Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda SIF eykur verðmæti út- fluttra afurða um 18% Hagnaður 1994 nam 164 milljónum króna REKSTUR Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda hf. og dótturfyrir- tækja þess gekk vel á árinu 1994 og jukust umsvif SÍF töluvert. Hagnaður SÍF eftir reiknaða skatta nam 164 milljónum, arðsemi eigin fjár var 24,1% og arðsemi hlutafjár 34,4%. Gengi hlutabréfa í SÍF hf. hefur hækkað verulega frá áramótum og var í byrjun apríl um 140% hætta en á sama tíma fyrir ári. A síðasta ári fluttu íslendingar út um 48.000 tonn af saitfískafurðum eða rúmlega 15% meira en 1993. Verðmæti útflutningsins nam rúmum 12 milljörðum og jókst um rúm 22% miðað við árið 1993 að teknu tilliti til STJÓRN SIF hf. var öll endurkjörin nema hvað Ari Þorsteinsson, for- stöðumaður sjávarútvegssviðs KEA á Akureyri, var kosinn í stað forvera síns f starfi, Jóns Þórs Gunnarssonar sem farinn er til starfa erlendis. Nokkur undiralda var á fundinum vegna hlutabréfakaupa fjárfesta í félaginu undanfarna daga og vikur, m.a. verðbréfamarkaðar Skandia og Hafnarbakka, dótturfélags Eim- skipafélagsins. Við stjómarkjörið bar stjómarmaður upp fráfarandi stjórn auk Ara en Svavar Svavarsson full- trúi Granda hf. stakk upp á Róberti Guðfinnssyni á Siglufírði og Berg- þóri Baldvinssyni í Garði. Talið er að hluti fyrirtækja sem jafnframt eiga aðild að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna hafí stutt mótframboðið ásamt Skandia og Eimskip og fleiri hluthöfum. Stjómarmennimir fengu 320 til 343 milljónir atkvæða og Ari 278 milljónir en Róbert 137 milljónir og Bergþór 108 milljónir atkvæða. Táknræn mótmæli Róbert sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrst og fremst bæri að gengis krónunnar hvort árið. Hlutdeild SIF í heildarútflutningi saltfískafurða í fyrra var um 60% eða tæp 30.000 tonn, sem er 10% meira en árið 1993. Verðmæti útfluttra saltfiskafurða frá SÍF jóks hins vegar um 18% og nam alls um 7,9 milljörðum. SÍF seldi salt- físk og skreiðarafurðir fyrir 167 aðila 1994 og sem fyrr var Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum stærsti einstaki framleiðandinn með tæp 2 þús. tonn. Verð á saltfiskafurðum hækkaði um 8,3% frá 1993 til 1994. Kvíarnar færðar út SÍF færði út kvíamar i rekstri sín- um á árinu 1994. í janúar 1994 keypti líta á mótframboð sitt sem táknræn mótmæli. Hann og fieiri væru óánægðir með þau ummæli stjóm- arformanns fyrirtækisins í Morgun- blaðinu fyrir skömmu að ákveðnir hluthafar væru óæskilegir í SÍF hf. sem væri þó almenningshlutafélag þar sem engar hömlur væru lagðar á meðferð hlutaíjár. Framboðið ætti sér skamman fyrirvara og vegna þess að ekki hafi verið beðið um margfeldiskosningu hafí verið vitað fyrirfram að þeir næðu ekki kosningu í stjóm. Þau atkvæði, sem hann hefði fengið, hefðu tryggt tveimur mönn- um kosningu samkvæmt reglum margfeldiskosningar. Anægður með fundinn Sighvatur Bjamason stjómarfor- maður sagðist vera ánægður með fundinn og stjómarkosninguna. Góð þátttaka í fundinum, þar sem mætt var fyrir liðlega 86% hlutafjár, og sú staðreynd að aftur væri áhugi hjá mönnum að komast í stjórn SÍF sýndi að félagið væri á réttri leið. Þá kvaðst hann vera