán umsóknir um stöðuna en
einn umsækjandi dró umsókn sína
til baka.
-----♦ ♦ ♦-----
Brú á Laxá
í Mývatnssveit
Lægsta tilboð
82,3% kostn-
aðaráætlunar
VEGAGERÐINNI höfðu borist tíu
tilboð um smíði stálbita fyrir brú
yfir Laxá hjá Arnarvatni í Mý-
vatnssveit þegar tilboð voru opnuð
þann 10. apríl. Lægst bauð Véla-
og stálsmiðjan 14.104.950 kr. í
verkið eða 82,3% af kostnaðará-
ætlun.
Hæst bauð Slippstöðin Oddi, 19
milljónir. Næst bauð Kaupfélag
Árnesinga (bifreiðasmiðja) 17,58
milljónir, Vélsmiðja Gils bauð 17,1
milljón, Kaupfélag Rangæinga
(vélsmiðja),bauð 16,68 milljónir,
Stálsmiðjan hf. bauð 16,3 milljón-
ir, Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónsson-
ar og Vélaleiga Halldórs Sigurðs-
sonar buðu 15,2 milijónir, Lands-
smiðjan hf. bauð 15,16 milljónir,
Vélaverkstæðið Grímur bauð 15,1
milljón og Jón Þór Sigurðsson
14,18 milljónir. Kostnaðaráætlun
verkkaupa var 16,998.430 kr.
Fjölbreytt fyfjaform parasetamóls fyrir alia aldurshópa
Paratabs Paratabs Paradrops Parasoi Parasupp
TÖFLUR
STÍLAR
MIXTÚRA
MUNNLAUSNAR-
TÖFLUR
DROPAR
Si£«g*ÍgS
•if
feiraíupp 'átiájfi
R»n<siti>pM0.
Notkunarsvið: Parasetamól er verkjastillandi og hita-
lækkandi lyf. Það er notað viö höfuðverk, tannpínu, tíða-
verkjum o.fl. Einnig við sótthita af völdum ínflú-
ensu og annarra umgangspesta, t.d. kvefs.
Varúðarreglur: Fólk, sem hefur ofnæmi
fyrir parasetamóli eða er með
lifrarsjúkdóma, má ekki nota lyfið. Nýrna- og lifrarsjúkl-
ingum er bent á að ráðfæra sig við lækni, áður en þeir
taka lyfið. Of stór skammtur af lyfinu getur valdið
lifrarbólgu.
Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverk-
unum og þolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun
lyfsins getur valdið nýrnaskemmdum.
Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun
fylgja lyfjunum. Ekki má taka stærri skammta en mælt
er með.
Lesið vandlega leiðbelningar, sem fylgja lyfinu.