Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móöursystir okkar, INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá SeyðisfirAi, sem lést þann 13. apríl sl., verður jarðsungin frá Kópavogskap- ellu mánudaginn 24. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd systkinabarna, Svanhildur Stefánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT J. GUNNLAUGSDÓTTIR, Hrafnistu, áðurtil heimilis á Kieppsvegi 132, lést 19. apríl sl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG BJARNADÓTTIR frá Seyðisfirði, andaðist á föstudaginn langa á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. apríl nk. kl. 13.30. GÍSLI ÓLAFSSON •4* Gísli Ólafsson fæddist á * Eyri í Svínadal 14. septem- ber 1911. Hann lést á Drop- laugarstöðum 3. mars síðast- liðinn og var jarðsunginn frá Askirkju 10. mars sl. ÉG KYNNTIST Gísla bam að aldri. Það var sumarið 1930, að við vorum saman á Litlu-Drageyri í Skorradal hjá Guðjóni bónda Guðjónssyni frænda mínum, sem þar bjó ásamt móður sinni, Ragn- heiði Magnúsdóttur, ömmusystur minni. Gísli var ættaður frá Eyri í Svínadal og var vinnumaður á Litlu-Drageyri. Hann var einstak- lega bamgóður, tryggur og traust- ur maður og naut ég þess í ríkum mæli. Tókst með okkur vinátta, sem hélzt alla hans ævi, þótt stundum liði la'ngt milli þess að við hittumst. Sumarið- 1929 tók faðir minn, Ársæll Ámason, þátt í „Gottu-leið- angrinum" til austurstrandar Grænlands að sækja sauðnauta- kálfa. Tveir þeirra, kvígan Flóka og bolakálfurinn Skorri, vora flutt- ir að Litlu-Drageyri þá um haust- ið. Smíðaður var skúr fyrir þau í túnjaðrinum og var Gísla falið að annast þau um veturinn. Sauð- nautin urðu mjög gæf og eltu þau Gísla hvert sem hann fór, enda hugsaði hann vel um þau eins og öll önnur húsdýr sem nutu umönn- unar hans. Um vorið heiðraði fað- ir minn Gísla með því að gefa honum silfurbúna svipu áletraða og þótti Gísla afar vænt um grip- inn. Hann var alltaf með svipuna í útreiðum, þótt hann notaði hana ekki mikið. Mörgum áratugum seinna, þegar fundum okkar bar saman, minntist ég eitthvað á sauðnautin við Gísla. „Ég á ennþá svipuna sem pabbi þinn gaf mér,“ sagði Gísli þá stoltur á svip. Gísli átti rauðskjóttan hest, stóran og duglegan. Hann var frekar styggur og sýndi mönnum afturendann, eins og hann vildi slá þann sem ætlaði að ná honum. En Gísli gat alltaf lempað hann til með því að klappa honum og tala við hann, enda var þetta meira til málamynda hjá Skjóna heldur en einhver alvara, því brátt urðu þeir mjög góðir vinir. Gísli var hagmæltur en flíkaði því ekki. Þó gat hann á góðri stund S góðra vina hópi kastað fram vísu. Vísur hans voru smellnar, enda ætlaðar til að gleðja og kæta við- stadda. Því miður virðist ekkert vera til af vísum hans. Gísli var eftirtektarsamur og minnugur og oft var hlegið, þegar hann hermdi eftir mönnum sem komu skringi- lega fyrir og kunnu að svara fyrir sig, en allt var þetta græskulaust og gert til að létta mönnum lund. Gísli fluttist til Reykjavíkur 1947 eða ’48 og vann hjá Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal í 4-5 ár við að laga leir, raða leirstyttum í ofna og kynda leirbrennsluofna fyrirtækisins. Þá gerðist hann starfsmaður hjá Sláturfélagi Suð- urlands og starfaði þar við kjötaf- greiðslu í u.þ.b. 35 ár og fékk við- urkenninguna „afbragðs góður starfsmaður". Samstarfsfólkið gaf Gísla áletraðan silfurkassa í tilefni sextugsafmælis hans 1971. Gísli mundi alltaf eftir að gefa snjótittlingunum á vetuma og komu þeir í garðinn til hans hópum saman. Gísla og Magneu tókst að rækta óvenju stórar og matarmiklar kartöflur í garði sínum. Þótti það fréttaefni og birtist viðtal við þau í blaði af því tilefni. Síðustu 2-3 árin dvaldi Gísli á Droplaugarstöðum. Þökk sé því góða fólki sem hjúkraði honum. Mér þótti leitt að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn, en ég og fjölskyjda mín munum minnast Gísla Ólafssonar með þakklæti og virðingu fyrir hjálpfýsi, tryggð og einlæga vináttu. Þorsteinn Ársælsson. Guðrún Sigurðardóttir, Gunnar Hannesson, Bjarney Sigurðardóttir, Ásbjörn Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Tómas Óskarsson, Ingi Sigurðsson, Halldóra Friðriksdóttir, Ólöf Anna Sigurðardóttir, Halldór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Boðahlein 27, Garðabæ, andaðist miðvikudaginn 19. apríl sl. Ásgrímur Jónasson, Þórey Sveinbergsdóttir, María Dröfn Jónasdóttir Rall, Edda G. Jónasdóttir, Þórir Ingvarsson, Ólöf V. