Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL1995 39 MINNINGAR SIGURÐUR GUÐBJARTSSON + SigTjrður Guð- mundur Guð- bjartsson var fæddur 20. ágúst 1913 á Minna- hrauni í Skálavík í Hólshreppi. Hann lést í Sjúkrahúsinu á ísafirði 11. apríl sl. Hann var sonur hjónanna Halldóru Margrétar Sigurð- ardóttur og Illuga Guðbjarts Sigurðs- sonar. Börn þeirra hjóna voru Krist- ján, Sigurrós, Sig- urður Guðmundur, Elías, Elías Krislján, María, Elías og Sig- urvin. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í Skála- vík, en síðar í Bolungarvík. Kona hans var Engilráð Ólína Bæringsdóttir, f. 20. sept- ember árið 1914 á Dynjanda í Grunnavíkurhregpi. Hún lést 10. janúar 1986. Olína var áður gift Runólfi Hjálmarssyni sjó- manni sem drukknaði 30. jan- úar 1941. Með honum átti hún soninn Pétur, síðar útgerðar- mann og skipstjóra, sem Sig- urður gekk í föðurstað. Kona Péturs er Þórdís Ósk Sigurðar- dóttir. Með fyrri konu sinni Kristnýju Pálma- dóttur átti hann fjögur börn: Run- ólf, Jón Pálma, Margréti og Sigurl- ín. Dóttir Sigurðar og Ólínu er Kristín Guðný. Eiginmað- ur hennar er Agúst Sverrir Sigurðsson bifreiðastjóri í Bol- ungarvík. Börn þeirra eru Sigurð- ur Guðmundur, Ólína, Guðlaugur og Halldór. Sigurð- ur og Ólína bjuggu á árunum 1943 til 1946 að Breiðabóli í Skálavík, en fluttu þá til Bolungarvíkur. Á yngri árum sinum stundaði hann sjó- mennsku. Eftir að hann flutti til Bolungarvíkur vann hann hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur hf. alls í 14 ár. Síðar við pípu- lagnir með Gunnari Leóssyni í alls 19 ár, en siðustu árin vann hann hjá Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Einars Guð- finnssonar hf. Lengst af var hann með fjárbúskap meðfram öðrum störfum sínum. Útför hans fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, laugar- daginn 22. apríl. SIGURÐUR Guðbjartsson stendur fyrir mér fyrir hugskotssjónum allt frá bernskuárunum. Rólegur, traustur og ævinlega reiðubúinn til þess að rétta hjálparhönd. Æskuheimili mitt stóð við hlið húss þehra Sigurðar Guðbjartsson- ar og Ólínu Bæringsdóttur konu hans. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og vináttan einlæg og traust. Raunar hófu foreldrar mínir búskap sinn í húsi þeirra Ólínu og Sigurðar og þar fæddist ég og ólst upp fyrstu æviárin. Á þessum árum áttu þau Ólína 1 og Siggi nokkurn fjárstofn og fjár- I hús ofan til við byggðina. Þeir voru ófáir dagamir sem við Haraldur bróðir minn trítluðum með Sigga til gegninga, eða til þess að líta til með fénu, fylgjast með burði, eða eitthvað það annað sem tilheyrir bústangi með fjárstofn. Þetta var mikið ævintýri og setti skemmtileg- an svip á uppvaxtarárin. Á sumrin voru frístundirnar not- aðar til heyskapar. Þá var haldið á dráttarvélinni með kerru inn í Syðridal, þar sem þau áttu tún og tekið til við heyverkin. Oftast var margt um manninn. Við krakkarn- ir fengum að fljóta með, þó sjálf- sagt hafi ekki alltaf verið mikið gagn að okkur við störfin. Þegar leið á daginn var dregið upp ríku- legt nestið, sem Ólína hafði útbúið. Þessa daga var glatt á hjalla og gleði og kátína réð ríkjum. Sömu sögu var raunar að segja af heimilishaldinu. Þar var sömu- leiðis oft margt um manninn. Frændlið og vinafólk lagði oft leið sína inn á heimilið og margt var skrafað. Þó Sigurður hafi verið rólegur fannst honum gaman að taka þátt í samræðum og hló dátt þegar það átti við. Hann var einstaklega barngóð- ur. Þess nutu öll börn sem voru heimagangar á heimili þeirra Ól- ínu. Skipti þá engu hvort í hlut áttu barnabörn, eða við sem áttum til skyldleika að telja við heimilis- fólkið. Sigurður var afar handlaginn og það er ekki ofmælt að segja að allt hafi bókstaflega leikið í höndunum á honum. Gilti einu hvort um var