Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hlutdeild ríkissjóðs í hafnarframkvæmdum skert 20% skerðing frá hámarksþátttöku Morgunblaðið/Rúnar Þór Mikil eftirvænting HLUTDEILD ríkissjóðs í hafnar- framkvæmdum á Akureyri hefur verið skert um 20% frá hámarks þátttöku ríkisins í mannvirkjagerð vegna hafnarframkvæmda. Á fundi hafnarstjómar nýlega var lagt fram bréf frá Hafnarmáia- stofnun þar sem taldar eru upp styrkhæfar framkvæmdir við Akur- eyrarhöfn á árinu 1995. Áætlað er að framkvæmdir við Krossanes kosti um 3,6 milljónir og hlutdeild ríkisins verði 1,4 milljónir, gerð skjólgarðs vegna flotkvíar kostar 14,4 milljónir og er hlutur ríkisins 10.1 milljón, stálþil við Krossanes kostar 55,4 milljónir og er hlutur ríkisins 22,2 milljónir króna, þá er áætlað að dýpkun fyrir flotkví kosti 46.2 milljónir og hlutur ríkis vegna framkvæmdarinnar verði 32,3 millj- ónir og landfestar eru áætlaðar á 18,4 milljónir en hlutdeild ríkisins verði 7,4 milljónir króna. . Engin breyting í bókun hafnarstjórnar Akur- eyrar segir að af þessari upptaln- ingu sjáist að þrátt fyrir fyrirheit samgönguráðherra um aukna hlut- deild ríkissjóðs í kostnaði við hafn- arframkvæmdir á Akureyri eru allir liðir skertir um 20% frá því sem er hámark ríkisþátttöku í mann- virkjagerð hafna. „Þar með er ljóst að engin breyting sýnist verða á þátttöku ríkisins í hafnarmannvirkj- um á Akureyri frá því sem verið hefur á undanförnum árum,“ segir í bókun hafnarstjórnar. Fram kem- ur í bréfi Hafnarmálastofnunar að gert sé ráð fyrir að ríkissjóður skuldi hafnarsjóði í árslok 1995 um 60 milljónir króna sem er rúmlega 100% aukning frá fyrra ári. MIKIL eftirvænting rikir vegna óperutónleika Kristjáns Jóhanns- sonar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands sem haldnir verða I KA- húsinu á Akureyri í kvöld. Framkvæmdir hafa staðið við breytingar á húsinu, því breytt úr íþróttahúsi í tónleikahús. Upp- selt er á tónleikana. Á efnisskránni eru aríur og dúettar úr þekktum óperum, m.a. Carmen, Rómeó og Júlíu, La Boheme og La Traviata. Stjórnandi verður Guðmundur Oli Gunnarsson, aðalsljórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA Aðalfundur Aöalfundur Útgeröarfélags Akureyringa hf. fyrir árið 1994 verður haldinn mánudaginn 24. apríl kl. 16.00 í matsal frystihúss félagsins. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. Ársreikningurinn liggur frammi á skrifstofu félagsins fyrir hluthafa til skoðunar. Stjórnin. Akureyrarbær auglýsir skipulagsbreytingu við Þrastarlund Með vísan til 17. og 18. greinar skipulagslaga og greinar 4.4. í skipulagsreglugerð, auglýsir Akureyrarbær breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðis við Þrastarlund. Skipulagssvæðið afmarkast af Mýrarvegi, Skógarlundi, götustæði Dalsbrautar og íbúðarlóðum við Háalund. í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010 felst breyting á landnotkun, þannig að íbúðarsvæði er minnkað, útivistarsvæði fært af vesturjaðri inn að miðju og gert er ráð fyrir stofnanalóð á norð-vesturhorni svæðisins. í deiliskipulagstillögu er gerð grein fyrir afmörkun húslóðar Þrastarlundar, nýrri íbúðarlóð við Mýrarveg, byggingar- og skipulagsákvæðum stofnanalóðar og nýtingu útivistarsvæðis og annarra óbyggðra svæða. M.a. er gert ráð fyrir að hluti óbyggðs svæðis nýtist sem stæði fyrir stóra bíla og vinnu- vélar. Tillögur þessar, uppdrættir og greinargerðir liggja frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3- hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 24. maí, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstil- lögu er til 24. maí en 8 vikur vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar eða til 17. júní 1995. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna þessara skipulags- breytinga, er bent á að gera við þær athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir breytingunum. Skipulagsstjóri Akureyrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Líf á leirunni LÍFIÐ er að glæðast á leirunni við bæinn. Hettumávurinn kom að sunnan fyrir um hálfum mánuði og tjaldurinn fylgdi á eftir um helgina. Smám saman er svo búist við að aðrir farfugl- ar láti sjá sig og bætist við hóp- inn á leirunum. Páskahátíð hafin PÁSKAHÁTÍÐ á Akureyri hefst í dag. Fjölmörg atriði eru á dag- skránni, bæði á sviði útivistar og menningar. Hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu á Akureyri standa saman að þessari hátíð. Mikið verður um að vera í Hlíðar- fj'alli alla páskadagana, troðnar verða göngubrautir bæði þar og í Kjarna- skógi, fjölskyldudagur verður á Súlu- Aðalsteinn Vestmann sýnir í Heklusalnum Morgunblaðið/Rúnar Þór AÐALSTEINN Vestmann opnar sölusýningu á verkum sínum í sal Gallerý AllraHanda í „Heklusaln- um“ í dag, miðvikudaginn 12. apríl kl. 15.00. Aðalsteinn Vestmann er fæddur á Akureyri 1932, hann lauk námi við teiknikennaradeild Handíða- og myndlistaskólans 1951 og hefur kennt myndmennt við Barnaskólann á Akureyri í rösk þijátíu ár. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum auk einkasýninga á Akureyri og Reykjavík. Sýning hans verður opin næstu daga frá kl. 14.00 til 19.00. Mynd- irnar á sýningunni eru gerðar með olíu- vatns- og akrýllitum eða penna. Engin boðskort verða send út en allir eru velkomnir á sýning- una. mýrum á föstudaginn langa og þá verður svokölluð Matthíasarganga um miðnætti næskomandi laugar- dagskvöld, en gengið verður með kyndla frá Ráðhústorgi að Lystigarð- inum, Kór Akureyrarkirkju leiðir söng, en göngunni lýkur með flug- eldasýningu. Myndlistarsýningar eru í sýning- arsölum bæjarins og þá verður Leik- félag Akureyrar með fjórar sýningar á Þar sem Djöflaeyjan rís um páska- hátíðina. Veitingastaðir verða opnir um- fram venju hátíðardagana. Magnús Már Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar sagði að vitað væri um fjölda aðkomumanna í bænum, fiestar orlofsíbúðir væru fullar og einnig gistiheimili í bænum og góð nýting væri á hótelrými. -------------»■ ♦ ♦----- Miðstöð fólks í atvinnuleit Heimili og skóli MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með.opið hús í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju í dag, miðvikudaginn 14. apríl, frá ki. 15.00 til 18.00. Hildigunnur Ólafsdóttir starfs- maður samtakanna Heimilis og skóla ræðir við þátttakendur og svarar fyrirspurnum. Kaffi og brauð verður á borðum þátttakendum að kostnaðarlausu og dagblöðin liggja frammi. 8 NYIB ALI-SUN UOSABEKKIR GEISLAGÖTU 12 - SÍMI 25856 TRYGGVABRAUT 22 - SIMI 25055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.