Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ný samsteypustjórn undir forystu Paavos Lipponens tekur við í Finnlandi Áforma skattalækkanír og niðurskurð til félagsmála Helsinki. Morgunblaðið. LEIÐTOGAR fímm fínnskra flokka lögðu á mánudag fram stjórnarsátt- mála sinn sem kveður m.a. á um smávægilega lækkun telquskatts og niðurskurð á framlögum til fé- lagsmála. Stjórnarmyndun þessi er söguleg þar sem flokkamir spanna nánast allt svið finnskra stjómmála. Mið- flokkur Eskos Ahos, fráfarandi for- sætisráðherra, verður eini stóri flokkurinn í stjórnarandstöðu. 300 milljarða sparnaður Ríkisstjómin, sem lúta mun for- ystu Paavos Lipponens, formanns jafnaðarmanna, stefnir að því að minnka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um tíu milljarða marka (tæpa 149 milljarða króna). Tíu milljarða marka sparnaði til viðbótar verður síðan náð fram á kjörtímabilinu. Markmið Lipponens með því að birta niðurskurðarlistann sem fyrst var að stuðla að stöðugleika á fjár- málamarkaðinum. Fyrstu fréttir hermdu að gengi marksins hefði hækkað. Finnum virðist því hafa tekist að forðast þann glundroða sem einkennt hefur sænskt fjár- málalíf að undanfömu. Jafnaðarmenn, Sameiningar- flokkurinn (hægri menn), Vinstra bandalagið, Sænski þjóðarflokkur- inn og Græningjaflokkurinn standa að ríkisstjóminni nýju en þessir flokkar hafa ekki starfað saman áður. Stefnuskráin þykir nokkuð rót- tæk hvað varðar samdrátt í útgjöld- um ríkisins og efasemdir hafa kom- ið fram um að hún verði samþykkt óbreytt. Stjórnir flokkanna eiga að af- greiða stjómarsáttmálann í dag, miðvikudag, en Lipponen vonar að Martti Ahtisaari Finnlandsforseti geti skipað nýja stjórn á morgun. Óháður land- búnaðarráðherra í stjóminni verða 18 ráðherrar, sjö jafnaðarmenn, fimm hægri menn, tveir sósíalistar úr Vinstra bandalaginu, tveir úr flokki sæn- skumælandi Finna og einn Græn- ingi. Þar að auki eiga borgaralegu flokkamir að skipa óháðan land- búnaðarráðherra. Þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem fulltrúi græningja tekur við emb- ætti ráðherra í ríkisstjórn. Búist er við að landbúnaðarmálin reynist stjórn Lipponens þyngst í skauti. Búnaðarsambandið mót- mælti strax landbúnaðarstefnu rík- isstjórnarinnar nýju en í ráði er að skera mjög niður styrki til bænda. Segja bændur að ríkisvaldið hafí nú ákveðið að leggja landbúnaðinn niður í Finnlandi. Reuter Beðið eftir hádegis- matnum FANGAR í Gitarama-fangelsinu i Rúanda bíða eftir hádegismatur verði borinn fram. Fangelsið var byggt fyrir 450 fanga en þar dveljast nú sjö þúsund fangar, flestir þeirra Hútúar. Öll fang- elsi í Rúanda eru yfirfull og bætast hundruð fanga við í viku hverri. Aðbúnaður er víða hræði- legur og sagt er að sums staðar sé slegist um matinn. Stjórnvöld hyggjast rétta í málum þúsunda manna sem sakaðir eru um fjöldamorð. Claes í vanda VAXANDI þrýstingur er á Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins (NATO), um að hann segi af sér embætti vegna gruns um að hann hafi verið viðrið- inn mútumál í tengslum við þyrlu- kaup belgíska hersins á síðasta ára- tug er Claes var ráðherra. Claes fór í tveggja vikna leyfí á mánudag. Um helgina fékk lögreglan leyfí Claes til að rannsaka einkaheimili hans og embættisbústað vegna málsins. Karl Lamers, einn af helstu ráðgjöfum Helmuts Kohls Þýska- landskanslara, sagði í viðtali við Welt am Sonntag að meint aðild Claes að málinu væri farin að valda ímynd NATO skaða. Á myndinni sést Claes ræskja sig áður en blaða- mannafundur hefst. íslenskur fiskur komst óhultur til Boulogne „VIÐ höfum alveg sloppið við að- gerðir frönsku togarasjómann- anna. Þær hafa beinst gegn inn- flutningi frá Noregi og gömlu aust- antjaldsríkjunum," sagði Elísabet Óskarsdóttir hjá franska fisksölu- fyrirtækinu Unipeche í Boulogne- sur-Mer við Ermarsund í samtali við Morgunblaðið í gær. Samtök sjómanna á stórum tog- urum gripu í fyrradag til aðgerða til þess að leggja áherslu á kaup- kröfur