Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 4 Bretar gengu frá Bjargtöngum að Gerpi Leiðangrinum lauk 10 dögum á undan áætlun BRETARNIR fjórir, sem lögðu upp gangandi frá Bjargtöngum 4. mars sl., náðu takmarki sínu, Gerpi, sl. þriðjudagskvöld, tíu dögum á undan áætlun. Þeir eru nú komnir til Keflavíkur og þar var í gærkvöldi slegið upp veislu þeim til heiðurs. Leiðangurinn var farinn til að safna fé til styrkt- ar mænusködduðum en ekki er enn vitað hversu mikið hefur safnast. Bretamir voru í daglegu sam- bandi við tvo tengiliði í varnar- stöðinni í Keflavík, Steven Jones og Ian Robinson. Þó Ientu þeir í eitt skipti í vandræðum með far- síma og Iiðu þá þrír dagar þar sem þeir voru sambandslausir. Björgunarsveitir Slysavarnafé- lags íslands á hinum ýmsu stöðum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum voru í sambandi við leiðangurinn og færðu fjórmenn- ingunum vistir með reglulegu millibili. Síðasti spölurinn erfiðastur Bretamir hvíldu sig á Egilsstöð- um í tvo daga og losuðu sig þar við sleðana sem þeir höfðu dregið á eftir sér frá Bjargtöngum. Þeir settu nauðsynlegan búnað í bak- poka sem þeir bám það sem eftir var. Þeir fylgdu veginum til Eski- fjarðar þaðan sem þeir lögðu á fjöll. Að sögn Dave Thomas, eins leiðangursmanna, var síðasti spöl- urinn erfiðastur, m.a. vegna þess hve þeir félagamir vom óvanir að hafa farg á bakinu eftir að hafa dregið allan búnaðinn. Bretarnir komu að Gerpi og fóru niður í fjömna í Sandvík á miðvikudagskvöld kl. 9 og hafði þá leiðangurinn tekið 46 daga og sjö og hálfa klukkustund og lauk tíu dögum á undan áætlun. Frá Gerpi fóm þeir yfir i Viðfjörð þar sem tekið var á móti þeim með viðhöfn. Þaðan var farið með bát- um til Neskaupstaðar þar sem bæjarsljóri efndi til móttöku með þeim, félögum þeirra sem sóttu þá og Slysavarnafélagsmönnum. Frá Neskaupstað var þeim ekið til Egilsstaða þaðan sem flogið var til Reykjavíkur. Stuðningur þakkaður Dave sagði að þeir félagamir væra fegnir og mjög þreyttir eft- ir gönguna. Hann vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra sem hefðu stutt þá og nefndi sérstaklega hlýhug og góð- an stuðning félaga og starfs- manna Slysavarnafélags íslands. Hann sagði að þeir yrðu á ís- landi til 28. apríl og ætluðu að nota þá daga sem eftir væra til að vera venjulegir ferðamenn og skoða sig um, fara í Bláa lónið, að Gullfossi og Geysi og víðar. Morgunblaðið/Andrew Chetty BRETUNUM var vel fagnað þegar þeir komu til Viðfjarðar á fimmtudag og fengu þeir sína kampa- vínsfiöskuna hver. Frá vinstri: Tim Welford, Dave Thomas, Sean Chapple og Alan Chambers. Vilja tryggja stöðu nýs borgarritara BORGARYFIRVÖLD eru að velta því fyrir sér, að beiðni Helgu Jóns- dóttur aðstoðarbankastjóra við Al- þjóðabankann, með hvaða hætti sé hægt að tryggja stöðu hennar taki hún við starfi borgarritara í sumar- lok. í kjölfar ráðningar Helgu lýsti Ámi Sigfússon, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, yfir að henni yrði sagt upp um leið og nýr meiri- hluti tæki við stjóm borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að eins og málum væri háttað vofði það yfir Helgu að verða „rekin úr starfi eftir þrjú ár og mér vitanlega hefur enginn borgarstarfsmaður verið ráðinn á slíkum forsendum. Mér finnst að það þurfi að bregðast við því með