Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 15 Seyðfirðingur kemst á þing Saltaði fyrstu tunnuna sex ára Seyðfírðingar og sérstaklega seyðfírskir sjálfstæðismenn fögnuðu á Hótel Snæfelli aðfaranótt sunnudagsins, en á sjötta tíman- um varð endanlega ljóst að Ambjörg Sveins- dóttir hafði verið Iqorin á þing, fyrst aust- fírskra kvenna. Pétur Kristjánsson frétta- ritari á Seyðisfírði fylgdist með sigurgleðinni. Á SUNNUDAGINN, seinni partinn, var andrúmsloftið heima hjá Arnbjörgu á Austurveginum afslappað og innilegt eins og endranær. Nokkrir vinir sátu við eldhúsborðið þaðan sem sést út yfir fjörðinn og höfnina. Þar var óvenju mikið af blómum og lítill friður fyrir símhringingum. En hver er þessi stelpa sem flestir kalla Öbbu? Arnbjörg Sveinsdóttir er fædd 1956 og alin upp á Seyðisfírði, næstelst íjögurra barna hjónanna Guðrúnar Bjömsdóttur og Sveins Guðmundssonar. Sex ára saltaði hún fyrstu síld- artunnuna. „Pabbi rak síldar- söltunarstöðina „Ströndina", ég var alltaf eitthvað í kringum þetta. ólst upp á þessu síidarplani." Á unglingsárunum vann hún í fiski. Móðir hennar lést þegar Abba var fimmtán ára og þar sem hún var elsta systirin tók hún á sig þá ábyrgð sem þeirri stöðu hæfði. Fram til nítján ára aldurs vann hún ýmis störf, meðal annars í kjörbúð, í sundlauginni og „eldaði ofan í einhveija karla, því pabbi var þá með verktakafyrirtæki. Um sum- arið 1974 kom svo Smyrill og við sáum um hann. Við þetta var ég í þijú sumur“. Arnbjörg kynntist manni sínum, Garðari Rúnari Sigurgeirssyni, þegar þau voru við nám í mennta- skólanum á Akureyri. Þau eiga tvær dætur, Guðrúnu og Bryn- hildi. Á Akureyri var hún aðeins eitt ár en kláraði síðan mennta- skólanámið við MR. Etir stúdent- inn nam hún lögfræði í tvö ár við Háskóla Islands. Fjölskyldan flutt- ist síðan aftur til Seyðisfjarðar árið 1983 og hefur verið þar síðan. Undanfarin ár hefur Arnbjörg pi! ATKVÆÐI talin í Herðubreið á Seyðisfirði og um fimmleytið varð Arnbjörg Sveinsdóttir þing- maður Austurlands. BÆJARSTJÓRINN á Seyðisfirði, Þorvaldur Jóhannsson, óskar formanni bæjarráðsins til hamingju með þingsætið. ÞREYTT en komin á þing verið fjármálastjóri hjá Fiskiðjunni Dvergasteini. Kosningabaráttan var annasam- ur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi heimsóttu eins mörg heimili og kostur var. Þau skiptu með sér verkum og auk þess að fara víða annars staðar fór Arnbjörg í hvert einasta hús á Seyðisfirði. „Þetta hefur verið mjög erfíð vinna, en skemmtileg. Ég hef hitt svo margt fólk og skemmtilegt. Sums staðar komst ég varla áfram fyrir áhuga fólks á að spjalla við mig. Þetta var virkilega þess virði. í þessum heimsóknum kom í ljós að fólk er mikið að hugsa um þau mál sem að alþingis- mönnum snúa. Margir vildu ræða um skattamál og kvóta og svo húsnæðismál, húsbréfakerfið og Eg vil efla framhalds- nám á Austurlandi allar þær afleiðingar. Það var það sem stóð langmest upp úr.“ Arnbjörg Sveinsdóttir þekkir vel til stjómmála. Hún hefur ef til vill ekki áður verið áberandi á lands- vísu, en hún hefur.verið fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seyðisfjarðar í níu ár og er nú formaður bæjarráðs. En hvenær fór þingmaðurinn að búa um sig í maga Ambjargar? Hún hlær dátt að svona spumingu: „Síðan í haust, hvenær var próf- kjörið, svona í september. Ég er nú búin að vera í Sjálfstæðis- flokknum svo að segja frá fæð- ingu, en það er ekki þar með sagt að ég hafi verið að stefna á þing- sæti. Auðvitað hafði ég einhveija hugmynd um að ég ætti mögu- leika, en það var ekki alveg á stefnuskránni að gera þetta núna. Svona varð þetta nú samt.