að ræða stærri verk, eða fíngerða smáhluti sem hann handlék. Sérstaklega hafði hann gaman af því að glíma við hvers konar mekanískar viðgerðir á vél- um, úrum og öðru því sem til féll. Þess vegna var það ekki óalgengt að fólk leitaði til hans með hluti sem höfðu úr lagi gengið. Það var oft aðdáunarvert að fylgjast með því er hann færði þá hluti í samt lag. Það var honum mikið gleðiefni að byggja sér sumarbústað í Skála- vík á efri árunum. Þar áttu þau Ólína sér griðastað og skjól í faðmi fjölskyldunnar. Ég vissi líka að fátt fannst þeim jafn gaman og að fá fólk í heimsókn og kunnu þeim litlar þakkir sem gengu hjá án þess að þiggja góðgerðir. Þessa hlið þeirra hjóna þekkti ég vel af löngum kynnum. Eftir að Ólína lést árið 1986 var Sigurði mínum brugðið. Ég vissi að hann saknaði hennar sárt enda hafði sambúð þeirra verið góð og ástrík. Þá kom það sér hins vegar vel að böm þeirra Ólínu, Pétur og Kristín, voru honum einstaklega góð og lögðu sig fram um að veita honum gott atlæti á efri árunum. Þetta kunni hann vel að meta. Góður maður er genginn. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig ESTHER TH. JÓNSDÓTTIR i + Esther Thorarensen Jóns- dóttir fæddist 26. júlí 1923 1 í Hafnarfirði en var alin upp | á Gjögri í Árneshreppi, I Strandasýslu. Hún lést á Borg- arspítalanum 7. apríl sl. Esther var jarðsungin 21. apríl sl. MIG langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar Esth- erar Th. Jónsdóttur með hlýju og þakklæti í huga. Ég sé hana fyrir mér sem glaðlega og káta’ konu sem alltaf tók vel á móti öllum. Hún var myndarleg húsmóðir sem ( sá til þess að enginn fór svangur | frá henni. Hún var góða amma mín, heilbrigð og einlæg og það var mikið áfall fyrir okkur öll þeg- ar hún var kölluð burt úr þessum heimi. Mínar fyrstu minningar tengdar ömmu eru í stóru hjónarúmi á Bárugötunni þar sem hún er að kenna okkur systkinitnum faðir- | vorið og Ungum er það allra best I og svo strauk hún okkur blíðlega Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- 'egt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til biaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það ( eru vinsamleg tilmæli að iengd greina . fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 mið- > að við meðallínubil og hæfilega línu- i lengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. um kinn og bað Guð um að gefa okkur góða nótt. Hún var trúuð kona og lifði samkvæmt því. Amma var félagslynd og hafði gaman af hvers kyns spilum. Ösjaldan sátum við saman við okk- ar uppáhaldsspil, rommí, hlógum og göntuðumst langt fram eftir nóttu. Oft sátum við á köldum vetrarnóttum í hlýja eldhúsinu hennar og töluðum um lífið og til- gang þess. Sérstaklega síðastliðna tvo vetur eftir að við höfðum náð svo vel saman aftur, eftir smá aðskilnað þar sem ég hafði ratað í villu á minni lífsleið en hún tók svo vel á móti mér. Hennar heim- speki var að vera góð við aðra, trú sjálfri sér og rækta sinn innri mann. Þannig yrði maður ham- ingjusamur og farsæll á lífsleið- inni. Elsku amma mín, hve tómlegt og snautt það er án þín, að vita ekki af þér á fallega heimili ykkar Bergs á Birkimelnum. Ég ber þína myndina bjarta i hjarta blessuð sé minning þín vina mín góð. Það huggun mér veitir um haustnótt svarta að hugsa um þig kæra og yrkja um þig ljóð. Elsku Bergur minn, mamma og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Svanfríður Ósk. t Þökkum innilega þeim, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför SVEINS ÞORKELSSONAR, Laugarnesvegi 63. Brynhildur Sigurðardóttir, Sveinn Brynjar Sveinsson, Guðveig B. Guðmundsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Elma Björk Sveinsdóttir, Björn J. Björnsson, Arnar Þór Sveinsson, Signý Magnúsdóttir og barnabörn. og fjölskyldu mína alla að eiga hann að vini og samferðarmanni. Fyrir það ber að þakka. Við send- um Pétri og Kristínu, mökum þeirra, börnum og barnabömum og öðrum ættingjum og ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Einar K. Guðfinnsson. Hann afi þinn er dáinn! Þessa frétt fékk ég þegar ég kom heim úr vinnunni 11. apríl. Ég verð að segja að þessi orð slógu mig í gegn- um símanm Þetta var svo sárt. Afi hafði verið veikur í eina viku og var á batavegi, og vonuðumst við eftir honum á sjúkraskýlið 12. apríl. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast Sigga afa þar sem ná- lægðin við hann var svo mikil. Afi hafði í mörg ár kindur, og eigum við systkinin góðar minningar frá þeim tíma. Við fengum að hjálpa afa í fjár- húsinu, fylgjast með sauðburði, reka féð til Skálavíkur á vorin og svo var það heyskapurinn, honum gleymi ég aldrei. Afi og amma áttu sumarbústað í Skálavík og var alltaf mjög gaman að heimsækja þau þangað. Þar var gott að vera. Amma dó árið 1986 og var þá eins og slökkt hefði verið á einhveijum lífsneista hjá afa. Hann saknaði ömmu alla tíð. Eftir að amma dó fluttust mamma og pabbi til afa og var það honum mikils virði. Fyrir u.þ.b. fjórum árum fékk pabbi sér nokkrar kindur og var það eins og vítamínsprauta fyrir afa, hann fór í fjárhúsin alla virka daga fyrir pabba, og á vorin fór hann með pabba með fjárhópinn út í Skálavík þar sem þær áttu að bera. Þar passaði afi æmar og lömbin eins og um fólk væri að ræða, þetta var hans líf og yndi. Hann lét það ekki á sig fá að vera einn í einangrun í langan tíma, svona var afi. í heilan vetur tók hann að sér að passa fyrir mig fjögurra ára langafabarn og hafði bara gaman af. Það eru þrjú ár síðan. Afi kvæntist ömmu árið 1943 og átti hún þá son frá fyrra hjóna- bandi, Pétur Runólfsson. Hann var afa alla tíð sem hans eigin sonur. Saman eignuðust amma og afi tvær dætur en aðeins önnur komst á legg. Það er móðir mín, Kristín Guðný Sigurðardóttir. Pétur eign- aðist fjögur börn og em barnabörn hans orðin sex. Mamma á líka fjög- ur börn og eru barnaböm hennar orðin níu og eru átta á lífi. Sonur minn Ágúst Sverrir var kallaður brott 1988 aðeins átta ára gamall og er ég sannfærð um að amma og Sverrir hafa tekið vel á móti afa. Elsku mamma, pabbi, Pétur, Dísa og aðrir aðstandendur, við Viggi, Kolbrún, Sigurvin og Sverr- ir vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og elsku afa þakka ég fyrir samfylgdina í gegnum árin. Blessuð sé minning elsku Sigga afa. Ólína Sverrisdóttir. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS ÁRNASONAR, Nýjabæ, Eyrarbakka. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, GESTS BJÖRNSSONAR, Meðalholti 3, Reykjavík. Kolbrún Gestsdóttir, Ragnar Árnason, Svafar Gestsson, Jakobína Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, sonar, tengdasonar og bróður, BRAGA REYNIS AXELSSONAR, Urðarbraut 18, Blönduósi. Guðbjörg Hinriksdóttir, Inga Jóna Bragadóttir, Hinrik Ingi Magnússon, Þorgrfmur Gunnar Eiríksson, Axel Þorsteinsson, Kristbjörg Bjarnadóttir, Hinrik Lárusson, Ingibjörg Sigurðardóttir og systkini hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, MAGNÚSAR EINARSSONAR kennara frá Laxnesi, Sérstakar þakkir til læknis og hjúkrunar- fólks á deildum 11 e og 11 a Landspítala. Sömuleiðis þökkum við öllum, sem starfa við heimahjúkrun, frábæra þjónustu. Ingibjörg Sveinsdóttir, Einar Magnússon, Margrét Steingrimsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Sveinn E. Magnússon, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurbjörg I. Magnúsdóttir, Kristinn R. Jóhannsson, OddnýS. Magnúsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Margrét Einarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.