einhveijum hætti og fínnst eðlilegt að Helga geri kröfu til þess,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Hún er með forsetaskipun í stöðu skrifstofustjóra í forsætis- ráðuneytinu núna og getur gengið í hana aftur í haust. Staðan er tryggð í lögum um Stjómarráð ís- lands og hún því með mjög mikla starfstryggingu í stjómkerfi ríkis- ins,“ segir borgarstjóri. Sérstakt tilvik Ingibjörg Sólrún vildi ekki til- greina hvaða möguleikar kæmu til greina. „Ég hef farið í gegnum það með borgarlögmanni hvaða mögu- leikar em fyrir hendi. Fastráðningu var hætt hjá Reykjavíkurborg árið 1978 en þetta er mjög sérstakt til- vik og spurning hvort ekki þurfi að bregðast við því með mjög sér- stökum hætti,“ segir hún. Helga Jónsdóttir sagði í gær að hún væri í þeirri óvenjulegu stöðu að eiga uppsögn yfir höfði sér áður en hún hæfi störf og um leið og nýr meirihluti tæki við völdum, burtséð frá því hvernig hún þætti hafa staðið sig. „Ég bað um að þetta yrði athugað og gengið úr skugga um að hægt væri að ráða mig til starfa sem venjulegan emb- ættismann á þeim kjömm sem þeir eiga að venjast," sagði Helga. Morgunblaðið/Theodór STARFSFÓLK MSB og bæjarbúar mótmæltu því í gær að Ieggja eigi mjólkursamlagið i Borgarnesi niður. Borgnesingar mótmæla úreldingn MSB Kaupfélagið endur- skoði afstöðu sína Borgarnesi. Morgunblaðið. Á ANNAÐ hundrað manns tóku þátt í mótmælagöngu starfsfólks Mjólkur- samlags Borgfirðinga - MSB - gegn fyrirhugaðri úreldingu Kaupfélagsins á MSB. Gengið var upp Brákarbraut og vestur Egilsgötu að hótelinu þar sem stóð yfir aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga. Fyrir mótmælagöngunni stóðu starfsmenn MSB, en margir bæj- arbúar slógust í hópinn. Á spjöldum göngufólksins mátti meðal annars lesa: Eflum kaupfélagið, sundmm því ekki og Nýja stjóm í kaupfélagið. Á hóteltröppunum las Sigurbjörg Viggósdóttir frá Rauðanesi, starfs- maður MSB, upp mótmæli starfs- manna fyrir Þóri Páli Guðjónssyni kaupfélagsstjóra og Kristjáni Axels- syni stjómarformanni KBB. Meðal annars sagði Sigurbjörg að starfs- menn vildu skora á aðalfund og stjórn Kaupfélagsins að endurskoða afstöðu sína og íhuga hagsmuni starfsmanna. „Við viljum áfram geta treyst því að KBB veiti okkur lífvæn- lega atvinnu og við viljum einnig að hagur þess fyrirtækis standi sem best. Til þess að svo megi verða er okkur ljóst að úrbóta er þörf. Við drögum hins vegar stórlega í efa að nokkur atvinnurekstur hér muni reynast öflugri og traustari en úr- vinnsla mjólkur úr hráefni sem fram- leitt er í heimahéraði." Eftir nokkra stund var mótmæl- endunum hleypt inn á aðalfundinn og þar las Sigurbjörg Viggósdóttir aftur upp mótmælin. Fram kom hjá Þóri Páli Guðjóns- syni kaupfélagsstjóra að úreldingin væri frágengið mál hjá stjórn KBB og einungis beðið staðfestingar ráð- herra. Seðlabankinn hækkar ávöxtunarkröfu í spariskírteini Ríkissjóður sætti sig við vaxtahækkiin SEÐLABANKI íslands hækkaði í gær ávöxtunarkröfu sína í spari- skírteini á Verðbréfaþingi um allt að 0,55 prósentustig. Jafnframt lýsti bankinn því yfir að óumflýjan- legt sé að ríkissjóður sætti sig um sinn við hærri vexti á uppboðum spariskírteina. Eftir þessa hækkun er kaup- ávöxtunarkrafan í spariskírteini á þinginu á bilinu 5% til 5,8%. Þannig hækkaði ávöxtunarkrafan í 10 ára spariskírteini