“ Hvað ætlar Arnbjörg sér með þessu öllu saman. Hveiju vill hún fá framgengt á Alþingi? Og á hveiju ætlar hún að byija nú þeg- ar þessum áfanga er náð? „Ég er með alla stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og hún er mikil að vöxtum. Það sem ég hef þó aðallega haft áhuga á hér á Austurlandi eru menntamálin. Ég vil efla framhaldsnám á Austur- landi af því ég tel það kjördæminu til framdráttár að börnin fái ein- hveija menntun sem þau hafa not fyrir. Þau verða líka að fá svör við hæfi að námi loknu.“ Vegg- spjald til vamar gegn reykingum Keflavík - íþrótta- og ungmenna- félagið Keflavík hefur í samvinnu við Krabbameinsfélag Suðurnesja látið gera veggspjald til varnar gegn reykingum. Fram kom við kynningu á vegg- spjaldinu að reykingar meðal ungl- inga hefðu minnkað stöðugt síð- ustu 20 ár, en samkvæmt nýrri athugun krabbameinsfélagsins og héraðslækna væru reykinga nú að aukast aftur. Sem dæmi úr könn- uninni, þá hefðu daglegar reyking- ar drengja á aldrinum 15-16 ára aukist úr 10% árið 1990 í 25%. Þá hefði komið fram í könnuninni að notkun munn- og neftóbaks hefði einnig aukist verulega. Að sögn Skúla Skúlason for- manns íþrótta- og ungmennafé- lags Keflavíkur var efnt til sam- keppni meðal nemenda Holtaskóla um kjörorð til að hafa á vegg- spjaldinu og fyrir valinu hefði orð- ið „Við reykjum ekki — hættu að maíbika í þér lungun“ og á spjald- inu væri mynd af þekktu íþrótta- og afreksfólki úr Keflavík sem ekki reykti. Ætlunin væri að dreifa veggspjaldinu meðal nemenda Holtaskóla og einnig að koma því sem víðast úpp til að hafa áhrif og sporna við reykingum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal VEGGSPJALDIÐ kynnt. Á myndinni í aftari röð frá vinstri til hægri eru: Skúli Skúlason, formaður íþrótta- og ungmennafélags- ins Keflavíkur, Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir og formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, Gísli Jóhannsson, Kári Gunnlaugs- son og Einar Haraldsson, stjórnarmenn í Keflavík. Fremst á mynd- inni með veggspjaldið frá vinstri til hægri eru íþróttamennimir Anna María Sveinsdóttir og Eydís og Magnús Konráðsbörn. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir JÖRUNDUR Ragnarsson veitingamaður ásamt starfsfólki, Sig- urveigu Halldórsdóttur og Veigi Sveinssyni. Ormurinn opnaður Egilsstöðum - Ormurinn er nafn á veitingastofu sem var opnuð um helg- ina á Egilsstöðum. Stofan er rekin sem krá en ennfremur verður boðið upp á léttar veitingar. Ormurinn er í gömlu símstöðinni í hjarta bæjarins og tekur um 50-60 manns í sæti. Eigandinn, Jörundur Ragnarsson, keypti húsið í byijun árs og hefur látið innrétta veitingastofuna í skógarstíl. Þar er valið lerki úr Hall- ormsstaðaskógi í innréttingum og var tré sérstaklega höggvið í þessum til- gangi. Nafnið Ormurinn er sótt til Lagarfljótsormsins sem allir þekkja en fæstir hafa séð. MEGRUNARPLASTURINN ELUPATCH Nú með E vítamínifyrir húðina Verð kr. 2.980fyrir eins mánaðar skammt INGÓLFS APÓTEK Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.