Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ný samsteypustjórn undir forystu Paavos Lipponens tekur við í Finnlandi
Áforma skattalækkanír og
niðurskurð til félagsmála
Helsinki. Morgunblaðið.
LEIÐTOGAR fímm fínnskra flokka
lögðu á mánudag fram stjórnarsátt-
mála sinn sem kveður m.a. á um
smávægilega lækkun telquskatts
og niðurskurð á framlögum til fé-
lagsmála.
Stjórnarmyndun þessi er söguleg
þar sem flokkamir spanna nánast
allt svið finnskra stjómmála. Mið-
flokkur Eskos Ahos, fráfarandi for-
sætisráðherra, verður eini stóri
flokkurinn í stjórnarandstöðu.
300 milljarða
sparnaður
Ríkisstjómin, sem lúta mun for-
ystu Paavos Lipponens, formanns
jafnaðarmanna, stefnir að því að
minnka útgjöld ríkissjóðs á næsta
ári um tíu milljarða marka (tæpa
149 milljarða króna). Tíu milljarða
marka sparnaði til viðbótar verður
síðan náð fram á kjörtímabilinu.
Markmið Lipponens með því að
birta niðurskurðarlistann sem fyrst
var að stuðla að stöðugleika á fjár-
málamarkaðinum. Fyrstu fréttir
hermdu að gengi marksins hefði
hækkað. Finnum virðist því hafa
tekist að forðast þann glundroða
sem einkennt hefur sænskt fjár-
málalíf að undanfömu.
Jafnaðarmenn, Sameiningar-
flokkurinn (hægri menn), Vinstra
bandalagið, Sænski þjóðarflokkur-
inn og Græningjaflokkurinn standa
að ríkisstjóminni nýju en þessir
flokkar hafa ekki starfað saman
áður.
Stefnuskráin þykir nokkuð rót-
tæk hvað varðar samdrátt í útgjöld-
um ríkisins og efasemdir hafa kom-
ið fram um að hún verði samþykkt
óbreytt.
Stjórnir flokkanna eiga að af-
greiða stjómarsáttmálann í dag,
miðvikudag, en Lipponen vonar að
Martti Ahtisaari Finnlandsforseti
geti skipað nýja stjórn á morgun.
Óháður land-
búnaðarráðherra
í stjóminni verða 18 ráðherrar,
sjö jafnaðarmenn, fimm hægri
menn, tveir sósíalistar úr Vinstra
bandalaginu, tveir úr flokki sæn-
skumælandi Finna og einn Græn-
ingi. Þar að auki eiga borgaralegu
flokkamir að skipa óháðan land-
búnaðarráðherra. Þetta mun vera í
fyrsta skipti í sögu Evrópu sem
fulltrúi græningja tekur við emb-
ætti ráðherra í ríkisstjórn.
Búist er við að landbúnaðarmálin
reynist stjórn Lipponens þyngst í
skauti. Búnaðarsambandið mót-
mælti strax landbúnaðarstefnu rík-
isstjórnarinnar nýju en í ráði er að
skera mjög niður styrki til bænda.
Segja bændur að ríkisvaldið hafí
nú ákveðið að leggja landbúnaðinn
niður í Finnlandi.
Reuter
Beðið
eftir
hádegis-
matnum
FANGAR í Gitarama-fangelsinu
i Rúanda bíða eftir hádegismatur
verði borinn fram. Fangelsið var
byggt fyrir 450 fanga en þar
dveljast nú sjö þúsund fangar,
flestir þeirra Hútúar. Öll fang-
elsi í Rúanda eru yfirfull og
bætast hundruð fanga við í viku
hverri. Aðbúnaður er víða hræði-
legur og sagt er að sums staðar
sé slegist um matinn. Stjórnvöld
hyggjast rétta í málum þúsunda
manna sem sakaðir eru um
fjöldamorð.
Claes
í vanda
VAXANDI þrýstingur er á Willy
Claes, framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins (NATO), um að
hann segi af sér embætti vegna
gruns um að hann hafi verið viðrið-
inn mútumál í tengslum við þyrlu-
kaup belgíska hersins á síðasta ára-
tug er Claes var ráðherra. Claes fór
í tveggja vikna leyfí á mánudag.
Um helgina fékk lögreglan leyfí
Claes til að rannsaka einkaheimili
hans og embættisbústað vegna
málsins. Karl Lamers, einn af helstu
ráðgjöfum Helmuts Kohls Þýska-
landskanslara, sagði í viðtali við
Welt am Sonntag að meint aðild
Claes að málinu væri farin að valda
ímynd NATO skaða. Á myndinni
sést Claes ræskja sig áður en blaða-
mannafundur hefst.
íslenskur fiskur komst
óhultur til Boulogne
„VIÐ höfum alveg sloppið við að-
gerðir frönsku togarasjómann-
anna. Þær hafa beinst gegn inn-
flutningi frá Noregi og gömlu aust-
antjaldsríkjunum," sagði Elísabet
Óskarsdóttir hjá franska fisksölu-
fyrirtækinu Unipeche í Boulogne-
sur-Mer við Ermarsund í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Samtök sjómanna á stórum tog-
urum gripu í fyrradag til aðgerða
til þess að leggja áherslu á kaup-
kröfur sínar og til að mótmæla
innflutningi á físki frá Noregi og
austanverðri Evrópu. Réðust þeir
m.a. að sex norskum flutningabíl-
um og skemmdu í þeim vörur, þ.