ánægður með góða kosn- ingu stjómarmanna. SÍF nær öll hlutabréf í Saltkaupum hf. og yfírtók rekstur fyrirtækisins. Rekstur Saltkaupa gekk vel og jókst veltan um 80% miðað við 1993 og var um 200 milljónir króna. Hagnað- ur Saltkaupa nam 13,4 milljónum króna. í byijun síðasta árs stofnaði SÍF innkaupa- og sölufyrirtækið SÍF Union í Tromsö í Noregi. Hlutverk þess er einkum að kaupa norskan saltfísk og selja kaupendum SÍF, þegar skortur er á íslenzkum saltfíski. Á síðasta ári keypti fyrirtækið um 1.500 tonn af norskum saltfíski, sem síðan voru seld til Kanada og landa í Suður-Evrópu. Kæligeymsla byggð í Frakklandi SÍF hefur nú rekið Nord Morue í Frakklandi í fjögur ár. Velta fyrirtæk- isins jókst um 27% 1994 miðað við árið áður og nam 3 milljörðum. Fyrir- tækið seldi um 9.200 tonn af afurðum eða 17% meina en 1993. Hagnaður þess nam 6,4 milljónum króna eftir að hafa skilað 95 milljónum króna í þjónustugjöld til SÍF hf. Fyrir dyrum stendur mikil uppbygging á fyrirtæk- inu sem mun kosta tæpar 400 milljón- ir króna. Eitt veigamesta atriði framkvæmd- anna hjá Nord Morue er bygging stórrar kæligeymslu sem SÍF mun eiga og reka. Mun hún rúma um 2.000 tonn af afurðum eða um tvo skipsf- arma. Tilgangurinn með byggingu geymslunnar er tvíþættur; annars vegar sá að geta keypt inn og geymt físk, þegar eftirspum er í lágmarki og hins vegar að geta afhent smærri pantanir með lágmarks fyrirvara. Nýtt fyrirtæki á Spáni SÍF stofnaði síðasta haust sölu- og dreifíngarfyrirtækið Copeseo SÍF s.a. í Barcelona á Spáni í samvinnu við Copesca & Sefrisa, sem er stærsti einstaki viðskiptavinur SÍF á Spáni. Velta fyrirtæksins nam 220 milljónum króna og seldi það um 500 tonn þá tvo mánuði sem það starfaði á síð- asta ári. Stjórn SÍF endurkjörin Mótframboð I mótmælaskyni Sighvatur Bjarnason, formaður sljórnar SÍF Stöðugleikanum í sjávar- útvegi verði ekki fórnað „NÚVERANDI fiskveiðistjómunar- kerfí er ein af forsendunum fyrir því, að margnefndur og margrómað- ur stöðugleiki hefur náðst. Þetta kerfí er einnig meginforsendan fyrir þeirri hagræðingu, sem fyrirtækin sjálf hafa náð á undangegnum miss- erum. Ætíð þegar illa hefur árað í sjávarútvegi hafa stjómmálamenn- imir jafnt sem almenningur heimtað að greinin tæki sjálf á sínum málum með niðurskurði og kröfu um hag- ræðingu í rekstri. Það er einmitt það, sem sjávarútvegurinn hefur ver- ið að gera,“ sagði Sighvatur Bjama- son, formaður stjórnar SÍF m.a. í skýrslu sinni til aðalfundar SÍF í gær. Sighvatur ræddi myndun nýrrar ríkisstjómar og sagðist vonast til þess að þeir, sem ynnu að henni, bæru gæfu til að ganga þannig frá hnútunum, að á þessu kjörtímabili ríkti friður, að sjávarútvegurinn fengi að starfa eðlilega og þróast og þeim stöðugleika, sem tekizt hefði að skapa hér á landi, yrði ekki fórn- að fyrir framgang einhverra illa hugsaðra og illa skilgreindra kosn- ingaloforða, sem gefín hefðu verið í hita leiksins. Þau hefðu fyrst og fremst átt að höfða til óánægðra kjósenda í sjávarútvegi, sem ekki hefðu viljað viðurkenna staðreyndir og enn síður viljað aðlaga sig að breyttum forsendum í greininni. Áhyggjur af málefnum saltfiskiðnaðarins í ræðum þeirra Sighvats Bjama- sonar, og Gunnars