í nýjasta flokki þeirra í gær úr 5,30% í 5,85% og fimm ára skírteini hækkuðu úr 5,30% í 5,8%. Seðlabankinn dró úr viðskiptum sínum með langtímaverðbréf á síð- asta ári og hefur gengið erfiðlega að selja spariskírteini á eftirmark- aði frá þeim tíma. Þá hafa uppboð á ríkisverðbréfum gengið treglega og íjárhæð útistandandi ríkisvíxla dregist verulega saman. Síðustu mánuði hefur ríkissjóður því einkum aflað lánsfjár erlendis. Seðlabankinn telur mikilvægt að styrkja innlenda lánsfjáröflun ríkis- sjóðs og því sé óumflýjanlegt að ríkissjóður sætti sig við hærri vexti á uppboðum spariskírteina. í þessu sambandi er bent á að öllum höml- um á flutningi flármagns milli ís- Iands og annarra landa hafi verið aflétt og þar með sé innlendur lána- markaður orðinn mjög tengdur er- lendum. í Ijósi þess og vaxtahækk- ana á erlendum mörkuðum frá því á fyrri hluta síðasta árs megi draga þá ályktun að ávöxtun spariskír- teina ríkissjóðs þurfi við ríkjandi aðstæður að vera hærri en verið hafi að undanförnu. Vextir lækki með nýrri stjórn Bæði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks, og Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokks, segja að komið verði í veg fyrir vaxtahækkun eftir að ný ríkis- stjórn tekur við. Davíð segir að vextir ættu að lækka af markaðs- ástæðum eftir að stjórnarsáttmál- inn kemur fram en Halldór segir að stýritækjum verði beitt til að hafa áhrif á vextina. ■ yonir standa/6 ■ Ávöxtunarkrafa/14 Kennarar samþykktu KENNARAR í KÍ samþykktu nýjan kjarasamning með rúm- lega 67% atkvæða. Þá sam- þykktu 74,5% kennara innan HÍK samninginn. Atkvæði greiddu tæp 93% félagsmanna KÍ og felldu rúm 26% samninginn. Eiríkur Jóns- son formaður KÍ sagði að úr- slitin hafi verið á þann veg sem hann hafi búist við. Hann sagðist ennfremur telja að þó nokkur hópur kennara hafi samþykkt samninginn á þeim forsendum að það hafí verið skárri kostur en að fella hann, ekki vegna ánægju með niður- stöðuna. 85,4% kennara innan HÍK greiddu atkvæði, eða 976. 727 samþykktu, eða 74,5%, 20,7% voru á móti, auðir seðlar og ógildir voru 4,8%. Kennarar innan HÍK, sem starfa við Verslunarskólann, greiddu sérstaklega atkvæði um samning þeirra við skóla- nefnd. Af 59 kennurum greiddu 48 atkvæði, já sögðu 81,2%, nei 16,7%, einn seðill var auður. Flug’freyjur Verkfall í maí ef ekki semst SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Flugfreyjufélagsins og Flug- leiða stóð enn um miðnætti í nótt, en hann hófst kl. 19. Flugfreyjur hafa ákveðið að fresta fyrirhuguðu fjögurra daga verkfalli í byijun næsta mánaðar um tvo daga. Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði að enn væri allt á huldu í samn- ingamálum, en flugfreyjur hefðu þó metið stöðuna svo, að eðlilegt væri að fresta verk- falli. „Það er verið að vinna í ákveðnum málum og við vilj- um sjá hvemig þau þróast." Hjá Flugleiðum veitti Mar- grét Hauksdóttir þau svör, að eitthvað miðaði í samkomu- lagsátt, en þó væru engin samningsdrög á borðinu. Slasaðist á fjöllum WRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan vélsleða- mann í Jökuldali við Fjalla- baksleið syðri og flutti á sjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn hafði fallið af sleða sínum og var meiddur á bijóstkassa og baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.