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, ÁGÚSTA FRÍMANNSDÓTTIR, Brekkubyggð 14, Blönduósi, lést í Landspítalanum laugardaginn 15. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. apríl kl. 13.30. Ómar Ragnarsson, Eydis Ingvarsdóttir, Unnur Björg Ómarsdóttir, Frimann Haukur Ómarsson, Þorbjörg Elíasdóttir, Frímann Hauksson, Unnur Þorleifsdóttir, Ragnar Jónatansson. + Ástkær systir okkar og frænka, frk. ELÍN ÁGÚSTSDÓTTIR hjúkrunarkona, Reykjavikurvegi 32, Hafnarfirði, lést í sjúkrahúsinu Sólvangi, Hörðuvöll- um, mánudaginn 10. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólk- inu á Sólvangi fyrir ástúðlega umhyggju og þjónustu, sem og til allra þeirra, er hafa sýnt okkur samúð og hlýhug við andlát henn- ar og útför. Ragnhildur Ágústsdóttir, Brynja Kolbrún Lárusdóttir, Inga Kr. Ágústsdóttir, Róbert Róbertsson, Árni Ágústsson, Auðólfur Þorsteinsson. HREFNA SIG JJRÐARDÓTTIR + Hrefna Sigurðardóttir fæddist 2. júní 1916 á Vest- urbraut i Hafnarfirði. Hún lést í Borgarspítalanum 1. apríl sl. og var jarðsungin frá Bústaða- kirkju 10. apríl. BIRTA æsku og vona blasti við okkur er við hittumst í fyrsta sinn, bamungar í Hafnarfirði fyrir um 70 áram. Við voram nánast jafngamlar. það sem ég, aðflutt, hafði fram yfir þig í mánuðum eða misseram, vógst þú upp með bráðþroska og þekkingu á bæjarfélaginu, sem við urðum hluti af næstu áratugina. Vinátta okkar varð fljótlega slík, að þrátt fyrir margháttaðar mis- munandi aðstæður og m.a. fjarlæg búseta síðar brustu aldrei vináttu- böndin. Enda mun það dómur allra sem þekktu þig, Hrefna mín, að leitun væri að jafn einlægri og tryggri konu og þú varst. Dagínn þegar þú fékkst hinstu hvílu við hlið Valgeirs, ástkærs maka þíns, við ströndina á fírðin- um sem þú unnir svo mjög, veit ég að óskir þínar voru að fullu uppfylltar. Valgeir var eini maður- inn, sem hugur þinn stóð til, og með honum eignaðist þú mörg ágæt og elskuleg böm, sem færðu þér mörg yndisleg barnabörn. Er þetta ekki besti afrekstur ævi- starfs, sem kona getur óskað sér? Kannski vorum við dálítið eigin- gjarnar og máttum vart vita af því, að aðrar vinkonur hyggðust gerast of vingjarnlegar í garð ann- arrar hvorrar okkar. Mikið var ég oft hrædd um þig, hrefna mín, þegar þú syntir langt út í fjörð og glímdir þar við vind og bára — líka hafði maður heyrt talað um hákarla og jafnvel sjóskrímsli. En þér var óhætt, þú varst flugsynd og hafðir gaman af þessu. Iþrótt sem ég öfundaði þig mikið af. Síðar áttum við samleið í Flens- borg og á iskreitina hjá Einari Þorgilssyni. í frístundum skrapp- um við stundum saman á Björninn eða í Gúttó. Alls staðar voram við nær óaðskiljanlegar. Það var okk- ur báðum ánægjuefni að eigin- menn okkar náðu vel saman — var ljúft að hittast — eins og okk- ur. Énda koma það varla fyrir að bæjarferð væri farin án þess að komið væri við hjá Hrefnu og Valla og stundum gafst þeim tæki- færi til að koma til okkar í Kefla- vík. Allt ánægjulegar og skemmti- legar samverustundir. Eftir langa og viðburðarríka ævi, vináttu og trúnað milli okk- ar, ætti ég að skrifa langa grein um Hrefnu, vinkonu mína frá Ós- eyri, en elli kerling hefur gert mér skráveifu og lítt færa til skrifta, svo að ég læt því nægja að færa þér, Hrefna mín, hjartans þakkir fyrir órofa vináttu og tryggð allt frá fyrstu kynnum. Góði faðir gef oss skiljast kynni, gjörvalt líf vort er í hendi þinni. Hvað er dauðinn? Hann er sigurkrans; hinsta þraut á vegi kristins manns. Þá er víst að vegir slitnir tvinnast, vinir skildir aftur munu finnast, þar sem engin þekkjast harmatár, þar sem engin blæða tregasár. (Tómas Snorrason.) Ragna Eiríks. + Bróðir okkar, FRIÐBJÖRN HJÁLMAR HERMANNSSON, Karlsbraut 24, Dalvík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 20. apríl. Sigríður Hermannsdóttir, Árni Hermannsson, Ingvi Ebenhardsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför VALDIMARS PÉTURSSONAR, HraunshoHi, Garðabœ. Alúðarþakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir hlý- hug og góða umönnun. Jakob Valdimarsson, Ástráður Valdimarsson, Margrét Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og einstakan vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU EYJÓLFSDÓTTUR, Háaleitisbraut 33, Reykjavfk. Georg Jónsson, Eyjólfur Þ. Georgsson, Halldóra Ólafsdóttir, Birgir Georgsson, Eydís B. Hilmarsdóttir, Helga U. Georgsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Edda J. Georgsdóttir, Albert Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.