Amar Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra, kom fram að hjá SÍF gætir nokkurra áhyggja yfír þróun málefna saltfiskiðnaðarins eftir að sérleyfi SÍF til útflutnings var afnumið: „Samkeppnin hér innan lands er afar óvægin og hörð og reynslan sýnir að hún getur skaðað íslenzka framleiðendur, þegar til lengri tíma er litið. Söluaðilar em nú á bilinu 20 til 30, sumir koma aðeins upp á yfirborðið, þegar fram- boðið er nægt. Sumir bjóða betri kjör til viðskiptavina erlendis með því að slaka á gæðakröfum sem hingað til hafa verið gerðar til íslenzks salt- fisks. Þessi vinnubrögð skaða orðstír íslenzka saltfisksins. Forskot íslenzka saltfisksins, til dæmis yfir norskan saltfísk, á mörk- uðum erlendis hefur verið að minnka hin síðari misseri. Meginástæður þess eru annars vegar að Norðmenn hafa verið að bæta gæði framleiðslu sinnar og einbeita sér að Spánar- markaði, sem er okkar verðmætasti markaður. Hins vegar hafa íslend- ingar sofíð á verðinum í rúm tvö ár, sem rekja má til afnáms sérleyfis SÍF og fjölgunar söluaðila. Forskotið tapast að óbreyttri stöðu Það er athyglisvert, að Norðmenn og norsk stjómvöld vinna af kappi við að móta stefnu í sölumálum sjáv- arafurða. Ef að líkum lætur leiðir hún til enn aukinnar samkeppni við íslenzkar sjávarafurðir á mörkuðum erlendis. Engin slík stefna hefur ver- ið mótuð hér. Samvinnu vantar milli seljenda. SÍF hefur oftar en einu sinni hvatt til slíkrar samvinnu en hlotið dræmar undirtektir. Fyrsta skrefíð gæti til dæmis verið fólgið í því að sölusamtökin legðu vinnu í að kynna sér hvað Norðmenn eru að gera og hver reynsla þeirra sé af sölumálum sjávarafurða. Það ástand sem ríkir meðal saltfiskfram- leiðenda hér á landi, getur ekki geng- ið til lengdar. Að óbreyttu mun for- skot okkar tapast á erlendum mörk- uðum og þar með tekjur íslenzkra saltfískframleiðenda og íslenzka þjóðarbúsins." Belgar saka Frakka um að bijóta Schengen Ypres, Belgíu. Reuter. BELGAR hafa formlega kvartað yfír þvf við frönsk stjómvöld að belgískum lögreglumönnum hefur verið meinað að elta grunaða afbrotamenn yfír landamærin til Frakklands. Eftirför yfír landamæri á að vera heimil sam- kvæmt Schengen-samkomulaginu og sakaði Johan Vande Lanotte, innan- ríkisráðherra Belgíu, starfsbróður sinn í Frakklandi, Charles Pasqua um að bijóta samkomulagið einhliða. Vande Lanotte lýsti því yfír að Belgar hefðu ákveðið að fella úr gildi samkomulag frá 1964, sem heimilar frönskum tollvörðum að fara yfír landamærin til Belgíu til að yfirheyra grunaða fíkniefnasmyglara. „Ég vona að Pasqua snúist hugur hið bráðasta," sagði Vande Lanotte en málið verður tekið upp á ráðherra- fundi Schengen-ríkjanna sjö í Brussel þann 28. apríl. Breyta þarf frönskum lögum Frakkar viðurkenndu í gær að hafa bannað belgískum og þýskum lögreglumönnum að halda áfram eft- irför yfir landamærin og sögðu að breyta yrði frönskum lögum áður en slíkt yrði hægt. Embættismaður sagði þriggja mánaða reynslutímabil samkomulagsins enn vera í gildi og að franska ríkisstjórnin væri að kanna áhrif Schengen-samkomulags- ins. Það væri þó ljóst að Frakkar myndu aldrei samþykkja að erlendir lögreglumenn gripu til aðgerða í Frakklandi án þess að franskir lög- reglumenn væru með