sínar og til að mótmæla innflutningi á físki frá Noregi og austanverðri Evrópu. Réðust þeir m.a. að sex norskum flutningabíl- um og skemmdu í þeim vörur, þ. á m. lax, ufsa og kjötvörur. í fyrrinótt var von á gámabílum frá Noregi og hugðust sjómennirn- ir grípa til aðgerða gegn þeim. Að sögn Elísabetar sló lögreglan skjaldborg um bílana og komust þeir klakklaust á leiðarenda. „Það fer lítið fyrir þessum að- gerðum og þær eru ekki á því stigi að þurfi að hafa þungar áhyggjur af þeim. Þá hafa gámabílar sem ekið hafa með íslenskan ísfísk frá Bretlandi alltaf verið látnir í friði. Við höfum auk þess komið öllum ferskfíski sem von er á frá íslandi þessa vikuna í hús. Ætli þetta verði ekki allt liðið hjá þegar fisk- ur kemur að heiman í byijun næstu viku,“ sagði Elísabet að lokum. Winnie Mandela í mál við fyrrverandi eiginmann aborgTRcuter. Höfðaborg. WINNIE Mandela, fyrrverandi eig- inkona Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, sem rekin var úr embætti aðstoðarráðherra fyrir skömmu, hefur ákveðið að höfða mál gegn honum, þar sem hún krefst þess að verða sett í emb- ætti aftur. Talsmaður forsetans staðfesti í gær að stefnan hefði borist og að Mandela myndi leita lögfræðilegra ráðlegginga. Hann er nú á ferð við Persaflóa en er væntanlegur til Suður-Afríku á morgun, fimmtudag. Auk Mandela hefur stefna borist eftirmanni Winnie Mandela í stól aðstoðarráðherra Iista, vísinda, menningar og tækni, Brigitte Mabandla. I stefnu Winnie Mandela segir hún að brottrekstur sinn sé ólög- legur og bijóti í bága við stjórnar- skrána. Krefst hún þess að fors< inn geri skriflega grein fyrir \ hvers vegna henni hafi verið vii úr embætti. Að sögn lögmanns Winnie sty ur höfuðandstæðingur Nelso Mandela, Mangosuthu Buthele leiðtogi Inkatha-hreyfíngar Zúl manna, stefnuna. Bregðist forsi inn ekki við stefnunni, verður m; ið tekið fyrir 25. apríl nk. Banda- rískur her áfram í Evrópu ROBERT Hunter, fulltrúi Bandaríkjastjórnar hjá NATO, sagði í gær, að um 100.000 bandarískir hermenn yrðu í Evrópu um ófyrirsjáanlegan tíma. Hunter lýsti þessu yfir eftir að Hubert Vedrine, helsti aðstoðarmaður Francois Mitt- errands, forseta Frakklands, hafði látið þau orð falla, að Evrópumenn ættu að búa sig undir, að Bandaríkjamenn tækju hagsmuni sína í Róm- önsku Ameríku og á Kyrra- hafssvæðinu fram yfir Evrópu. Réttað yfir Spánverjum SKIPSTJÓRAR tveggja spænskra togara áttu að mæta fyrir rétti á írlandi í dag en þeir eru sakaðir um að hafa veitt meira en kvóta þeirra nam. Er nú verið að kanna hvemig aflinn um borð í skip- um þeirra kemur að öðru leyti heim og saman við fískidag- bókina. írska strandgæslan hefur tekið sjö togara á einni viku vegna ýmissa brota og em sex spænskir. Mugabe allsráðandi FLOKKUR Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, vann ör- uggan sigur í þingkosn- ingum um helgina og fékk 63 af 65 þingsætum, sem kosið var um. Áður hafði Mugabe unnið 55 sæti vegna þess, að enginn stjórnarand- stæðingur bauð sig fram í þau. Önnur 20 skipar Mugabe sjálfur í og þau 10, sem eftir em af 150 þingsætum alls, eru frátekin fyrir ættarhöfðingja. Walesa deilir á Oleksy DEILUR milli Lech Walesa, forseta Póllands, og vinstri- stjórnarinnar í landinu hafa blossað upp aftur og að þessu sinni vegna hátíðahaldanna í tilefni af heimsstyijaldarlok- um fyrir hálfri öld. Walesa ætlar að vera í Póllandi hátíð- isdagana 8. og 9. maí í mót- mælaskyni við það sem hann kallar hræsni Vesturveldanna er geri allt til að þóknast Rúss- um. Oleksy ætlar á hinn bóg- inn til Moskvu. Bellamy yfir- maður Unicef CAROL Bellamy, yfirmaður bandarísku friðarsveitanna og fyrrverandi forseti borgar- stjórnar New York, var kjörin yfírmaður Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra- dag. Evrópusambandið lagði mikla áherslu á að hreppa embættið og var annar fram- bjóðandi þess Elizabeth Rehn, fyrrverandi varnarmálaráð- herra Finnlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.