á m. lax, ufsa og kjötvörur.
í fyrrinótt var von á gámabílum
frá Noregi og hugðust sjómennirn-
ir grípa til aðgerða gegn þeim. Að
sögn Elísabetar sló lögreglan
skjaldborg um bílana og komust
þeir klakklaust á leiðarenda.
„Það fer lítið fyrir þessum að-
gerðum og þær eru ekki á því stigi
að þurfi að hafa þungar áhyggjur
af þeim. Þá hafa gámabílar sem
ekið hafa með íslenskan ísfísk frá
Bretlandi alltaf verið látnir í friði.
Við höfum auk þess komið öllum
ferskfíski sem von er á frá íslandi
þessa vikuna í hús. Ætli þetta
verði ekki allt liðið hjá þegar fisk-
ur kemur að heiman í byijun næstu
viku,“ sagði Elísabet að lokum.
Winnie Mandela í mál við
fyrrverandi eiginmann
aborgTRcuter.
Höfðaborg.
WINNIE Mandela, fyrrverandi eig-
inkona Nelsons Mandela, forseta
Suður-Afríku, sem rekin var úr
embætti aðstoðarráðherra fyrir
skömmu, hefur ákveðið að höfða
mál gegn honum, þar sem hún
krefst þess að verða sett í emb-
ætti aftur.
Talsmaður forsetans staðfesti í
gær að stefnan hefði borist og að
Mandela myndi leita lögfræðilegra
ráðlegginga. Hann er nú á ferð
við Persaflóa en er væntanlegur
til Suður-Afríku á morgun,
fimmtudag. Auk Mandela hefur
stefna borist eftirmanni Winnie
Mandela í stól aðstoðarráðherra
Iista, vísinda, menningar og tækni,
Brigitte Mabandla.
I stefnu Winnie Mandela segir
hún að brottrekstur sinn sé ólög-
legur og bijóti í bága við stjórnar-
skrána. Krefst hún þess að fors<
inn geri skriflega grein fyrir \
hvers vegna henni hafi verið vii
úr embætti.
Að sögn lögmanns Winnie sty
ur höfuðandstæðingur Nelso
Mandela, Mangosuthu Buthele
leiðtogi Inkatha-hreyfíngar Zúl
manna, stefnuna. Bregðist forsi
inn ekki við stefnunni, verður m;
ið tekið fyrir 25. apríl nk.
Banda-
rískur her
áfram í
Evrópu
ROBERT Hunter, fulltrúi
Bandaríkjastjórnar hjá NATO,
sagði í gær, að um 100.000
bandarískir hermenn yrðu í
Evrópu um ófyrirsjáanlegan
tíma. Hunter lýsti þessu yfir
eftir að Hubert Vedrine, helsti
aðstoðarmaður Francois Mitt-
errands, forseta Frakklands,
hafði látið þau orð falla, að
Evrópumenn ættu að búa sig
undir, að Bandaríkjamenn
tækju hagsmuni sína í Róm-
önsku Ameríku og á Kyrra-
hafssvæðinu fram yfir Evrópu.
Réttað yfir
Spánverjum
SKIPSTJÓRAR tveggja
spænskra togara áttu að mæta
fyrir rétti á írlandi í dag en
þeir eru sakaðir um að hafa
veitt meira en kvóta þeirra
nam. Er nú verið að kanna
hvemig aflinn um borð í skip-
um þeirra kemur að öðru leyti
heim og saman við fískidag-
bókina. írska strandgæslan
hefur tekið sjö togara á einni
viku vegna ýmissa brota og
em sex spænskir.
Mugabe
allsráðandi
FLOKKUR
Roberts
Mugabe,
forseta
Zimbabwe,
vann ör-
uggan sigur
í þingkosn-
ingum um
helgina og
fékk 63 af 65 þingsætum, sem
kosið var um. Áður hafði
Mugabe unnið 55 sæti vegna
þess, að enginn stjórnarand-
stæðingur bauð sig fram í
þau. Önnur 20 skipar Mugabe
sjálfur í og þau 10, sem eftir
em af 150 þingsætum alls, eru
frátekin fyrir ættarhöfðingja.
Walesa deilir
á Oleksy
DEILUR milli Lech Walesa,
forseta Póllands, og vinstri-
stjórnarinnar í landinu hafa
blossað upp aftur og að þessu
sinni vegna hátíðahaldanna í
tilefni af heimsstyijaldarlok-
um fyrir hálfri öld. Walesa
ætlar að vera í Póllandi hátíð-
isdagana 8. og 9. maí í mót-
mælaskyni við það sem hann
kallar hræsni Vesturveldanna
er geri allt til að þóknast Rúss-
um. Oleksy ætlar á hinn bóg-
inn til Moskvu.
Bellamy yfir-
maður Unicef
CAROL Bellamy, yfirmaður
bandarísku friðarsveitanna og
fyrrverandi forseti borgar-
stjórnar New York, var kjörin
yfírmaður Barnahjálparsjóðs
Sameinuðu þjóðanna í fyrra-
dag. Evrópusambandið lagði
mikla áherslu á að hreppa
embættið og var annar fram-
bjóðandi þess Elizabeth Rehn,
fyrrverandi varnarmálaráð-
herra Finnlands.