í för. Vande Lanotte sagði Frakka hins vegar margsinnis hafa gefíð út yfír- lýsingar um annað. Hann sagðist vonast til að Frakkar myndu brátt manna landamæra- stöðvar sínar að Belgíu á ný til að hægt yrði að koma í veg fyrir að Frakkar færu í ránsferðir til Belgíu. Nýleg könnun belgíska afbrota- fræðingsins Brice de Ruyver bendir til að glæpabylgju undanfarinna ára í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu megi rekja til franskra afbrota- manna. Mikið atvinnuleysi er í borg- unum Lille, Tourcoing og Roubaix í Norður-Fraklandi og hafa frönsk ungmenni farið í ránsleiðangra til Flæmingjalands, þar sem velmegun er mikil. Reuter Ariane á loft SJÖTUGUSTU og annarri Ariane- flaug evrópsku geimferðaráætl- unarinnar var skotið á loft frá geimferðastöðinni í Kourou í Frönsku Guiana í gær. Geimskot Ariane hafa gengið brösulega að undanförnu en flugtak miðviku- dagsins var sagt fullkomið. Flaug- in mun koma fyrir evrópskum gervihnetti er á að fylgjast með umhverfismálum um allan heim. Spánn heitir Slóveníu stuðningi • JANEZ Drnovsek, forsætisráð- herra Slóveníu, hefur fengið vil- yrði Felipes Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, fyrir því að Spánn beiti sér fyrir gerð aukaaðildar- samnings Evrópusambandsins við Slóveníu. Spánn tekur við forsæti í ráðherraráði sambandsins 1. júlí næstkomandi. Slóvenar hafa nú leyst deilumál sín við ítali, sem stóðu í vegi fyrir því að viðræður um aukaaðild gætu hafizt, og lýsti utanríkisráðherra landsins því meðal annars yfir í vikunni að Sló- venía gerði engar landakröfur á hendur Ítalíu. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hvetur til þess að á ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst á næsta ári, verði þeim mála- flokkum, þar sem ráðherraráðið verður að taka ákvarðanir með einróma samþykki, fækkað veru- lega. Framkvæmdastjórnarmenn vilja að greidd verði atkvæði um flest mál og gildi þá aukinn meiri- hluti í ráðherraráðinu. • EVRÓPUÞINGIÐ hefur sett þau skilyrði fyrir því að þingið samþykki samning um tollabanda- lag ESB og Tyrklands, að Tyrkir dragi hersveitir sínar frá írak og se^ji löggjöf um umbætur í mann- réttindamálum. Þingið mun taka samninginn fyrir í október, og ótt- ast margir að ríkisstjórn Tansu CUler í Tyrklandi takist ekki að koma nauðsynlegum stjórnar- skrárbreytingum í gegn fyrir þann tíma. Chirac útilokar myntbandalag 1997 París. Reuter. JACQUES Chirac, sem hefur örugga forystu fyrir fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, ítrekaði í gær að hann vildi beijast fyrir niður- skurði ríkisútgjalda til að Frakkar gætu tekið þátt í efnahagslegum og peningalegum samruna Evrópusam- bandsríkjanna árið 1999. Hann útilokaði hins vegar að Frakkar yrðu reiðubúnir undir pen- ingalegan samruna þegar árið 1997. „Það væri óhugsandi án alvarlegra afleiðinga fyrir franska hagkerfið og frönsk fyrirtæki,“ sagði Chirac í viðtali við mánaðarritið Institutions Européennes et Finance. Chirac lagði mikla áherslu á mik- ilvægi þess að nýta hagvöxt til að draga úr fjárlagahalla fram til ársins 1999.-„Sameiginlegur gjaldmiðill er forgangsverkefni og tækifæri franska hagkerfisins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.